Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 26. júlí 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Man City gerir tilboð í Olmo - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Powerade
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Augu beinast að Adeyemi.
Augu beinast að Adeyemi.
Mynd: Getty Images
Það er 21 dagur í að enska úrvalsdeildin fari af stað. Hér er slúðurpakki dagsins. Njótið helgarinnar!

Manchester City hefur gert tilboð í spænska miðjumanninn Dani Olmo (26) hjá RB Leipzig. (Foot Mercato)

Barcelona er líka að elta Olmo og hefur boðið 40 milljónir punda sem fyrsta tilboð, upphæð sem myndi dreifast á fjórar greiðslur, auk 20 milljóna punda í árangurstengdar greiðslur. (Mundo Deportivo)

Leipzig hefur hins vegar hafnað tilboði Barcelona í Olmo þar sem það er langt undir væntingum þeirra. (Sky Sports Þýskalandi)

Enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite (22) ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Everton nema þeir geti jafnað 160 þúsund pundin á viku sem Manchester United hafði boðið. (Mail)

Enski varnarmaðurinn Aaron Wan-Bissaka (26) hjá Manchester United hefur ekki áhuga á að fara til West Ham og vill helst fara til Inter á Ítalíu í sumar. (Talksport)

Manchester United hefur kannað möguleika á að skipta á Wan-Bissaka og hollenska varnarmanninum Denzel Dumfries hjá Inter (28). (Mail)

Áætlanir Brentford um að selja Ivan Toney (28) til Tottenham eða West Ham gætu breyst eftir að varamaður hans, Igor Yhiago (23), meiddist á undirbúningstímabilinu. (Sun)

Crystal Palace hefur í grundvallaratriðum náð samkomulagi um 13 milljóna punda kaup á senegalska kantmanninum Ismaila Sarr (26) frá Marseille. (Athletic)

Arsenal hefur hafið viðræður við Paris St-Germain um spænska miðjumanninn Fabian Ruiz (28). Arsenal þyrfti að losa leikmann áður en félagið fengi hann. (Football Transfers)

Aston Villa fylgist með þýska kantmanninum Karim Adeyemi (22) hjá Borussia Dortmund en hann hefur einnig vakið áhuga Juventus og Chelsea. (Mail)

Jesper Lindström (24) kantmaður Napoli og Danmerkur hefur lokið læknisskoðun hjá Everton. (Fabrizio Romano)

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga (29) hjá Chelsea gæti farið aftur til Real Madrid, í skiptum fyrir Andriy Lunin (25). (AS)

West Ham hefur lagt fram 30 milljóna punda tilboð í kólumbíska framherjann Jhon Duran (20) og boðið enska miðjumanninn Lewis Orford (18) til Aston Villa í skiptum. (Athletic)

Nottingham Forest hefur hafnað tilboði West Ham í velska bakvörðinn Neco Williams (23). (HITC)

Liverpool hefur verið sagt að þeir þurfi að leggja fram 50 milljóna punda tilboð til að fá brasilíska varnarmanninn Bremer (27) frá Juventus. (Football Insider)

Chelsea er nálægt því að kaupa varnarmanninn Guela Doue (21) frá Rennes fyrir 7,6 milljónir punda. (Sky Ítalíu)

Paris St-Germain er að ganga frá samningi um Joao Neves (19), portúgalska miðjumanninn Benfica. (Fabrizio Romano),

Miguel Almiron (30) kantmaður Paragvæ er langt kominn í viðræður um að yfirgefa Newcastle United og fara til Sádi-Arabíu. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner