Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
4
0
Leiknir R.
Mikkel Qvist '32 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '45 , misnotað víti 1-0
Sölvi Snær Guðbjargarson '50 2-0
Gísli Eyjólfsson '72 3-0
Dagur Dan Þórhallsson '87 4-0
28.08.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - 19. umferð
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist ('62)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('80)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson ('83)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('62)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('80)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason ('62)
10. Kristinn Steindórsson ('62)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('80)
27. Viktor Elmar Gautason ('83)
67. Omar Sowe ('80)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Blikar sem fara með öruggan 4-0 sigur af hólmi í kvöld.

Virkilega sannfærandi sigur staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Við fáum +2 í uppbótartíma.
87. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
BLIKAR SETJA FJÓRÐA!

Virkilega vel útfærð sókn þar sem Blikar keyra á Leiknismennina. Gísli Eyjólfs ber boltann inn miðjuna og hótar skotinu en skilur hann svo eftir í hlaupaleið Dags Dan sem kom rétt á eftir sem gat lagt fyrir sig boltann og klárað vel.
83. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
80. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
79. mín
Gísli Eyjólfs tíar Höskuld frábærlega upp en skotið rétt framhjá! Blikar fá horn svo það hefur farið af varnarmanni.
77. mín
Höskuldur með tilraun sem Atli Jónasson ver.
72. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
BLIKAR AÐ GANGA FRÁ ÞESSU HÉR!

Atli Jónasson gerir vel að loka á Ísak Snær en boltinn best út á Kristinn Steindórs sem potar honum í varnarmann og á Ísak Snær aftur sem hælar hann afturfyrir sig á Gísla Eyjólfs sem er með nánast opið mark fyrir framan sig og þá er ekki að spyrja að leikslokum!
72. mín
Blikar komast í 3v3 stöðu en Leiknismenn gera vel í að loka á þá.
71. mín
Í fyrri hálfleik var það Davíð Ingvarsson sem fékk baulið en í síðari hálfleik er það Andri Rafn Yeoman.
69. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
67. mín
Davíð Ingvars að komast á sprettinn en Leiknismenn ná að pikka boltanum í horn.
63. mín
Mikkel Dahl skorar en flaggið var komið á loft. Róbert Hauksson vann boltann vel en missti hann svolítið frá sér eða til Mikkel Dahl sem var svo flaggaður rangur.
62. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik)
Markaskorararnir teknir af velli.
62. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Mikkel Qvist (Breiðablik)
Markaskorararnir teknir af velli.
60. mín
Breiðablik að komast í frábæra stöðu en Ísak Snær fer afar illa með sína stöðu þarna. Gísli Eyjólfs keyrði upp miðjuna og lagði boltan út á Ísak Snær sem hafði möguleika en gat ekki ákveðið hvað hann ætlaði að gera og Leikismenn hirtu af honum boltann.
57. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
57. mín
Inn:Róbert Hauksson (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
55. mín
Brynjar Hlöðvers og Höskuldur skella saman. Blikar í stúku heimta spjald en Binni fær bara tiltal.
50. mín MARK!
Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik)
BLIKAR TVÖFALDA!!

Sölvi Snær sækir boltann svolítið frá marki af Daða Bærings og kemur sér aðeins nær og lætur svo bara vaða með föstu skoti fyrir utan teig niðri í fjærhornið!
50. mín
Dagur Dan með tilraun er hún fer framhjá markinu.
47. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks. Aukaspyrna frá Degi Dan fer af veggnum og yfir markið.
46. mín
Blikar sparka síðari hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
Egill Arnar flautar til loka fyrri hálfleiks!

Leiknismenn eru enn á lífi í þessu þó svo að Blikar séu vissulega búnir að vera betri aðilinn og leiða sanngjarnt í hálfleik.
45. mín
Á meðan þessu öllu stóð fór skiltið á loft með +4 í uppbót.
45. mín Misnotað víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
ATLI JÓNASSON VER!!

Ekkert sérstakt víti endilega en það þarf að verja þau líka!

Atli í landsliðið! Syngja stuðningsmenn Leiknis!
45. mín
VÍTASPYRNA!

Breiðablik fá vítaspyrnu! Brotið á Ísak Snær!
40. mín
Sölvi Snær með fastan bolta fyrir markið sem fer í gegnum allan pakkan en endar hjá Andra Rafn Yeoman sem reynir fast skot en rétt framhjá.
35. mín
Blikar reyna svipað upplegg og í fyrri hornspyrnu en núna vantaði einhvern á færstöng þar sem boltinn datt framhjá markinu.
35. mín
Höskuldur leggur boltann út á Gísla Eyjólfsson sem er með allt plássið í heiminum til að láta vaða rétt fyrir utan teig en Leiknismenn ná að setja hausinn fyrir og bjarga í horn.
32. mín MARK!
Mikkel Qvist (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
HEIMAMENN ERU KOMNIR YFIR!!

Höskuldur Gunnlaugsson tekur hornspyrnuna og lyftir boltanum á fjærstöngina þar sem Mikkel Qvist nýtti alla sína sentimetra og stangaði boltann í netið!
31. mín
Gísli Eyjólfs finnur Sölva Snær í hlaupinu og reynir að senda fyrir markið en Atli Jónasson slær boltann yfir.
27. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Óttar Bjarni gengur allavega óstuddur af velli svo það eru kannski góðu fréttirnar.
25. mín
Sýnist þetta vera Óttar Bjarni sem steinliggur.
25. mín
Leikurinn er stopp á meðan Leiknismennirnir fá aðhlyningu.
23. mín
Blikar taka hornið en sýnist tveir Leiknismenn liggja eftir og spurning hvort þeir hafi skollið saman.
22. mín
Sölvi Snær reynir að finna Gísla Eyjólfs innfyrir en Dagur Austmann rennir sér fyrir og Blikar fá horn.
19. mín
DAUÐAFÆRI!

Zean Dalügge er þræddur einn á móti Anton Ara en leggur boltann hárfínt öfugu megin við stöngina!
18. mín
Mikel Qvist í smá brasi en sleppur með það. Mikkel Dahl með flotta pressu.
16. mín
Leiknismenn eru að undirbúa skiptingu.
16. mín
Jason Daði dansar í gegnum vörn Leiknis en skotið hans svo yfir markið.
15. mín Gult spjald: Zean Dalügge (Leiknir R.)
11. mín
Jason Daði með frábæran sprett og reynir að renna boltanum fyrir markið en Leiknismenn hreinsa í horn.
10. mín
Blikar vægast sagt hættulegri þessar fyrstu mínútur!
7. mín
ÞVERSLÁIN!

Davíð Ingvars reynir fyrirgjöf sem hrekkur út til Gísla Eyjólfs sem á skot sem smellur í þverslánni!
Sýndist það vera svo Sölvi Snær sem reynir skalla og Ísak svo skot en boltinn dæmdur afturfyrir.
5. mín
Leiknismenn í stúkunni baula á Davíð Ingvarsson og fagna þegar honum mistekst.
4. mín
Jason Daði með flott hlaup og reynir að senda fyrir markið en Atli Jónasson kemst í boltann og truflar sendinguna.
1. mín
Það eru Leiknismenn sem sparka þessu í gang!
Fyrir leik
Atli Jónasson er í marki Leiknismanna. - Spurning hvort Viktor Freyr hafi eitthvað meiðst í upphitun?
Fyrir leik
Leiknismenn hafa aldrei unnið Breiðablik í keppnisleik en einhvertíman er alltaf fyrst er það ekki?

Eftir úrslit dagsins eru Leiknismenn botnlið deildarinnar og er þetta því toppliðið gegn botnliðinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Heimamenn í Breiðablik gera fjórar breytingar á sínu byrjunarliði frá síðasta leik gegn Fram en Mikkel Quist, Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Dagur Dan Þórhallsson koma inn fyrir Oliver Sigurjónsson, Elfar Freyr Helgason, Viktor Karl Einarsson og Viktor Örn Margeirsson.
Gestirnir í Leikni Reykjavík gera þá eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn KR en Hjalti Sigurðsson kemur inn fyrir Kristófer Konráðsson.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar!

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar og markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna, spáir í umferðina.

Breiðablik 3 - 0 Leiknir R.
Þar sem Árni frændi er meiddur held ég að Blikar taki þetta örugglega.

Fyrir leik
Dómarateymið!

Egill Arnar Sigurþórsson verður með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Antonius Bjarki Halldórsson.
Elías Ingi Árnason verður í boðvangnum með skiltið góða og til taks ef eitthvað kemur upp.
Björn Guðbjörnsson er þá eftirlitsdómari.


Fyrir leik
Fyrri leikurinn

Fyrri leikur þessara liða í Breiðholtinu endaði með 1-2 sigri Breiðabliks en bæði mörk Blika skoraði Ísak Snær Þorvaldsson áður en Róbert Hauksson lagaði stöðuna fyrir heimamenn og þar við sat.

Fyrir leik
Breiðablik

Staða: 1.sæti
Leikir: 18
Stig: 42
Sigrar: 13
Jafntefli: 3
Töp: 2
Mörk skoruð: 46
Mörk fengin á sig: 21
Markatala: +25

Síðustu Leikir:

Fram 0-2 Breiðablik
Breiðablik 1-1 Víkingur R.
Stjarnan 5-2 Breiðablik
Breiðablik 3-1 ÍA
FH 0-0 Breiðablik

Markahæstir:

Ísak Snær Þorvaldsson - 12 Mörk
Jason Daði Svanþórsson - 7 Mörk
Kristinn Steindórsson - 6 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 5 Mörk
Viktor Karl Einarsson - 4 Mörk
Dagur Dan Þórhallsson - 3 Mörk
Sölvi Snær Guðbjargarson - 2 Mörk
Omar Sowe - 2 Mörk
Anton Logi Lúðvíksson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Leiknir R.

Staða: 11.sæti
Leikir: 17
Stig: 13
Sigrar: 3
Jafntefli: 4
Töp: 10
Mörk skoruð: 18
Mörk fengin á sig: 35
Markatala: -17

Síðustu Leikir:

Leiknir R. 4-3 KR
Fram 4-1 Leiknir R.
Leiknir R. 1-2 Keflavík
Leiknir R. 1-4 ÍBV
Leiknir R. 0-5 KA

Markahæstir:

Emil Berger - 4 Mörk
Zean Peetz Dalugge - 3 Mörk
Mikkel Dahl - 3 Mörk
Róbert Hauksson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Heimamenn í Breiðablik líta hrikalega vel út og sitja á toppi deildarinnar með 6 stiga forskot á KA í 2.sæti deildarinnar.
Breiðablik varð fyrsta liðið til þess að sækja sigur í Úlfársdalinn þegar þeir heimsóttu Frammara í síðustu umferð og fóru með sterkan 0-2 sigur af hólmi.


Fyrir leik
Leiknismenn náðu í langþráðan sigur í síðustu umferð þegar þeir sóttu gríðarlega sterkan 4-3 heimasigur gegn KR.
Leiknismenn eru í bullandi baráttu um að halda sæti sínu í deildinni og sitja sem stendur í 11.sæti deildarinnar stigi á eftir FH í 10.sæti og 2 stigum frá ÍBV í 9.sætinu.


Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Leiknis R í 19.umferð Bestu deildar karla.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli.


Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('27)
Atli Jónasson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('57)
9. Mikkel Dahl
11. Brynjar Hlöðvers
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
20. Hjalti Sigurðsson ('57)
23. Dagur Austmann ('83)
28. Zean Dalügge

Varamenn:
7. Róbert Quental Árnason
9. Róbert Hauksson ('57)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('27)
24. Loftur Páll Eiríksson
80. Mikkel Jakobsen ('57)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Zean Dalügge ('15)

Rauð spjöld: