Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
ÍA
0
3
Stjarnan
0-1 Emil Atlason '5
0-2 Ólafur Karl Finsen '45
0-3 Ísak Andri Sigurgeirsson '75
17.07.2022  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Emil Atlason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler ('61)
10. Steinar Þorsteinsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('61)
22. Benedikt V. Warén ('61)
39. Kristian Lindberg
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('80)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson
2. Tobias Stagaard
7. Ármann Ingi Finnbogason ('61)
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('61)
22. Árni Salvar Heimisson ('80)
77. Haukur Andri Haraldsson ('61)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Gísli Laxdal Unnarsson ('49)
Hlynur Sævar Jónsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur Eiríksson flautar hér til leiksloka, sannfærandi sigur Stjörnunnar 3-0.

Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
86. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
86. mín
Inn:Oliver Haurits (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
84. mín
Gísli Laxdal með lúmskt skot fyrir utan teig en Haraldur gerir vel með að verja boltann.
82. mín
Gísli Laxdal með skot í teig Stjörnunnar en boltinn fer framhjá.
81. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
80. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
75. mín MARK!
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Ísak gerir þriðja mark Stjörnunnar!

Emil Atla vinnur boltann hátt uppi á vellinum og gefur sendingu á Ísak Andra sem er í einn á einn stöðu á móti sem tekur góða móttöku vel til hliðar og setur boltann auðveldlega í netið.
Stjarnan að landa sigrinum.
74. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
70. mín
Jón Gísli liggur hér niðri eftir að Ísak Andri fór aðeins í hann.
69. mín
Skagamenn með aukaspyrnu utarlega á vellinum, Ármann tekur og Eyþór Wöhler nær skalla sem fer framhjá.
67. mín
Emil Atla með gott skot fyrir utan teig en skotið fer rétt famhjá.
66. mín
Eggert tekur skot úr þröngu færi sem Árni ver.
66. mín
Gísli tekur hornið og Hlynur nær skallanum sem fer framhjá. Aðeins að lifna við Skagamönnum eftir þreföldu skiptinguna.
65. mín
Ármann Ingi með þrususkot!!

Tekur skotið lang fyrir utan teig og Haraldur þarf að hafa sig allan við til að verja skotið.
Skagamenn fá horn.
63. mín
Skaginn með aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu en Haraldur nær að kýla boltann frá.
62. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
61. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Benedikt V. Warén (ÍA)
61. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
59. mín
Emil Atlason skorar hér en er flaggaður rangstæður.
59. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
58. mín
Steinar Þorsteins á hér frábæran sprett ýtir Þórarini Inga frá sér en kemur með misheppnaða fyrirgjöf.
58. mín
Ísak Andri á hér fast skot framhjá.
56. mín
Ísak Andri á hér gott hlaup með boltann kominn í teiginn og tekur skot sem fer í varnarmann og yfir. Horn fyrir Stjörnuna sem Skagamenn hreinsa frá.
49. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Gíslu rífur Jóhann Árna niður og fær verðskuldað gult.
47. mín
Eggert Aron kemur með boltann inn í teiginn en varnarmaður ÍA kemur boltanum bakvið endalínu og í horn.
Skagamenn verjast horninu vel og eru nú með boltann.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn af stað Skaginn byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar hér til hálfleiks strax eftir þetta frábæra mark. Stjarnan leiðir 2-0, brekka fyrir Skagamenn.
45. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
HVAÐ VAR ÉG AÐ SJÁ!?!?

Haraldur Björnsson neglir boltanum fram þar sem Emil Atlason snýr í fyrstu snertingu á Köhler, Jóhann Árni sendir á Eggert Aron sem gefur hann á Emil og Emil tekur hælspyrnu á Ólaf Karl Finsen sem lyftir boltanum upp og tekur Hjólhestaspyrnu upp í hornið!!!

Mark tímabilsins hingað til að mínu mati, ruglað mark!!
43. mín
Skagamenn fá hér sitt sjöunda horn leiksins, en Halldór handsamar boltann.
36. mín
Enn og aftur fá Skagamenn horn en ekkert kemur úr því.
32. mín
Adolf fær bolta upp hægri kantinn komin í ágæta stöðu þegar hann tekur skot sem fer í varnarmann og í horn.
Skagamenn ná að skalla boltann úr horninu frá.
30. mín Gult spjald: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
29. mín
Ingi Þór á skot í teig Stjörnumanna sem fer í varnarmann og í horn.
Haraldur grípur hornið.
27. mín
Kohler nær skoti utarlega í teig Stjörnunnar sem hefur viðkomu í varnarmann en Haraldur ver skotið örugglega.
22. mín
Skagamenn fá sitt þriðja horn í leiknum, ekkert kemur úr horninu en þeir ná að halda í boltann.
21. mín
Ísak Andri á hér stórhættulega fyrirgjöf en Adolf Daði nær ekki að koma snertingu á boltann.
18. mín
Skagamenn fá horn eftir misheppnaða fyrirgjöf Inga Þórs.
Ekkert kemur úr horni ÍA.
15. mín
Einar Karl fær boltann rétt fyrir utan teig Skagamanna og á þrumuskot sem fer rétt yfir.
11. mín
ÍA fær horn.

Köhler tekur hornið en Emil Atla skallar frá, ÍA heldur í boltann.
6. mín
Kristian Lindberg að klúðra dauðafæri beint eftir mark Stjörnunnar!

Langt innkast sem Skagamenn fá, boltinn fer út Benedikt Warén lyftir boltanum aftur inn og Lindberg fær bolta tvö beint fyrir framan Harald í marki Stjörnunnar Lindberg skýtur en Halli ver frábærlega.
Gæti verið dýrt klúður fyrir Skagamenn!
5. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
Emil Atla kemur Stjörnunni yfir!!

Eggert Aron kemur með geggjaðan bolta inn í teiginn og Emil er nánast aleinn og klárar frábærlega á lofti og í hornið. Árni á ekki séns í að verja boltann.
Geggjað mark!
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur Eiríksson flautar hér leikinn af stað og eru það gestirnir sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn, aðeins nokkrar mínútur í að veislan hefjist hér upp á Skipaskaga!
Fyrir leik
ÍA komið í botnsætið

Eftir sigur ÍBV á Val fyrr í dag eru Skagamenn komnir í botnsæti deildarinnar. Með sigri hér í dag gætu þeir komið sér upp í 9. sæti deildarinnar.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn!

Skagamenn gera tvær breytingar á sínu liði, inn koma Ingi Þór Sigurðsson og Hlynur Sævar. Ingi Þór kemur inn í byrjunarliðið eftir mjög sterka innkomu gegn Íslandsmeisturunum í Víking Reykjavík þar sem hann skoraði 2 mörk.

Gestirnir í Stjörnunni gera 2 breytingar á liði sínu frá 3-0 tapi gegn Leikni. Inn í liðið koma þeir Einar Karl og Ólafur Karl Finsen.


Fyrir leik
Stjarnan

Staða: 4.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 5
Jafntelfi: 5
Töp: 2
Mörk skoruð: 21
Mörk fengin á sig: 17
Markatala: 4

Síðustu leikir

Stjarnan 0-3 Leiknir
FH 1-1 Stjarnan
Stjarnan 1-1 KR
Keflavík 2-2 Stjarnan
Stjarnan 1-0 ÍBV

Emil Atlason - 7 mörk
Jóhann Árni Gunnarsson - 3 mörk
Adolf Daði Birgisson - 3 mörk
Ísak Andri Sigurgeirsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
ÍA

Staða: 12.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 1
Jafntelfi: 6
Töp: 6
Mörk skoruð: 13
Mörk fengin á sig: 25
Markatala: -12

Síðustu leikir

Víkingur R. 3-2 ÍA
Leiknir R. 1-0 ÍA
ÍA 2-3 Breiðablik
ÍA 1-1 FH
KR 3-3 ÍA

Markahæstu menn:

Kaj Leo Í Bartalstovu - 3 mörk
Eyþór Aron Wöhler - 3 mörk
Ingi Þór Sigurðsson - 2 mörk
Gísli Laxdal Unnarsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í vor þegar Skagamenn heimsóttu Stjörnuna í Garðarbænum.

Sá leikur endaði með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem Kaj Leo Í Bartalstovu jafnaði metin á 89. mínútu fyrir ÍA.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð!

Verið velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Skaganum, þar sem ÍA mun taka á móti Stjörnunni í 13. umferð Bestu-deildarinnar, klukkan 19:15 í kvöld!


Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('81)
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('86)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
17. Ólafur Karl Finsen ('74)
22. Emil Atlason ('86)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('74)
19. Daníel Finns Matthíasson ('81)
23. Óskar Örn Hauksson ('86)
35. Helgi Fróði Ingason
99. Oliver Haurits ('86)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Hilmar Þór Hilmarsson
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Ísak Andri Sigurgeirsson ('30)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('62)

Rauð spjöld: