Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
2
0
Valur
Lasse Petry '29
Hallgrímur Mar Steingrímsson '32 1-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '40 2-0
29.10.2022  -  13:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: -1° og lítill vindur - Góðar aðstæður fyrir fótbolta.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 478 manns
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m) ('46)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('78)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson ('90)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert ('63)
29. Jakob Snær Árnason ('63)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('63)
21. Mikael Breki Þórðarson ('90)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('46) ('78)
27. Þorri Mar Þórisson ('63)
28. Gaber Dobrovoljc
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Bryan Van Den Bogaert ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar flautar til lok leiks hér á Greifavellinum. KA menn enda tímabilið vel með 2-0 sigri en Valsmenn fara ósáttir heim.

Leikmenn KA fá hér silfur medalíur fyrir að klára tímabilið í 2. sæti Bestu deildarinnar
90. mín
Inn:Mikael Breki Þórðarson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur.
90. mín
Ágúst sækir upp hægri kantinn en er of lengi að athafna sig og missir boltann.
88. mín
KA með hraða sókn upp vinstri vængin en fyrirgjöfin fer yfir markið.
85. mín
KA með flotta sókn upp vinstri kantinn. Hallgrímur gefur fyrir en skotið frá Steinþór er varið.
83. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Birkir með glórulausa tæklingu á Þorra og fær gult spjald fyrir. Það hefði ekki komið á óvart ef spjaldið hefði verið rautt.
78. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
78. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
75. mín
Elfar með skemmtilega takta rétt fyrir innan vítateig Valsmanna en skotið er laflaust og Schram ver.
74. mín
Valsmenn með tvær hornspyrnur á eftir hvorri annari en KA menn verjast vel.
73. mín
Valsmenn með aukaspyrnu frá miðju sem þeir gefa inn á teiginn og vinna þeir hornspyrnu úr því.
71. mín
KA menn með annað horn sem Valsmenn skalla burt, KA ná þó frákastinu og gefa fyrir en Schram tekst að grípa boltann.
68. mín
Þorri geysist upp vintri kantinn en er of lengi að athafna sig og missir boltann út af.
66. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
64. mín
Þorri er ekki lengi að blanda sér í leikinn og á skot af löngu færi sem Schram ver auðveldlega.
63. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Bryan Van Den Bogaert (KA)
63. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
62. mín
Það er mjög rólegt yfir leiknum. KA hefur farið aðeins betur af stað hér í seinni hálfleik en hafa ekki náð að skapa sér alvöru færi.
56. mín
KA með fínan bolta inn á teig sem Hallgrímur skalla fyrir markið en Valsmenn koma honum burt.
54. mín
KA með fínt spil upp vinstri kantinn og vinna horn.

Valsmenn verjast horninu auðveldlega.
52. mín
KA með hornspyrnu. Þeir senda boltann fastan með jörðinni inn í teiginn en Valsmenn koma honum í burtu.
50. mín
Liðin skiptast aðeins á að halda í boltann hér í byrjun seinni hálfleiks
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn í gang
46. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Kristijan Jajalo (KA)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. KA menn leiða 2-0 í leikhlé og hafa verið betra liðið í dag þrátt fyrir nokkrar sóknar Valsmanna
45. mín
+2

Hallgrímur í leit að þrennunni með skot í átt að marki en Valsmenn komast fyrir það
45. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur
43. mín
Bryan brýtur aftur af sér en hann er nú þegar á gulu, hann þarf að passa sig
40. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
Hallgrímur með frábært skot rétt fyrir utan teig sem rétt eins og vítið fer þéttingsfast niðri í vinstra hornið

Bræðurnir áttu frábært þríhyrningsspil í uppbyggingunni
38. mín
KA að þessu sinni að sækja upp vinstri kantinn og kemur Hallgrímur góðu skoti á mark sem Schram ver
36. mín
Valur með hornspyrnu en þeir brjóta á Jajalo eftir að hann greip boltann
32. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur skorar!!!

Hann setur vítið þéttingsfast niðri í vinstra hornið, óverjandi fyrir Schram og KA leiða 1-0
29. mín Rautt spjald: Lasse Petry (Valur)
KA vinnur boltann úr markspyrnu Vals og spilar sig framhjá markmanninum. Skotið ver síðan Lasse með hendinni og KA fær víti
27. mín Gult spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
Gult spjald á Bryan eftir vonda tæklingu á miðjunni
26. mín
Ekkert verður úr horninu
26. mín
KA með langan bolta upp hægri vænginn sem Daníel tekur frábærlega á móti en hann er tæklaður og KA fær horn
23. mín
KA menn með enn aðra sóknarlotuna upp hægrikantinn. Í þetta skiptið gefa þeir fyrir og nær Elfar að skalla boltann á Jakob Snæ sem á skot á markið sem Schram ver
20. mín
KA menn leysa síðan vel úr horninu og róa leikinn aðeins
19. mín
Valsmenn í skyndisókn og Ágúst nær lúmsku skoti sem Jajalo ver rétt framhjá
18. mín
Valsmenn með góðan bolta fyrir sem Arnór Smárason nær til en Jajalo ver
16. mín
KA aftur með gott spil upp hægri kantinn en í þetta skiptið gefur Daníel góðan bolta fyrir sem Schram nær til
15. mín
KA með ágætt spil á hægri kantinum en Jakob Snær er gripinn í landhelgi
13. mín
KA með háan bolta inn á teig en Jakob Snær hittir boltann illa og skotið fer framhjá
12. mín
Skallinn úr hornspyrnunni fer rétt yfir
11. mín
KA menn sækja hér upp vintri kantinn og gefa fyrir og vinna hornspyrnu úr því
8. mín
Jakob Snær sækja upp hægri vænginn og gefur fyrir en fyrirgjöfin er innarlega og Frederik Schram gríppur boltann
6. mín
Valsmenn vinna boltann ofarlega á vellinum og eru fjórir á tvo en þeir fara illa með færið og það rennur út í sandinn
5. mín
Valsmenn halda ágætlega í boltann hér í byrjun leiks
2. mín
Valsmenn vinna boltann á miðjunni og sækja hratt. Eiga skot í átt að marki fyrir utan teig en það rúllar framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, þetta fer alveg að hefjast!
Fyrir leik
Spilar sinn fyrsta meistaraflokksleik
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Stjörnunni. Daníel Hafsteinsson kemur inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Mikael Breki Þórðarson, sem fæddur er árið 2007 og lék sinn fyrsta deildarleik í síðustu umferð, er á bekknum.

Ólafur Jóhannesson, í sínum lokaleik sem þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Breiðabliki. Sebastian Hedlund tekur út leikbann og inn í liðið koma þeir Hólmar Örn Eyjólfsson, Lasse Petry, Ólafur Flóki Stephensen og Arnór Smárason. Aron Jóhannsson, Rasmus Christiansen og Guðmundur Andri Tryggvason taka sér sæti á bekknum. Ólafur Flóki er fæddur árið 2004 og er að fara spila sinn fyrsta meistaraflokksleik.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
KA á þrjá leikmenn í liði ársins 2022 en það var opinberað fyrir viku síðan. Auk þess er KA með einn fulltrúa á bekknum og Valur á einnig fulltrúa meðal varamanna.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarinn í dag er Gunnar Oddur Hafliðason og honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Gunnar er ungur dómari sem mun dæma sinn fyrsta heila leik í Bestu deild karla

Eftirlitsmaður er Þóroddur Hjaltalín og er Birgir Þór Þrastarson varadómari.


Fyrir leik
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Valsmönnum og með aðeins einn sigur í síðustu fjórum sitja þeir í 5. sæti með 35 stig. Þeir munu efalaust vilja enda tímabilið á sigri.


Fyrir leik


Með sigri hér í dag gulltryggja KA menn sér 2. sætið og væri það besti árangur þeirra síðan þeir urðu Íslandsmeistarar í Hörpudeild árið 1989.

Á myndinni sést hluti sigurliðsins 1989

Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin á leik KA gegn Val í lokaumferð í efri hluta Bestu deildarinnar.

Flautað verður til leiks kl 13:00 á Greifavellinum á Akureyri.

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('66)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
5. Birkir Heimisson
8. Arnór Smárason ('78)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
18. Lasse Petry
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
26. Ólafur Flóki Stephensen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Aron Jóhannsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('78)
13. Rasmus Christiansen ('66)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
23. Arnór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('83)

Rauð spjöld:
Lasse Petry ('29)