Kaplakrikavöllur
miðvikudagur 27. júlí 2022  kl. 20:00
Lengjudeild kvenna
Dómari: Sigurður Schram
Maður leiksins: Rannveig Bjarnadóttir
FH 4 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
1-0 Berglind Þrastardóttir ('2)
1-1 Linli Tu ('5)
2-1 Rannveig Bjarnadóttir ('15)
3-1 Rannveig Bjarnadóttir ('45)
4-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('83)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
24. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
4. Halla Helgadóttir ('74)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('64)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('46)
31. Berglind Þrastardóttir ('63)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('74)

Varamenn:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
2. Valgerður Ósk Valsdóttir ('63)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('74)
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('64)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
34. Manyima Stevelmans ('74)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Kristin Schnurr
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:
Halla Helgadóttir ('43)

Rauð spjöld:
@ Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
93. mín Leik lokið!

Eyða Breyta
93. mín
Bayleig með sendingu inn fyrir vörn FH í hlaupið hjá Linli, Linli reynir skot sem Sunneva stekkur fyrir og F/H/L á horn.
Eyða Breyta
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn, Sigurður bætir við 3 mínútum.
Eyða Breyta
88. mín
Telma snýr varnarmann F/H/L skemmtilega af sér, í framhaldinnu er brotið á henni og FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhlelmingi F/H/L , spyrnarn endar í fanginu á Anne í markinu.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH)
Sýnist það vera Valgerður sem vinnur boltann á miðjunni, sendir boltann á TValgerði sem setur hann aftur á Telmu sem er komin ein á móti Anne í markinu og setur boltann fast meðfram jörðinni fram hjá henni.
Eyða Breyta
83. mín
FH á aukaspyrnu vinstra megin á vellinum við miðjan vallarheling, Sunnaeva rennir boltanum upp í horn á Elísu sem er með skemmtilega takta og kemur sér fram hjá Katrín Eddu og Viktoríu í vörn F/H/L Elísa eer kominn ansi nálægt markinu og ætalar að setja boltann út í teig en Anne stekkur á boltann og handsamar hann.
Eyða Breyta
81. mín Viktoría Einarsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Rósey Björgvinsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
81. mín
Hafdís með langan bolta úr vörninni fram í hlaupið hjá Björgu en boltinn er bara aðeins of fastu annars hefði þetta verið stórglæsilegt.
Eyða Breyta
78. mín
Sunneva reynir skot af mjög löngu færi sem skoppar til Anne í markinu, frekar vonlaus tilraun.
Eyða Breyta
77. mín
Heidi með langan bolta inn á teiginn þar sem F/H/L eru fjölmennar Björg er nálægt þvi að ná að pota í boltann en út af fer hann.
Eyða Breyta
76. mín
Hafdís reynir langan bolta yfir vörn FH en hann er aðeins og langur og skoppar til Aldísar, reyndar munar bara litlu að hann skoppi yfir Aldísi.
Eyða Breyta
74. mín Manyima Stevelmans (FH) Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)

Eyða Breyta
74. mín Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Halla Helgadóttir (FH)

Eyða Breyta
74. mín María Nicole Lecka (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Ainhoa Plaza Porcel (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
74. mín
Katrín Edda brýtur Elísu á miðjum vallarhelmingi F/H/L.
Eyða Breyta
73. mín
Bayleigh á skot sem Aldís ver.

Stuttu áður var Linli kominn í álitlega stöðu inni í vítategi en var aðeins of lengi að koma sér í skotið.
Eyða Breyta
71. mín
Rannveig fær boltann upp í vinstra hornið og er að undirbúa sig í fyrirgjöf þegar Katrín Edda vinnur til baka á harðaspretti og lokar á skotið í tæka tíðþ
Eyða Breyta
68. mín Katrín Edda Jónsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Yolanda Bonnin Rosello (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
68. mín Björg Gunnlaugsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Bjarndís Diljá Birgisdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
67. mín
Ainhoa, fer illa með rannveigu og kemur sér fram hjá henni, setur boltann inn á miðjuna á Linli sem lyfti boltanum yfir Sunnevu upp í horn á Ainhoa sem reynir fyrirgjöf en Maggý setur boltann í horn.
Eyða Breyta
66. mín
Telma með fyrirgjöf sem Anne þarf að hafa sig alla við að slá frá.
Eyða Breyta
65. mín
Rannveig reynir langan bolta upp á Telmu, Rósey skýlir boltanum vel og kemur honum í spil.
Eyða Breyta
65. mín
Það er aðeins að lifna yfir F/H/L, nú er Linli kominn með boltann inn í teig og ætlar í skot en Maggý hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
64. mín Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH) Esther Rós Arnarsdóttir (FH)

Eyða Breyta
63. mín Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Berglind Þrastardóttir (FH)
Berglind er búin að vera mjög góð í dag, skoraði fyrsta markið.
Eyða Breyta
62. mín
Yolanda fær boltann inn á miðjunni og hefur tíma og pláss hún ber boltann upp að vítateig og á lélegt skot á markið sem Aldís á í ltium vanræðum með að grípa.
Eyða Breyta
61. mín
F/H/L náði ágætu spili núna í fyrsta skipti í langan tíma, eftir gott spil upp vinstri kantinn fær Linli boltann á miðjum vallarhelmingi FH og setur boltann upp í hægra hornið, ætlaðan Ainhoa en hún nær ekki til hans.
Eyða Breyta
56. mín
Sunneva fær boltann úti vinstra meginn eftir góða skiptingu frá hægri kantinum eftir smá klafs við Bayleigh kemur hún boltanum inn á teiginn, boltinn skoppar í teignum og Rannveig kemur á miklum spretti og á skot sem fer Halldóra nær að koma sér fyrir.
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Heidi Samaja Giles (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Brýtur á Berglindi hátt uppi á vellinum, hægra meginn við vítateiginn, Rannveig tekur spyrnuna stutt á Sunneva sem á fast skot með fram jörðinni sem fer í varnarmann F/H/L og aftur fyrir, F/H/L skallar horspyrnuna frá.
Eyða Breyta
52. mín
Berglind kemur með fyrirgjöf frá hægri kantinum sem Halldóra hreinsar frá.
Eyða Breyta
51. mín
FH ingar búnar að liggja í sókn, en F/H/L er að verjast vel og FH er ekki að ná að skapa sér hættuleg færi, en F/H/L hefur fengið að vera með boltann ansi lítið í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Rannveig á skot við D-bogan sem fer í Heidi og aftur fyrir, FH á hrnspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín
Sísí á skot af löngu færi sem fer fram hjá.
Eyða Breyta
46. mín Íris Ósk Ívarsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Bæði lið gera eina skitpingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
Bæði lið gera eina skitpingu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Leik lokið!

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FH leiðir 3-1 eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Ég er viss um að við fáum fleiri mörk í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Rannveig tekur horn fyrir FH og skorar, hörku góð hornspyrna!!
Eyða Breyta
45. mín
Einhver úr FH, sá það ekki nógu vel nær að pota boltanum að markinu en F/H/L konur bjarga á línu.
Eyða Breyta
44. mín
Berglind á skot frá vítateigslínu sem Anne ver í horn.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Halla Helgadóttir (FH)
Brýtur ansi groddaralega á Ainhoa þegar F/H/L eru á leiðinni upp völlinn í hraðri sókn.
Eyða Breyta
42. mín
Sunneva fer illa með Bjarndísi á hægri kantinum, vippar boltanu vintra meginn fram hjá henni, hleypur hægra megin við hana, nær boltanum og setur boltann fyrir en Rósey kemur boltanum frá.

Virkilega skemmtilega gert hjá Sunnevu.
Eyða Breyta
40. mín
Yolanda gerir vel á miðjunni og kemur sére fram hjá Sísí og hefur fullt af plássi og F/H/L eru 4 á móti þremur varnarmönnum FH, Yolanda setur boltann til hægri á Linli sem er rangstæð.
Eyða Breyta
37. mín
Elín Björg fær boltann upp í horn á kemur sér fram hjá Halldóru en Sigurður dæmir brot á Elínu.
Eyða Breyta
34. mín
Bayleigh vinnur boltann aftur af Esher á vallarhelmingi F/H/L og á núna sendingu upp í horn ætlaða Ainhoa, en Halla vinnu kapphlaupið við Ainhoa og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
30. mín
Esther Rór á sprettinum upp hægra meginn, Bayleigh eltir hana uppi, vinnur boltann af henni og á svo flotta sendingu inn fyrir vörn FH og Linli er hásbreidd frá því að ná henni, þá hefði hún verið í ansi góðu færi.
Eyða Breyta
29. mín
Eftir mjög fjöruga byrjun þar sem bæði lið voru að skapa sér mikið er FH að taka yfir núna og eru búnar að eiga fjölmargar góðar og hættulegar sóknir.
Eyða Breyta
28. mín
Esther á skot í slá af löngu færi á hægri kantinum.
Eyða Breyta
27. mín
Rannveig fær boltann fyrir utan teig snýr Halldóru af sér og á fínt skot sem fer rétt yfir, góð tilraun hjá Rannveigu.
Eyða Breyta
26. mín
Elísa köttar inn af vinstri kantinum og kemur sér í góða stöðu og á fast skot beint á Anne í marki F/H/L.
Eyða Breyta
24. mín
Elísa með fyrirgjöf á Rannveigu sem tekur hann nður og setur hann í fyrsta, mjög snyrtilega út á Elínu sem á skot í varnarmann F/H/L
Eyða Breyta
22. mín
Bayleigh með góðann sprett upp vinstra meginn, hefur betur í baráttunni við Höllu og setur boltann út á Linli sem hefur lítinn tíma og setur boltann í fyrsta hátt yfir.
Eyða Breyta
20. mín
FH á hronspyrnu sem Sunneva tekur, Sísí er fyrst á boltann og skallar yfir.
Eyða Breyta
19. mín
Sunneva fær boltann neðarlega á vellinum og ber hann upp, setur boltann svo upp í vinstra hornið á Elísu Lönu sem setur boltann út í teig á Vigdísi Eddu, hún hefur annsi mikinn tíma til að koma undirbúa sig í skot en Anne ver skotið frá henni vel.
Eyða Breyta
15. mín MARK! Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Misheppnuð hreinsun hjá Rósey, FH á hornspyrnu sem Sunneva tekur.

Sunneva setur boltann inn á teiginn og í tvígang berst hann aftur út á hana, í þriðju tilraun skilar fyrirgjöfin árangri, Sísí á góðann skalla á markið sem Anne ver frábærlega en út í teiginn þar sem Rannveig er mætt og setur boltann í slánna og inn.
Eyða Breyta
14. mín
Rannveig ferir vel í að halda boltanum inn á við endalínuna og er við það að koma sér fram hjá Rósey en Rósey gerir vel, nær Rannveigu og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
12. mín
Þvílík byrjun, þetta er eins og borðtennis og liðin skiptast á að búa sér til hættuleg færi.
Eyða Breyta
11. mín
Yolanda vinnur boltann á miðjunni og hefur allan völlin fyrir framan sig hún fer sjálf og á skot við vítateigslínuna sem fer rétt fram hjá.
Eyða Breyta
10. mín
F/H/L á hornspyrnu, Yolanda tekur hornið og setur boltann á teiginn, boltinn berst út á Hafdísi sem etur boltann yfir.
Eyða Breyta
9. mín
Berglind gerir vel og kemur sér fram hjá Elísabet uppi við endalínu setur boltann svo fyrir markið, Elín Björg nær að stýra boltanum á markið en Anne gerir ver vel.
Eyða Breyta
8. mín
Rannveig með góða fyrirgjöf á hausinn á Vigdíssi sem skallar boltann í fangið á Anne í markinu.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Linli Tu (Fjarðab/Höttur/Leiknir), Stoðsending: Bayleigh Ann Chaviers
Bayleigh rekur boltann upp að endalínu og leggur boltann út í teiginn eftir litlu viðkomu í Yolanda potar Linli boltanum í netið af stuttu færi.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Berglind Þrastardóttir (FH), Stoðsending: Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir
Þetta tók ekki langan tíma, Halla setur langan bolta upp á Elínu sem setur tekur á móti boltanum og setur hann beint í lappirnar á Berglindi sem fær hann úti á hægri kantinum á miðjum vallarhelmingi F/H/L.
Berglind fer bara sjálf og leggur hann fyrir sig inni í vítateig og klárar snyrtilega alveg út við stöng.
Eyða Breyta
1. mín
Berglind reynir fyriggjöf frá hægri sem Yolanda kemst fyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að gerast, liðin ganga út á völlinn ásamt dómurum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa lokið við upphitun og eru kominn inn, það hlýtur að fara styttast í leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er aðeins seiknunn á leiknum , F/H/L eru enn að leggja loka hönd á upphitun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerir þrjá breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik Elísa Lana Sigrujónsdóttir, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Berglind Þrastardóttir koma inn fyrir Valgerði Ósk Valsdóttur, Telmu Hjaltalín Þrastardóttur og Kristinu Schnurr.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerir eina breytingu, inn kemur Ainhoa Plaza Porcel fyrir Björgu Gunnlaugsdóttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Linli Tu
Linli Tu leikmaður Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis er markahæsti leikmaður deildarinnar en hún hefur skorðar 11 mörk í 11 leikjum í deildinni í sumar.

Linli Tu gekk til liðs við Fjarðarbyggð/Hött/Leikni í vetur en áður spilaði hún fyrir Taylor university í Bandaríska háskólaboltanum.

Hún hefur slegið í gegn í sumar með Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni og þa´ð er ekki ólíklegt, miðað við tölfræðina að við fáum mark frá henni í kvöld.Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:15 en vegna seiknunar á flugi frá Egilsstöðum hefst leikurinn 20:00.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Félagsskipti

Félagskiptagluggin lokaði á miðnætti í gær og því hefur verið nóg að gera á félagskiptamarkaðnum síðustu daga.

FH-ingar hafa bætt við sig fimm leikmönnum síðustu daga.
Manyima Stevelm­ans sem kemur frá Belgíu
Berg­lindi Þrast­ar­dóttur sem kemur frá Hauk­um
Vig­dísi Eddu Friðriks­dótt­ur sem kemur frá Þór/KA
Al­dísi Guðlaugs­dótt­ur, markmann sem kemur á láni frá Val
Val­gerði Ósk Vals­dótt­ur sem kemur frá Fylki

Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir bætti hinsvegar engum leikmanni við sig í gluggan.


Vigdís Edda spilaði með Breiðablik á síðustu leiktíð þar sem hún varð Bikarmeistari og spilaði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir
Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir sem eru nýliðar í deildinni sitja eftir að hafa spilað 11 leiki í 5. sæti deildarinnar með 21. stig. Þær hafa unnið 6 leiki, gert 3 jafntefli og tapað 2 leikjum.

Í síðustu umferð fengu þær Augnablik í heimsókn Austur í Reyðarfjarðarhöllina þar sem heimakonur unnu 3-1. Linli Tu skoraði fyrstu tvö mörk Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis og Björg Gunnlaugsdóttir það þriðja.Eyða Breyta
Fyrir leik
FH
Eftir að hafa spilað 10 leiki eru FH konur á toppi deildarinnar með 26 stig, jafn mörg stig og HK sem hafa spilað 12 leiki.
FH-ingar sem enn eru ósigraðar í mótinu hafa unnið 8 leiki og gert tvö jafntefli.

Þær spiluðu síðast á móti Víkingu og unnu þær leikinn örugglega 0-3. Esther Rós Arnarsdóttir, Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Berglind Þrastardóttir sáu um markaskorun í leiknum.Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkominn í beina textalýsinu frá viðureign FH og Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis í 12. umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli heimavelli FH og flautar Sigurður Schram til leik klukkan 20:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Anne Elizabeth Bailey (m)
4. Rósey Björgvinsdóttir ('81)
6. Heidi Samaja Giles
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir ('46)
8. Linli Tu
9. Ainhoa Plaza Porcel ('74)
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('68)
11. Yolanda Bonnin Rosello ('68)
16. Hafdís Ágústsdóttir
20. Bayleigh Ann Chaviers
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Varamenn:
14. Katrín Edda Jónsdóttir ('68)
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('68)
17. Viktoría Einarsdóttir ('81)
21. Ársól Eva Birgisdóttir
22. María Nicole Lecka ('74)
24. Íris Ósk Ívarsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Pálmi Þór Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Heidi Samaja Giles ('52)

Rauð spjöld: