Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
HK
3
1
Fjölnir
0-1 Lúkas Logi Heimisson '2
Atli Arnarson '18 , víti 1-1
Gunnar Sigurðsson '78
Hassan Jalloh '80 2-1
Hassan Jalloh '83 3-1
02.09.2022  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Frábærar.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Hassan Jalloh (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('64)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('84)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('64)
18. Atli Arnarson ('75)
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh
24. Teitur Magnússon

Varamenn:
3. Ívar Orri Gissurarson ('75)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('64)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('64)
19. Þorbergur Þór Steinarsson ('84)
28. Tumi Þorvarsson
29. Karl Ágúst Karlsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('33)
Kristján Snær Frostason ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar flautar til leiksloka hérna í Kórnum!

HK er komið upp og leikur í Bestu deildinni að ári (Staðfest)

Ég óska öllum HKingum innilega til hamingju.

Takk fyrir mig í kvöld.
90. mín
HASSAN JALLOH!!!!

Övar Eggertsson keyrir inn á teig Fjölnis og nær skoti sem Sigurjón Daði fer og boltinn dettur fyrir Hassan sem nær skoti en Sigurjón ver stórkostlega.
87. mín Gult spjald: Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
84. mín
Inn:Þorbergur Þór Steinarsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
83. mín MARK!
Hassan Jalloh (HK)
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ KÆRU LESENDUR!!!!!

Hassan fær boltann í gegn og sleppur einn á móti Sigurjón Daða og setur boltann í fjær hornið
80. mín MARK!
Hassan Jalloh (HK)
ÞETTA MARK FER LANGLEIÐINA MEÐ TRYGGT SÆTI Í BESTU DEILD KARLA AÐ ÁRI!!!!!!!

Hassan Jalloh fær boltann inn á vítateig Fjölnis og klárar færið frábærlega í fjærhornið framhjá Sigurjón Daða og allt verður vitlaust hér í Kórnum!
78. mín Rautt spjald: Gunnar Sigurðsson (Fjölnir)
BEINT RAUTT Á GUNNAR FYRIR MÓTMÆLI.

Ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé Gunnar sem var vísað upp í stúku en ef það er vitlaust hjá mér þá má endilega leiðrétta mig.
75. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
73. mín
HK að vakna!!!

Hassan fær boltann út til vinstri og gerir frábærlega og keyrir inn á teiginn en Fjölnismenn koma boltanum í burtu en ekki langt. Atli Arnars á skot fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá.
71. mín
Fjölnismenn eru heldur betur að pressa vel á heimamenn hér en HK hefur lítið sem ekkert gert í þessum síðari hálfleik.

Killian fær boltann við vítateiginn og á fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
68. mín
VÁÁ LEIFUR SKORAR NÆSTUM ÞVÍ SJÁLFSMARK HÉR.

Reynir kemur upp vinstri vænginn og rennir boltanum föstum inn á hættusvæðið og boltinn af Leifi og virðist vera á leiðinni í netið en Arnar gerir vel.
64. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
64. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Út:Kristján Snær Frostason (HK)
63. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
61. mín
Reynir Haralds gerir vel úti vinstra megin og kemur boltanum fyrir og Leifur Andri tekur engan séns og setur boltann í horn.

Gummi Kalli tekur spyrnuna sem Örvar Eggerts skallar í burtu.
57. mín
Hákon Ingi fær boltann við vítateig HK og rennir boltanum fyrir á Gumma Kalla sem nær skoti en boltinn framhjá.
55. mín
Fjölnismenn liggja aðeins á HK þessa stundina. Killian með góða fyrirgjöf á fjær en Arnar Freyr kemur út á móti og kýlir boltann í burtu.
51. mín Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)
Viktor Andri var að keyra í skyndisókn og Kristján Snær fer beint í Viktor.
49. mín
Fjölnismenn vinna aukaspyrnu á miðjum vallarhelming HK. Gummi Kalli tekur spyrnuna sem HK skallar í burtu og boltin berst fyrir á Lúkas sem nær fínu skoti fyrir utan teig en boltinn yfir.
47. mín
VIKTOR ANDRI!!

Fær boltann skoppandi til sín og lætur vaða en boltin rétt yfir markið. Þetta var ekki galin tilraun hjá Viktori.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað og eru liðin þau sömu og enduðu þann fyrri
45. mín
Hálfleikur
Agli Arnari langar inn í kaffi og bætir engu við þennan fyrri hálfleik. Tökum okkur pásu og komum með síðari hálfleikinn eftir 15.mínútur.
40. mín
Atli Arnars fær boltann og nær skoti sem fer af Dofra og er á leiðinni afturfyrir en Sigurjón gerir vel og heldur þessum bolta í leik.
35. mín
ARNAR FREYR MEÐ VÖRSLU!!

Hákon Ingi fær boltann fyrir utan teig og nær lúmsku skoti sem Arnar Freyr ver vel.
33. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Brýtur á Viktori Andra og Egill Arnar færir hann til bókar. Hárrétt.
27. mín
Hákon Ingi fær boltann inn á teig HK og fer framhjá Leifi og er að missa boltann afturfyrir og rennir sér beint í Arnar Freyr sem var mættur úr marki HK og Hákon Ingi dæmdur brotlegur.
25. mín
FÆRI!!!

Ásgeir Marteins fær boltann rétt fyrir utan teig og leggur hann til hliðar á Atla sem mætir á ferðinni og lætur vaða en boltinn yfir markið.
24. mín
Hákon Ingi fær boltann út til vinstri og kemur boltanum inn á völlinn á Lúkas Loga sem fær boltann fyrir utan teig og Atli Arnars brýtur á honum og Egill Arnar dæmir aukaspyrnu á stórhættum stað.

Reynir Haralds tekur spyrnuna yfir vegginn en boltinn yfir.
22. mín
Örvar Eggertsson fær boltann út til hægri og labbar framhjá Reyni og Viktor Andri brýtur á honum.

Ívar Örn tekur spyrnuna og boltinn í gegnum allan pakkan og aftur fyrir.
18. mín Mark úr víti!
Atli Arnarson (HK)
Sendir Sigurjón Daða í hægra hornið og setur boltann á mitt markið.

Allt jafnt! Eins og staðan er núna eru HK á leiðinni upp í Bestu deildina.
17. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
17. mín
HK FÆR VÍTI!!!!

Hans Viktor brýtur á Ásgeiri og Egill Arnar bendir á punktinn. Þetta virkaði eitthvað rosalega klaufalegt allt saman.
14. mín
Fjölnismenn vinna aukaspyrnu og taka spyrnuna hratt upp á Hákon Inga en Hassan kemur vel til baka og vinnur varnarleikinn sinn vel þarna og stelur boltanum og keyrir upp og Gummi Kalli brýtur á honum við miðju línuna.
11. mín
HVAÐ GERÐIST ÞARNA????

HK vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis og heimamenn taka spyrnuna hratt í hlaup á Örvar Eggertsson sem kom sér framfyrir Reyni Haralds sem virðist fella hann inn á teignum en Egill Arnar dæmir ekkert.
10. mín
Bæði lið eru í gríðarlegum vandræðum með að halda í boltann hérna til að byrja með fyrstu tíu. Spurning hvort það sé eitthvað smá stress í leikmönnum inn á vellinum og þá sérstaklega HKingum.
2. mín MARK!
Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
FJÖLNISMENN ERU KOMNIR YFIR!!

Skelfileg mistök á miðjum vallarhelming HK og Lúkas Logi gerir hrikalega vel! Leikur á Leif Andra áður en hann setti boltann í netið framhjá Arnari Frey.

0-1!
1. mín
Leikur hafinn
Hákon Ingi á fyrstu spyrnu leiksins og leikurinn er farinn í gang.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Egill Arnar leiðir liðin inn á völlinn. Heimamenn í HK leika í kvöld í sínum hefbundnu hvítu treyjum og rauðum stuttbuxum. Gestirnir úr Grafarvoginum eru í gulum treyjum og bláum stuttbuxuum. Dómaratríóið er alsvart.
Fyrir leik
HKUltras eru mættir í Kórinn og mér sýnist þeir ætla öskra liðið upp í sú lang bestu. Gríðarlega læti og mikil eftirvænting hjá stuðningsfólki HK fyrir þessum leik í kvöld.
Fyrir leik
HALLÓ KÓRINN!

Ég er mættur í Kórinn og byrjunarlið liðana eru klár og má sjá að bæði lið stilla upp öllu því besta sem þjálfarar liðanna hafa upp á að bjóða í kvöld.

Sæti í Bestu deild karla undir hér fyrir HK í kvöld og ég geri ráð að þessi leikur gefi okkur mörk og alvöru stemmingu
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni á Fjölnisvelli 30. júní síðastliðinn vann Fjölnir 3 - 1 en staðan í hálfleik var 3 - 0 áður en HK minnkaði muninn seint í leiknum.

Fjölnir 3 - 1 HK
1-0 Bruno Soares ('15, sjálfsmark)
2-0 Lúkas Logi Heimisson ('31)
3-0 Lúkas Logi Heimisson ('45)
3-1 Örvar Eggertsson ('82)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er í 20. umferð Lengjudeildarinnar og er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttunni.

HK er með 40 stig í 2. sætinu og dugir jafntefli í dag til að tryggja sér sæti í Bestu-deild karla að ári.

Fjölnir er í 3. sæti með 33 stig og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast upp, og treysta á hagstæð úrslit í síðustu tveimur umferðunum.

Staðan:
1. Fylkir - 45 stig
2. HK - 40
3. Fjölnir - 33
4. Grótta - 31
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn í dag og er með þá Óla Njál Ingólfsson og Hrein Magnússon sér til aðstoðar á línunum. KSÍ sendir svo Einar Örn Daníelsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Egill Arnar dæmir í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK og Fjölnis í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Kórnum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
10. Viktor Andri Hafþórsson ('63)
11. Dofri Snorrason
17. Lúkas Logi Heimisson
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
78. Killian Colombie

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
7. Dagur Ingi Axelsson ('63)
7. Arnar Númi Gíslason
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
22. Baldvin Þór Berndsen

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('17)
Lúkas Logi Heimisson ('87)

Rauð spjöld:
Gunnar Sigurðsson ('78)