Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
73' 2
1
Breiðablik
HK
2
1
Grótta
0-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson '12
Ásgeir Marteinsson '35 1-1
Stefán Ingi Sigurðarson '60 2-1
27.07.2022  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Alltaf bongó inn í Kórnum!
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('82)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
17. Valgeir Valgeirsson
43. Stefán Ingi Sigurðarson
44. Bruno Soares

Varamenn:
2. Kristján Snær Frostason
9. Oliver Haurits ('82)
15. Hákon Freyr Jónsson
23. Hassan Jalloh
24. Teitur Magnússon
28. Tumi Þorvarsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Sandor Matus
Ólafur Örn Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Dusan Ivkovic
Hlynur Ómarsson

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar leikinn af!
Spennuþrungnar lokamínútur en HK náði að halda forystu sinni. Grótta betri fyrstu 30 mínútur leiksins en eftir það stýrði HK leiknum.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
93. mín
Örvar sækir mikilvægt brot fyrir HK og þeir nýta hverja einustu sekúndu til að tefja leikinn.
91. mín
Grótta sækir stíft þessar lokamínútur leiksins.
90. mín Gult spjald: Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Kristófer brýtur á Valgeiri og uppsker gult spjald.
88. mín
Kjartan Kári og Bjarni Páll Linnet eftir samstuð. Dæmt brot á Bjarna, hættulegt færi aðeins fyrir utan vítateig HK.
Kjartan tekur aukarpyrnuna og hún fer beint í varnarvegg HK.
85. mín
Inn:Tómas Johannessen (Grótta) Út:Júlí Karlsson (Grótta)
84. mín
Haurits að koma inná með krafti!

Á hér þrumuskot fyrir utan teig sem fer rétt svo framhjá samskeytunum.
82. mín
Inn:Oliver Haurits (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
Haurits kemur hér inná í sínum fyrsta leik fyrir HK.
80. mín
Ívan Óli Santos tekur góðan sprett kemur boltanum fyrir en enginn Gróttumaður til að taka við boltanum.
74. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Gróttumenn komnir í 3 manna vörn.
73. mín Gult spjald: Luke Rae (Grótta)
73. mín Gult spjald: Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Patrik fær gult fyrir brot á Örvari sem var á leiðinni í skyndisókn.
73. mín
Grótta fær horn en HK-ingar komast fyrst í boltann og Örvar Eggerts brunar af stað en brotið er á honum.
72. mín
Örvar Eggerts með hörkuskot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
70. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta) Út:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta)
66. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
65. mín
Stefán Ingi með skalla hátt yfir.
64. mín
Örvar kemur með hættulegan bolta fyrir en enginn HK-ingur nær snertingu á boltann og Patrik kemur boltanum frá og í innkast.
HK gefa bara í eftir markið.
60. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
STEFÁN INGI HVER ANNAR?

Stefán fær boltann í gegn Júlí er í kapphlaupi við hann en Stefán er einfaldlega bara sterkari og Júlí fellur við. Stefán er þá nánast einn og keyrir hægri kantinn, kemur sér inn á teiginn og klárar frábærlega í fjærhornið.

Maðurinn getur ekki hætt að skora og kemur HK yfir!
56. mín
Arnþór Ari lætur aftur vaða.
Skot fyrir utan teig en ekki nægilega gott, Jón Ívan grípur boltann örugglega.
55. mín Gult spjald: Benjamin Friesen (Grótta)
Benjamin fær hér að líta gula spjaldið fyrir brot á Valgeiri.
55. mín
Arnþór Ari á hér þrumuskot langt fyrir utan teig sem Jón Ívan kýlir yfir markið og í horn.
51. mín
Luke Rae á hér frábæran sprett sólar tvo varnarmenn HK upp úr skónum en á síðan arfaslakt skot sem fer framhjá.
48. mín
HK fær fyrsta horn seinni hálfleiks en ekkert hættulegt kemur úr horninu.
46. mín
Inn:Dagur Þór Hafþórsson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Markaskorari Gróttu útaf í hálfleik.
46. mín
Bjarni Páll Linnet sparkar seinni hálfleiknum af stað fyrir HK-inga!
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar hér til hálfleiks. Fjörugur fyrri hálfleikur að klárast, staðan 1-1. Hálfleikurinn var kaflaskiptur, Grótta byrjaði betur en eftir mark HK vöknuðu heimamenn.
44. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Grótta fær horn og dettur boltinn fyrir Valtý sýnist mér sem er á milli markteigs og vítapunkts en boltinn fer af varnarmanni HK og í annað horn. Ekkert kom úr þriðja horni Gróttu í röð.
43. mín
Grótta fær horn Kjartan Kári tekur og Arnar Freyr þarf að hafa sig allan við svo að Kjartan skori ekki beint úr horninu. Grótta fær annað horn.
41. mín
Örvar á hér skemmtilegan klobba sem kveikir í stuðningsmönnum HK.
39. mín
Ásgeir Marteinsson reynir aftur!

Fær boltann á vinstri kantinum og er aðeins fyrir utan teig þegar hann tekur fast skot á markið en Jón Ívan ver örugglega.
35. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Ásgeir Marteinsson að jafna metin!!!

Ásgeir með boltann utarlega á vellinum fyrir utan teig og tekur skotið sem fer í stöngina og inn.
Mark af dýrari gerðinni!
34. mín
HK fær horn og Örvar fellur við í teignum HK-ingar vilja víti en ekkert dæmt.
34. mín
Kristófer Orri á góðan bolta í gegn ætlaður Luke Rae, Arnar Freyr kemur út úr markinu og nær að hreinsa naumlega.
33. mín
Örvar tekur langt innkast, Stefán Ingi nær skalla sem fer í varnarmann Gróttu og rétt framhjá markinu. Ekkert kom úr horni HK-inga.
30. mín
HK ekki búnir að sýna sitt rétta andlit þessar fyrstu 30 mínútur leiksins.
25. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir fer harkalega í Valtý á móti.
25. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
Valtýr fær gult fyrir brot á Valgeiri
20. mín
HK fær horn Ásgeir Marteins tekur og hver annar en Stefán Ingi nær skallanum sem fer í varnarmann og aftur í horn. Í seinna horninu nær Bruno Soares máttlausum skalla sem endar í lúkunum hjá Jóni Ívani.
17. mín
Valli Vall með fínustu tilraun

Valgeir keyrir á vörn Gróttu og kominn í ansi þröngt færi í teig Gróttu hann fer í skotið sem er fast en það fer í utanvert hliðarnetið.
12. mín MARK!
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Gabríel Hrannar kemur Gróttu yfir!

Gabríel er nánast einn í miðjum teig HK og fær sendingu út frá liðsfélaga sem var á endalínu og Gabríel klárar frábærlega uppi í hægra hornið.
11. mín
Góður Skalli!

Ásgeir Marteinsson tekur frábært horn sem ratar á Stefán Inga sem tekur góðan skalla í hægra hornið en Jón Ívan ver vel.
11. mín
Eiður Atli með frábært hlaup og á skot sem Valtýr Már kemst fyrir og boltinn í horn fyrir HK.
7. mín
Ásgeir Marteins á fyrirgjöf sem Stefán Ingi nær að koma hausnum í, en skallinn laus og engin hætta fyrir Jón Ívan í marki Gróttu.
1. mín
HK-ingar heppnir!

Arnar Freyr gefur misheppnaðan bolta sem Grótta kemst í Benjamin Friesen kemur boltanum í teiginn þar sem Kjartan Kári fleytir boltanum áfram með hælspyrnu á Luke Rae sem er í góðu færi hann tekur skotið en Arnar Freyr ver vel.
Luke Rae er líklega svekktur að klúðra þessu færi.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur Eiríksson flautar leikinn á og eru það gestirnir sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn og nú styttist í leikinn!
Fyrir leik
Nýr leikmaður HK, Oliver Haurits er í hóp hjá heimamönnum í dag. Danski framherjinn kom frá Stjörnunni í gær og er spennandi að sjá hvort hann komi við sögu hér í dag.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Ómar Ingi gerir 2 breytingar á sínu liði frá síðasta leik sem var gegn Selfossi sem HK vann 2-1, inn í liðið koma þeir Valgeir Valgeirsson og Eiður Atli Rúnarsson.

Grótta gerir 3 breytingar á sínu liði eftir tapleik gegn Vestra síðasta laugardag, inn koma Arnþór Páll, Benjamin Friesen og Valtýr Már.
Fyrir leik
Gengi Gróttu hefur verið upp og niður uppá síðkastið. Liðið hefur átt erfitt með að tengja saman sigra og fjarlægjast efstu tvö sætin en leikurinn í kvöld er virkilega mikilvægur upp á framhaldið og með sigri eru þeir komnir aftur í toppbarráttuna.
Sögusagnir voru um það í glugganum að Kjartan Kári Halldórsson myndi yfirgefa liðið en svo fór ekki og hann getur því haldið áfram að raða inn mörkum fyrir Seltirningana.
Kjartan Leifur Sigurðsson
Fyrir leik
HK-ingar koma inn í þennan leik á miklu skriði og gætu komið sér í ansi vænlega stöðu með sigri hér í dag. Ómar Ingi þjálfari liðsins hefur varla stigið feilspor eftir að hafa tekið við liðinu á miðju tímabili. Þó er enn langt eftir af mótinu og með tapi í dag galopnast mótið á ný.
Kjartan Leifur Sigurðsson
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!

Verið velkominn í Kórinn, hér fer fram leikur HK og Gróttu í 14. umferð Lengjudeild karla.

Kjartan Leifur Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson ('74)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Júlí Karlsson ('85)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('46)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('70)
17. Luke Rae
19. Benjamin Friesen
25. Valtýr Már Michaelsson

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson ('46)
6. Ólafur Karel Eiríksson
6. Sigurbergur Áki Jörundsson
8. Tómas Johannessen ('85)
11. Ívan Óli Santos ('74)
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('70)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren

Gul spjöld:
Valtýr Már Michaelsson ('25)
Benjamin Friesen ('55)
Arnar Þór Helgason ('66)
Patrik Orri Pétursson ('73)
Luke Rae ('73)
Kristófer Orri Pétursson ('90)

Rauð spjöld: