Estadio Algarve
fimmtudagur 12. janúar 2023  kl. 18:00
Vináttulandsleikur
Dómari: Luís Godinho (Portúgal)
Svíþjóð 2 - 1 Ísland
0-0 Sveinn Aron Guðjohnsen ('30, misnotað víti)
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('30)
1-1 Elias Andersson ('85)
2-1 Jacob Ondrejka ('94)
Byrjunarlið:
23. Jacob Widell Zetterström (m) ('46)
2. Joe Mendes
4. Edvin Kurtulus (f)
6. Elias Andersson
7. Jacob Ondrejka
10. Joel Asoro ('84)
13. Gustaf Lagerbielke
14. Victor Edvardsen ('63)
17. Carl Gustafsson ('63)
18. Sebastian Nanasi ('79)
24. Armin Gigovic ('77)

Varamenn:
1. Leopold Wahlstedt (m) ('46)
12. Oliver Dovin (m)
3. Hjalmar Ekdal
5. Noah Persson
8. Bilal Hussein ('63)
9. Christoffer Nyman
11. Samuel Gustafson ('77)
16. Hugo Larsson
19. Omar Faraj ('63)
20. Moustafa Zeidan ('84)
21. Victor Eriksson
22. André Boman
25. Alexander Bernhardsson
26. Yasin Ayari ('79)

Liðstjórn:
Janne Andersson (Þ)

Gul spjöld:
Gustaf Lagerbielke ('29)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
95. mín Leik lokið!
Svekkjandi
Ísland klárlega með betri frammistöðu en gegn Eistum en Svíar áttu öflugan lokakafla og tryggðu sér sigurinn. Leikur Íslands riðlaðist aðeins þegar allar skiptingarnar fóru að detta inn. En úrslitin ekki verðskulduð.
Eyða Breyta
94. mín MARK! Jacob Ondrejka (Svíþjóð)
Flautumark frá Svíum í kjölfarið á hornspyrnu
Lagerbielke með með skalla sem Hákon ver en heldur ekki boltanum og Ondrejka sem hefur verið besti leikmaður Svía í leiknum skorar af stuttu færi.
Eyða Breyta
94. mín
Vá, Svíar nálægt því að skora sigurmark. Hákon ver vel
Skot sem breytti um stefnu og virtist vera að fara í boga inn í markið en Hákon nær að slá boltann yfir. Vel varið.
Eyða Breyta
93. mín
Kristall Máni með sendingu fyrir markið en Svíar koma boltanum frá.
Eyða Breyta
91. mín
Jacob Ondrejka sleppur í gegn en Hákon bjargar með flottu úthlaupi. Þreytan farin að segja til sín.

4 mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín
Er sigurmark í kortunum?
Eyða Breyta
87. mín
Danijel Djuric með skot en sænskur leikmaður kemst fyrir skotið.
Eyða Breyta
86. mín
Sóknarþungi Svía hafði aukist talsvert áður en þeir náðu inn jöfnunarmarkinu.
Eyða Breyta
85. mín MARK! Elias Andersson (Svíþjóð)
Ok, þetta var geggjað mark. Beint úr aukaspyrnu.
Frábær spyrna, Hákon átti ekki möguleika í þetta.
Eyða Breyta
84. mín Moustafa Zeidan (Svíþjóð) Joel Asoro (Svíþjóð)

Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Ísland)
Svíar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Rétt fyrir utan D-bogann.
Eyða Breyta
83. mín
Samuel Gustafson í flottu tækifæri en stýrir boltanum framhjá!
Eyða Breyta
81. mín Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland) Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Markaskorari Íslands tekinn af velli.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Ísland)
Missti manninn frá sér og braut á honum.
Eyða Breyta
81. mín
Davíð og Höskuldur flottir
Bakverðirnir okkar verið góðir í kvöld; Höskuldur og Davíð Kristján í stuði.
Eyða Breyta
80. mín
Joe Mendes með fyrirgjöf sem Davíð Kristján kemst fyrir. Svíþjóð fær horn.
Eyða Breyta
79. mín Yasin Ayari (Svíþjóð) Sebastian Nanasi (Svíþjóð)

Eyða Breyta
78. mín
Júlli Magg fékk hörkufæri!
Hitti boltann ekki nægilega vel og skaut yfir markið.
Eyða Breyta
77. mín Samuel Gustafson (Svíþjóð) Armin Gigovic (Svíþjóð)

Eyða Breyta
77. mín
Danijel Djuric, sá afskaplega skemmtilegi leikmaður, að koma líflegur inn af bekknum. Krækir í aukaspyrnu.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Ísland)

Eyða Breyta
70. mín Viktor Örlygur Andrason (Ísland) Aron Bjarnason (Ísland)
Aron Bjarna lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Eyða Breyta
70. mín Danijel Dejan Djuric (Ísland) Aron Sigurðarson (Ísland)

Eyða Breyta
70. mín Kristall Máni Ingason (Ísland) Sævar Atli Magnússon (Ísland)
Sævar virkilega öflugur í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik.
Eyða Breyta
69. mín
Dagur Dan með hættulega stungusendingu á Aron Bjarnason en varnarmaður Svía nær að verjast. Dagur Dan að mínu mati okkar besti leikmaður gegn Eistum og er að eiga annan flottan leik.
Eyða Breyta
67. mín
Þjóðin stendur þétt á bak við ykkur!


Eyða Breyta
66. mín
„Baráttan er mikil, gæðin kannski minni" segir Höddi Magg.
Eyða Breyta
65. mín
Íslendingar ógnandi, Aron Bjarnason með skot í varnarmann. Í þessari hættulegu sókn var svo sannarlega möguleiki að bæta við marki.
Eyða Breyta
63. mín Omar Faraj (Svíþjóð) Carl Gustafsson (Svíþjóð)

Eyða Breyta
63. mín Bilal Hussein (Svíþjóð) Victor Edvardsen (Svíþjóð)

Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Bjarni Mark Duffield (Ísland)

Eyða Breyta
62. mín
Damir Muminovic með skot yfir markið.
Eyða Breyta
60. mín Bjarni Mark Duffield (Ísland) Róbert Orri Þorkelsson (Ísland)

Eyða Breyta
60. mín Hákon Rafn Valdimarsson (Ísland) Frederik Schram (Ísland)
Markvarðaskipti
Frederik átti virkilega flottan leik.
Eyða Breyta
59. mín
Fyrri hálfleikur var skemmtilegur áhorfs en lítið markvert gerst í seinni hálfleik. Hingað til.
Eyða Breyta
58. mín
Sævar Atli vinnusamur að vanda og fær dæmda á sig aukaspyrnu.
Eyða Breyta
55. mín
Vel gert Frederik
Frederik Schram svo sannarlega verið vel á tánum í marki Íslands. Hættuleg sókn Svía en Frederik fljótur að koma út og hirða boltann áður en Asoro nær til hans.
Eyða Breyta
54. mín
Ísland kemur boltanum í markið
Neeeeiii, Ísland nær að koma boltanum í markið, Sævar Atli skorar, en dæmd er aukaspyrna á Svein Aron. Dómarinn telur Svein hafa brotið á Leopold markverði sem missti boltann. Þetta var rosalega lítið.
Eyða Breyta
52. mín
Aron Sigurðarson tekur á rás en Ondrejka brýtur á honum.
Eyða Breyta
50. mín
Róbert Orri í vandræðum, kærulaus, og Victor Edvardsen tekur skot af löngu færi en Frederik Schram nær að verja.
Eyða Breyta
47. mín
Jacob Ondrejka að ógna en virkilega vel gert hjá Höskuldi sem kastar sér fyrir sendingu hans og kemur í veg fyrir að Svíar nái að skapa sér dauðafæri.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Svíar með einu breytinguna í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Leopold Wahlstedt (Svíþjóð) Jacob Widell Zetterström (Svíþjóð)
Markvarðarskipti hjá Svíum. Skipting sem var ákveðin fyrir leikinn og tilkynnt í gær.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín
Tölfræði úr fyrri hálfleik
Skottilraunir: 4-6
Skot á rammann: 1-5
Brot: 5-5
Gul spjöld: 1-0
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flottur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Forystan verðskulduð og það er kraftur í liðinu.
Eyða Breyta
42. mín
Svíar nálægt marki
Jacob Ondrejka, tvítugur leikmaður Elfsborg, með öflugt skot fyrir utan teig. Naumlega framhjá.
Eyða Breyta
40. mín
Fyrirgjöf Svía sem Damir skallar í lúkurnar á Frederik Schram.
Eyða Breyta
36. mín
Zetterström markvörður Djurgarden verið flottur

Eyða Breyta
34. mín
Þetta hefur verið ansi gott hjá íslenska liðinu í þessum leik og forystan verðskulduð. Mun betra en gegn Eistum. Þurfum samt að fara að nýta tækifærin okkar betur.
Eyða Breyta
33. mín
Ísland hefur fengið þrjár vítaspyrnur í þessu verkefni, bara skorað úr einni af þeim en Sveinn Aron náði að hirða frákastið.
Eyða Breyta
30. mín MARK! Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
ÍSLAND KEMST YFIR! Slök vítaspyrna frá Sveini en markvörður Svía heldur ekki boltanum, Sveinn Aron hirðir frákastið og skorar!


Eyða Breyta
30. mín Misnotað víti Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)

Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Gustaf Lagerbielke (Svíþjóð)

Eyða Breyta
29. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!!!
Hendi, víti! Ísland fær alltaf víti! Sævar Atli með skot sem er varið með tilþrifum í þverslána en í kjölfarið á Damir skot en boltinn fer í hendina á leikmanni sænska liðsins.
Eyða Breyta
28. mín
DAGUR DAN EINN Í TEIGNUM Í DAUÐAFÆRI!
Ísland nálægt því að komast yfir! Zetterström ver skalla frá Degi Dan af stuttu færi, Dagur var einn og óvaldaður í teignum. Öflug fyrirgjöf frá vinstri. Davíð Kristján með fyrirgjöfina sem var alveg upp á 10.
Eyða Breyta
27. mín

Eyða Breyta
24. mín
Besta færi leiksins til þessa!
Sebastian Nanasi gerir frábærlega, fer framhjá Höskuldi og Damir og komst í besta færi leiksins. Virkilega vel gert hjá Frederik Schram sem kemur út á móti, lokar og ver tilraun Nanasi!
Eyða Breyta
23. mín
Höskuldur með fasta og góða fyrirgjöf! Zetterström markvörður nær að verja marktilraun frá eigin leikmanni, boltinn hrökk af Andersson. Hornspyrnur Íslands að skapa hættu.
Eyða Breyta
22. mín
Ísland fær hornspyrnu. Aron Bjarna með fína fyrirgjöf frá hægri en Andersson hreinsar í horn.
Eyða Breyta
21. mín
Hættuleg sókn Svía. Gott spil milli Asoro og Ondrejka en Frederik Schram mætir úr markinu og nær að komast fyrir.
Eyða Breyta
20. mín
Virkilega góð útfærsla á hornspynu Íslands! Höskuldur sendi boltann út og skottilraun sem dempast af varnarmanni Svía og Zetterström nær svo að verja.
Eyða Breyta
19. mín
Boltinn hrekkur á Aron Bjarnason en Lagerbielke mætir á vettvang og hreinsar í horn.
Eyða Breyta
18. mín
Spá fyrir handboltalandsleikinn
Meðan leikurinn í Portúgal er frekar rólegur þá er um að gera að spá í spilin fyrir handboltalandsleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Ég spái sigri með fimm marka mun, nokkuð öruggt. Við erum að fara að fljúga auðveldlega upp úr þessum riðli.
Eyða Breyta
16. mín
Frederik Schram kýlir boltann vel frá eftir hornspyrnuna.
Eyða Breyta
16. mín
Ondrejka með flotta tilraun
Ondrejka með skot sem fer í höfuð Róberts Orra og yfir í hornspyrnu.
Eyða Breyta
15. mín
Armin Gigovic of seinn og brýtur á Damir. Gigovic stálheppinn að fá ekki gult spjald.
Eyða Breyta
14. mín
Svíar ná góðu spili við vítateig Íslands en Róbert Orri nær svo að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
11. mín
Joel Asoro sýnir lipur tilþrif, reynir fyrirgjöf sem skýst af varnarmanni og aftur í Asoro og afturfyrir.
Eyða Breyta
9. mín
Sævar gerir mjög vel
Sævar Atli gerir virkilega vel, vinnur boltann rétt fyrir utan vítateig Svíþjóðar og veður inn í teiginn. Gefur á Aron Sigurðarson sem á skot sem breytir um stefnu af varnarmanni og fer afturfyrir.

Spurning hvort Sævar hefði ekki átt að skjóta sjálfur þarna!
Eyða Breyta
8. mín
Svíar með fyrirgjöf sem Damir hreinsar í burtu.
Eyða Breyta
7. mín
#Fotboltinet


Eyða Breyta
6. mín
Dagur Dan átti góða pressu á Zetterström markvörð og kom honum í vandræði. Þá átti Davíð Kristján fína fyrirgjöf í teiginn en Svíarnir náðu að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
3. mín
Ondrejka með skot úr teignum en Róbert Orri nær að vera fyrir skotinu. Fyrsta marktilraun leiksins.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Svíar áttu upphafssparkið
Ísland spilar 4-3-3 í kvöld, lék 4-4-2 með tígulmiðju gegn Eistum. Svíþjóð er í 4-4-2 af gamla skólanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Magnús Agnar umboðsmaður er á vellinum


Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið að spila þjóðsöngvana, byrjað á þeim íslenska.
Eyða Breyta
Fyrir leik
67-5 í landsleikjum í byrjunarliðinu
Það er mikil leikreynsla í íslenska liðinu miðað við það sænska. Samtals fimm leikir að bakinu hjá sænska liðinu en 67 hjá íslenska liðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hörður Magnússon segir í útsendingu Viaplay að Hákon Rafn markvörður sé ekki alveg heill heilsu, er að glíma við magasýkingu. Hann hefði annars mögulega byrjað lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Portúgalinn Luís Godinho dæmir leikinn


Eyða Breyta
Fyrir leik
Svona leggur Arnar Viðars línurnar


Eyða Breyta
Fyrir leik
Sjö breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik
Inn koma: Frederik Schram, Höskuldur, Davíð Kristján, Júlli Magg, Sævar Atli, Aron Bjarna og Sveinn Aron.

Út fara: Patrik, Valgeir Lunddal og Kristall Máni auk þeirra fjögurra sem eru búnir að yfirgefa hópinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Höskuldur fyrirliði - Fyrsti leikur Arons Bjarna


Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með fyrirliðabandið og Aron Bjarnason leikmaður Sirius í Svíþjóð er meðal byrjunarliðsmanna en hann leikur sinn fyrsta landsleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Svona byrjar Ísland

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands fer að detta inn...

Eyða Breyta
Fyrir leik
Vonandi heilsteyptari frammistaða í dag
Fyrri hálfleikurinn gegn Eistum var hreinlega ekki góður en Ísland náði upp betri spilamennsku í seinni hálfleik. Frammistaðan í heildina var ekkert sérstök gegn þessu úrvalsliði eistnesku deildarinnar.

Vonandi verður frammistaðan heilsteyptari í dag og vonandi fer liðið betur að ráði sínu þegar það kemst í hættulegar stöður. Íslandi hefur gengið illa í markaskorun síðustu mánuði.

Hér er smá innlit á æfingu Íslands í gær þar sem hljóðnemi var tengdur við Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara:

Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikvangur þar sem Svíþjóð féll úr leik á EM


Leikurinn fer fram á Estadio Algarve sem er 30 þúsund manna leikvangur sem var upphaflega byggður fyrir EM 2004. Þrír leikir á EM fóru fram á vellinum, þar á meðal leikur Svía og Hollendinga í 8-liða úrslitum sem endaði 0-0. Hollendingar unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Svíþjóð spilar 4-4-2

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ungir og óreyndir
Sænski hópurinn er nær eingöngu skipaður leikmönnum úr sænsku deildinni og með unga leikmenn með litla sem enga landsliðsreynslu. Eftir æfingu í gær opinberaði Janne Andersson þjálfari byrjunarlið sitt.

Svíþjóð spilaði gegn Finnlandi í vikunni og vann þá 2-0 sigur en átta af ellefu leikmönnum í byrjunarliðinu voru að spila sinn fyrsta landsleik.

Edvin Kurtulus, 22 ára varnarmaður Hammarby, verður með fyrirliðabandið en hann er landsleikjahæsti leikmaður Svía í byrjunarliðinu gegn Íslandi, með aðeins tvo landsleiki.Jacob Widell Zetterström, markvörður Djurgarden, byrjar í marki sænska liðsins en Oliver Dovin hjá Hammarby verður í markinu í seinni hálfleiknum. Báðir leika sinn fyrsta landsleik.

Byrjunarlið Svíþjóðar (4-4-2):: 23 Jacob Widell Zetterström – 2 Joe Mendes, 4 Edvin Kurtulus (f), 13 Gustaf Lagerbielke, 6 Elias Andersson – 7 Jacob Ondrejka, 24 Armin Gigovic, 17 Carl Gustafsson, 18 Sebastian Nanasi – 10 Joel Asoro, 14 Victor Edvardsen .
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markverðirnir klárir í slaginn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Annar leikur Íslands í Portúgal
Fellur þessi leikur eitthvað í skuggann á leik handboltalandsliðsins í kvöld? Má vera!

Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik á Estadio Algarve í Portúgal kl. 18:00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Viaplay.

Um er að ræða seinni leikinn af tveimur sem íslenska liðið leikur í verkefninu, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli við Eistland. Verkefnið er utan FIFA-glugga eins og fram hefur komið, og því kemur bróðurpartur leikmanna í íslenska hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Fjórir leikmenn hafa yfirgefið íslenska hópinn eftir fyrri leikinn - Guðlaugur Victor Pálsson meiddist gegn Eistlandi og getur ekki verið með gegn Svíum, og fyrirfram var ákveðið að þeir Arnór Ingvi Traustason, Nökkvi Þeyr Þórisson og Andri Lucas Guðjohnsen myndu bara spila fyrri leikinn.

A landslið karla hefur mætt Svíum alls 17 sinnum og hafa síðustu tvær viðureignirnar einmitt verið í janúarverkefnum.

Markverðir
Frederik Schram – 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – 3 leikir

Aðrir leikmenn
Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
Aron Sigurðarson – 7 leikir, 2 mörk
Bjarni Mark Antonsson - 2 leikir, 0 mörk
Dagur Dan Þórhallsson – 3 leikir, 0 mörk
Damir Muminovic – 5 leikir, 0 mörk
Danijel Dejan Djuric – 2 leikir, 0 mörk
Davið Kristján Ólafsson – 12 leikir, 0 mörk
Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
Ísak Snær Þorvaldsson – 3 leikir, 0 mörk
Júlíus Magnússon – 4 leikir, 0 mörk
Kristall Máni Ingason – 3 leikir, 0 mörk
Róbert Orri Þorkelsson – 3 leikir, 0 mörk
Sævar Atli Magnússon - 1 leikur, 0 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – 18 leikir, 1 mark
Valgeir Lunddal Friðriksson – 5 leikir, 0 mörk
Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m) ('60)
3. Davíð Kristján Ólafsson
5. Júlíus Magnússon
6. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('81)
10. Sævar Atli Magnússon ('70)
15. Róbert Orri Þorkelsson ('60)
16. Dagur Dan Þórhallsson
17. Aron Sigurðarson ('70)
18. Aron Bjarnason ('70)

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Hákon Rafn Valdimarsson (m) ('60)
2. Valgeir Lunddal Friðriksson
8. Viktor Örlygur Andrason ('70)
11. Kristall Máni Ingason ('70)
14. Bjarni Mark Duffield ('60)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('81)

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Bjarni Mark Duffield ('62)
Júlíus Magnússon ('75)
Damir Muminovic ('81)
Viktor Örlygur Andrason ('84)

Rauð spjöld: