Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
45' 2
1
Breiðablik
KA
0
1
KR
0-1 Aron Þórður Albertsson '16
Arnar Grétarsson '90
02.08.2022  -  18:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 830
Maður leiksins: Beitir Ólafsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('11)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
28. Gaber Dobrovoljc
30. Sveinn Margeir Hauksson ('75)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('11)
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Mikael Breki Þórðarson
29. Jakob Snær Árnason ('75)
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Arnar Grétarsson ('90)
Leik lokið!
+7

Leik lokið. Ótrúlegum leik lokið hér! Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.
90. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
+5
90. mín Rautt spjald: Arnar Grétarsson (KA)
+5
Fær að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli!
90. mín
+4

Egill búinn að missa tökin, KA menn vilja fá víti en ekkert dæmt. Einhver reykistefna inná teignum í gangi.
90. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
+2

Arnór Sveinn brýtur á Nökkva sem er að sleppa innfyrir og fær gult spjald. KA menn brjálaðir að fá ekki að klára sóknina.
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma. Hallgrímur Mar með skot vel yfir þegar klukkan slær 90.
88. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
87. mín
Jakob Snær í dauðafæri en hittir ekki markið!
85. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
83. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
82. mín
KRingar fá lítinn tíma á boltann, Leikmenn KA alltaf komnir í pressu en ná þó að gera lítið með boltann.
80. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Eitthvað pirraður á hliðarlínunni og uppsker gult spjald.
78. mín
KA menn ná að spila sig í gegnum vörn KR inn í teignum en að lokum sér Beitir við Nökkva.
76. mín
Atli með lúmskt skot sem Jajalo þarf að teygja sig vel í og hann nær að verja í horn.
75. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
70. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Fyrstu mínúturnar hans Flóka í sumar!
69. mín
Heimamenn verið með boltann meira og minna síðustu mínútur en hafa ekki náð að ógna Beiti neitt af viti.
67. mín
ELFAR!

Sending fyrir meðfram grasinu og Elfar í dauðafæri en hittir ekki boltann!
66. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
65. mín
Hallgrímur Mar með skot úr erfiðu færi og boltinn fer í hliðarnetið.
62. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
58. mín
Vááá!!!

Mikið klafs inn á teignum eftir hornið og KR nær loksins skot að marki en sýnist það vera Sveinn Margeir sem er síðastur í boltann og bjargar á línu!
58. mín
KR fær hornspyrnu
53. mín
Stefan Ljubicic í dauðafæri, kemur löng sending fram og Stefan er á undan varnarmönnum KA í boltann og brunar í átt að teignum, en Dusan kemst framfyrir hann áður en hann nær skoti á markið.
49. mín
KA kemur inn í síðari hálfleikinn af krafti! Nökkvi hér með skot sem fer af varnarmanni og í horn örugglega svona í þriðja sinn í þessum síðari hálfleik. KR nær að hreinsa frá.
46. mín
Sveinn Margeir með skot eftir tæplega 30 sekúndur, þar er hins vegar beint á Beiti.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Nokkuð fjörugur leikur en róaðist aðeins yfir honum undir lokin. Mætum með síðari hálfleikinn eftir fimmtán mínútur.
45. mín
Daníel Hafsteinsson með skalla eftir hornspyrnu en boltinn framhjá.
45. mín
Nökkvi með skot sem Beitir ver út í teiginn, enginn KA maður mættur í frákastið og KRingar ná að koma boltanum frá.
45. mín
Tvær mínútur i uppbótartíma.
44. mín
Elfar Árni fellur hér í D-boganum en einhvern vegin er dæmd aukaspyrna á KA, ég sá ekki hvað gerðist til að verðskulda það. Klárlega brotið á Elfari.
38. mín
Nökkvi með flotta sendingu innfyrir vörn KR og Hallgrímur nær til boltans en með skot í litlu jafnvægi og boltinn fer framhjá.
37. mín
KA menn með skothríð að marki KR og loksins kemst boltinn lengra en í fremsta varnarmann. Í þetta skiptið í varnarmann og afturfyrir. Ekkert kom útúr hornspyrnunni.
33. mín
Hallgrímur Mar með góða tilraun rétt fyrir utan vítateiginn en skotið í stöngina og útaf.
29. mín
USSS!!

Nökkvi nær að komast fyrir sendingu við vítateig KR og kemst í gott skotfæri ens kotið endar í stönginni.
27. mín
Allt vitlaust í stúkunni, Nökkvi er að fara í skot en varnarmaður KR kemst fyrir, dómarinn dæmir horn en stuðningsmenn KA vilja víti, leikmennirnir mótmæltu ekki.
24. mín
Atli aftur með tilraun, tók boltann á lofti með mann í sér vel fyrir utan teig. Hátt yfir.
21. mín
Atli Sigurjónsson með áhugaverða tilraun, snýr boltanum í fjær hornið en aðeins of hátt og boltinn endar ofan á þaknetinu.
18. mín Gult spjald: Beitir Ólafsson (KR)
Beitir fær gult fyrir mótmæli. KA fékk aukaspyrnu út á kannti og Beitir brunar út í dómarann. Veit ekki yfir hverju hann var að kvarta.
16. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
Kennie með frábæran sprett upp kantinn eftir innkast, fer illa með Hallgrím Mar og á sendinguna út í teiginn þar sem Aron Þórður er og leggur boltann í fjær. Gestirnir komnir yfir!
15. mín
Í þriðju tilraun nær KA að setja boltann að marki en skallinn frá Rodri slakur, auðvelt fyrir Beiti.
13. mín
KA fær hornspyrnu
11. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Mikið áfall fyrir Ásgeir og KA.
9. mín
Hann er staðinn upp, þarf mikinn stuðning til að komast af velli. Sýnist Hallgrímur Mar vera gera sig klára til að koma inná.
7. mín
Ásgeir Sigurgeirsson liggur eftir í teignum eftir hornspyrnuna. Hélt utan um hnéð
6. mín
Jajalo blakar boltanum í horn eftir fyrirgjöf frá Aroni Kristófer.
4. mín
Sveinn Margeir fær hellings tíma til að stilla skotið en það fer hátt yfir.
3. mín
Boltinn dettur fyrir fætur Ásgeirs sem á skotið rétt fyrir utan vítateig en boltinn fer af varnarmanni og í fangið á Beiti.
1. mín
Kristijan Jajalo heldur rólegur á boltanum. Nær þó að sóla Sefan Ljubicic og losa sig við boltann. KA menn missa þó boltann og Aron Kristófer nær skoti en beint á Jajalo.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn. Búið að úða smá af himnum í aðdraganda leiksins.

Liðin eru í sínum klassísku aðalbúningum. KA menn gulir og bláir og KRingar svarthvítt röndóttar treyjur og svartar buxur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það eru tvær breytingar á liði KA frá 3-1 sigri í Keflavík. Bryan Van Den Bogaert og Ívar Örn Árnason taka út leikbann. Gaber Dobrovoljc spilar sinn fyrsta leik og Þorri Mar Þórisson kemur einnig inn í liðið.

Það eru þrjár breytingar á liði KR sem gerði 3-3 jafntefli gegn Val í síðustu umferð. Ægir Jarl Jónasson og Hallur Hansson taka út leikbann og þá fékk Grétar Snær Gunnarsson höfuðhögg gegn Val og er ekki í hópnum í dag.

Þorsteinn Már Ragnarsson, Stefán Ljubicic og Aron Þórður Albertsson koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómararnir
Egill Arnar Sigurþórsson verður með flautuna í kvöld. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Þórður Þórðarson verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson verður með skiltið á hliðarlínunni og Þóroddur Hjaltalín er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Fjórir í leikbanni

Fjórir leikmenn missa af leiknum í kvöld þar sem þeir taka út leikbann, tveir úr hvoru liði.

Varnarlínan hjá heimamönnum missir tvo leikmenn út þar sem Ívar Örn Árnason og Bryan Van Den Bogaert taka út leikbann. Hjá KRingum eru Hallur Hansson og Ægir Jarl Jónasson í banni.

Ívar Örn Árnason hefur verið traustur í miðri vörninni hjá KA í sumar
Fyrir leik
Félagsskipti
Það urðu breytingar á KA liðinu í júlíglugganum en liðið missti Oleksiy Bykov og Sebastiaan Brebels en styrkti varnarleikinn með því að fá Gaber Dobrovoljc. Þá var Hrannar Björn Steingrímsson kallaður úr láni frá Völsungi.

Leikmannahópur KR er óbreyttur fyrir utan að Emil Ásmundsson var lánaður til Fylkis.

Gaber Dobrovoljc
Fyrir leik
Óvæntir markashrókar

Það er umtalað hversu mikið markahæstu menn deildarinnar hafi komið á óvart.

Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) er efstur með 12 mörk, Guðmundur Magnússon (Fram) með 11 mörk og í þriðja sæti er KA maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson, þetta er fjórða tímabilið hans með KA í efstu deild en hann hefur mest skorað þrjú mörk.

Ægir Jarl Jónasson er markahæstur í KR með fjögur mörk. Hann verður ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann

Fyrir leik
Ætlar KR að vera með í efri hlutanum?

KR er í 7. sæti með jafn mörg stig og Keflavík sem er í sætinu fyrir ofan, efri hluta töflunnar en KR á leik inni.

Það hefur lítið gengið upp hjá Vesturbæingum en liðið hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum, síðasti sigur liðsins kom þann 28. maí gegn FH í Kaplakrika. KR, Stjarnan og ÍBV eru jöfn á toppnum þegar kemur að jafnteflum, með sex jafntefli hvert lið.
Fyrir leik
2. sætið í boði fyrir KA

Tímabilið hjá KA hefur verið frábært en með sigri í kvöld fer liðið upp í annað sæti deildarinnar tímabundið að minnsta kosti.

Liðið hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð en hefur verið í góðum gír upp á síðkastið og hefur unnið síðustu þrjá leiki og með markatöluna 12-4.

Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og KR í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri og hefst kl 18.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('88)
11. Kennie Chopart (f)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason
17. Stefan Ljubicic ('83)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('70)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('83)
9. Stefán Árni Geirsson ('88)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('70)
15. Viktor Orri Guðmundsson
25. Jón Arnar Sigurðsson

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Valdimar Halldórsson

Gul spjöld:
Beitir Ólafsson ('18)
Theodór Elmar Bjarnason ('62)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('66)
Rúnar Kristinsson ('80)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('90)
Aron Kristófer Lárusson ('90)

Rauð spjöld: