Domusnovavöllurinn
mánudagur 04. júlí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Birgir Baldvinsson
Leiknir R. 1 - 0 ÍA
1-0 Mikkel Jakobsen ('65)
Kaj Leo Í Bartalstovu, ÍA ('94)
Maciej Makuszewski, Leiknir R. ('95)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson ('64)
7. Maciej Makuszewski
9. Mikkel Dahl ('81)
10. Kristófer Konráðsson ('64)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
80. Mikkel Jakobsen ('90)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
14. Sindri Björnsson ('64)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('81)
19. Jón Hrafn Barkarson
21. Róbert Hauksson ('64)
24. Loftur Páll Eiríksson
28. Arnór Ingi Kristinsson ('90)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('57)
Róbert Hauksson ('80)
Hlynur Helgi Arngrímsson ('83)

Rauð spjöld:
Maciej Makuszewski ('95)


@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
97. mín Leik lokið!
Brynjar með skallann framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri og þá flautar Þorvaldur af!

Fyrsti sigur Leiknis í Bestu deildinni og fyrsti sigur liðsins í rétt tæpa ellefu mánuði!
Eyða Breyta
95. mín Rautt spjald: Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
Ýtir í Kaj eftir að hann fór í Birgi.Eyða Breyta
94. mín Rautt spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
Hvað er Kaj Leo að gera???

Keyrir inní bakið á Birgi utan vallar.


Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Heyrðist það vera Oliver sem fær spjald fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
93. mín
Hætta eftir hornið frá Kaj Leo. Boltinn kemur aftur út á hægri kantinn og annar bolti inná teiginn. Sá endar ofan á þverslánni en svo eru gestirnir dæmdir brotlegir og Leiknir á aukaspyrnu.
Eyða Breyta
92. mín
Guðmundur vinnur horn fyrir ÍA.
Eyða Breyta
91. mín
Gumundur Tyrfingsson sýndist mér brýtur á Birgi og Leiknir á aukaspyrnu við miðlínu. Dýrmætar sekúndur fyrir Leikni.
Eyða Breyta
91. mín
Spyrnan tekin stutt og ÍA vinnur boltann.

Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
Markaskorarinn fer af velli.

Leiknir á hornspyrnu.
Eyða Breyta
88. mín
Fyrirgjöf frá Jóni Gísla sem Ingi Þór kemst í og skallar að marki heimamanna en Viktor er á sínum stað í markinu og handsamar boltann.
Eyða Breyta
87. mín
Gísli með skottilraun fyrir utan teig eftir sendingu frá Kaj. Skotið fer hátt yfir mark Leiknis.
Eyða Breyta
86. mín
Brynjar með flotta sendingu í hlaupið á Birgi en Jón Gísli nær aðeins að trufla Birgi og ÍA á markspyrnu.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Hlynur Helgi Arngrímsson (Leiknir R.)
Fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
82. mín
Jón Gísli með fyrirgjöf sem berst á Gísla Laxdal. Snertingin frá Gísla er þung, fer framhjá Viktori en líka aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
81. mín Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Benedikt V. Warén (ÍA)

Eyða Breyta
81. mín Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Mikkel Dahl (Leiknir R.)

Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Braut á Steinari.
Eyða Breyta
78. mín
Dahl í hörkufæri eftir stungusendingu frá Magic. Skotið frá danska framherjanum fer framhjá marki ÍA.
Eyða Breyta
77. mín
Skagamenn reyni að sækja en gengur ekkert að opna heimamenn.
Eyða Breyta
74. mín
Fínasta spyrna frá Berger sem Árni ver til hliðar. Árni grípur svo skalla frá Birgi í kjölfarið.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Benedikt V. Warén (ÍA)
Benedikt brýtur á Sindra Björnssyni nokkrum metrum fyrir utan D-bogann á vítateig Skagamanna. Emil Berger gerir sig líklegan til þess að taka þessa spyrnu.
Eyða Breyta
72. mín
Leiknismenn vilja víti!

Brynjar Hlöðversson liggur eftir eftir samstuð við Steinar. Ég er ekki svo sannfærður um að þetta hafi verið víti.
Eyða Breyta
71. mín
Róbert með skot hægra megin úr teignum sem Árni ver vel. Boltinn hrekkur út á Emil Berger sem á tilraun sem fer af varnarmanni og þaðan í horn.
Eyða Breyta
70. mín Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Wout Droste (ÍA)
Wout þurfti að fá aðhlynningu og er í kjölfarið tekinn af velli.

ÍA fer í þriggja manna vörn sýnist mér. Brynjar gæti reyndar verið kominn niður í bakvörðinn - ansi sóknarsinnaður þó.
Eyða Breyta
68. mín
Berger með skot sem fer beint á Árna í marki ÍA.
Eyða Breyta
67. mín
Magic með skot rétt fyrir utan teig ÍA en það fer yfir mark Skagamanna. Fínasti séns. Hefur heldur betur lifnað yfir Leikni!
Eyða Breyta
66. mín Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA) Eyþór Aron Wöhler (ÍA)

Eyða Breyta
65. mín MARK! Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
ÞARNA KOM ÞAÐ!!!! Fyrsta markið!

Flott sókn hjá Leikni. Magic með sprettinn, finnur Jakobsen sem sendir á Berger sem sendir svo á Róbert. Róbert finnur Dahl inn á teignum, Dahl ætlar að finna Birgi í hlaupinu en sendingin misheppnast, fer í Wout og hrekkur fyrir fætur Mikkel sem klárar með skoti í fyrsta.

1-0 fyrir Leikni!


Eyða Breyta
64. mín Róbert Hauksson (Leiknir R.) Kristófer Konráðsson (Leiknir R.)
Tvöföld skipting hjá Leikni.
Eyða Breyta
64. mín Sindri Björnsson (Leiknir R.) Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
63. mín
Kristófer með skottilraun fyrir utan teig sem Johannes Vall hendir sér fyrir.
Eyða Breyta
62. mín
Eyþór lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer í Bjarka.

'Spilum þessu' öskrar Jón Þór af bekknum, hefði viljað sjá sendinguna inn á Lindberg held ég.
Eyða Breyta
61. mín
Jón Gísli með flotta skiptingu af hægri vængnum inn á teiginn þar sem Benedikt var utarlega. Beneikt sker inn á teiginn og reynir skot á nærstöngina sem Viktor les og ver tiltölulega auðveldlega.
Eyða Breyta
58. mín
Aukaspyrnan frá Steinari fer beint í hendurnar á Viktori, illa framkvæmt.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Dæmdur brotlegur fyrir meint brot á Steinari. Þetta var ekki neitt, Steinar var bara alltof lengi að gefa boltann frá sér og féll svo við þegar Birgir vann af honum boltann.

Birgir fær svo gult þar sem hann er ósátur við dóminn.
Eyða Breyta
55. mín
Einhver viðskipti milli Steinar og Magic sem Þorvaldur fer yfir með þeim. Ekkert spjald á loft.
Eyða Breyta
54. mín
Krissi Konn með tilraun sem fór yfir einhverjar blokkir, svo hátt fór boltinn yfir mark ÍA.
Eyða Breyta
53. mín
Birgir með fyrirgjöf inná teig gestanna, flottur bolti sem Dahl kemst í og stýrir boltanum á nærstöngina. Þar er Árni Snær mættur og handsamar boltann.
Eyða Breyta
50. mín
Johannes Vall með tilraun fyrir utan teig en skotið fer yfir mark Leiknis, hefði þurft að halla sér yfir boltann hefðu einhverjir fróðir menn sagt.
Eyða Breyta
49. mín
Eyþór með skalla eftir fyrirgjöf frá Gísla. Lítil hætta, skallinn laus og af löngu færi.
Eyða Breyta
46. mín
Gísli Laxdal með tilraunina eftir örfáar sekúndur í seinni. Engin hætta, skotið yfir mark Leiknis.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Báðir hafsentarnir út af hjá ÍA. Wout færir sig niður í hafsentinn, Steinar færist neðar og Lindberg kemur í holuna.
Eyða Breyta
46. mín Kristian Lindberg (ÍA) Aron Bjarki Jósepsson (ÍA)
Fyrsti leikur Lindberg fyrir ÍA.
Eyða Breyta
46. mín Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Oliver Stefánsson (ÍA)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Afskaplega tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hornspyrnan frá Mikkel sem Oliver hreinsar í burtu en ekki langt. Berger fær fínan séns, á skot sem fer í varnarmann og þaðan aftur fyrir.

Mér heyrðist hann allavega fara af varnarmanni en Þorvaldur flautar til hálfleiks og Leiknir fær ekkert horn.
Eyða Breyta
45. mín
Magic vinnur hornspyrnu fyrir Leikni. Þetta er líklega hornið og svo lýkur fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Reyndi að pressa Viktor en keyrði hann niður og uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
44. mín
Steinar með laglega fyrirgjöf með vinstri fæti af vinstri kantinum á nærstönginni. Eyþór var þar mættur en nær ekki að stýra boltanum á markið.

Þetta var hörkuséns!
Eyða Breyta
42. mín
Berger með skot yfir mark ÍA. Himinhátt yfir.
Eyða Breyta
41. mín
Eyþór kemst í boltann við vítateig Leiknis, þrumaði honum að marki og Viktor þarf að hafa fyrir því að verja skotið. Eyþór reynir við frákastið en er dæmdur brotlegur eftir baráttu við Brynjar.
Eyða Breyta
40. mín
Loksins gerðist eitthvað eftir daufan kafla.

Vall vann boltann af Kristófer á miðjum vellinum og í kjölfarið keyrði Benedikt upp og komst upp að vítateig Leiknis. Hann var með Gísla með sér úti hægra megin en lét vaða. Skotið fór framhjá nærstönginni.
Eyða Breyta
33. mín
Berger með flotta sendingu út á Birgi úti vinstra megin. Móttakan klikkaði aðeins og í kjölfarið kom fyrirgjöf sem var of innarlega og fór aftur fyrir. Berger ekki sáttur með hvernig samherji sinn nýtti þessa stöðu.
Eyða Breyta
32. mín
Jón Gísli með langt innkast, Aron Bjarki flikkaði boltanum áfram og Eyþór Aron reyndi bakfallsspyrnu en sú fór langt framhjá. Tilraunin skemmtileg samt sem áður.
Eyða Breyta
30. mín
Leiknismenn sótt síðustu mínútur en ekki ógnað neitt.
Eyða Breyta
26. mín
Jón Þór kallar Jón Gísli alltaf Johnny - skemmtilegt.
Eyða Breyta
23. mín
Johannes Vall sofnar með boltann og Dahl hirðir boltann af honum. Boltinn berst á Magic sem brunar upp hægri vænginn og á hættulega fyrirgjöf fyrir en boltinn fór of innarlega fyrir samherja hans sem kom á strauinu inná teiginn.

Skömmu áður hafði Benedikt átt fyrirgjöf inn á teig Leiknis eftir að hafa hirt boltann af Degi við vítateiginn en Brynjar skallaði í burtu.
Eyða Breyta
22. mín
Fínasta spil hjá ÍA og Gísli Laxdal vinnur hornspyrnu.

Viktor grípur fyrirgjöfina frá Brynjari.
Eyða Breyta
21. mín
Heyrist vel í Leiknismönnum í stúkunni. Mynda virkilega skemmtilega stemningu, til fyrirmyndar!
Eyða Breyta
20. mín
ÍA á hornspyrnu.

Steinar tekur spyrnuna og Oliver fellur í teignum. Skagamenn vilja víti en Þorvaldur dæmir ekkert.

Erfitt að sjá þetta.
Eyða Breyta
17. mín
Leiknir á hornspyrnu.

Skemmtileg útfærsla: Spyrnan er tekin stutt og endar á því að Magic rennir boltanum út á Emil Berger sem lætur vaða en skotið fer framhjá nærstönginni. Sá sænski hitti boltann ekki nægilega vel!
Eyða Breyta
16. mín
Jakobsen með aðra tilraun, úr talsvert erfiðara færi en aftur kemst Aron Bjarki fyrir.
Eyða Breyta
15. mín
Jakobsen í hörkufæri inná teig ÍA en Aron Bjarki kemst fyrir! Svo fékk Kristófer boltann og hann átti líka skot í varnarmann.

Besti séns Leiknis til þessa.
Eyða Breyta
10. mín
Magic nálægt því að komast í boltann inn á teig Skagamanna en boltinn endar í markspyrnu fyrir ÍA.
Eyða Breyta
9. mín
Birgir vinnur hornspyrnu fyrir Leikni.

Skagamenn ná að hreinsa í burtu og bruna upp í skyndisókn. Sú sókn endar á skoti hægra megin úr teignum frá Gísla Laxdal sem Viktor ver vel!
Eyða Breyta
7. mín
Gísli Laxdal reynir fyrirgjöf en hún fer of innarlega og beint í hendurnar á Viktori.
Eyða Breyta
6. mín
Langur bolti fram frá Árna sem Eyþór vinnur og reynir að finna Benedikt í hlaupið en Viktor er vel á verði í marki Leiknis, er mættur utarlega í teiginn og hirðir upp boltann.
Eyða Breyta
4. mín
Lið ÍA:
Árni
Jón Gísli - Aron - Oliver - Vall
Brynjar - Wout
Gísli - Steinar - Benedikt
Eyþór
Eyða Breyta
3. mín
Jón Gísli með langt innkast og Emil Berger skallar boltann aftur fyrir.

Núna kom frábær bolti frá Brynjari inná markteiginn. Þar var Eyþór Wöhler en hann skallar boltann yfir! Mjög gott færi!
Eyða Breyta
2. mín
ÍA vinnur hornspyrnu.

Spyrnan á nærstöngina og Bjarki fyrirliði hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
1. mín
Lið Leiknis:
Viktor
Dagur - Bjarki - Brynjar - Birgir
Daði - Emil
Kristófer - Magic - Jakobsen
Dahel
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
ÍA byrjar með boltann. Brynjar Snær tekur upphafssparkið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við erum mættir í Gettóið eins og inngöngulagið gefur til kynna. Leiknir spilar í bláu og fjólubláu og lið ÍA spilar í gulum treyjum og svörtum stuttbuxum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Snýr til baka eftir meiðsli
Aron Bjarki er kominn aftur í byrjunarlið ÍA eftir að hafa misst út rúmlega mánuð vegna þeirra. Aron verður við hlið Olivers í hjarta varnarinnar hjá ÍA í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Erfiðir 11 mánuðir
Það eru að detta í slétta ellefu mánuði frá síðasta sigri Leiknis í mótsleik. Það rímar aðeins við sá staðreynd að það eru um 11 mánuðir frá því að félagið seldi Sævar Atla Magnússon til Danmerkur.

Leiknismenn hafa þó ekki átt marga lélega leiki í sumar en fyrsti sigurleikurinn hefur látið bíða eftir sér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvernig fer?
Spámenn mínir eru Andri Már Eggertsson (@nablinn) og Gunnar Egill Daníelsson. Andri Már spáir 1-2 útisigri og Gunnar spáir 1-1 jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið hafa verið opinberuð!
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir enga breytingu frá síðasta leik sem tapaðist 2-1 gegn Val. Bjarki Arnaldarson og Sindri Björnsson taka sér sæti á bekknum en þeir voru utan hóps í síðasta leik.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir tvær breytingar frá síðasta leik sem endaði með 2-3 tapi gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum bikarsins. Kaj Leo, sem skoraði bæði mörk ÍA gegn Blikum, tekur sér sæti á bekknum og Alex Davey er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Inn í byrjunarliðið koma þeir Aron Bjarki og Benedikt Warén. Kristian Lindberg, sem ÍA fékk frá Danmörku í byrjun gluggans, er á bekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þorvaldur með flautuna
Þorvaldur Árnason er með flautuna í leiknum í kvöld og dæmir leikinn. Honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Ragnar Þór Bender. Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður KSÍ og Einar Ingi Jóhansson er varadómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Köhler í banni
Christian Köhler, leikmaður ÍA, er í banni og verður því ekki með í leiknum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gífurlega mikilvægur leikur
Það segir því sig sjálft að leikurinn í kvöld er gífurlega mikilvægur upp á fallbaráttuna að gera. Leiknir getur komist úr botnsætinu og komið sér stigi á eftir ÍA með sigri.

Með útisigri getur ÍA komið sér upp fyrir Fram og upp í 8. sæti deildarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir:
Leiknir er í neðsta sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins. Fyrir umferðina var liðið í næstneðsta sæti en þar sem ÍBV náði í stig gegn Breiðabliki á laugardaginn þá fóru Eyjamenn upp fyrir Leikni í töflunni.

Leiknir hefur fengið tvö af síðustu fimm stigum sínum í síðustu fjórum leikjum. Liðið tapaði gegn Val í síðasta leik en frammistaðan í leiknum var samt sem áður alls ekki slæm hjá Breiðhyltingum.

ÍA er í 10. sæti með átta stig, fjórum stigum fyrir ofan Leikni. Liðið hefur fengið þrjú stig í síðustu fjórum leikjum og gerði jafntefli við FH, 1-1, í síðasta leik sínum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veriði velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá viðureign Leiknis og ÍA í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í 11. umferð deildarinnar sem lýkur með þremur leikjum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Domusnovavellinum, heimavelli Leiknis.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Johannes Vall
4. Oliver Stefánsson ('46)
5. Wout Droste ('70)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
10. Steinar Þorsteinsson (f)
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)
19. Eyþór Aron Wöhler ('66)
22. Benedikt V. Warén ('81)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('66)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('81)
21. Haukur Andri Haraldsson
23. Ingi Þór Sigurðsson ('70)
24. Hlynur Sævar Jónsson ('46)
39. Kristian Lindberg ('46)

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Gísli Laxdal Unnarsson ('45)
Benedikt V. Warén ('73)
Oliver Stefánsson ('94)

Rauð spjöld:
Kaj Leo Í Bartalstovu ('94)