

Al Bayt
Undanúrslit HM
Dómari: César Ramos (Mexíkó)






Takk fyrir samfylgdina í gegnum þessa textalýsingu!
Var að fatta að ástæðan fyrir því að ég held aldrei með Frökkum er sú að þeir eru bara svo ógeðslega góðir í fótbolta.
— Hallgrímur ólafsson (Halli Melló) (@hallgrimurolafs) December 14, 2022
A winning goal made in Bondy!
— John Bennett (@JohnBennettBBC) December 14, 2022
Kylian Mbappe who set up the second goal… and Randal Kolo Muani who scored it… are both from the same town/commune in the northeastern suburbs of Paris.
It’s amazing how much talent the suburbs of the French capital produces.
Tek ofan fyrir mínum mönnum, Marokko.
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) December 14, 2022
Þvílíkt hjarta hjá þessum Atlantic ljónum. Lið mótsins! #fotboltinet
Frakkar með kennslustund í því hvernig á að leiða leiki. Lítið með boltann í seinni hálfleik en mark og fleiri skot. Það seinna reyndar auðvelt því Marokkó hefur ekki átt tilraun sem hittir á mark.
— Jón Kaldal (@jonkaldal) December 14, 2022
Mikil virðing þó á Afríkumennina. Verið frábærir!

Stoðsending: Kylian Mbappe
Kolo Muani leikmaður Eintracht Frankfurt.
Frakkar komnir í 2-0 með marki frá Randal Kolo Muani á 80.mínútu pic.twitter.com/UT376qFHJ6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022




I can’t explain it but France winning the World Cup would just feel like Manchester City winning the Premier League again.
— Rebekka (@rebekkarnold) December 14, 2022
Mbappe heldur leik áfram eftir aðhlynninguna áðan.

Þess má geta að Marokkó var 55% með boltann í fyrri hálfleik.

Nokkur umræða er orðin á samfélagsmiðlum um að þetta brot Sofiane Boufal á 27.mínútu - hvað finnst þér, ætti Marokkó að fá vítaspyrnu þarna? pic.twitter.com/uPd8QO9p0c
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022
Hugo Lloris ???? couple of exceptional saves and coming through traffic to deal with Moroccan corners. Morocco lost two defenders, lost a goal, could have had a pen, and giving absolutely everything, leaving two up at French corners, great to watch. 1-0 #FRA h-t. #FRAMAR
— Henry Winter (@henrywinter) December 14, 2022
Hættulegasta færi Marokkó í þessum leik kemur eftir hjólhestaspyrnu frá Jawad El Yamiq rétt fyrir lok fyrri hálfleiks pic.twitter.com/TzEfCxmUrj
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022
Skylduskorunarfæri fyrir leikmann eins og Giroud!
Stórsókn hjá Frökkum pic.twitter.com/rp03ew789O
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022

Mér sýnist á öllu að Guinnessarnir renni hratt og ljúft niður á Ölveri yfir leiknum. Sendum okkar bestu kveðjur þangað.

Heldur betur stórt skarð hoggið í varnarlínuna hjá Marokkó.
80% - 4 of France's last 5 World Cup semi-final goals were scored by defenders (2x Thuram v Croatia in 1998, Umtiti v Belgium in 2018, T. Hernandez v Morocco tonight). Tradition. #FRAMAR pic.twitter.com/n7MGmX6grV
— OptaJean (@OptaJean) December 14, 2022
Giroud nærri því að skora annað mark Frakka en skot hans fer í stöngina pic.twitter.com/XgTL3xN4lL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022
Saiss lítur alls ekki út fyrir að ganga heill til skógar.

Fær félagsskap frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, á leiknum í kvöld.

Í fyrsta sinn á mótinu sem Marokkó lendir undir!
MARK - Frakkland kemst yfir með marki frá Theo Hernandez á 6.mínútu pic.twitter.com/9w9tulxkLQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022
Achraf Dari byrjar í vörninni.
ÞETTA ER AÐ BYRJA!

Sofyan Amrabat. Hefur verið magnaður á miðju liðsins og veitt vörninni öflugt skjól. Amrabat er 26 ára leikmaður Fiorentina, hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool og Tottenham.

En var fljótur að mæta og athuga hvort það væri ekki í lagi með manninn!

„Það er ofboðslega mikill missir af Rabiot fyrir Frakkana. Leikur Frakka gengur út á það að Mbappe fái sína frjálsu rullu. Rabiot hefur farið í hans stöðu varnarlega og leyst hana mjög vel, hann hefur verið að loka svæðum. Ég held að missirinn sé gríðarlega mikill." segir Adda, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, í HM stofu RÚV.
Les Bleus à ????'????????????????????????????????????????????????? ?????
— Equipe de France ?? (@equipedefrance) December 14, 2022
???????????????? | #FRAMAR | #FiersdetreBleus pic.twitter.com/Whsg3YOX6X
Moroccans everywhere. #FRAMAR #FIFAWorldCup pic.twitter.com/9EsvPZTzg9
— Henry Winter (@henrywinter) December 14, 2022

Mikil stemning er búin að myndast á Al Bayt vellinum fyrir leikinn en Julien Laurens, sérfræðingur um franskan fótbolta hjá BBC segir að það sé eins og Marokkó sé gestgjafinn miðað við stemninguna hjá þeim.
„Stuðningsmenn Marokkó hafa búið til magnað andrúmsloft, það er eins og þeir hafi skipulagt leikinn og eru gestgjafarnir. Frönsku leikmennirnir eru vanir brjáluðum stuðningsmönnum andstæðingana, þetta er ekkert nýtt," skrifar Laurens á BBC.

Undanúrslitin verða gerð upp í hlaðvarpsþættinum HM hringborðið í kvöld. Undirritaður og Sæbjörn Steinke verða í hljóðverinu með tvo góða gesti:
Davíð Snorra Jónasson þjálfara U21 landsliðs Íslands sem hefur verið sérfræðingur okkar á mótinu og svo Óðinn Svan Óðinsson frétta- og íþróttafréttamann RÚV.
Tveir Leiknismenn og tveir Þórsarar. Góð blanda.
Jawad El Yamiq (Valladolid) heldur sæti sínu sem þýðir að Marokkó er að öllum líkindum að fara í fimm manna vörn. Yahya Attiat-Allah og Selim Amallah fara á bekkinn.
Olivier Giroud, Antoine Griezmann og Kylian Mbappe eru allir á sínum stað í byrjunarliðinu.

?????????? ??????? ?????? ???? ????? ?????
— Équipe du Maroc (@EnMaroc) December 14, 2022
Atlas Lions Line-up for the Semi-Finals against France ????????#DimaMaghrib ???????? #TeamMorocco #FIFAWorldCup @pumafootball pic.twitter.com/WvUZLP83Cd
Við erum að undirbúa okkur undir leik dagsins - sjáum brot af því besta með Kylian Mbappé fram að þessu á HM pic.twitter.com/VqtuY61LgO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022

Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus, er samkvæmt fréttum of veikur til að vera í leikmannahópi Frakklands gegn Marokkó í undanúrslitum HM í kvöld.
Flensa hefur hreiðrað um sig í franska hópnum og Rabiot verið veikur ásamt Dayot Upamecano.
L’Equipe segir að þeir tveir séu ekki nægilega ferskir til að vera í byrjunarliði Frakklands í kvöld og Rabiot verði upp á hótelherbergi að hvílast.
Búist er við því að Youssouf Fofana komi inn fyrir Rabiot og Ibrahima Konate inn í byrjunarliðið fyrir Upamecano.



See you soon my Friend ?????????? @KMbappe
— Achraf Hakimi (@AchrafHakimi) December 10, 2022

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakklands, segir að hann og Harry Kane, sóknarmaður Englands, hafi skipst á skilaboðum eftir að Frakkland vann viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn.
„Við áttum í smá samskiptum eftir leikinn, það var ekki auðvelt að finna orðin. Hann þurfti tíma til að hvílast. Það er erfiður tími fyrir enska landsliðið og fyrir Harry en ég tel að hann geti verið stoltur af því sem hann hefur gert fyrir þjóð sína," segir Lloris.
Lloris og Kane eru samherjar hjá Tottenham en Kane skaut yfir úr vítaspyrnu á laugardag, þegar hann hefði getað jafnað 2-2.
„Í fótboltasögunni hafa margir toppleikmenn klúðrað vítaspyrnum á ferlinum; Lionel Messi, Cristiano Ronaldo... en ég er ekki í vafa um að Harry mun bera höfuðið hátt og hjálpa Tottenham og landsliðinu að skína."
Lloris um leikinn gegn Marokkó:
„Marokkó hefur lagt Belgíu, Spán og Portúgal og vann virkilega erfiðan riðil. Það segir manni að þetta er gæðalið sem verður erfiður andstæðingur," segir Lloris.
„Stuðningsmenn þeirra verða með læti en við erum undirbúnir fyrir allt. Við þurfum að sýna að við erum tilbúnir að hækka rána, við þurfum að eiga toppleik. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bæði lið að komast í úrslitaleikinn. Þó Marokkómenn hafa þegar notið mikillar velgengni þá vilja þeir ekki stoppa núna, trúið mér."

Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, um Antoine Griezmann:
„Hann hefur átt virkilega gott mót og þarf að halda uppteknum hætti í þessum leik. Hann spilar öðruvísi hlutverk á þessu móti og það hentar honum mjög vel. Hann er með hættulegan vinstri fót og skapar tækifæri fyrir aðra. Hann hugsar alltaf fyrst og fremst um liðið. Hann leggur mikið á sig en hann hefur verið elítuleikmaður núna í tíu ár. Hann hefur átt erfiða tíma eins og allir leikmenn en er andlega sterkur. Eins og allir góðir leikmenn þá spilar hann best gegn góðum liðum."


„Við viljum komast í úrslitaleikinn. Við erum ekki saddir þó við séum fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslitin. Við viljum fara lengra. Við mætum besta liði heims en erum einbeittir á það sem við viljum afreka," segir Walid Regragui, þjálfari Marokkó.
„Þegar þú ert með ástríðu, þrá og einbeitingu ásamt því að vera með stuðningsmennina þér við hlið þá getur þú afrekað allt. Við trúum því að við getum orðið heimsmeistarar."
„Við komum með 20 þúsund stuðningsmenn, þetta eru rosalegir stuðningsmenn, þeir bestu í heiminum. Við kynnum þá fyrir heimsbyggðinni."
Regragui er með tvöfalt ríkisfang en hann fæddist einmitt í Frakklandi.
„Já ég fæddist í Frakklandi. Ég er virkilega stoltur af því. En það er sama hver mótherjinn er, við viljum komast í úrslitaleikinn. Það er áskorun að mæta besta liði heims en það skiptir ekki máli hver mótherjinn er þegar við spilum fyrir Marokkó, við erum Marokkó."


Byrjunarlið Frakklands er sjálfvalið, það eru engin vandræði í leikmannahópi Didier Deschamps. Theo Hernandez hefur staðið sig vel í vinstri bakverðinum eftir að bróðir hans Lucas Hernandez meiddist gegn Ástralíu í fyrsta leik.
Olivier Giroud, markahæsti leikmaður Frakklands í sögunni, getur orðið elsti leikmaður sögunnar sem nær að skora fimm mörk á einu heimsmeistaramóti.
Hjá Marokkó er sóknarmaðurinn Walid Cheddira í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul með stuttu millibili gegn Portúgal. Þessi 24 ára leikmaður hefði líklega ekki verið í byrjunarliðinu hvort sem er.
Það eru meiðsli í varnarlínunni sem eru mesta áhyggjuefni Marokkó. Nayef Aguerd, leikmaður West Ham, missti af sigrinum gegn Portúgal í 8-liða úrslitum vegna meiðsla en Marokkó þarf á honum að halda í kvöld eftir að Roman Saiss fyrirliði var borinn af velli vegna meiðsla aftan í læri í siðasta leik.
Aguerd og Saiss eru báðir tæpir fyrir leikinn en Saiss hefur sagt að hann muni gera allt sem hann getur til að spila. Bakvörðurinn Noussair Mazraoui sem er hjá Bayern München missti af síðasta leik en hann ku vera klár í slaginn á ný.
Hakim Ziyech verður væntanlega á sínum stað í byrjunarliðinu þó hann hafi þurft að fara af velli gegn Portúgal.
Líklegt byrjunarlið Frakklands:
Lloris; Kounde, Varane, Upamecano, T. Hernandez; Tchouameni, Rabiot; Dembele, Griezmann, Mbappe; Giroud
Líklegt byrjunarlið Marokkó:
Bono; Hakimi, El Yamiq, Aguerd, Mazraoui; Ounahi, Amrabat, Amallah; Ziyech, En-Nesyri, Boufal

Mexíkóski dómarinn César Ramos mun dæma leik Frakklands og Marokkó. Ramos hefur komið að mörgum leikjum á þessu móti en hann dæmdi meðal annars leik Marokkó og Belgíu í riðlakeppninni er Marokkó vann óvæntan sigur. Þá var hann á flautunni í leik Danmerkur og Túnis og svo leik Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum.

Marokkó er fyrsta Afríkuþjóðin sem kemst í lokakeppni HM. Öflugur varnarleikur hefur verið lykillinn að árangri liðsins. Á leið sinni í undanúrslitin hefur liðið lagt Belga, Spánverja og Portúgala. Heldur ævintýrið áfram eða er nú komið að leiðarlokum?

Youssef En-Nesyri stökk 2,8 metra frá jörðinni þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Portúgal

Frakkland vann 2-1 sigur gegn Englandi í 8-liða úrslitum, þar sem Olivier Giroud skoraði sigumarkið. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, talaði um að heppnin hafi verið með sínum mönnum í liði. Frakkland er mun sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik í kvöld. Þessi lið hafa fimm sinnum mæst í sögunni, Frakkar unnið þrjá leiki, eitt jafntefli og einn marokkóskur sigur.

Al Bayt leikvangurinn er hannaður eftir tjöldum innfæddra á Arabíuskaganum og tekur hann 60 þúsund áhorfendur. Sjö af átta leikvöngum HM voru sérstaklega byggðir fyrir mótið og Al Bayt er einn af þeim.










