Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
KR
1
1
Fram
0-1 Magnús Þórðarson '45
Ægir Jarl Jónasson '48 1-1
19.07.2022  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Magnús Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
15. Pontus Lindgren ('45)
16. Theodór Elmar Bjarnason
17. Stefan Ljubicic ('78)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('45)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
9. Stefán Árni Geirsson ('78)
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('45)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('37)
Hallur Hansson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 1-1 jafntefli. Líklega sanngjarnt þegar uppi er staðið
90. mín
90+2 Stefán Árni ætlar að gefa til baka á Beiti frá miðju. Hittir boltann illa og gefur horn. Ekkert kemur úr horninu.
90. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
90. mín
4 mínútur í uppbót samkvæmt aðstoðardómara en það verður eitthvað meira miðað við meiðslin á Alex
89. mín
sjúkraþjálfari Fram gefur bekknum merki um að Alex geti ekki haldið leik áfram og Framarar undirbúa skiptingu
88. mín
ÚFF Alex Freyr og Ægir Jarl skella saman og virka frekar þjáðir. Alex Freyr þarf aðhlynningu
86. mín
Gummi Magg tók aukaspyrnuna en boltinn fastur og yfir markið.
85. mín
Framarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
80. mín
Bræður að koma inná á sama tíma í sitthvoru liðinu. Stefán Árni (KR) og Tryggvi Snær (Fram) Geirssynir.
78. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
Markaskorari Fram fer af velli
78. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
77. mín
Sigurður Bjartur nálægt því að koma KR yfir. Með skot úr góðri stöðu eftir skyndisókn en varnarmaður Fram kemst fyrir og boltinn í horn.
74. mín
KR-ingar vilja fá víti. Pálmi fer niður í teignum og mér sýnist heimamenn hafa nokkuð til síns máls. Ekkert dæmt
73. mín
Hallur leggst hér niður eftir viðskipti við Magnús Þórðarson. Stendur upp og virðist í lagi
70. mín
Gummi Magg svo nálægt því að koma gestunum yfir aftur. Eftir mjög laglega sókn á Magnús geggjaða fyrirgjöf á Gumma en skalli hans hárfínt framhjá.
65. mín Gult spjald: Hallur Hansson (KR)
Fyrir stympingar við Magnús þegar KR ætlaði að taka hraða aukaspyrnu.
61. mín
Ægir Jarl með skot eftir snarpa sókn KR. Boltinn hinsvegar svo hátt yfir að ég efast um að hann finnist aftur
58. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Beitir ætlaði að taka snöggt útspark og Gummi steig fyrir hann.
56. mín
Tiago virtist vera með misheppnaða fyrirgjöf en svo stefnfi hún bara á markið og Beitir þurfti að blaka boltanum í horn.
53. mín
Magnús nálægt því að skora sitt annað mark í kvöld. Brynjar Gauti með langa sendingu á Magnús sem á gott skot út við stöng en Beitir varði vel í marki KR.
51. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Harkaleg tækling á miðsvæðinu. Hárrétt spjald!
48. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Atli með hornspyrnu og Ægir jafnar. Seinni hálfleikurinn byrjar með látum.
47. mín
Inn:Fred Saraiva (Fram) Út:Jannik Pohl (Fram)
Jannik meiðist eftir nokkrar sekúndur í fyrri hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Pontus Lindgren (KR)
tvöföld breyting í hálfleik
45. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
45. mín
Smá fróðleiksmoli í hálfleik.

KR og Fram hafa mæst 29 sinnum í efstu deild frá aldamótum. KR hefur unnið 22 þessara leikja, Fram hefur unnið 4 og 3 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Seinasti sigur Fram í Vesturbænum kom fyrir rúmum 22 árum, í lok júní á því herrans ári 2000.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Við fengum flautumark í fyrri hálfleik.
45. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
MARK!!

Gestirnir eru komnir yfir. Gummi Magg á skot á markið sem Beitir ver. Hann ver boltann hinsvegar beint út í teiginn og þar er Magnús mættur og rennir boltanum í netið.
43. mín
Það er aðeins meira jafnræði í þessum leik en þegar liðin mættust í 1.umferðinni. Þá var KR 3-0 yfir eftir 27 mínútur.
37. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Fór full harkalega í tæklingu á Alex Frey út á miðjum velli og uppsker sanngjarnt gult spjald.
34. mín
Jannick sloppinn í gegn eftir stungusendingu, einn gegn Beiti, en er flaggaður rangstæður. Virtist vera vel fyrir innan.
29. mín
Sókn KR aðeins að þyngjast núna. Gestirnir hinsvegar þéttir varnarlega og gefa fá færi á sér
27. mín
Klaufalegt hjá KR.. Fyrirgjöf frá vinstri og bæði Atli Sigurjóns og Stefán ætluðu í boltann. Rákust á hvorn annan og misstu af boltanum.
25. mín
Rólegt yfir þessu akkúrat núna
19. mín
Aftur er Fram í ljómandi fínu færi. Skot hans yfir úr miðjum teig eftir fína sókn. Gestirnir líflegir áfram
16. mín
Fyrsta raunverulega skottilraun KR. Atli Sigurjóns á skot langt fyrir utan teig en það er himinnhátt yfir
13. mín
KR náði ekki að skapa teljandi hættu úr horninu. Það er hinsvegar aðeins meira líf í heimamönnum núna eftir erfiða byrjun.
12. mín
KR fær horn
8. mín
Framarar í hörkufæri. Skemmtileg sókn með hælsendingum og einnar snertingar fótbolta endar með því að Tiago á skot sem fer naumlega framhjá.
4. mín
Þetta fer rólega af stað. Mikið af feilsendingum. Bæði lið í nokkurskonar útfærslu af 4-4-2
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Gestirnir sækja í átt að KR-heimilinu
Fyrir leik
Bestudeildarstefið hljómar í hátölurum Meistaravalla og liðin ganga út á völl. Styttist í kickoff
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. KR gerir eina breytingu frá seinasta leik sínum, sem var gegn Pogon Szczecin í Sambandsdeildinni á fimmtudag. Kennie Chopart tekur út leikbann og Aron Þórður Albertsson kemur inn í hans stað.

Þá gera Framarar sömuleiðis eina breytingu frá sigrinum gegn FH í seinustu umferð. Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, tekur út leikbann og Delphin Tshiembe kemur í hans stað. Ólafur Íshólm markvörður er með fyrirliðabandið í dag
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Það er ein breyting á liði KR sem spilaði gegn Pogon fá Póllandi í Sambandsdeildinni í vikunni. Aron Þórður Albertsson kemur inn í liðið í stað Kennie Chopart. Fram neyðist til að gera breytingu á liði sínu en Delphin Tshiembe kemur inn fyrir Hlyn Atla Magnússon sem tekur út leikbann.
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar en leiknum þá lauk með 4-1 sigri KR
Fyrir leik
Liðin sitja í 7. og 8. sæti deildarinnar. KR er í sjöunda sæti með 16 stig og Fram sæti neðar með 13 stig. Bæði eru þau í baráttunni um að koma sér í efri hluta deildarinnar.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign KR og Fram í Bestu deild karla
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
11. Almarr Ormarsson
11. Magnús Þórðarson ('78)
17. Alex Freyr Elísson ('90)
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Pohl ('47)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('78)
8. Albert Hafsteinsson
10. Orri Gunnarsson ('90)
10. Fred Saraiva ('47)
13. Jesus Yendis
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('51)
Guðmundur Magnússon ('58)

Rauð spjöld: