Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
2
0
Kórdrengir
Kristófer Páll Viðarsson '10 1-0
Kairo Edwards-John '69 2-0
14.08.2022  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sólin skín og hiti um 12 gráður. Lognið er þó á smá hraðferð.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Josip Zeba
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson
9. Josip Zeba
10. Kairo Edwards-John ('86)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
14. Kristófer Páll Viðarsson ('64)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Aron Jóhannsson (f)
29. Kenan Turudija

Varamenn:
7. Juanra Martínez
8. Hilmar Andrew McShane
11. Símon Logi Thasaphong ('86)
11. Tómas Leó Ásgeirsson
15. Freyr Jónsson ('64)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Hjörtur Waltersson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Grindavíkur staðreynd. Kórdrengir þurfa að bíða enn lengur eftir fyrsta útisigri sínum þetta sumarið.

Takk fyrir mig í kvöld.
92. mín
Stefnir allt í að sigurinn endi hér í Grindavík. Þarf kraftaverk til þess að svo verði ekki.
90. mín
Komið fram í uppbótartíma. Við skjótum á þrjár mínútur.
87. mín
Aron Dagur stálheppninn. Missir boltann eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu en skalli Gunnlaugs Fannars að mér sýnist yfir markið.
86. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Kairo Edwards-John (Grindavík)
Kairo átt fínasta leik hér í dag.
85. mín
Kórdrengir færast nær. SKot af talsverðu færi sem siglir rétt framhjá marki Grindavíkur.
84. mín
Nathan Dale með bjartsýnisskot sem siglir vel framhjá markinu.
81. mín Gult spjald: Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Fær að líta gula spjaldið fyrir mótmæli.
80. mín
Darraðadans af gamla skólanum í teig Grindavíkur.

Hvert skotið rekur annað og varnarmenn henda sér fyrir.
Þung pressa frá gestunum sem skilar þó engu á endanum.
78. mín
Inn:Daði Bergsson (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
76. mín
Kairo heldur áfram að ógna, fær boltann við teig Kórdrengja og lætur vaða en beint á Óskar í markinu.
71. mín
Gestinir pressa eftir horn. Sóknin endar með skoti í varnarmann og afturfyrir.

Einhverjar stympingar i teignum eftir hornið sem Arnar greiðir úr.
69. mín MARK!
Kairo Edwards-John (Grindavík)
Grindvíkingar tvöfalda forystu sína.

Boltinn berst til Kairo hægra megin í teignum sem hikar ekki við að láta vaða í fjærhornið og boltinn syngur í netinu.
69. mín
Kairo hársbreidd frá því að ná til boltans í teignum en er sentimetrum of stuttur og boltinn fer afturfyrir.
67. mín
Inn:Bjarki Björn Gunnarsson (Kórdrengir) Út:Guðmann Þórisson (Kórdrengir)
67. mín
Inn:Nathan Dale (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
67. mín
Inn:Óskar Atli Magnússon (Kórdrengir) Út:Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
64. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík)
63. mín
Axel Freyr í ágætri stöðu í teig Grindavíkur eftir sendingu frá Daníel Gylfasyni en nær ekki að leggja boltann fyrir sig sem endar í fangi Arons.
60. mín
Rosalega rislítill síðari hálfleikur til þessa. Grindvíkingar tekist að halda gestnum vel í skefjum til þessa.
54. mín
Kairo með rosalegan sprett og fer framhjá þremur á leið sinni inn á teiginn. Velur að senda boltann út í teiginn þegar hann var í prýðis skotfæri sjálfur og færið verður að engu.
53. mín
Kórdrengir fá hornspyrnu.
50. mín
Mikil barátta í þessu hér í upphafi. Hvorugt liðið þó að skapa sér nokkuð.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang og leika gegn vindinum hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grindavík þar sem heimamenn leiða.

Leikurinn verið heilt yfir nokkuð jafn, Kórdrengir haldið meira í boltann en lítið tekist að skapa sér í og við teig Grindavíkur.
45. mín
Kórdrengir fá horn.

Mínúta í uppbót hér að ég tel.
44. mín
Morten Ohlsen með skot að marki Grindavíkur en beint á Aron Dag í markinu.
42. mín
Guðjón Pétur með skotið úr aukaspyrnunni en boltinn framhjá markinu.
41. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (Kórdrengir)
Tekur Aron Jóhanns niður á groddaralegan hátt. Gekk pirraður á brott og var ekkert á því að leyfa Arnari að sýna sér spjaldið.
38. mín
Þótt færin hafi skort hefur lið Kórdrengja heilt yfir verið betri aðilinn úti á velli. Hafa ekkert upp úr krafsinu fyrir það en munu leika með vindinn í bakað í síðari hálfleik.
34. mín
Kristófer Páll með skot í varnarmann og afturfyrir.

Grindavík með hornspyrnu.
31. mín
Kórdrengir sett talsvert púður í að reyna brjóta niður vörn Grindavíkur. Orðið lítt ágengt til þessa en eiga hér aukaspyrnu á ágætum stað fyrir fyrirgjöf.
27. mín
Leikurinn náð ákveðnu jafnvægi þessar mínútur. Stál í stál gæti einhver sagt.
23. mín
Hröð sókn Grindavíkur, Boltinn lagður út í D-bogann á Kairo sem lætur vaða en setur boltann hálfa leið niður að höfn.
20. mín
Darraðadans í teignum eftir hornið en Grindvíkingar hreinsa í horn.
19. mín
Kórdrengir fá horn.
15. mín
Kórdrengir heldur að hressast eftir markið og halda boltanum vel. Ekki tekist að skapa færi þó til þess að tala um.
10. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík)
Skelfileg mistök í öftustu línu Kórdrengja.

Óskar freistar þess að spila út frá marki sínu og setur stuttan bolta út á Ondo að mér sýnist. Grindvíkingar pressa hátt sem verður til þess að Kórdrengir missa boltann beint fyrir fætur Kristófers sem hamrar boltann óverjandi í netið af vítateigslínu.
9. mín
Kórdrengir fá horn.

Sjötta hornið á fyrstu 10 mínútum leiksins.

Gestirnir dæmdir brotlegir í teignum.
7. mín
Enn fær Grindavík horn. Þeirra fjórða á fyrstu mínútunum.
6. mín
Guðjón Pétur með skot að marki en beint á Óskar sem grípur auðveldlega.
5. mín
Kairo með þrumuskot að marki eftir hornið sem Óskar gerir gríðarlega vel í að slá í slánna og yfir.

Hornið tekið og fer af varnarmanni og afturfyrir. Þriðja hornið i röð
4. mín
Kristófer Páll í fínu færi í teig Kórdrengja en Óskar vel á verði og ver í horn.

2. mín
Kristján Atli í dauðafæri í teig Grindavíkur eftir aukaspyrnu frá hægri. Línan hjá Grindavík klikkar illa en Aron Dagur vandanum vaxinn og ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað hér í Grindavík það eru gestirnir sem hefja hér leik gegn talsvert sterkri norðanátt.
Fyrir leik
Tríóið

Arnar Ingi Ingvarsson er með flautuna í þessum leik. Honum til aðstoðar eru þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Jakub Marcin Róg. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.


Fyrir leik
Grindavík

Grindvíkingar hefðu eflaust viljað talsvert fleiri stig á heimavelli það sem af er sumri. 14 stig eru í pokanum á heimavelli í 8 leikjum eða 4 sigrar, 2 jafntefli og 2 töp.

Grindavíkurliðið hefur átt staka góða leiki í sumar en þess á milli dottið niður á fremur lágt plan og átt erfitt uppdráttar í sínum leik. Líkt og undanfarin ár virðist sem stöðugleiki í frammistöðum sé ekki þeirra sterkasta vopn og ýmislegt sem betur hefur mátt fara í leik þeirra. Tímabilið er þó ekki úti enn og tími til þess að rétta úr kútnum.
Fyrir leik
Kórdrengir

Árangur Kórdrengja á útivelli í 7 leikjum í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. 3 stig úr þremur jafnteflum er uppskeran sem gerir þá 4 töp. Eitt af þremur liðum deildarinnar sem enn hafa ekki unnið útileik í sumar en hin eru Þróttur Vogum og andstæðingar dagsins Grindavík.

Illa hefur gengið hjá Kórdrengjum að skora á útvelli en aðeins eru komin 8 mörk á útivelli í sumar á meðan að þeir hafa þuft að sækja boltann í eigið net alls 15 sinnum.

Lærisveinum Davíðs Smára er því örugglega farið að hungra í góða frammistöðu og sigur á útivelli.


Fyrir leik
Staða liðanna í deidinni

Ég held að það sé óhætt að segja að bæði þessi lið hafi valdið ákveðnum vonbrigðum í sumar. Lið sem fyrirfram maður hefði talið að ættu að berjast í efri hluta töflunar sitja í því 9. og 10. að loknum 15 leikjum.

Liðin eru þó hvorugt í alvarlegri hættu á að sogast niður í fallsæti þar sem KV situr í 11.sæti 6 stigum á eftir Grindavík og 7 stigum á eftir Kórdrengjum.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Kórdrengja í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
5. Loic Mbang Ondo (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Daníel Gylfason ('78)
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson ('67)
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson ('67)
21. Guðmann Þórisson ('67)
77. Sverrir Páll Hjaltested

Varamenn:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson
11. Daði Bergsson ('78)
19. Kristófer Jacobson Reyes
20. Óskar Atli Magnússon ('67)
22. Nathan Dale ('67)
33. Bjarki Björn Gunnarsson ('67)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('41)
Sverrir Páll Hjaltested ('81)

Rauð spjöld: