Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Leiknir R.
0
5
KA
0-1 Nökkvi Þeyr Þórisson '23
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '25
0-3 Ásgeir Sigurgeirsson '57
0-4 Nökkvi Þeyr Þórisson '59
0-5 Sveinn Margeir Hauksson '61
Brynjar Hlöðversson '83
17.07.2022  -  17:00
Domusnovavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínar aðstæður, lítill vindur, gott hitastig og skýjað.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('58)
7. Maciej Makuszewski ('58)
9. Mikkel Dahl
10. Kristófer Konráðsson ('66)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
23. Arnór Ingi Kristinsson ('66)
23. Dagur Austmann
80. Mikkel Jakobsen ('66)

Varamenn:
8. Sindri Björnsson ('58)
8. Árni Elvar Árnason ('66)
10. Shkelzen Veseli ('58)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('66)
19. Jón Hrafn Barkarson ('66)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Arnór Ingi Kristinsson ('36)
Brynjar Hlöðversson ('53)

Rauð spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('83)
Leik lokið!
Villi flautar af hér.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
91. mín
VIKTOR FREYR AÐ BJARGA ENN EINA FERÐINA!

KA kemst í skyndisókn og Grímsi sendir boltann alla leið yfir á Daníel sem lætur vaða með vinstri úr góðu færi en Viktor ver.

Stuttu seinna kemur fyrirgjöf sem Ásgeir skallar í skeytinn!
90. mín
Við fáum tvær mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Jakob Snær fær boltann inná teignum og hamrar boltann yfir!
86. mín
Viktor bjargar Leiknismönnum þarna!

Jakob rennir boltanum í gegn á Ásgeir sem er hálfri skóstærð frá því að pota í boltann á undan Viktor og hefði þar með getað skorað í autt markið en Viktor gerði mjög vel.
84. mín
Grímsi tekur spyrnuna og gjörsamlega hamrar eins fast og hann getur beint á Viktor sem ver með hnefunum yfir markið.

Viktor grípur svo hornspyrnuna.
83. mín Rautt spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Guð minn góður Binni Hlö...

Í veseni, sparkar boltanum í magann á Jakobi Snæ sem kom í pressu og Jakob að sleppa í gegn rífur Binni hann niður fyrir framan teiginn og gjörsamlega skilur ekkert í því að fá seinna gula.
82. mín
JAJALO MEÐ FRÁBÆRA VÖRSLU!

Leiknismenn lauma Dahl í gegn sem gerir vel og ætlar að klára í hægra hornið en Jajalo les hann og ver stórkostlega.

Dahl klaufi að vera ekki búinn að skora í dag...
80. mín
MIKKEL DAHL!

Fær langan bolta inn á teiginn frá Gyrði, nær að taka hann niður í frábæru færi en of lengi að þessu, þarna verður hann bara að gera betur...

Hefði jafnvel getað klárað í fyrsta, hann var grunsamlega einn þarna inná teignum.
78. mín
KA fær aukaspyrnu úti hægra megin sem Danni Hafsteins hamrar inn á teiginn en Grímsi er ekki hár í loftinu og nær ekki til boltans.
74. mín
DAUÐAFÆRI!!

Dusan brýtur á Dahl úti vinstra megin.

Emil Berger sendir boltann fyrir og Gyrðir aleinn fyrir framan markið þarf bara að setja ennið í boltann en hittir hann ekki, hlýtur að hafa lokað augunum...
72. mín
Inn:Hallgrímur Jónasson (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
71. mín
Gyrðir með fyrirgj0f frá hægri sem fer alla leið á fjær þar sem Jón Hrafn nær skallanum í Þorra og fær hann aftur í skot sem Jajalo ver í horn.

Uppúr hornynu frá Emil fá þeir aðra tilraun sem ekkert verður úr.
70. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
70. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
70. mín
Jón Hrafn fær boltann vinstra megin, fer inn á hægri fótinn og lætur vaða en Jajalo vandanum vaxinn og ver.
69. mín
Hornspyrna frá Grímsa alla leið á fjær sem endar í markspyrnu.
67. mín
Nökkvi með fyrirgjöf sem Viktor grípur.
66. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
Þreföld hjá Leiknismönnum, Siggi Höskulds skiljanlega ekki sáttur með gang mála...
66. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
66. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.)
62. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
62. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
61. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Dusan Brkovic
VAAAÁÁÁ SVEINN MARGEIR!

Fær boltann fyrir framan eigin vítateig frá Dusan sem blokkaði dauðafæri frá Sindra Björns, Sveinn hleypur upp allan völlinn þar sem hann sólar tvo eða þrjá Leiknismenn og lætur vaða með vinstri, upp í samúel.

Sturlað mark!
59. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Bryan Van Den Bogaert
Jájá Nökkvi gengur bara frá þessu hérna...

Bryan vinnur boltann ofarlega á vellinum og kemur boltanum í gegn á Nökkva sem lætur bara vaða með vinstri í fjær og skorar.

Bragurinn á Leiknisliðinu akkurat núna er eiginlega bara hversu ljótt þetta ætlar að verða.
58. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Maciej Makuszewski (Leiknir R.)
58. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
57. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
ÞVÍLÍK SENDING FRÁ HRANNARI!

Fær boltann úti hægra megin, snuddar boltann svona huggulega í svæðið milli varnar og markmanns þar sem Ásgeir ræðst á boltann og kemur honum framhjá Viktori.

Geggjað mark og sennilega game over!
54. mín
Sveinn Margeir tekur spyrnuna en hún var ekkert sérstaklega góð og ekki á markið.
53. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Nökkvi með svakalegum herkjum kemur sér í gegnum þrjá Leiknismenn áður en hann er stöðvaður og Villi dæmir brot.
51. mín
Hrannar nælir í aukaspyrnu úti hægra megin.

Sveinn Margeir leggur boltann út á Danna Hafsteins sem stillir boltanum upp á vinstri og neglir á markið en Viktor ver, þetta var alvöru skot með veikari fætinum.
50. mín
Sveinn neglir hornspyrnunni fyrir en Binni flikkar boltann burt.
48. mín
Bryan nælir í aukaspyrnu úti vinstra megin.

Bryan og Sveinn Margeir standa yfir boltanum, taka stutt og Sveinn sendir fyrir og Binni Hlö skallar í horn.
47. mín
Fín sókn hjá Leiknismönnum endar með tveimur tilraunum en KA-menn komast fyrir þær báðar.
46. mín
Seinni farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Villi flautar til hálfleiks.

KA menn gætu hæglega verið búnir að ganga frá þessum leik, en það er enn líf í þessu fyrir Leiknismenn!
45. mín
Addi Grétars mismælir sig á hlægilegan hátt og hlær manna mest sjálfur á bekknum, gargar á dómarann yfir innkasti: ''Eigum hann, HK.'' og skilur svo ekkert í sjálfum sér yfir þessari HK innkast beiðni.
45. mín
Aftur kemst KA í stórhættulega skyndisókn fjórir á þrjá núna, Danni rennir boltanum á Elfar sem kemst í gegn en Bjarki með sturlaða tæklingu og kemur boltanum í horn.
44. mín
Dagur kemst í ágætis séns vinstra megin á hægri fótinn, lætur vaða en Jajalo ver.
41. mín
ÁSGEIR SIGURGEIRSSON!

Bjarki Aðalsteins með hrikaleg mistök sem aftasti maður og tapar boltanum til Ásgeirs sem kemst aleinn í gegn með nægan tíma, opnar líkamann vel og lætur vaða í hægra hornið innanfótar en boltinn í stöngina og næstum í stöngina hinumegin en inn fór boltinn ekki, þessi skaust nánast meðfram línunni og þarna átti Ásgeir að skora...

Aftur tryllist Addi Grétars og segir Geira að hann hefði átt að sóla markmanninn.
40. mín
Nökkvi í dauðafæri!

KA-menn komast þrír á tvo í skyndisókn, Nökkvi með boltann og búinn að sóla einn, getur lagt boltann til hægri en tekur skotið sjálfur en Viktor ver og Addi Grétars tryllist!
39. mín
DAUÐAFÆRI!

Dagur fær boltann upp vinstra hornið og leggur boltann fyrir á Jakobsen sem nær að taka við boltanum inná teignum og lætur vaða upp í nær en Jajalo nær að slá boltann yfir!

Ekkert kemur upp úr horninu.
38. mín
Bryan fer inn á völlinn og lætur vaða með hægri en boltinn skrúfast rétt framhjá markinu!
36. mín Gult spjald: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Brot á miðjum vellinum.
34. mín
FÆRI!

Sveinn Margeir fær boltann úti hægra megin og geysist upp völlinn, rennir boltanum í gegn á Ásgeir sem er í þröngu en þó góðu færi og hamrar á markið en Viktor ver með löppunum og boltinn í innkast.

Innkastið tekið langt, Elfar Árni flikkar á fjær og þar kemur Nökkvi sem ætlar aldeilis að rífa netið en hittir boltann illa, þurfti bara að stýra þessu á rammann!
33. mín
Nú á Mikkel Dahl skot sem fer í Æsufellið, menn þurfa að fara að stilla miðið, sérstaklega heimamenn.
32. mín
Nökkvi gerir ver inn á teignum og kemur sér í skotfæri á vinstri en skýtur í sjoppuna!
31. mín
Jakobsen fær boltann við teiginn og lætur vaða en í varnarmann og Jajalo grípur.
30. mín
KA-menn liggja á heimamönnum, núna kom fyrirgjöf frá hægri sem Sveinn Margeir á fjær flikkar yfir á hina stöngina, þar mætir Ásgeir og setur hann inn en er flaggaður rangstæður.
29. mín
Skothríð að marki Leiknismanna!

Nökkvi kemst í góða stöðu vinstra megin og leggur boltann á Danna Hafsteins sem lætur vaða en Viktor með góða vörslu, Elfar Árni með næsta skot í varnarmann og þá Hrannar Björn með skotið sem Viktor Freyr grípur.
25. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
FRÁBÆRT MARK!

Þvílíkar mínútur...

Dusan með frábæra sendingu inn á miðjuna á Daníel sem nær að snúa, sendir boltann til hliðar á Hrannar sem hamrar fyrir og þar mætir Elfar Árni og stangar boltann inn!

Vondar mínútur fyrir Leiknismenn sem eru komnir í brekku.
23. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA er komið yfir!

Ásgeir SIgurgeirs var með boltann út hægra megin, rennir boltanum inn á teiginn og Nökkvi mætir á siglingunni og neglir boltann niðri í nær.

Mjög vel gert hjá Nökkva sem hefur verið frábær í sumar.
22. mín
Krissi Konn með fyrirgjöf frá hægri sem Jakobsen nær ekki til, fín hugmynd!
19. mín
KA-menn herja vel á Leiknismenn um þessar mundir.

Rétt áðan fékk Nökkvi skallafæri sem lenti ofan á þaknetinu og svo núna var Sveinn Margeir að fá boltann á fjær en setti boltann í varnarmann, hefði átt að koma boltanum á markið.
13. mín
Dusan með slaka sendingu inn á miðjuna, Daði kemst inn í hana og sendir á Jakobsen til vinstri, Jakobsen checkar inn með boltann og sendir á Emil sem setur boltann og hægri og lætur vaða en Jajalo ver vel!
10. mín
NÖKKVI ÞEYR!

Fær boltann úti vinstra megin, tekur þríhyrning við Rodri sýndist mér og kemur sér í skotfæri fyrir framan markið, lætur vaða og Viktor með mjög góða markvörslu en beint út í teiginn þar sem Elfar Árni tekur sér stöðu, Bjarki stígur inn í hann og Elfar dettur, KA-menn vilja víti en þá fer flaggið upp á Elfar sem var rangur þegar Nökkvi skaut.
8. mín
Daníel í dauðafæri!

Nökkvi sendir boltann inn á teiginn frá vinstri, Danni með gott hlaup inn á fjær þar sem hann tekur við boltanum og í góðu færi hamrar hann boltann í hliðarnetið en ekki á rammann, hefði átt að gera betur í skotinu þarna...
7. mín
Dagur Austmann með langan bolta inn á teiginn sem Maciej nær að flikka að Dahl en Jajalo grípur inn í og bjargar.
6. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu, Krissi Konn og Jakobsen fara tveir út í horn.

Stutt útfærsla sem inniheldur Maciej, endar fyrir fyrirgjöf frá Krissa með vinstri sem skoppar fyrir framan markteiginn og í hendurnar á Jajalo, vantaði árás á boltann þarna!
4. mín
Daði Bærings tekur fyrsta skot leiksins af svona 25 metrum en það yfir markið.
1. mín
Liðin eru svona:

Leiknir - 4-3-3
Viktor
Arnór, Bjarki, Binni, Dagur
Kristó, Daði, Emil
Maciej, Dahl, Jakobsen

KA - 4-4-2
Jajalo
Hrannar, Dusan, Ívar, Bryan
Sveinn, Rodri, Danni, Nökkvi
Elfar, Ásgeir
1. mín
Leikur hafinn
Ásgeir Sigurgeirs setur leikinn í gang.

KA-menn sækja í átt að sundlauginni.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og Elvis Presley ómar undir að venju.

Bjarki og Ásgeir, fyrirliðarnir heilsa dómurunum og taka hlutkestið sem Bjarki vinnur sýnist mér og velur að byrja á að sækja að Æsufellinu.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp, veðrið er rosalega fínt, smá vindur en ekkert sem hefur áhrif á leikinn, sólin lætur sjá sig í gegnum skýjin við og við, gott hitastig.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar, fjórar breytingar hjá Leikni frá sigrinum gegn Stjörnunni en engin breyting hjá KA frá sigrinum gegn ÍBV.

Mitt gisk:

Leiknir
Viktor
Arnór, Bjarki, Binni, Dagur
Kristó, Daði, Emil
Maciej, Dahl, Jakobsen

KA
Jajalo
Hrannar, Dusan, Ívar, Bryan
Sveinn, Rodri, Danni
Nökkvi, Elfar, Ásgeir

Staðfesti við upphaf leiksins!
Fyrir leik
Dómari leiksins er einn af okkar albestu flautuleikurum, Vilhjálmur Alvar.

Honum til aðstoðar verða Gylfi Már og Bergur Daði.

Gunnar Freyr verður á skiltinu og passar að Siggi Höskulds og Addi Grétars fari ekki haus í haus, Frosti Viðar mun svo taka út störf þeirra sem og sjá um eftirlit leiksins.
Fyrir leik
KA-menn eru einnig á fínasta skriði en þó bara með einn sigur í síðustu fjórum deildarleikjum, sem kom í síðasta leik gegn ÍBV. Annars hafa þeir gert jafntefli gegn Val og Fram en steinlágu gegn Blikum.
Fyrir leik
Leiknismenn hafa verið á fínasta skriði undanfarið, búnir að vinna síðustu tvo leiki án þess að fá á sig mark og þar á undan tap fyrir Val og jafntefli gegn FH í leikjum þar sem frammistaðan var einnig góð.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis og KA.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo ('70)
5. Ívar Örn Árnason ('72)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('70)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('62)
26. Bryan Van Den Bogaert
30. Sveinn Margeir Hauksson ('62)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('62)
14. Andri Fannar Stefánsson ('70)
27. Þorri Mar Þórisson ('62)
29. Jakob Snær Árnason ('70)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: