

Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar karla - Úrslitaleikur
Aðstæður: Skýjað og 10° annars ekkert hvasst
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 4381
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur)

















Kiddi tekur spyrnuna en drífur ekki yfir fyrsta mann.
Ãvar Orri búinn að dæma þetta óaðfinnanlega à Diadora takkaskóm.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 1, 2022
FH reynir að hreinsa en í staðin kemur boltinn bara beint til baka og setur Arnór í gegn.
Arnór tekur þá skotið en það er varið í horn.
Það kemur svo góður skalli úr hornspyrnunni en rétt framhjá.

Jóhann nær skallanum eftir fína spyrnu en Ingvar er vel á verði og ver.
Logi tekur spyrnuna, þeir taka þetta stutt og Logi fær aftur boltan.
Hann tekur skotið en það er varið og annað horn.
Spyrnan kemur inn í teig en Ingvar kemur út og grípur boltan.
Jahérna 🥵ðŸ‘🼠pic.twitter.com/H9lxOIIHcw
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) October 1, 2022

Pablo tekur spyrnuna en það er skallað frá.
Vikings stuðningsmaður að lenda à þvà að missa þetta à spól, kemur fyrir á bestu bæjum.
— Hrafnkell Freyr Ãgústsson (@hrafnkellfreyr) October 1, 2022
18 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Nikolaj kemur VÃkingum aftur yfir. Allt að gerast. FH 2 - VÃkingur 3. pic.twitter.com/p7VvAVwDT1
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022

Logi Tómasson kemur með frábæran bolta fyrir teig og Nikolaj setur boltan yfir Atla. Alveg hægt að setja spurningamerki við hann þarna.
STURLAÐUR BOLTI FRÁ LOGA!
Eftir allt saman er Ãstbjörn Þórðar bara kóngurinn KOMA SVOOOOOOOO
— SigurÄ‘ur GÃsli (@SigurdurGisli) October 1, 2022
Ja hérna! Endurtekið efni. FH ingar aftur fljótir að svara með jöfnunarmarki. Sjálfsmark. Það stefnir à framlengingu. pic.twitter.com/BxBSBvsZ9V
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
ÞVÍLÍKA DRAMATÍKIN MAÐUR LIFANDI!!
Venjulegum leiktíma er lokið og við erum á leiðinni í framlengingu!
Ótrúlegar senur hér á lokamínútunum!
Þetta bara gerðist
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) October 1, 2022
ÞESSI LEIKUR ðŸ˜ÂðŸ˜ÂðŸ˜Â
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) October 1, 2022

Ástbjörn nær með einhverri ótrúlegri harðfylgni að komast í boltann og reynir að setja boltan fyrir. Ingvar fer svo rosalega ill mað þetta og ýtir boltanum bara í eigið net.

Nikolaj Hansen kemur VÃkingum yfir á 89. mÃnútu. DramatÃk à Dalnum. pic.twitter.com/yome8LIjW9
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022

Stoðsending: Pablo Punyed
Logi kemur með sendingu fyrir frá vinstri kantinum og Pablo skallar boltan áfram.
Niko er svo réttur maður á réttum stað og þarf ekki að gera mikið þetta var svokallað tap in



Aftur er það Arnór sem kemur upp hægri kantinn en núna setur hann boltan fyrir þar sem Helgi er aleinn og yfirgefinn.
Skotið hans fer svo bara rétt framhjá.
Arnór keyrir upp hægri kantinn og reynir að fara framhjá Ólafi en hann nær að loka á hann.
Þá ætlar hann að láta Atla hafa boltan en það verður rosalegur misskilingur og Víkingar ná næstum að pota boltanum í markið.
Boltinn fer beint á kollinn á Kyle en hann skallar yfir.
Ennþá 1-1 en FH ingar voru stálheppnir þarna. pic.twitter.com/liZFTSlOnM
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Boltinn fer inn á teig en beint í hendurnar á Ingvar.
Boltinn fer inn á teig en það verður ekkert úr þessu.

Víkingar skalla frá en boltinn dettur fyrir Davíð sem tekur slakt skot framhjá markinu.
Henn setur svo boltan fyrir markið milla markmanns og varnarlínu en það kemst enginn í boltan.
Logi tekur hornspyrnu fyrir Víkinga sem fer beint á kollinnn á Kyle sem nær frábærum skalla.
Atla tekst alveg ótrúlega að verja boltan í stöngina og svo dettur boltinn laus fyrir framan markið en enginn Víkingur nær að koma boltanum yfir línuna.
à tilefni aÄ‘ bikarúrslitaleik VÃkings og FH finnst mér tilvaliÄ‘ aÄ‘ rifja upp lýsingu á endursýningu hjá @RikkiGje fyrir ekki svo löngu sÃÄ‘an #mjólkurbikarinn #classic #erlingur pic.twitter.com/JRVeNsTDaN
— Hrafnkell Helgason (@HrafnkellHelga7) October 1, 2022
FH fær aukspyrnu rétt frá hornfánanum þegar það er lítið eftir af hálfleiknum.
Björn Daníel tekur spyrnuna og skallin frá Ólafi fer rétt framhjá.
Hann setur svo stórhættulegan bolta inn á teig en það kemst enginn í boltan og hann lekur útaf í innkast.

Logi nær í þennan bolta en hittir hann ekki nógu vel á volleyinu og skýtur framhjá.
Þetta stóð ekki lengi, Oliver Heiðarsson jafnar metin fyrir FH! pic.twitter.com/iXN2M6u5xB
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022

FH með flotta sókn þar sem Oliver kemst í gegn frá hægri kantinum.
Hann tekur gott skot sem fer af Ingvari, í stöngina og inn.

Þeir sækja hratt upp hægri kantinn og Danijel setur boltan inn á teig þar sem Pablo er fyrstur í boltan.
Atli virðist ætla verja þetta en Ástbjörn rekur sig í boltan og setur hann í eigið net.
PABLO PUNYED kemur VÃÂÂkingum yfir á 26. mÃÂÂnútu, stemmingin er á Laugardalsvelli, það er ljóst! pic.twitter.com/EXyjDAFQx9
 RÚV ÃÂÂþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Pablo sýnir afhverju táin er betri en takkarnir þegar kemur að færum. #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) October 1, 2022
Langur bolti fram hjá Víkingum og þeir setja Pablo í gegn!
Pablo er þá einn gegn markmanni en hann hittir boltan alveg hrikalega illa líka og setur hann framhjá.
Oliver Heiðarsson fær boltan á hægri kantinum og kemur með frábæra fyrirgjöf beint á Davíð sem er aleinn inn í teig.
Davíð hittir boltan bara alveg hrikalega illa og skýtur framhjá.
Þeir spila boltanum á milli sín rétt fyrir utan teig og þetta enda á að Ari tekur skot sem fer rétt framhjá!
Ari keyrir upp hægri kantinn og kemur með góða fyrirgjöf í áttina að Erlingi en Gummi Kri nær að pota boltanum útaf í hornspyrnu.
Ekkert kom úr þeirri hornspyrnu
Við erum komin à loftið beint frá Laugardalsvelli. Framundan, bikarúrslitaleikur VÃkings og FH. pic.twitter.com/MsXkneP2OJ
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Eiður Smári þjálfari FH gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði 2-1 gegn Stjörnunni fyrir landsleikjahlé. Það eru reynsluboltarnir Steven Lennon og Kristinn Freyr Sigurðsson sem fá sér sæti á bekknum en Davíð Snær Jóhannsson og Úlfur Ágúst Björnsson sem koma inn í liðið.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við KR fyrir landsleikjahlé. Það er hann Helgi Guðjónsson sem fær sér sæti á bekknum en Birnir Snær Ingason kemur inn í hans stað.
Ívar Orri Kristjánsson fær heiðurinn að dæma þennan leik en honum til halds og trausts verða Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Frosti Viðar Gunnarsson er eftirlitsmaður og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er eftirlitsmaður.

Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður og sérfræðingur
Víkingur Reykjavík vinnur þennan leik 2-1, FH-ingar komast yfir og verða yfir eftir fyrri hálfleikinn en þetta 'know-how' sigur viðhorf er komið í Víkina verður til þess að þeir snúa þessu við. Arnar breytir einhverju í hálfleik og Víkingar Jafna á fyrsta korteri síðari hálfleiks og skora svo sigurmarkið á síðasta korteri leiksins.
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands
Síðast þegar ég spáði FH góðu gengi að þá fór það alveg þveröfugt ofan í þá. Það gæti því verið að ég sé nú þegar búinn að útrýma allri von sem þeir höfðu á því að geta orðið bikarmeistarar. En ég læt reyna aftur á þetta og spái því að FH verði bikarmeistarar eftir framlengdan leik og að liðið fari þar af leiðandi með smá sjálfstraust inn í massífa fallbaráttu sem er framundan.
Jasmín Erla Ingadóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar
Víkingar eru sigurstranglegri, þeir þekkja það að spila stóra leiki og gera það vel. Víkingar verða meira með boltann og með yfirhöndina meira minna allan leikinn. FH mun reyna beita skyndisóknum og nýta föst leikatriði. Ég held að Logi muni koma Víking á bragðið og þá er ekki aftur snúið. Leikurinn fer 3-1 fyrir Víkingi.
Jóhann Már Helgason, Chelsea maður og sérfræðingur Dr Football
Spái 3-1 sigri Víkinga. Viktor Örlygur, Helgi Guðjóns og Ari Sigurpáls með mörkin fyrir Vikes og Matti Villa fyrir FH.
Sverrir Mar Smárason, Ástríðan
Ég ætla að spá 2-0 fyrir Víking. Bæði mörkin í fyrri hálfleik. Viktor Örlygur og Luigi með mörkin.
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og U21 landsliðsins
Ég spái 3-1 sigri Víkinga, þeir komast í 2-0 en Máni og Vuk búa til eitt mark fyrir FH-inga upp úr engu og síðan skorar Helgi Guðjóns undir lokin eftir að hafa komið inn á, að sjálfsögðu.
Í 32 liða úrslitum fóru Víkingar í heimsókn til Hauka þar sem þeir unnu 7-0. Víkingur hélt áfram að valta yfir neðri deilar lið þar sem þeir unnu Selfoss 6-0 í 16 liða úrslitunum. Það var Reykjavíkur slagur í 8 liða úrslitum þar sem Víkingur vann 5-3 gegn KR.
Í undanúrslitunum mættust efstu tvö liðin í deildinni og var búist við hörku slag. En Víkingur fór nokkuð létt með Breiðablik og unnu 3-0. Erlingur Agnarsson skoraði 2 og Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði 1.

Erlingur Agnarsson
FH hóf keppni í 32 liða úrslitum gegn Kára þar sem þeir unnu 3-0 á heimavelli. Þar á eftir drógu þeir ÍR í 16 liða úrslitum og unnu sannfærandi 6-1 í fyrsta sigurleik núverandi þjálfara liðsins Eiðs Smára. Í 8 liða úrslitum mættu Hafnfirðingar Kórdrengjum þar sem þeir unnu 4-2.
Undanúrslitaleikurinn var hádramatískur þar sem FH mætti KA. KA var yfir 1-0 þegar 70 mínútur voru búnar af leiknum. Þá fékk leikmaður KA Bryan Van Den Boaert rautt spjald og FH tókst að jafna 4 mínútum seinna. Svo á 94. mínútu skoraði Davíð Snær Jóhannsson sigurmarkið sem hefur skilað FH í þennan leik.

Davíð Snær hetja FH í undanúrslitunum.














