Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 11:31
Brynjar Ingi Erluson
Erkifjendur berjast um Simons - Liverpool fundar um framtíð þriggja leikmanna
Powerade
Liverpool og Man Utd vilja Simons
Liverpool og Man Utd vilja Simons
Mynd: EPA
Liverpool mun funda um framtíð Luis Díaz, Ibrahima Konate og Diogo Jota
Liverpool mun funda um framtíð Luis Díaz, Ibrahima Konate og Diogo Jota
Mynd: EPA
Fer Moise Kean frá Fiorentina?
Fer Moise Kean frá Fiorentina?
Mynd: EPA
Það er margt áhugavert í Powerade-slúðri dagsins en bæði Manchester United og Liverpool eru að fylgjast með stöðu Xavi Simons hjá RB Leipzig og þá neyðist Chelsea til að kaupa Jadon Sancho frá Manchester United.

Hollenski landsliðsmaðurinn Xavi Simons (21) gæti yfirgefið RB Leipzig í sumar en þýska félagið vill fá 70 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sky Sports í ÞýskalandI)

Liverpool og Manchester United eru meðal þeirra félaga sem hafa fylgst með stöðu Simons, en hann er samningsbundinn Leipzig til 2027. (Bild)

Liverpool ætlar að funda um framtíð þeirra Luis Díaz (28), Diogo Jota (28) og Ibrahima Konate (25) áður en félagaskiptaglugginn opnar í sumar. (Football Insider)

Prins Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segir að Mohamed Salah (32), leikmaður Liverpool, passi fullkomlega inn í hugmyndafræði deildarinnar, en það voru engar viðræður um að fá hann áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Liverpool. (ESPN)

Leeds United er að undirbúa 10 milljóna punda tilboð í Sam Johnstone (32), markvörð Wolves og enska landsliðsins. (Sun)

Chelsea mun kaupa Jadon Sancho, leikmann Manchester United í sumar, eftir að kaupákvæði í lánssamningi hans virkjaðist eftir 2-1 sigur Chelsea á Fulham um helgina. Ákvæðið virkjaðist þar sem Chelsea getur ekki endað í 15. sæti eða neðar. (GiveMeSport)

Real Madrid hefur mikinn áhuga á Rodri (28), leikmanni Manchester City, en ólíklegt er að það verði af þeim skiptum þar sem Rodri líður vel hjá enska félaginu og er ekki að hugsa sér til hreyfings. (Bild)

Moise Kean (25), framherji Fiorentina er með 45 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum, en félög geta virkjað það frá 1. til 15. júlí. Það gæti þó vel farið svo að hann verði áfram hjá Flórensarliðinu til að auka möguleikana á að komast á HM með ítalska landsliðinu. (Tuttomercatoweb)

Everton ætlar að leyfa enska miðverðinum Michael Keane (32) að yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út. (Football Insider)

Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur ýjað að því að pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny (35) muni skrifa undir nýjan eins árs samning. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner