Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
45' 0
1
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
75' 1
1
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
72' 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
57' 2
5
KR
Keflavík
0
5
Valur
Snædís María Jörundsdóttir '14 , sjálfsmark 0-1
0-2 Cyera Hintzen '24
0-3 Elín Metta Jensen '64
0-4 Anna Rakel Pétursdóttir '69
0-5 Bryndís Arna Níelsdóttir '84
09.08.2022  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Völlurinn lítur ágætlega út. Sama verður ekki sagt um veðrið
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Maður leiksins: Anna Rakel Pétursdóttir
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('73)
9. Snædís María Jörundsdóttir ('85)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva ('80)
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('80)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('85)
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Marín Rún Guðmundsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Katrín Jóhannsdóttir
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flautað til leiksloka hér í Keflavík. Sanngjarn sigur Vals staðreynd. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér.

Vitum ekki hver hann er en skjótum á 3 mínútur.
87. mín
Keflavík fær horn. Þeirra fyrsta í leiknum. Sandra örugg og hirðir boltann.
85. mín
Inn:Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Keflavík) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Keflavík)
84. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Hornspyna frá hægri sem virtist skelfileg verður frábær þegar boltinn endar í fótum Bryndísar sem er alein á markteig fyrir miðju marki nánast.

Tekur eina snertingu á boltann áður en hún skilar honum í netið.
82. mín
Bryndís Arna með boltann við vinstra vítateigshorn. Lætur vaða en boltinn víðsfjarri markinu.
80. mín
Sigurrós Eir með skot að marki fyrir Keflavík en framhjá markinu fer boltinn.
80. mín
Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Út:Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
78. mín
Valur sækir enn og uppsker hér hornspyrnu. Eru mun líklegri til þess að bæta við en Keflavík að minnka muninn.
73. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Cyera Hintzen (Valur)
73. mín
Inn:Hailey Lanier Berg (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
73. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík)
71. mín
Elín Metta í dauðafæri í teignum en Samantha með stórbrotna markvörslu og ver í horn.
69. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Skrautlegt var það og upp úr engu.

Anna með boltann úti vinstra megin nokkuð nálægt endalínu. Sér að Samantha ætlar að stela metrum og mæta út í fyrirgjöfina svo hún lætur bara vaða á markið og boltinn af Samönthu og í netið.

Sjaldséð mistök hjá þessum annars ágæta markverði.
68. mín
Aníta Lind með skot að marki fyrir Keflavík. Ágætis tilraun en framhjá markinu.
67. mín
Hætta í teig Vals en heimakonur koma boltanum ekki fyrir sig og gestirnir hreinsa.
64. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta sleppur ein í gegn og bregst ekki bogalistin.

Samantha mætir henni en Elín lyftir boltanum snyrtilega yfir hana,

Tók ekki langan tíma hjá henni.
63. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
63. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
63. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
61. mín
Sólveig með skot úr teignum en Samantha ver.
58. mín
Samantha stálheppninn að fá ekki á sig vítaspyrnu hérna, Ásdís Karen á undan í boltann og skallar hann áður en að Samantha flýgur út með hendurnar beint í höfuðið á Ásdísi sem steinliggur.

Frá mínum bæjardyrum séð klár vítaspyrna.
57. mín
Ásdís Karen í hörkufæri í teignum eftir sendingu frá Sólveigu en Samantha ver vel.
55. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Bannað að teika segir Steinar Berg og gefur Sólveigu gult spjald fyrir.
55. mín
Anna Rakel með boltann fyrir frá vinstri en Samantha slær bpætann frá.
53. mín
Skynsemi sem einkennir leik Vals, ekkert óðagot á þeirra leik. Spila boltanum sín á milli og leita að glufum og keyra hratt þegar tækifæri er á.

Keflavíkurliðinu gengið að sama skapi bölvanlega að halda í boltann þegar þær fá tækifæri til.
50. mín
Þórdís Hrönn með hættulegan bolta fyrir markið en sendingin siglir framhjá öllum og ekkert verður úr.
49. mín
Vindurinn að flækjast fyrir liðunum hér í upphafi síðari hálfleiks. Þó aðallega Val sem hefur verið með boltann.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn

Heimakonur sparka þessum hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Staðan sanngjörn ekki hægt að halda öðru fram.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleik.
43. mín
Ásdís Karen í hörkuskallafæri eftir fyrirgjöf frá Elísu en nær ekki krafti í skallann sem endar í fangi Samönthu.
40. mín
Leikurinn fer að mestu fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Valsliðið lætur boltann ganga og freistar þess að finna glufur á liði Keflavíkur. Heimakonur þéttar með mjög stutt á milli lína og lítið um svæðið fyrir gestina að hlaupa í.
35. mín
Ætla ekki að sverja fyrir það en ég held að Sandra Sigurðardóttir hafi verið að snerta boltinn í fyrsta sinn núna eftir 34 mínútur.
35. mín
Lára Kristín með hörkuskot af 20 metrum en boltinn rétt yfi markið.
31. mín
Þung pressa Vals sem þrýstir Keflavíkurliðinu nánast niður að eigin endalínu.

Boltinn fyrir markið en af varnarmanni og afturfyrir.

Ekkert verður úr horninu.
25. mín Gult spjald: Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Stöðvar hratt upphlaup
24. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Valskonur tæta í sundur vörn Keflavíkur með frábærum einnar snertingar bolta við teiginn.

Þórdís að mér sýnist leggur boltann á Cyeru sem nær góðu skoti vel út við stöng frá vítateigslínu og boltinn syngur í netinu.
20. mín
Sólveig Larsen með skot úr teignum eftir innkast en boltinn vel yfir markið.
19. mín
Valur sækir enn, uppsker hér hornspyrnu.
14. mín SJÁLFSMARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Keflavík)
Hornið tekið inn á markteig, þar hrekkur boltinn af Snædísi og í netið.
13. mín
Þórdís Hrönn leikur inn á teiginn og setur Kristúnu á afturendann. Nær skotinu en varnarmenn komast fyrir og boltinn í horn.
12. mín
Keflavík ekki náð að halda í boltann að nokkru ráði til þessa. Valsliðið mætt í andlitið á þeim um leið og þær reyna að spila.

8. mín
Samantha með tvöfalda vörslu!

Fyrst Þórdís Hrönn með hörkuskot úr D-boganum sem Samantha slær frá beint á Önnu Rakel sem skallar að marki en Samantha fljót til og nær að slæma fingri í boltann áður en hann fer yfir línuna.

Valur fær horn en Keflavík hreinsar.
4. mín
Valsliðið ákveðið í byrjun. Sólveig Larsen með skot í varnarmann og afturfyrir.

Fyrsta hornspyrna leiksins.

Gestirnir dæmdir brotlegir.
2. mín
Ásdís Karen með fyrsta skot leiksins. Lætur vaða hægra megin við teiginn en boltinn beint í fang Samönthu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru Valskonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Tríóið

Steinar Berg Sævarsson er dómari leiksins í kvöld. Honum til aðstoðar eru Guðni Freyr Ingvason og Eydís Ragna Einarsdóttir.
Eftirlitsmaður KSÍ er svo Skagamaðurinn og fyrrum fréttaritari Fótbolta.net Ólafur Ingi Guðmundsson


Fyrir leik
Fyrri viðureignir

34 leiki hafa liðin leikið innbyrðis í opinberum mótum á vegum KSÍ samkvæmt vefsíðu sambandsins. Tölfræðin þar bendir aðeins í eina átt en Valur hefur haft sigur 31 sinni í leikjunum 34. Þremur leikjum hefur lokið með jafntefl þar á meðal viðureign þeirra í Keflavík í fyrra og þar með hefur Keflavík aldrei haft sigur á Val í opinberum keppnisleik í kvennaflokki ef marka má tölfræði KSÍ.

Markatalan úr leikjunum er svo 174-14 Valskonum í vil.
Fyrir leik
Keflavík

Heimakonur í Keflavík fá verðugt verkefni í annað sinn á stuttum tíma. Síðastliðið föstudagskvöld mættu þær Breiðablik á Kópavogsvelli og þurftu að gera sér 3-0 tap að góðu. Verkefni kvöldsins er ekki minna í sniðum svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Langt er síðan að Keflavík fagnaði sigri ef litið ér á dagatalið. 14.júní síðastliðinn fagnaði liðið 1-0 heimasigri á Stjörnunni. Aðeins hálf sagan er þó sögð þar því Keflavík hefur aðeins leikið tvo leiki síðan sem þó hafa báðir tapast.


Fyrir leik
Valur

Ríkjandi meistarar Vals eiga í harðri baráttu við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar líkt og svo oft áður. Tvö stig skilja liðin að á toppi deildarinnar gætu liðin haft sætaskipti vinni Valur ekki hér í Keflavík í kvöld. Valsliðið kemur í góðum takti til leiks eftir 3-0 sigur á liði Þór/KA á dögunum og er til alls líklegt. Þær urðu þó fyrir ákveðinni blóðtöku en Ída Marín Hermanssdóttir verður ekki meira með liðinu í sumar þar sem hún er á leið til Bandaríkjanna í nám en hún hafði leikið 11 leiki í deildinni í sumar og gert 4 mörk.



Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vals í Bestu deild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('63)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('73)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen ('73)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('63)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('63)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('63)
15. Hailey Lanier Berg ('73)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('63)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('73)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('63)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('55)

Rauð spjöld: