Breiðablik
2
0
Buducnost
Andrija Raznatovic
'54
Luka Mirkovic
'69
Kristinn Steindórsson
'88
1-0
Aleksandar Nedovic
'92
Höskuldur Gunnlaugsson
'97
, víti
2-0
21.07.2022 - 19:15
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Logn & fínasta hitastig
Dómari: Denys Shurman (Úkraína)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Logn & fínasta hitastig
Dómari: Denys Shurman (Úkraína)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
('80)
16. Dagur Dan Þórhallsson
('74)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason
7. Viktor Andri Pétursson
10. Kristinn Steindórsson
('74)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Adam Örn Arnarson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
27. Viktor Elmar Gautason
29. Tómas Bjarki Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe
('80)
Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('54)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR HÉRNA!!!
ALLIR AÐ REYNA KOMAST Í DAMIR
Þessi leikur hefur verið algjört bíó
En geggjaður sigur Blika, KOMA SVO!! Þakka samfylgdnina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu á eftir!
ALLIR AÐ REYNA KOMAST Í DAMIR
Þessi leikur hefur verið algjört bíó
En geggjaður sigur Blika, KOMA SVO!! Þakka samfylgdnina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu á eftir!
97. mín
Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
FYRIRLIÐINN!!!!!!!!!!
ÖRUGGT!!!
ÞETTA ER RISA MARK FYRIR BLIKA
ÖRUGGT!!!
ÞETTA ER RISA MARK FYRIR BLIKA
92. mín
Rautt spjald: Aleksandar Nedovic (Buducnost)
Ég á ekki til aukatekið orð
Þjálfari Budu er á gulu spjaldi en ákveður að fara inn á völlinn og trufla Blika sem var að fara taka innkast
Þetta eru alveg ótrúlegar týpur þarna frá Svartfjallalandi
Þjálfari Budu er á gulu spjaldi en ákveður að fara inn á völlinn og trufla Blika sem var að fara taka innkast
Þetta eru alveg ótrúlegar týpur þarna frá Svartfjallalandi
88. mín
MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÞARNA ERUM VIÐ AÐ TALA SAMAN!!!!!!!!
Oliver með sendingu inn á teiginn þar sem Höggi er með mann í bakinu og leggur boltann út á Kidda sem á lúmskt skot í nærhornið!!
HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU!! Og að sjálfsögðu var það Kiddi Steindórs
Oliver með sendingu inn á teiginn þar sem Höggi er með mann í bakinu og leggur boltann út á Kidda sem á lúmskt skot í nærhornið!!
HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU!! Og að sjálfsögðu var það Kiddi Steindórs
87. mín
KIDDI!!!
Blikar í handboltasókn sem endar með því að Kiddi fær dauðafæri í teignum en Budu menn henda sér fyrir þetta og hornspyrna niðurstaðan..
Blikar í handboltasókn sem endar með því að Kiddi fær dauðafæri í teignum en Budu menn henda sér fyrir þetta og hornspyrna niðurstaðan..
82. mín
Gísli kemst upp að endamörkum og reynir eitthvernskonar skot/sendingu fyrir markið en Budu menn verjast þessu eins og þeir hafa gert vel í kvöld
Stuðningsmenn Blika orðnir óþolinmóðir
Stuðningsmenn Blika orðnir óþolinmóðir
74. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Út:Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Leikmaður sem veit hvar markið er!
71. mín
Guð minn almáttugur, þetta kvíðakast....
Lazar Mijovic kemst alveg einn í gegn og hleypur upp allann völl Blika eftir klaufaskap hjá Viktori Karli
En Anton Ari gerir sig breiðan í markinu og ver þetta frábærlega!!! Ef 9 leikmenn Buducnost hefðu skorað...
Lazar Mijovic kemst alveg einn í gegn og hleypur upp allann völl Blika eftir klaufaskap hjá Viktori Karli
En Anton Ari gerir sig breiðan í markinu og ver þetta frábærlega!!! Ef 9 leikmenn Buducnost hefðu skorað...
69. mín
Rautt spjald: Luka Mirkovic (Buducnost)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?????
Viðurkenni eg missti af fyrra gula spjaldinu og skráði það ekki niður en ég bara skil ekki hvað Mirkovic var að gera þarna.... á gulu spjaldi og fer bara með takkana í maga-hæð á Jasoni Daða.
Rosalega taktlaust og rétt dæmt
Viðurkenni eg missti af fyrra gula spjaldinu og skráði það ekki niður en ég bara skil ekki hvað Mirkovic var að gera þarna.... á gulu spjaldi og fer bara með takkana í maga-hæð á Jasoni Daða.
Rosalega taktlaust og rétt dæmt
66. mín
Oliver með góða aukaspyrnu nánast upp í samskeytin en... spyrnan var alltof laus þannig að Dragojevic í markinu greip þetta nokkuð auðveldlega og var vel staðsettur í markinu..
64. mín
Blikarnir (augljóslega) búnir að taka yfir þennan leik eftir rauða spjaldið og þetta verður þolinmæðisverk að reyna koma boltanum (löglega) yfir helvítis línuna!!
59. mín
Mark tekið af!!
Sending inn á teiginn þar sem að Ísak og varnarmaður Budu eru í baráttu, boltinn dettur til Gísla sem á skot í varnarmann og inn en úkraínski dómarinn dæmdi brot á Ísak eftir baráttuna við varnarmann Budu
Sending inn á teiginn þar sem að Ísak og varnarmaður Budu eru í baráttu, boltinn dettur til Gísla sem á skot í varnarmann og inn en úkraínski dómarinn dæmdi brot á Ísak eftir baráttuna við varnarmann Budu
54. mín
Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Hrinti leikmanni Budu eftir að hafa slegið Jason!!
54. mín
Rautt spjald: Andrija Raznatovic (Buducnost)
Það er komið rautt!!!
Jason Daði var að pressa Raznatovic og Raznatovic slær Jason viljandi í andlitið!!!
Jason Daði var að pressa Raznatovic og Raznatovic slær Jason viljandi í andlitið!!!
50. mín
GÍSLI!!!
Viktor með háa sendingu inn á teiginn og Gísli reynir bakfallsspyrnu en hún fer rétt yfir markið
Um að gera að reyna þetta! Blikarnir byrja seinni að krafti!
Viktor með háa sendingu inn á teiginn og Gísli reynir bakfallsspyrnu en hún fer rétt yfir markið
Um að gera að reyna þetta! Blikarnir byrja seinni að krafti!
49. mín
Blikar í færi!!
Viktor Karl kemst upp að endamörkum og sendir boltann út í teiginn þar sem Jason kemur á ferðinni og á skot í sjálfan sig og þaðan í hendurnar á Dragojevic í marki Budu..
Viktor Karl kemst upp að endamörkum og sendir boltann út í teiginn þar sem Jason kemur á ferðinni og á skot í sjálfan sig og þaðan í hendurnar á Dragojevic í marki Budu..
45. mín
Hálfleikur
Jæja 0-0 í hálfleik og þessi leikur minnir örlítið á leikinn gegn Santa Coloma á Kópavogsvelli, svona smá bras og eins og maðurinn segir "erfitt að brjóta þá á bak aftur"
Komum aftur eftir 15 mínútur með síðari hálfleikinn!
Komum aftur eftir 15 mínútur með síðari hálfleikinn!
45. mín
DÆMDU Á ÞETTA!!!!!
Ísak Snær fer niður í teignum en dómarinn dæmir ekki og allt tryllist á vellinum!!!
"Þetta er ekki nægilega mikið" Segir Kiddi Kjærnested í útsendingu S2 Sport..
Ísak Snær fer niður í teignum en dómarinn dæmir ekki og allt tryllist á vellinum!!!
"Þetta er ekki nægilega mikið" Segir Kiddi Kjærnested í útsendingu S2 Sport..
39. mín
Úff
Alveg galið hvað þessir Svartfellingar ætla að liggja í jörðinni, hvert einasta brot sem þeir fá liggja þeir í góða mínútu og mjólka klukkuna
Eins og mátti kannski búast við..
Alveg galið hvað þessir Svartfellingar ætla að liggja í jörðinni, hvert einasta brot sem þeir fá liggja þeir í góða mínútu og mjólka klukkuna
Eins og mátti kannski búast við..
36. mín
Eftir að ég sagði áðan að Buducnost hefðu ekki andað að marki Blika hafa þeir aðeins verið að sækja í sig veðrið og valda smá vandræðum á vallarhelmingi Blika
32. mín
Ja hérna hér...
Vladan Adzic fær frían skalla og úr því verður darraðardansinn frægi, Buducnost eiga tvö skot í varnarmenn Blika, vilja hendi og allann pakkann og fá svo aðra hornspyrnu..
Vladan Adzic fær frían skalla og úr því verður darraðardansinn frægi, Buducnost eiga tvö skot í varnarmenn Blika, vilja hendi og allann pakkann og fá svo aðra hornspyrnu..
31. mín
Buducnost menn í skyndisókn og eiga hættulega sendingu inn á teiginn en þar kemur fyrirliði Blika, Höskuldur Gunnlaugsson og hamrar boltanum burt
Buducnost menn eiga í þessum skrifuðu orðum hornspyrnu
Buducnost menn eiga í þessum skrifuðu orðum hornspyrnu
28. mín
Jason Daði haltrar um völlinn, reyndi fyrirgjöf áðan og virðist hafa misstigið sig
Vonum það sé í lagi með kauða
Vonum það sé í lagi með kauða
25. mín
Það liggur mark í loftinu!!
Davíð Ingvarsson með sturlaðan sprett framhjá tveimur varnarmönnum og lyftir boltanum á Ísak Snæ sem reynir hjólhestaspyrnu, hittir boltann ekki og Buducnost menn hreinsa í hornspyrnu!
Buducnost menn ekki andað að marki Blika síðan í byrjun leiks
Davíð Ingvarsson með sturlaðan sprett framhjá tveimur varnarmönnum og lyftir boltanum á Ísak Snæ sem reynir hjólhestaspyrnu, hittir boltann ekki og Buducnost menn hreinsa í hornspyrnu!
Buducnost menn ekki andað að marki Blika síðan í byrjun leiks
24. mín
Blikar í færi!!
Oliver með sendingu út til hægri á Jason sem á sendingu á Ísak sem á skot í varnarmann og þaðan aftur fyrir endamörk, hornspyrna!
Oliver með sendingu út til hægri á Jason sem á sendingu á Ísak sem á skot í varnarmann og þaðan aftur fyrir endamörk, hornspyrna!
21. mín
Viktor Karl smá klaufi með slaka sendingu á Jason Daða í skyndisókn, Blikar fá hins vegar hornspyrnu
Hornspyrnan var slök út í teiginn og ekkert varð úr henni!
Hornspyrnan var slök út í teiginn og ekkert varð úr henni!
16. mín
Buducnost Ultras, þetta er gaman að sjá!
Öflugur stuðningur gestanna àgömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022
14. mín
Gult spjald: Miomir Djurickovic (Buducnost)
Kominn hiti í þetta!!
Hrindir Gísla Eyjólfs löngu eftir að Gísli gaf boltann frá sér
Menn fara svo í hrúgu aðeins að ýta hvorum öðrum
Hrindir Gísla Eyjólfs löngu eftir að Gísli gaf boltann frá sér
Menn fara svo í hrúgu aðeins að ýta hvorum öðrum
14. mín
Vel mætt à aðalstúkuna. Þetta verður eitthvað. pic.twitter.com/poWhm6IPf2
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022
11. mín
Oliver Sigurjónsson með skot sem var svona 0.04 í xG
Reyndi skot skoppandi af 30 metrum en fór langt yfir markið
Allt í lagi að reyna þetta!
Reyndi skot skoppandi af 30 metrum en fór langt yfir markið
Allt í lagi að reyna þetta!
6. mín
Það er ánægjulegt að Buducnost Ultras eru búnir að ferðast alla leið til Íslands og eru þeir svona 40 manns mættir í gömlu stúkuna.
Erfitt að keppa hins vegar við The Big Glacier og hans menn í Kópacabana
Erfitt að keppa hins vegar við The Big Glacier og hans menn í Kópacabana
4. mín
Úfff Buducnost í færi..
Djurikovic með sendingu inn á teig þar sem að Djukanovic á fast skot rétt yfir markið
Kom á blindu hliðina á Höskuldi..
Djurikovic með sendingu inn á teig þar sem að Djukanovic á fast skot rétt yfir markið
Kom á blindu hliðina á Höskuldi..
2. mín
Blikar á fyrsta færið!!
Höskuldur fær boltann úti hægra megin og á góða fyrirgjöf inn á teig þar sem Jason Daði fær mjög gott skallafæri en skallinn er slakur og fer framhjá markinu...
Höskuldur fær boltann úti hægra megin og á góða fyrirgjöf inn á teig þar sem Jason Daði fær mjög gott skallafæri en skallinn er slakur og fer framhjá markinu...
1. mín
Leikur hafinn
Þessi Evrópuleikur er farinn af stað í uppáhalds keppni allra landsmanna!
Áfram Breiðablik og sömuleiðis áfram Víkingur Reykjavík gegn írska liðinu The New Saints.
Áfram Breiðablik og sömuleiðis áfram Víkingur Reykjavík gegn írska liðinu The New Saints.
NaÅ¡ih startnih 1ï¸âƒ£1ï¸âƒ£ za prvu utakmicu protiv Brejdablika u 2. kolu kvalifikacija za Ligu konferencija. 🔵⚪
— FK Budućnost PG (@FK_Buducnost_PG) July 21, 2022
Naprijed plaviâ€¼ï¸ pic.twitter.com/FUKTmukgU4
Fyrir leik
Af blikar.is:
Saga FK Buducnost í Evrópuleikjum
FK Buducnost er sá Svartfjallalandsklúbbur sem er með flesta leiki og tímabil í Evrópukeppnum. Frumraun félagsins í Evrópukeppni var árið 1981 þegar félagið lék í Intertoto Cup og enduðu í fyrsta sæti. Á næstu áratugum lék Budunost í sömu keppni tvisvar og náði athyglisverðum sigri gegn Deportivo La Coruna árið 2006.
Eftir sjálfstæði Svartfjallalands varð FK Buducnost reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum og lék þrjú tímabil í undankeppni Meistaradeildarinnar.
2016/17 var sigursælasta Evróputímabil FK Buducnost. Eftir sigur Rabotnicki frá Makedóníu var FK Buducnost nærri því að slá út K.R.C. Genk en tapaði í vítaspyrnukeppni.
Stærsti sigur félagsins í Evrópukeppni var þegar FK Buducnost vann Valletta 0:5 18. júní 2005. Stærstu töp félagsins í Evrópukeppni komu í fyrra þegar liðið tapar 0:4 fyrir HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildarinnar og 4:0 fyrir HB í Færeyjum í Sambandsdeildinni.
Saga Blika í Evrópukeppnum
Leikurinn við FK Buducnost verður 24. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi.
Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:
U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).
Samtals 23 leikir í 10 löndum, 9 sigrar, 5 jafntefli og 9 töp.
Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:
2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC
2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe
Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.
Saga FK Buducnost í Evrópuleikjum
FK Buducnost er sá Svartfjallalandsklúbbur sem er með flesta leiki og tímabil í Evrópukeppnum. Frumraun félagsins í Evrópukeppni var árið 1981 þegar félagið lék í Intertoto Cup og enduðu í fyrsta sæti. Á næstu áratugum lék Budunost í sömu keppni tvisvar og náði athyglisverðum sigri gegn Deportivo La Coruna árið 2006.
Eftir sjálfstæði Svartfjallalands varð FK Buducnost reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum og lék þrjú tímabil í undankeppni Meistaradeildarinnar.
2016/17 var sigursælasta Evróputímabil FK Buducnost. Eftir sigur Rabotnicki frá Makedóníu var FK Buducnost nærri því að slá út K.R.C. Genk en tapaði í vítaspyrnukeppni.
Stærsti sigur félagsins í Evrópukeppni var þegar FK Buducnost vann Valletta 0:5 18. júní 2005. Stærstu töp félagsins í Evrópukeppni komu í fyrra þegar liðið tapar 0:4 fyrir HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildarinnar og 4:0 fyrir HB í Færeyjum í Sambandsdeildinni.
Saga Blika í Evrópukeppnum
Leikurinn við FK Buducnost verður 24. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi.
Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:
U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).
Samtals 23 leikir í 10 löndum, 9 sigrar, 5 jafntefli og 9 töp.
Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:
2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC
2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe
Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.
Óskar Hrafn: Þeirra hættulegustu menn eru fæddir 2003 og 2004 https://t.co/WrGVxWYzng
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 20, 2022
Þessir Blikar byrja leikinn gegn Svartfellingum. Flautað til leiks kl.19:15. Hliðin á Kópavogsvelli opna 18.15! pic.twitter.com/04MgyCwyb5
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022
Fyrir leik
Byrjunarlið Blika
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá sigri Blika gegn Keflavík í Bestu deildinni á sunnudag. Omar Sowe, Kristinn Steindórsson og Mikkel Qvist taka sér á bekknum og inn í liðið koma þeir Jason Daði, Viktor Örn og Viktor Karl.
Á heimasíðu UEFA er Degi Dan stillt upp fyrir miðju í fremstu víglínu í leikkerfinu 4-3-3.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá sigri Blika gegn Keflavík í Bestu deildinni á sunnudag. Omar Sowe, Kristinn Steindórsson og Mikkel Qvist taka sér á bekknum og inn í liðið koma þeir Jason Daði, Viktor Örn og Viktor Karl.
Á heimasíðu UEFA er Degi Dan stillt upp fyrir miðju í fremstu víglínu í leikkerfinu 4-3-3.
ÚkraÃnskur flóttamaður dæmir Evrópuleikinn à Kópavogi https://t.co/816RL6JE5o
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 21, 2022
Fyrir leik
Dómarar leiksins
Það verður Úkraínumaðurinn Denys Shurman sem dæmir leik kvöldsins og honum til aðstoða verða Þjóðverjarnir, Eduard Beitinger & Dominik Schaal. Fjórði dómari er einnig þýskur en það er enginn annar en Daniel Schlager.
Það verður Úkraínumaðurinn Denys Shurman sem dæmir leik kvöldsins og honum til aðstoða verða Þjóðverjarnir, Eduard Beitinger & Dominik Schaal. Fjórði dómari er einnig þýskur en það er enginn annar en Daniel Schlager.
Fyrir leik
Norrköping umræðan
Óskar var í síðustu viku orðaður við þjálfarastarfið hjá sænska félaginu IFK Norrköping. Rikard Norling var látinn fara fyrir rúmri viku sem þjálfari sænska félagsins og hefur nýr þjálfari ekki verið ráðinn.
"Ég hef ekki fengið símtal frá Norrköping þannig það hefur ekki verið að trufla mig,"
Þyrfti stórt tilboð til að fá þig frá Breiðabliki?
"Já, ég myndi halda það. Ég hef ekkert spáð í það hvað þyrfti til eða ekki til. Það er einhvern veginn nóg núna að reyna halda sjó, erum að spila á þriggja daga fresti. Það er nóg að undirbúa hvern einasta leik, halda leikmönnum við efnið og reyna gera þetta eins vel og nokkur kostur er. Það fer allur tími í það. Ég hef bara ekki haft tíma eða nennu. Þetta er fjarlægt og algjör tímasóun að vera hugsa eitthvað um það,"
Óskar var í síðustu viku orðaður við þjálfarastarfið hjá sænska félaginu IFK Norrköping. Rikard Norling var látinn fara fyrir rúmri viku sem þjálfari sænska félagsins og hefur nýr þjálfari ekki verið ráðinn.
"Ég hef ekki fengið símtal frá Norrköping þannig það hefur ekki verið að trufla mig,"
Þyrfti stórt tilboð til að fá þig frá Breiðabliki?
"Já, ég myndi halda það. Ég hef ekkert spáð í það hvað þyrfti til eða ekki til. Það er einhvern veginn nóg núna að reyna halda sjó, erum að spila á þriggja daga fresti. Það er nóg að undirbúa hvern einasta leik, halda leikmönnum við efnið og reyna gera þetta eins vel og nokkur kostur er. Það fer allur tími í það. Ég hef bara ekki haft tíma eða nennu. Þetta er fjarlægt og algjör tímasóun að vera hugsa eitthvað um það,"
Fyrir leik
Þurfa að taka andstæðinginn alvarlega
"Þeir eru klókir og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að byrja vel og ná frumkvæðinu strax. Ég held að þessir menn þurfi bara að gera það sem þarf til að ná úrslitum, ekkert ósvipað okkur, kannski með aðeins öðruvísi nálgun. Fyrst og síðast er þetta fínt fótboltalið, góðir leikmenn og margir hverjir þeirra hafa verið að spila með landsliði Svartfellinga. Þeir eru búnir að þétta raðirnar og eru auðvitað með þessa tvo kantmenn sem eru afburðagóðir og örugglega með efnilegri mönnum Svartfellinga í dag - miklar vonir bundnar við þá báða. Þetta eru gæjar sem við þurfum að taka mjög alvarlega."
"Þeir eru klókir og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að byrja vel og ná frumkvæðinu strax. Ég held að þessir menn þurfi bara að gera það sem þarf til að ná úrslitum, ekkert ósvipað okkur, kannski með aðeins öðruvísi nálgun. Fyrst og síðast er þetta fínt fótboltalið, góðir leikmenn og margir hverjir þeirra hafa verið að spila með landsliði Svartfellinga. Þeir eru búnir að þétta raðirnar og eru auðvitað með þessa tvo kantmenn sem eru afburðagóðir og örugglega með efnilegri mönnum Svartfellinga í dag - miklar vonir bundnar við þá báða. Þetta eru gæjar sem við þurfum að taka mjög alvarlega."
Fyrir leik
Þurfa að vinna heimaleikinn
"Nú ætla ég ekki að segja að ég sé hokinn af reynslu í Evrópuleikjum en reynsla síðasta árs kenndi manni það að ef þú ætlar að eiga möguleika á að komast áfram þá þarftu að vinna heimaleikinn. Það er ekkert annað en það sem kemur til greina hjá okkur en að vinna leikinn á morgun, ná frumkvæðinu strax og halda því. Við viljum stíga á bensíngjöfina og keyra yfir þá strax frá byrjun."
"Nú ætla ég ekki að segja að ég sé hokinn af reynslu í Evrópuleikjum en reynsla síðasta árs kenndi manni það að ef þú ætlar að eiga möguleika á að komast áfram þá þarftu að vinna heimaleikinn. Það er ekkert annað en það sem kemur til greina hjá okkur en að vinna leikinn á morgun, ná frumkvæðinu strax og halda því. Við viljum stíga á bensíngjöfina og keyra yfir þá strax frá byrjun."
Fyrir leik
Um andstæðinginn
"Þetta er eitt af tveimur bestu liðunum í Svartfjallalandi, þeir fóru í gegnum lið frá Kósóvó í fyrstu umferð, árangur þeirra í Evrópukeppnum undanfarin ár er upp og ofan en þeir eru reynslumiklir. Þeir hafa verið að taka inn mjög unga, sterka og öfluga leikmenn inn í liðið. Þeirra tveir hættulegustu menn eru fæddir 2003 og 2004 - kantmenn. Þetta er fínt fótboltalið en mér finnst að við eigum að geta unnið þá," sagði Óskar.
"Þetta er gott lið sem við berum virðingu. Við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika gegn þeim en möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar."
"Þetta er eitt af tveimur bestu liðunum í Svartfjallalandi, þeir fóru í gegnum lið frá Kósóvó í fyrstu umferð, árangur þeirra í Evrópukeppnum undanfarin ár er upp og ofan en þeir eru reynslumiklir. Þeir hafa verið að taka inn mjög unga, sterka og öfluga leikmenn inn í liðið. Þeirra tveir hættulegustu menn eru fæddir 2003 og 2004 - kantmenn. Þetta er fínt fótboltalið en mér finnst að við eigum að geta unnið þá," sagði Óskar.
"Þetta er gott lið sem við berum virðingu. Við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika gegn þeim en möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar."
Fyrir leik
Sæbjörn Steinke lykilleikmaður Fótbolta.net fór á Kópavogsvöll í hádeginu í gær og ræddi við Óskar Hrafn þjálfara Blika um þennan leik og þetta verkefni sem er framundan gegn Svartfellingunum.
Ætla leyfa ykkur lesendum að sjá hvað Óskar hafði að segja.
Ætla leyfa ykkur lesendum að sjá hvað Óskar hafði að segja.
Byrjunarlið:
1. Milos Dragojevic (m)
3. Andrija Raznatovic
7. Lazar Mijovic
('84)
8. Luka Mirkovic
16. Branislav Jankovic
22. Miomir Djurickovic
29. Vasilije Terzic (f)
33. Vladan Adzic
34. Viktor Djukanovic
35. Damjan Dakic
99. Stefan Milosevic
('60)
Varamenn:
21. Filip Domazetovic (m)
31. Djordije Pavlicic (m)
4. Vladimir Perisic
11. Zoran Petrovic
('60)
14. Ariel Lucero
('84)
15. Andjelo Rudovic
24. Bogdan Milic
25. Velimir Vlahovic
28. Aleksa Cetkovic
30. Ivan Novocic
36. Petar Vukovic
87. Marko Mrvaljevic
Liðsstjórn:
Aleksandar Nedovic (Þ)
Gul spjöld:
Miomir Djurickovic ('14)
Aleksandar Nedovic ('58)
Branislav Jankovic ('78)
Rauð spjöld:
Andrija Raznatovic ('54)
Luka Mirkovic ('69)
Aleksandar Nedovic ('92)