Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Albanía
1
1
Ísland
Aron Einar Gunnarsson '10
Ermir Lenjani '35 1-0
1-1 Mikael Anderson '96
27.09.2022  -  18:45
Air Albania Stadium
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: 18 gráður í Tirana borg
Dómari: Ricardo de Burgos (Spánn)
Byrjunarlið:
23. Thomas Strakosha (m)
2. Iván Balliu
3. Ermir Lenjani ('77)
5. Fréderic Veseli
8. Klaus Gjasula
10. Nedim Bajrami
11. Myrto Uzuni
16. Sokol Çikalleshi ('69)
18. Ardian Ismajli
20. Ylber Ramadani
22. Amir Abrashi ('69)

Varamenn:
1. Etrit Berisha (m)
4. Elseid Hysaj ('77)
6. Adrian Bajrami
7. Enis Cokaj
9. Armando Broja ('69)
13. Enea Mihaj
14. Qazim Laci ('69)
15. Kristjan Asllani
17. Albi Doka
21. Taulant Seferi

Liðsstjórn:
Edoardo Reja (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vá hvað skal segja?? Eftir fyrri hálfleikinn varð maður fyrir þvílikum vonbrigðum og hafði enga trú á því að við myndum ná úrslitum en rosalega hafði ég rangt fyrir mér. Geggjaður karakter hjá strákunum í seinni hálfleik og maður er bara í sjokki!

Til fyrirmyndar strákar!!!

Takk fyrir samfylgdina í kvöld.
96. mín MARK!
Mikael Anderson (Ísland)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
HAHAHAHAHAHA YESSSS!!!!!!!!!!!!!!

Þórir Jóhann með sturlaða sendingu frá hægri inn á teig þar sem boltinn skoppar alla leið á fjærstöngina og þar er Mikael Neville Anderson mættur og klárar í opið markið!!

Djöfull var fallegt að sjá þetta!!!!
95. mín
Ekki náð að gera nóg á þessum mikla tíma sem við fengum í uppbótartíma
92. mín
Rétt.
90. mín
TAKK!

+7 frá Burgos dómara og jafnt í liðum!
89. mín
Jæja það varð ekkert úr þessu..
89. mín
Við eigum aukaspyrnu á hættulegum stað! Fyrirgjöf framundan!
85. mín
Þetta er áhugavert, Ismajli liggur í jörðinni og það er eins og hann hafi slitið aftan í læri því hann þarf að fara út af á börum

Albanir eru búnir með allar sínar skiptingar og núna er JAFNT í liðum takk fyrir pent, KOMA SVO!!!
84. mín
Þarna munaði litlu!

Mikael Egill nær að koma sér fram fyrir tvo varnarmenn Albaníu inn á teignum en hittir hreinlega ekki boltann...

Þarna var möguleiki!
81. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Hví ekki?
80. mín
Eftir prýðilegan síðari hálfleik hjá íslenska liðinu þá er farið að fjara aðeins undan þessu hjá okkur

Því miður erum við ekki búnir að fara vel með þau tækifæri sem við höfum fengið...
77. mín
Inn:Elseid Hysaj (Albanía) Út:Ermir Lenjani (Albanía)
Napoli legend
73. mín
Broja strax farinn að láta til sín taka! Keyrir inn á teig og á hættulega sendingu fyrir markið en Daníel Leó hreinsar í hornspyrnu...
69. mín
Inn:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
69. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
69. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
69. mín
Inn:Qazim Laci (Albanía) Út:Sokol Çikalleshi (Albanía)
69. mín
Inn:Armando Broja (Albanía) Út:Amir Abrashi (Albanía)
Leikmaður Chelsea kominn inn á.
68. mín
Abrashi með HÖRKU skot fyrir utan teig sem að Rúnar ver vel!
65. mín
Það er eitthvað sem segir mér að Sævar sé að tala um, tjaaa kannski Nökkva Þórisson?
61. mín
DAMN IT!!

Arnór leggur boltann á Birki Bjarnason, Birkir leggur boltan fyrir sig og á flott skot með vinstri í nærhornið en Strakosha ver þetta í hornspyrnu....
58. mín
Maður varla sér inn á völlinn fjær út af reyk. Albanir eðlilega búnir að kveikja í blysum
54. mín
Arnór!!

Alfreð með sendingu út til vinstri á Arnór Sig sem fer inn á völlinn og reynir gamla góða R1 + O (innanfótar skot í fjær) en skotið er laust og nálægt Strakosha í markinu!

Betra frá íslenska liðinu
53. mín
Ja hérna hér...

Föst fyrirgjöf með jörðinni frá vinstri inn á teig. Þar kemur Uzuni á ferðinni og tæklar boltan að marki en Rúnar Alex ver þetta vel

Smá heppni en samt vel varið
52. mín
Burgos stöðvar leikinn þar sem mennirnir í VAR herberginu eru að skoða mögulegt hendi-víti

Burgos segir bara áfram með leikinn. Takk kærlega fyrir það.
49. mín
Stutt búið af þeim síðari og Albanir strax byrjaðir að herja að okkar marki. Bajrami með skemmtilegt einstaklingsframtak og labbar framhjá þremur mönnum og á fyrirgjöf sem fer í varnarmann.

Þetta verða langar 45.
46. mín
Seinni farinn af stað áfram Ísland, koma svo!!
45. mín
Hálfleikur
Jæja 1-0 í hálfleik, nú er það bara halda markinu hreinu í seinni og nýta þessa fáu sénsa sem munu koma í seinni hálfleik.
45. mín
Vá!!

Þórir Jóhann reynir bara skotið úr fyrirgjafastöðu, Strakosha alls ekki tilbúinn en skotið fór í hliðarnetið!

Þetta var Þórir að reyna, Aurelio vs Chelsea
45. mín
Jæja eigum aukaspyrnu á góðum stað, koma svo!
45. mín Gult spjald: Arnar Þór Viðarsson (Ísland)
Stjórinn kominn með yellow fyrir kjaftbrúk
45. mín
+5 mínútur frá Burgos dómara
40. mín
Enn og aftur herja Albanir að okkar marki!

Albanir koma boltanum inn á teig, vinstra megin. Uzuni tekur virkilega vel á móti boltanum og á fast skot í fjærhornið en Rúnar Alex sem ver þetta ágætlega út í teiginn..

Vel varið.
35. mín MARK!
Ermir Lenjani (Albanía)
Stoðsending: Myrto Uzuni
Verðskuldað..

Uzuni sem hefur verið mjög góður með góða fyrirgjöf frá vinstri inn á teig þar sem að boltinn fer yfir Hörð Björgvin, þar er Lenjani mættur á fjær og á skalla sem Rúnar Alex ver upp í þaknetið og inn...

Set nokkur spurningamerki við varnarleik HBM þarna....
32. mín
Lenjani kemst að teig okkar Íslendinga og á fast skot í varnarmann og þaðan í hornspyrnu...
27. mín
Birkir!!!

Hornspyrna inn á teig sem skoppar skringilega til Birkis, Strakosha í markinu kemur á móti og blakar boltanum í hornspyrnu...
26. mín
Mjög skondið atvik, Ramadani ætlaði að reyna koma í veg fyrir að Ísland fengi hornspyrnu en í staðinn hreinsaði hann í hornspyrnu
25. mín
23. mín
Þarna munaði litlu...

Boltinn dettur til Uzuni í teignum sem á viðstöðulaust skot með hægri rétt framhjá markinu
19. mín
Hvað er að frétta í öftustu línu, menn virðast bara fá kvíðakast í hvert skipti sem boltinn kemur nálægt teignum eða inn á teiginn..

Nú var það Rúnar Alex og Gulli Victor í veseni
15. mín
Nú liggur Rúnar Alex niðri í jörðinni og lætur eins og hann sé meiddur aftan í læri

Spurning hvort þetta hafi verið skipun frá Arnari þjálfara til þess að fá sína leikmenn á hliðarlínuna og endurskipuleggja sig
13. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Jón Dagur Þorsteinsson spilar aðeins 13 mínútur í dag því miður..
10. mín Rautt spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Úffffff.......



Aron Einar ætlaði að reyna vera sniðugur aftast í vörninni og missir leikmann Albaníu fyrir framan sig og Aron einhvern veginn tekur hann bara niður rétt fyrir utan teig sem aftasti varnarmaður, albönsku stuðningsmennirnir fagna brotthvarfi Arons..

Klárlega hægt að réttlæta þetta
9. mín
Burgos dómari er að skoða þetta í VAR í þessum töluðu..
8. mín
Albanir vilja rautt spjald á Aron...

Er Aron Einar að fara af velli með rautt spjald?
6. mín
Ja hérna hér, Davíð Kristján fær algjöra NEGLU í andlitið, Burgos dómari stoppar leikin og í kjölfarið er brotið á JD og það verður svaka hiti við varamannaskýli Íslands

Leikurinn farinn aftur af stað.
5. mín
Vonum að Bondarinn hefur rétt fyrir sér.
2. mín
Albanir með fyrstu hornspyrnu leiksins en okkar menn gera vel og hreinsa frá.

Smá vandræðagangur á Aroni og Herði Björgvin..
1. mín
Leikur hafinn
Þessi leikur er farinn af stað

Áfram Ísland
Fyrir leik
Grátlega nálægt því..
Okkar drengir í U-21 voru nokkrum sentimetrum frá því að taka Tékkana í framlengingu og mögulega vinna svo leikinn og þar að leiðandi tryggja okkur á EM á næsta ári. Sýndum í þessum leik við vorum miklu miklu betra liðið og erum frábærir í fótbolta. Þið voruð geggjaðir.
Fyrir leik
Þeirra þekktasti á bekknum

Armando Broja líklega þekktasti leikmaður Albana er á bekknum í kvöld, hann var ekki í leikmannahópnum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Mjög svo áhugavert
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt

Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar á liðinu frá vináttulandsleiknum gegn Venesúela í síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson og Þórir Jóhann Helgason koma inn á miðjuna fyrir Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson.

Arnór Sigurðsson meiddist gegn Venesúela en hann er klár í slaginn fyrir þennan leik.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðið í kvöld

Ef undirritaður væri þjálfari íslenska landsliðsins væri þetta byrjunarlið kvöldsins.

Elías Rafn
Gulli - Hjörtur - Hörður - Davíð
Hákon - Þórir - Ísak B.
Arnór - Alfreð - Jón Dagur
Fyrir leik
Leikmaður til að fylgjast með

Í fyrri leik þessara liða á Laugardalsvelli var Armando Broja fjarrverandi vegna Covid-19 en hann mest líklega verður í fremstu víglínu þeirra albönsku í kvöld. Leikmaður Chelsea á Englandi sem bjó sér til nafn þegar hann var á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 6 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Spánverjar sjá um dómgæsluna og aðaldómarinn heitir Ricardo de Burgos.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl!

A landslið karla mætir Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildar UEFA. Ljóst er að Ísrael hafnar í efsta sæti riðilsins og leikur í A-deild Þjóðadeildarinnar næst þegar hún fer fram, og ekkert lið fellur úr riðlinum vegna ákvörðunar UEFA um að leikir Rússa skuli ekki leiknir.

Með því að enda í öðru sæti á Ísland möguleika á sæti í Þjóðadeildar-umspili fyrir lokakeppni EM 2024, komist íslenska liðið ekki í lokakeppnina með því að lenda í öðru af tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppninni.

Leikurinn fer sem fyrr segir fram á þriðjudag í höfuðborg Albaníu, Tirana, á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Albana.



Ísland og Albanía hafa mæst 8 sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið fjóra leiki, einu sinni hafa liðin skilið jöfn og þrisvar sinnum hefur Albanía fagnað sigri. Jafnteflið kom einmitt þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í júní á þessu ári.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
8. Birkir Bjarnason ('81)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('13)
10. Arnór Sigurðsson ('69)
11. Alfreð Finnbogason ('69)
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('69)
20. Þórir Jóhann Helgason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
6. Hjörtur Hermannsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
15. Aron Elís Þrándarson
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Daníel Leó Grétarsson ('13)
17. Hákon Arnar Haraldsson ('69)
18. Mikael Anderson ('69)
18. Mikael Egill Ellertsson ('69)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('81)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Arnar Þór Viðarsson ('45)

Rauð spjöld:
Aron Einar Gunnarsson ('10)