Breiðablik
4
1
Santa Coloma
0-1
Joel Paredes
'30
Ísak Snær Þorvaldsson
'45
1-1
Tiago Portuga
'49
Höskuldur Gunnlaugsson
'50
, víti
2-1
Andri Rafn Yeoman
'64
3-1
Kristinn Steindórsson
'66
4-1
14.07.2022 - 19:15
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Sólin skín og bongó
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Sólin skín og bongó
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
('82)
3. Oliver Sigurjónsson
('71)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
('61)
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
('71)
30. Andri Rafn Yeoman
('71)
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Elfar Freyr Helgason
('82)
7. Viktor Andri Pétursson
10. Kristinn Steindórsson
('61)
13. Anton Logi Lúðvíksson
('71)
15. Adam Örn Arnarson
('71)
18. Davíð Ingvarsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
21. Viktor Örn Margeirsson
27. Tómas Orri Róbertsson
27. Viktor Elmar Gautason
67. Omar Sowe
('71)
Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-1 sigur Blika og fara þeir áfram í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.
Þakka kærlega fyrir samfylgdina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu á eftir.
Þakka kærlega fyrir samfylgdina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu á eftir.
87. mín
OMAR!!
Viktor Karl með frábæra sendingu inn á teiginn þar sem að Omar Sowe er í baráttu við varnarmann og á skot rétt yfir markið
Spurning hvort Blikar nái að pota inn einu í lokin
Viktor Karl með frábæra sendingu inn á teiginn þar sem að Omar Sowe er í baráttu við varnarmann og á skot rétt yfir markið
Spurning hvort Blikar nái að pota inn einu í lokin
86. mín
DAMIR!!
Hornspyrna frá hægri sem dettur fyrir lappir Damirs í teignum sem á frábært skot en Priego frændi minn í markinu ver þetta bara mjög vel frá Damir
Hornspyrna frá hægri sem dettur fyrir lappir Damirs í teignum sem á frábært skot en Priego frændi minn í markinu ver þetta bara mjög vel frá Damir
82. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Út:Mikkel Qvist (Breiðablik)
Öll stúkan stendur upp
Elfar Helgason að koma inn á í fyrsta skipti í Íslandsmóti/Evrópu síðan 2020
Fagnaðarefni
Elfar Helgason að koma inn á í fyrsta skipti í Íslandsmóti/Evrópu síðan 2020
Fagnaðarefni
82. mín
Damir í dauðafæri eftir hornspyrnu frá hægri en Damir fékk frían skalla en skallar hann framhjá markinu
66. mín
MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
IMPACT SUB!
Darraðadans í teig andstæðingana sem endar á því að boltinn rennur til Kidda Steindórs sem á lúmskt skot með vinstri sem Priego ver inn
Núna er stuð á Kópavogsvelli
Darraðadans í teig andstæðingana sem endar á því að boltinn rennur til Kidda Steindórs sem á lúmskt skot með vinstri sem Priego ver inn
Núna er stuð á Kópavogsvelli
64. mín
MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
Þetta sér maður ekki á hverjum degi!!!!
Dagur Dan með sendingu sem Kiddi Steindórs lætur fara á Andra Yeoman sem fer inn á völlinn á lúmskt skot í nærhornið og endar í netinu!!
Væri til í að vita hvenær ARY skoraði síðast mark fyrir utan teig. Þessi Priego í markinu leit mjög illa út í þessu marki reyndar
Dagur Dan með sendingu sem Kiddi Steindórs lætur fara á Andra Yeoman sem fer inn á völlinn á lúmskt skot í nærhornið og endar í netinu!!
Væri til í að vita hvenær ARY skoraði síðast mark fyrir utan teig. Þessi Priego í markinu leit mjög illa út í þessu marki reyndar
58. mín
Jason í færi!!
Blikar með frábæra spilamennsku við teig Coloma manna, Dagur Dan vippar svo boltanum skemmtilega inn fyrir á Jason sem á skot rééééétt framhjá markinu
Núna virðist Gísli vera fara af velli vegna meiðsla..
Blikar með frábæra spilamennsku við teig Coloma manna, Dagur Dan vippar svo boltanum skemmtilega inn fyrir á Jason sem á skot rééééétt framhjá markinu
Núna virðist Gísli vera fara af velli vegna meiðsla..
55. mín
Ísak í færi!!
Höggi fær boltann úti hægra megin og hótar sendingu fyrir, milli markmanns og hafsents en á svo frábæra sendingu á Ísak sem kemur á ferðinni og á skot rétt framhjá!!
Höggi fær boltann úti hægra megin og hótar sendingu fyrir, milli markmanns og hafsents en á svo frábæra sendingu á Ísak sem kemur á ferðinni og á skot rétt framhjá!!
50. mín
Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Blikarnir komnir yfir!!!!!!!
Blikar gáfu áðan fyrir markið þar sem að boltinn datt út fyrir Gísla sem átti skot framjá markmanninum en fyrir aftan hann var Tiago Portuga sem virtist hafa bjargað á marklínu stórkostlega með höfðinu en finnski dómarinn stöðvaði leikinn og henti Portuga í sturtu fyrir að bjarga marki með hendinni!!
Nú er þetta gott sem komið hjá Blikum
Blikar gáfu áðan fyrir markið þar sem að boltinn datt út fyrir Gísla sem átti skot framjá markmanninum en fyrir aftan hann var Tiago Portuga sem virtist hafa bjargað á marklínu stórkostlega með höfðinu en finnski dómarinn stöðvaði leikinn og henti Portuga í sturtu fyrir að bjarga marki með hendinni!!
Nú er þetta gott sem komið hjá Blikum
45. mín
Hálfleikur
Og sá finnski á flautunni flautar um leið og Coloma menn taka miðju til hálfleiks...
Þetta mark gat ekki komið á verri tíma fyrir gestina
1-1 í hálfleik og núna þurfa Blikar að koma með betri frammistöðu í seinni hálfleikinn!
Þetta mark gat ekki komið á verri tíma fyrir gestina
1-1 í hálfleik og núna þurfa Blikar að koma með betri frammistöðu í seinni hálfleikinn!
45. mín
MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
LOKSINS FÓKUS Í FÆRUNUM!!!!!!!
Blikar vinna boltann á vallarhelmingi Coloma manna, Dagur Dan finnur Högga úti hægra megin sem neglir boltanum með jörðinni inn á teig þar sem að Ísak mætir á ferðinni og hamrar boltanum í fyrsta í nærhornið!!!
Það var laglegt!! Oliver vann boltann frábærlega í aðdraganda marksins
Blikar vinna boltann á vallarhelmingi Coloma manna, Dagur Dan finnur Högga úti hægra megin sem neglir boltanum með jörðinni inn á teig þar sem að Ísak mætir á ferðinni og hamrar boltanum í fyrsta í nærhornið!!!
Það var laglegt!! Oliver vann boltann frábærlega í aðdraganda marksins
44. mín
Nú verða menn að fara setja fókus í færin...
Gísli fær boltann upp við teig Coloma manna og fer í einn tvo við Ísak og fær frítt skot inn í D-boganum og á rosalega slakt skot beint í hendurnar á Priego..
Gísli fær boltann upp við teig Coloma manna og fer í einn tvo við Ísak og fær frítt skot inn í D-boganum og á rosalega slakt skot beint í hendurnar á Priego..
41. mín
Gísli??
Flott sókn Blika þar sem að Höggi fær boltann úti hægra megin og á frábæra fyrirgjöf á Gísla inn á teig sem fær frían skalla en skallinn er rosalega ósannfærandi og framhjá markinu..
Flott sókn Blika þar sem að Höggi fær boltann úti hægra megin og á frábæra fyrirgjöf á Gísla inn á teig sem fær frían skalla en skallinn er rosalega ósannfærandi og framhjá markinu..
40. mín
Ég held að leikmenn Santa Coloma séu búnir að reyna svona 5 skot sem eru 30-40 metrum frá marki
Og eitt endaði svo í netinu..
Og eitt endaði svo í netinu..
38. mín
Blikar vilja víti!
Gísli kemst inn á teiginn og stígur fyrir varnarmenn Coloma, finnur fyrir snertingu og fer niður en finnski dómarinn segir bara áfram með leikinn
Þetta hefði líklega verið frekar soft víti..
Gísli kemst inn á teiginn og stígur fyrir varnarmenn Coloma, finnur fyrir snertingu og fer niður en finnski dómarinn segir bara áfram með leikinn
Þetta hefði líklega verið frekar soft víti..
33. mín
Viktor Karl með langann á Ísak Snæ sem skallar boltan í hlaupaleiðina hans Dags sem keyrir í átt að teignum og á skot sem lekur rétt framhjá markinu..
Skotvinkillinn erfiður og þurfti þetta skot að vera sturlað til þess að enda í netinu..
Skotvinkillinn erfiður og þurfti þetta skot að vera sturlað til þess að enda í netinu..
30. mín
MARK!
Joel Paredes (Santa Coloma)
Ja hérna hér......
Priego í markinu með markspyrnu og boltanum er flikkað á Joel Paredes sem á sturlað skot frá svona 35-40 metrum og Anton Ari bara alltof framarlega í markinu...
Ég á ekki til orð...
Priego í markinu með markspyrnu og boltanum er flikkað á Joel Paredes sem á sturlað skot frá svona 35-40 metrum og Anton Ari bara alltof framarlega í markinu...
Ég á ekki til orð...
27. mín
Svipað og áðan þá eru Blikarnir í teig andstæðingana en svo dettur boltinn út til Viktors sem á skot með vinstri en það er með jörðinni beint í lúkurnar á Priego í markinu
Blikarnir farnir að taka yfir leikinn eins og búast mátti við
Blikarnir farnir að taka yfir leikinn eins og búast mátti við
25. mín
Blikar ekki ennþá búnir að skapa sér eitthver dauðafæri per se en eru að búa sér til ágætis stöður inn á milli en vantar bara upp á gæði í síðustu sendingar..
17. mín
Viktor!!!!
Dagur Dan kemst inn í teig og hótar skotinu, varnarmaður potar boltanum aðeins út fyrir teiginn þar sem að Viktor Karl kemur á ferðinni og á skot með vinstri sem fer rétt framhjá markinu...
Stúkan byrjaði að fagna meira að segja....
Dagur Dan kemst inn í teig og hótar skotinu, varnarmaður potar boltanum aðeins út fyrir teiginn þar sem að Viktor Karl kemur á ferðinni og á skot með vinstri sem fer rétt framhjá markinu...
Stúkan byrjaði að fagna meira að segja....
12. mín
Gult spjald: Virgili (Santa Coloma)
OLIVER!!!
Upp úr þurru eru Coloma menn komnir tveir á einn á vallarhelmingi Blika, sóknarmaður Coloma er að sleppa í gegn en svo kemur Oliver á ógnarhraða og tæklar boltann í innkast og er sjálfur straujaður í leiðinni!
Sturluð tækling!
Upp úr þurru eru Coloma menn komnir tveir á einn á vallarhelmingi Blika, sóknarmaður Coloma er að sleppa í gegn en svo kemur Oliver á ógnarhraða og tæklar boltann í innkast og er sjálfur straujaður í leiðinni!
Sturluð tækling!
12. mín
Blikar með hornspyrnu frá vinstri, Höggi spyrnir boltanum fyrir markið þar sem að boltinn fer inn á miðjan markteig þar sem að Priego kýlir boltann frá!
9. mín
Mendoza leikmaður Coloma reynir skot frá miðju en Anton er vel vakandi og handsamar þetta auðveldlega
Greinilega frétt að því að Anton sé oft framarlega á sínum vallarhelmingi.
Greinilega frétt að því að Anton sé oft framarlega á sínum vallarhelmingi.
5. mín
Leikurinn farið ansi hægt af stað, Blikarnir eru aðeins að finna taktinn en Coloma menn eru sömuleiðis ekki að gera neitt
The Big Glacier og hans menn í Kópacabana, stuðningsmannasveit Blika eru hins vegar að gera flotta hluti í stúkunni.
The Big Glacier og hans menn í Kópacabana, stuðningsmannasveit Blika eru hins vegar að gera flotta hluti í stúkunni.
1. mín
Fyrsta færi Blika kom eftir 16 sekúndur þar sem Jason komst inn í teig og átti skot en flaggaður rangstæður!
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Coloma menn sem hefja leikinn
Koma svo, þurfum íslenskt lið áfram!!
Koma svo, þurfum íslenskt lið áfram!!
Fyrir leik
Rúmar 10 mínútur í leik og liði Blika er stillt svona upp á UEFA.com
Anton
Höggi - Damir- Mikkel - Yeoman
Viktor - Oliver - Gísli
Jason - Dagur - Ísak
Anton
Höggi - Damir- Mikkel - Yeoman
Viktor - Oliver - Gísli
Jason - Dagur - Ísak
Fyrir leik
Óskar á blaði hjá Norrköping !
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er á lista hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, en þetta kemur fram í Aftonbladet.
Sænski þjálfarinn Rikard Norling var látinn taka poka sinn fyrir þremur dögum eftir slakt gengi með liðið á þessu tímabili.
Úrslit voru einfaldlega ekki að skila sér og var því ákveðið að rifta samningnum við hann, en þrír þjálfarar eru á lista hjá Norrköping.
Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að Óskar Hrafn sé á lista Norrköping ásamt tveimur öðrum þjálfurum. Þar er talað um magnaðan árangur Óskars með Blika, en hann var einnig á blaði hjá AGF áður en danska félagið ákvað að ráða Uwe Rösler.
Daniel Backström, þjálfari Sirius, er einnig á listanum ásamt Poya Asbaghi sem þjálfaði Barnsley í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.
Norrköping er í 11. sæti sænsku deildarinnar með 16 stig.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er á lista hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, en þetta kemur fram í Aftonbladet.
Sænski þjálfarinn Rikard Norling var látinn taka poka sinn fyrir þremur dögum eftir slakt gengi með liðið á þessu tímabili.
Úrslit voru einfaldlega ekki að skila sér og var því ákveðið að rifta samningnum við hann, en þrír þjálfarar eru á lista hjá Norrköping.
Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að Óskar Hrafn sé á lista Norrköping ásamt tveimur öðrum þjálfurum. Þar er talað um magnaðan árangur Óskars með Blika, en hann var einnig á blaði hjá AGF áður en danska félagið ákvað að ráða Uwe Rösler.
Daniel Backström, þjálfari Sirius, er einnig á listanum ásamt Poya Asbaghi sem þjálfaði Barnsley í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.
Norrköping er í 11. sæti sænsku deildarinnar með 16 stig.
Fyrir leik
Byrjunarliðið klárt
Fyrri leikur liðanna ytra endaði með 1-0 sigri Blika þar sem Ísak Snær Þorvaldsson skoraði markið. Það eru fjórar breytingar á liðinu frá leiknum ytra.
Damir Muminovic þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri leiknum en hann er í byrjunarliðinu í kvöld. Andri Rafn Yeoman, Mikkel Qvist, Oliver Sigurjónsson og Dagur Dan Þórhallsson koma inn í liðið.
Fyrri leikur liðanna ytra endaði með 1-0 sigri Blika þar sem Ísak Snær Þorvaldsson skoraði markið. Það eru fjórar breytingar á liðinu frá leiknum ytra.
Damir Muminovic þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri leiknum en hann er í byrjunarliðinu í kvöld. Andri Rafn Yeoman, Mikkel Qvist, Oliver Sigurjónsson og Dagur Dan Þórhallsson koma inn í liðið.
Fyrir leik
"Sýnd veiði en ekki gefin"
Óskar Hrafn var í viðtali við fréttum Stöðvar 2 í um leikinn í kvöld.
"Við reynum að spila eins vel og við getum. Við vitum það að þetta andorska lið er sýnd veiði en ekki gefin, ég held að þeir séu betri en margir Íslendingar gefi þeim 'credit' fyrir"
Hann bendir á að það er mikil og hröð uppbygging í gangi hjá liðinu.
"Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim. Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði, það voru tveir á síðasta tímabili. Þeir hafa sett mikla peninga í þetta"
"Þeir eru með fínt lið, góða fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss geta þeir sært okkur. Við þurfum að sjá til þess að þeir fái ekki tíma og pláss og það gerist bara með því að mæta klárir til leiks og leggja okkur fram"
Óskar Hrafn var í viðtali við fréttum Stöðvar 2 í um leikinn í kvöld.
"Við reynum að spila eins vel og við getum. Við vitum það að þetta andorska lið er sýnd veiði en ekki gefin, ég held að þeir séu betri en margir Íslendingar gefi þeim 'credit' fyrir"
Hann bendir á að það er mikil og hröð uppbygging í gangi hjá liðinu.
"Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim. Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði, það voru tveir á síðasta tímabili. Þeir hafa sett mikla peninga í þetta"
"Þeir eru með fínt lið, góða fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss geta þeir sært okkur. Við þurfum að sjá til þess að þeir fái ekki tíma og pláss og það gerist bara með því að mæta klárir til leiks og leggja okkur fram"
Fyrir leik
Íslenskir leikmenn seldir erlendis
Í gær var tilkynnt að Kristall Máni var seldur til Rosenborg og Óli Valur til IK Sirius, leikmenn sem hafa verið frábærir í sumar.
Hins vegar hefur lítið heyrst um að leikmenn sem hafa sömuleiðis frábærir eins og Ísak Snær, Jason Daði og Davíð Ingvars séu á leiðinni frá félaginu en þetta eru allt leikmenn sem eiga skilið að taka næsta skref eftir frábæra frammistöðu í sumar. Óskar Hrafn vill 100% halda þessum leikmönnum út tímabilið þar sem að Breiðablik ætla sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn og jafnvel bikarinn líka.
Í gær var tilkynnt að Kristall Máni var seldur til Rosenborg og Óli Valur til IK Sirius, leikmenn sem hafa verið frábærir í sumar.
Hins vegar hefur lítið heyrst um að leikmenn sem hafa sömuleiðis frábærir eins og Ísak Snær, Jason Daði og Davíð Ingvars séu á leiðinni frá félaginu en þetta eru allt leikmenn sem eiga skilið að taka næsta skref eftir frábæra frammistöðu í sumar. Óskar Hrafn vill 100% halda þessum leikmönnum út tímabilið þar sem að Breiðablik ætla sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn og jafnvel bikarinn líka.
Fyrir leik
Róteringar í vændum hjá Óskari?
Staðan er auðvitað bara 1-0 í þessu einvígi en það kæmi mér ekki á óvart ef Óskar myndi bara hvíla þá leikmenn sem eru tæpir frekar en að fara taka eitthverja sénsa. Leikmenn eins og Viktor Karl, Gísli Eyjólfs og Oliver, Kiddi Steindórs hafa verið að glíma við meiðsli þannig kannski sjáum við ekki Óskar tefla fram sínu sterkasta liði.
Því eins og ég kom inn á áðan ætti þessi leikur ekki að vera mikið vesen fyrir Breiðablik. Þess má einnig geta að næsti leikur Blika er núna á sunnudaginn gegn sprækum Keflvíkingum sem unnu Val 0-3 um daginn. Leikurinn er í Keflavík, þar sem Blikar töpuðu tvíveigis í fyrra.
Staðan er auðvitað bara 1-0 í þessu einvígi en það kæmi mér ekki á óvart ef Óskar myndi bara hvíla þá leikmenn sem eru tæpir frekar en að fara taka eitthverja sénsa. Leikmenn eins og Viktor Karl, Gísli Eyjólfs og Oliver, Kiddi Steindórs hafa verið að glíma við meiðsli þannig kannski sjáum við ekki Óskar tefla fram sínu sterkasta liði.
Því eins og ég kom inn á áðan ætti þessi leikur ekki að vera mikið vesen fyrir Breiðablik. Þess má einnig geta að næsti leikur Blika er núna á sunnudaginn gegn sprækum Keflvíkingum sem unnu Val 0-3 um daginn. Leikurinn er í Keflavík, þar sem Blikar töpuðu tvíveigis í fyrra.
Fyrir leik
Damir meiddur en hversu lengi?
Blikarnir því miður sluppu ekki frá þessum erfiða útileik meiðslalausir en í fyrri hálfleiknum gegn Santa Coloma meiddist Damir Muminovic og þurfti svo að fara af velli snemma í síðari hálfleik, hversu lengi er Damir meiddur er stór spurning þar sem hann hefur verið frábær í sumar.
Blikarnir því miður sluppu ekki frá þessum erfiða útileik meiðslalausir en í fyrri hálfleiknum gegn Santa Coloma meiddist Damir Muminovic og þurfti svo að fara af velli snemma í síðari hálfleik, hversu lengi er Damir meiddur er stór spurning þar sem hann hefur verið frábær í sumar.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna
Í Andorra þegar að liðin mættust endaði það með 1-0 sigri Blika eftir skrautlegt mark frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni, hverjum öðrum.
Að margra mati var spilamennska Blika yfir pari. Það verður líka að horfa í aðstæðurnar í Andorra þar sem það voru rúmar 30 gráður og ekki búið að vökva gervigrasið í langan tíma þannig ég held að mikilvægasta fyrir Óskar Hrafn og hans menn var að mæta þarna og vinna, alveg sama hvernig. Nú fara Blikarnir á sinn ástkæra Kópavogsvöll þar sem liðið hefur unnið einhverja 19 leiki í röð og fyrir mína parta verður leikurinn í kvöld algjör einstefna frá A-Z.
Í Andorra þegar að liðin mættust endaði það með 1-0 sigri Blika eftir skrautlegt mark frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni, hverjum öðrum.
Að margra mati var spilamennska Blika yfir pari. Það verður líka að horfa í aðstæðurnar í Andorra þar sem það voru rúmar 30 gráður og ekki búið að vökva gervigrasið í langan tíma þannig ég held að mikilvægasta fyrir Óskar Hrafn og hans menn var að mæta þarna og vinna, alveg sama hvernig. Nú fara Blikarnir á sinn ástkæra Kópavogsvöll þar sem liðið hefur unnið einhverja 19 leiki í röð og fyrir mína parta verður leikurinn í kvöld algjör einstefna frá A-Z.
Fyrir leik
Evrópukvöld í Kópavoginum!
Dömur og herrar verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Blikar fá UE Santa Coloma frá Andorra í heimsókn en þetta er síðari viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Upphálds keppni allra landsmanna.
Dömur og herrar verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Blikar fá UE Santa Coloma frá Andorra í heimsókn en þetta er síðari viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Upphálds keppni allra landsmanna.
Byrjunarlið:
1. Marc Priego (m)
2. Eric De Pablos
3. Marcel Sgro
('80)
4. Juande Martinez
5. Marc Rebes
9. Faysal Chouaib
('80)
18. Virgili
19. Sergio Mendoza
('61)
20. Fabio Fonseca
31. Joel Paredes
('73)
33. Tiago Portuga
Varamenn:
13. José Teixeira (m)
6. Albert Reyes
('80)
7. Juan Entrena
('73)
8. Gerard Aloy
10. Goncalo Paulino
('80)
11. Albert Mercade
17. Imad El Kabbou
23. Camilo Puentes
('61)
Liðsstjórn:
Juan Velasco Damas (Þ)
Gul spjöld:
Virgili ('12)
Marc Priego ('37)
Rauð spjöld:
Tiago Portuga ('49)