Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ísland
2
0
Skotland
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir '50 1-0
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir '51 2-0
15.02.2023  -  14:00
Pinatar Arena
Landslið kvenna - Pinatar Cup
Aðstæður: 15 gráður og léttskýjað
Dómari: Marta Frías Acedo (Spánn)
Maður leiksins: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('78)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('81)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('64)
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('64)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64)
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('64)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir ('64)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('81)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64)
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('64)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('78)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Ásta Árnadóttir
Ari Már Fritzson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flaut, flaut, flaaaaauuuuut Íslenskur sigur! Gleðiefni! Vonandi verður Pinata bikarinn okkar í ár. Næsti leikur á laugardagskvöld.
93. mín
Gunnhildur Yrsa lenti í samstuði við Howard, báðar þurfa aðhlynningu.
91. mín
Þremur mínútum var bætt við. Uppbótartíminn er í gangi.
90. mín
Guðný Árnadóttir þarf aðhlynningu. Vonandi er þetta eitthvað smávægilegt.
90. mín
Olla hirðir fyrirsagnirnar Leikurinn að klárast. Skotland miklu betra liðið í fyrri hálfleik en fór illa með marktækifærin. Olla skoraði svo tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik og hirti fyrirsagnirnar.
89. mín
Rachel Corsie með skot framhjá.
84. mín
Abi Harrison með hættulega fyrirgjöf en enginn skoskur leikmaður nær að komast í boltann.
81. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
79. mín
Minnum á hina tvo leiki Íslands á þessu æfingamóti, Guðmundur Aðalsteinn verður á tökkunum á laugardagskvöld og textalýsir þeim leik.

Leikir Íslands:
18. febrúar kl. 19:30 Ísland - Wales
21. febrúar kl. 19:30 Ísland - Filippseyjar
78. mín
Karólína Lea með skot yfir úr aukaspyrnunni.
78. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland) Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
77. mín
Alexandra með skot sem fer í hendi varnarmanns rétt fyrir utan teiginn. Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
75. mín
Lauren Davidson með skot framhjá.
72. mín
Berglind Björg með skot sem er varið. Lee Gibson varði með fótunum.
71. mín
Sveindís Jane með skot yfir. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni.
70. mín
Þessi tvö íslensku mörk hafa slegið lýsendur BBC Alba út af laginu. Ekki alveg í sama stuði og þeir voru í fyrri hálfleiknum.
68. mín
Martha Thomas með skot framhjá.
67. mín
Inn:Kirsty Smith (Skotland) Út:Fiona Brown (Skotland)
66. mín
Skotland með fyrirgjöf sem Glódís skallar frá.
64. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland)
Nei vonbrigði! Olla fær ekki að reyna við þrennuna.
64. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Ísland) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
64. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland)
64. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Karólína mætt aftur til leiks eftir meiðslin.

62. mín
Abi Harrison kemst í dauðafæri, fer framhjá Söndru en endar í mjög þröngu færi. Stoppar aðeins og tekur svo skotið en Sandra er mætt og nær að verja.
60. mín
Skotland með skalla framhjá.
60. mín
Skoski þjálfarinn ekki sáttur og gerir þrefalda skiptingu.
58. mín
Inn:Abi Harrison (Skotland) Út:Claure Emslie (Skotland)
58. mín
Inn:Martha Thomas (Skotland) Út:Brogan Hay (Skotland)
58. mín
Inn:Christie Murray (Skotland) Út:Caroline Weir (Skotland)
Munið nafnið!


54. mín
Skoska liðinu heldur betur refsað fyrir að nýta ekki færin í fyrri hálfleik. Alvöru byrjun hjá íslenska liðinu á seinni hálfleiknum!
54. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Togar í skoska treyju.
51. mín MARK!
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
ÞVÍLÍK BYRJUN Á SEINNI HÁLFLEIK!!!! ROSALEGA VEL KLÁRAÐ!

Amanda leggur boltann út á Ollu sem klárar með hreint frábæru skoti úr teignum!

50. mín MARK!
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
SKORAR Í SÍNUM FYRSTA LANDSLEIK!!! Agla María með sendingu á Ollu sem á skot, boltinn breytir um stefnu af varnarmanni og það truflar Gibson í skoska markinu!

Mark í fyrsta leik!

49. mín
Sveindís kemur sér inn í teiginn en varnarmaður Skotlands nær boltanum af henni og kemur hættunni í burtu. Fín byrjun hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik.
47. mín
Sveindís reynir langt innkast en vindurinn grípur boltann og hann fer afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Íslenska liðið er með vindinn í bakið í seinni hálfleik, blæs aðeins á Spáni í dag.
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Skotar mun betri en staðan markalaus Skoska liðið hundsvekkt að vera ekki yfir í þessum leik, hefur fengið nokkur upplögð marktækifæri. Vonandi nær Ísland að halda boltanum betur í seinni hálfleik og ógna marki Skota meira.
45. mín
Erin Cuthbert með skot sem fer í varnarmann Íslands. Skoska liðið kallar eftir hendi - víti en ekkert dæmt.
44. mín
Amanda með skot framhjá Loksins færi hjá Íslandi! Amanda Andradóttir með skot rétt fyrir utan víteiginn en framhjá! Þéttingsfast meðfram grasinu.
42. mín
Skotland skýtur yfir Claure Emslie með skot sem hittir ekki rammann.
41. mín
Flaggið á loft. Rangstaða á skoska liðið.
40. mín
Leikurinn kominn aftur í gang og Ísland náði að koma boltanum inn í vítateig Skotlands en skoska liðið kemur boltanum frá.
37. mín
Leikurinn stopp því leikmaður Skotlands liggur eftir á vellinum, eftir baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur á miðjum vellinum.
34. mín
Enn eitt dauðafærið fer forgörðum hjá Skotlandi Ingibjörg Sigurðardóttir tapaði boltanum á hræðilegum stað, Carolina Weir kemst í gott færi en Sandra ver vel. Boltinn berst á Brogan Hay sem er í dauðafæri en skýtur framhjá.

Með ólíkindum að Skotland hafi ekki skorað í þessum leik.
31. mín
Agla María Albertsdóttir fær boltann á vinstri kantinum en hittir hann afleitlega og hann fer afturfyrir. Íslenska liðið lítið sem ekkert að ná að gera sóknarlega.
28. mín
Erin Cuthbert með skot framhjá. Við getum þakkað fyrir að skoska liðið er að fara illa með tækifærin sín.
26. mín
Kirsty Hanson með skalla framhjá. Skotland heldur áfram að ógna íslenska markinu.
25. mín
Kirsty Hanson með máttlítið skot sem Sandra ver auðveldlega. Skoska liðið hefur verið mun sterkari aðilinn síðan ég skrifaði að það væri jafnræði með liðunum.
23. mín
Aftur dauðafæri! Skotland hefur fengið þrjú kjörin marktækifæri á stuttum kafla. Nú fékk Rachel Corsie dauðafæri en lélegt skot hennar fer framhjá. Skoska liðið á að vera komið yfir í þessum leik.
22. mín
SKOTLAND MEÐ SKALLA Í STÖNG Sophie Howard skallar í stöngina. Skoska liðið mjög ógnandi núna.
21. mín
Skotland fær dauðafæri Langbesta færi leiksins til þessa. Claure Emslie skýtur framhjá, ein í teignum. Fékk boltann frá Caroline Weir.
19. mín
Mikið jafnræði með liðunum.
18. mín
Liðsmynd sem var tekin fyrir leik
17. mín
Sveindís Jane á hægri vængnum og reynir að koma sér framhjá varnarmanni en það tekst ekki.
16. mín
Skotland með hornspyrnu, Carolina Weir reyndi hreinlega að skjóta úr horninu en boltinn lenti ofan á þaknetinu.
13. mín
Það eru um 20-30 áhorfendur mættir á leikinn, skoski fáninn sjáanlegur í stúkunni en sé ekki í þann íslenska.
Steinke sér vankanta í upphafi leiks
8. mín
Caroline Weir með stungusendingu sem er of föst, Sandra handsamar boltann.
7. mín
Amanda Andradóttir að taka skot í teignum þegar hún rennur á grasinu, skotið verður á endanum máttlítið og Gibson ver auðveldlega.

3. mín
Claure Emslie virtist vinna hornspyrnu fyrir Skotland en dæmd var markspyrna.
1. mín
Leikurinn er hafinn Íslenska liðið er í hvítu treyjunum í dag.
Fyrir leik
Liðsheild
Fyrir leik
Glódís fyrirliði Glódís Perla Viggósdóttir er með fyrirliðabandið, er nýr aðalfyrirliði Íslands. Þetta er fyrsti landsleikurinn eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir lagði skóna á hilluna.

Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Skotlands
Fyrir leik
Olla Sigga byrjar sinn fyrsta landsleik

"Það var frábær tilfinning. Ég er mjög stolt, ánægð og þakklát líka að sjá nafnið mitt þarna. Ég get ekki sagt að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, en þetta kom kannski smá á óvart," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, í samtali við Fótbolta.net eftir að hún var valin í landsliðshópinn.

Olla, sem er 19 ára gömul er eini nýliðinn í hópnum og spilar sinn fysta landsleik í dag. Hún byrjar leikinn.

Hún segist hafa stefnt lengi á það að komast í A-landsliðið. "Já, það hefur alltaf verið markmiðið frá því ég var lítil og draumur. Upp á síðkastið hefur þetta verið markmiðið."

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Fyrir leik
Þetta verður fyrsta viðureign liðanna síðan á Pinatar æfingamótinu 2020 þegar Skotland vann 1-0 sigur, Abbi Grant skoraði eina markið.
Fyrir leik
Þorsteinn Halldórs eftir æfingu í gær
Fyrir leik
Spánverji stýrir Skotlandi

Það er Spánverji með stjórnartaumana hjá Skotlandi, Pedro Martínez Losa heitir maðurinn og hefur lyft bikurum með kvennaliðum Rayo Vallecano og Arsenal.

Skotland er í 25. sæti heimslistans, Ísland er í 16. sæti.
Fyrir leik
Karólína Lea hæstánægð með að vera mætt aftur í landsliðið
Fyrir leik
Landsliðshópurinn Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 108 leikir, 8 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 49 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 22 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 22 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk
Diljá Ýr Zomers - Häcken - 1 leikur
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 20 leikir, 3 mörk
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - PSG - 69 leikir, 12 mörk
Fyrir leik
Leikið er á Pinatar Arena sem tekur 3 þúsund áhorfendur í sæti
Fyrir leik
Kvennalandsliðið á Spáni
Kvennalandsliðið er mætt til Spánar þar sem liðið tekur þátt í Pinatar Cup æfingamótinu. Ísland mætir Skotlandi, Wales og Filippseyjum og er fyrsti leikurinn í dag, þriðjudag, gegn Skotlandi.

Tveir nýliðar eru í íslenska hópnum, þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Diljá Ýr Zomers, en Diljá á einn A landsleik að baki sem var með U23 liðinu en var skráður A landsleikur.

Öllum leikjum Íslands verður streymt beint á KSÍ TV.

Leikir Íslands:

15. febrúar kl. 14:00 Ísland - Skotland
18. febrúar kl. 19:30 Ísland - Wales
21. febrúar kl. 19:30 Ísland - Filippseyjar
Byrjunarlið:
1. Lee Gibson (m)
2. Nicola Docherty
4. Rachel Corsie
5. Sophie Howard
7. Fiona Brown ('67)
8. Sam Kerr
9. Caroline Weir ('58)
10. Kirsty Hanson
18. Claure Emslie ('58)
22. Erin Cuthbert
25. Brogan Hay ('58)

Varamenn:
12. Jenna Fife (m)
21. Eartha Cumings (m)
3. Emma Mukandi
6. Kelly Clark
11. Lisa Evans
13. Jamie-Lee Napier
14. Chloe Arthur
16. Christie Murray ('58)
17. Abi Harrison ('58)
19. Lauren Davidson
20. Martha Thomas ('58)
23. Christy Grimshaw
24. Kirsty Smith ('67)

Liðsstjórn:
Pedro Martínez Losa (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: