Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grótta
4
1
Fjölnir
Óliver Dagur Thorlacius '7 1-0
Kristófer Orri Pétursson '24 2-0
2-1 Reynir Haraldsson '35
Kjartan Kári Halldórsson '70 3-1
Kjartan Kári Halldórsson '83 4-1
05.07.2022  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grenjandi rigning
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('87)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('67)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('90)
17. Luke Rae ('87)
25. Valtýr Már Michaelsson
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson ('90)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('67)
11. Ívan Óli Santos ('87)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson
19. Benjamin Friesen
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('87)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Grótta vinnur eftir að hafa skorað fjögur stykki!

Minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
90. mín
Arnar Númi að næla í aukaspyrnu, ekki mikið eftir.
90. mín
Inn:Dagur Þór Hafþórsson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
90. mín
3 mín. bætt við
88. mín
Fjölnir með fína sókn en síðasta sendinginn off og þeir tapa boltanum.
87. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
87. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Út: Luke Rae (Grótta)
83. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
VÁÁÁÁÁÁ!!!

Kjartan Kári með ruglaða aukaspyrnu!

Er á horni vítateigs, smell hittir hann og boltinn flýgur í fjær!
82. mín Gult spjald: Killian Colombie (Fjölnir)
Fer í andlitið á Kjartani Kára og Grótta að fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
80. mín
Grótta fær hornspyrnu.
79. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
79. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
79. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
75. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR GRÓTTU

Luke dregur Reyni með sér niður, Patrik fer upp í allt plássið og fær boltann frá Luke.

Patrik fer alveg upp að Sigurjóni í markinu sem ver. Fór eiginlega of nálægt markinu.


73. mín
Virkilega óheppilegt fyrir Fjölni að vera komnir tveimur mörkum undir aftur, eru búnir að eiga mjög góðan leik.
71. mín
Næstum því alveg eins móment en núna er það Kjartan sem rennir honum yfir á Luke en Sigurjón kemur hratt út á móti og lokar vel!
70. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Stoðsending: Luke Rae
Arnar Þór með frábæra sendingu upp á Luke, Gummi Júll á misheppnaða tæklingu og Luke rennir boltanum á Kjartan sem þarf lítið annað að gera en að koma boltanum framhjá Sigurjón í markinu.
67. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
66. mín
Kjartan Kári reynir fyrirgjöf sem Fjölnir nær að skalla frá.
62. mín
Kjartan Kári fellur við í skyndisókn en Pétur er ekkert að flauta.
61. mín
Lúkas Logi aftur á ferðinni, á mikið betra skot fyrir utan sem fer rétt framhjá.
60. mín
Lúkas Logi keyrir inn á teig Gróttu og tekur snöggt skot sem fer frekar langt framhjá.
59. mín
Grótta skorar eftir glæsilegt samspil en rangstaða dæmd!
57. mín
Reynir Haralds með fyrirgjöf sem endar í markspyrnu.
56. mín
Fjölnir hafa tekið yfir seinni hálfleikinn.
55. mín
Lúkas Logi reynir fyrirgjöf en boltinn í Luke Rae og í horn.
54. mín
Orri Þórhalls með skot fyrir utan sem fer beint á Jón Ívan.

Skotið frekar dauft.
53. mín
Killian Colombie sendir út í teig en Grótta nær að koma boltanum frá í bili.
52. mín
Hákon Ingi með skot fyrir utan sem fer framhjá.
48. mín
Hendi á Gróttu, þeir reyna að rökræða við Pétur og á meðan taka Fjölnir aukaspyrnuna hratt en Jón Ívan ver skotið.
46. mín
Færiiii!

Lúkas Logi með frábæra sendingu á fjærstöng þar sem Guðmundur Karl er mættur og nær að hitta hann vel.

Færið hins vegar aðeins og þröngt og Jón Ívan ver í horn.
46. mín
Leikur hafinn
Grótta byrjar síðari hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar til hálfleiks!

Leikurinn hefur verið í járnum og búast má við fleiri mörkum í þeim síðari.
45. mín
Patrik er dauðafrír í horninu en skallinn hátt yfir.
45. mín
Patrik Orri að fá horn fyrir Gróttu, ekki mikið eftir.
42. mín
Fjölnir fær annað horn, hafa átt leikinn síðan markið frá þeim kom.
40. mín
Guðmundur Karl og Hákon Ingi eiga geggjað samspil inn í teig Gróttu sem endar með skoti Gumma en Arnar Daníel lokar á það og horn sem Fjölnir eiga.

Þetta var gott færi sem Fjölnir skapaði sér.
39. mín
Luke tekur skot á lofti á hægri kanti og boltinn yfir.

Erfitt færi.
38. mín
Fjölnir eiga hornspyrnu.
35. mín MARK!
Reynir Haraldsson (Fjölnir)
JÁ SÆLL!!!

Reynir setur hann bara úr aukaspyrnunni!

Alltaf jafn gaman að fá aukaspyrnumörk.
34. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Fær gult fyrir brotið á Lúkasi.
34. mín
Brotið á Lúkas Loga rétt fyrir utan vítateig Fjölnis.
29. mín
Killian með frábæra skiptingu á Lúkas Loga sem á frábæra snertingu og leggur boltann út á Hákon Inga en skotið framhjá!
28. mín
Lúkas Logi sendir út á Vilhjálm sem á skot meðfram blautu gervigrasinu en Jón Ívan ekki í vandræðum.
24. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Stoðsending: Patrik Orri Pétursson
Snöggt innkast, Patrik sendir fyrir markið á Kristófer sem tekur boltann með hælnum aftur fyrir sig!!!

Virkilega fallegt mark og nei Kristófer og Patrik eru ekki bræður þrátt fyrir líkindi með nöfn.
22. mín
Valtýr Már tekur Gumma Karl niður og Fjölnismenn fá ágætt færi úr aukaspyrnu.

Tóku hana stutta á Lúkas Loga sem á skot hátt yfir.
20. mín
Guðmundur Karl með sendingu fram á Hákon Inga sem tekur boltann með sér. Tekur skot með vinstri inn í teig en Arnar Þór er til varnar og skotið af honum aftur í Hákon og í markspyrnu.
18. mín
Valtýr Már með tæklingu á Hákon Inga sem fær aukspyrnu.
17. mín
Hákon Ingi er dæmdur rangstæður.
16. mín

Hans Viktor skallar fyrirgjöf Gabríels Hrannars í horn.
15. mín
Júlí með háan bolta upp á Gabríel Hrannar en Hans Viktor stígur hann út og boltinn í markspyrnu.
12. mín
Kristófer Orri fer fast í Hans Viktor þegar hann er að hreinsa boltanum, aukaspyrna fyrir Fjölni.
11. mín
Luke Rae með fasta fyrirgjöf sem fer beint í fæturna á Sigurjóni Daða og nær hann að koma boltanum frá.
10. mín
Lúkas Logi fær boltann fyrir utan frá Hákoni Inga en skotið veldur ekki usla hjá Jóni í markinu.
7. mín MARK!
Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)

Á skot fyrir utan teig sem steinliggur í netinu!!

Fast var það en Sigurjón á að gera betur, virðist hafa séð boltann seint.
4. mín
Luke Rae geysist upp hægri kantin og á fyrirgjöf sem fer af Fjölnismanni og í horn.
3. mín
Júlí brýtur á Killian Colombie.
1. mín
Fjölnir fá strax hornspyrnu upp úr miðjunni.

Grótta skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnir byrja!
Fyrir leik
Breytingar á byrjunarliðum

Patrik Orri Pétursson kemur inn fyrir Sigurberg Áka Jörundsson hjá Gróttu.

Sigurjón Daði Harðarson snýr síðan aftur í markið hjá Fjölni á kostnað Halldórs Snæs Georgssonar.
Fyrir leik
Dómari

Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson. Aðstoðardómari 1 er Gunnar Helgason og Aðstoðardómari 2 er Elvar Smári Arnarsson. Eftirlitsmaður leiksins er síðan Jón Sigurjónsson.


Fyrir leik
Fjölnir

Fjölnir sitja í 5. sæti deildarinnar og unnu sterkan 3-1 sigur gegn HK í síðasta leik. Liðið er með fjórtán stig og geta því komist upp fyrir Gróttu með sigri hér í kvöld.


Fyrir leik
Grótta

Grótta situr enn í 2. sæti þrátt fyrir tap gegn Kórdrengjum í síðasta leik. Liðið er með sextán stig og eru tveimur stigum frá toppliði Selfoss.


Fyrir leik
Veriði hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá leik Gróttu og Fjölnis í 10. umferð Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Vivaldivellinum.


Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
3. Reynir Haraldsson
11. Dofri Snorrason
16. Orri Þórhallsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('79)
17. Lúkas Logi Heimisson ('79)
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('79)
78. Killian Colombie

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('79)
4. Júlíus Mar Júlíusson
7. Dagur Ingi Axelsson
7. Arnar Númi Gíslason ('79)
9. Andri Freyr Jónasson ('79)
37. Árni Steinn Sigursteinsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Killian Colombie ('82)

Rauð spjöld: