Pinatar Arena
þriðjudagur 21. febrúar 2023  kl. 19:30
Landslið kvenna - Pinatar Cup
Aðstæður: Flottar þrettán gráður og flóðlýsing.
Dómari: Zuzana Valentová (Slóvakía)
Áhorfendur: Amanda Andradóttir
Maður leiksins: Fámennt en mjög góðmennt.
Filippseyjar 0 - 5 Ísland
0-1 Amanda Jacobsen Andradóttir ('20)
0-2 Amanda Jacobsen Andradóttir ('51)
0-3 Selma Sól Magnúsdóttir ('71)
0-4 Hlín Eiríksdóttir ('80)
0-5 Alexandra Jóhannsdóttir ('93)
Byrjunarlið:
23. Olivia Alexandra McDaniel (m)
2. Malea Louise Cesar
3. Dominique Jaylin Randle ('56)
4. Jaclyn Katrina Sawicki ('67)
5. Hali Moriah Long
6. Tahnai Lauren Annis (f) ('56)
8. Sarina Siabel Bolden
13. Ma. Meryll Krysteen Serrano ('56)
15. Carleigh Bennett Frilles ('56)
20. Quezada Quinley Mirielle ('77)
24. Maya Taylor Alcantara

Varamenn:
1. Inna Kristianne Palacios (m)
22. Kiara Fabiola Fontanilla (m)
7. Kathleen Camille Rodriguez
9. Isabella Victoria Flanigan ('56)
10. Reina Gabriela Bonta
11. Anicka Chabeli Castaneda ('77)
12. Kaya Tanada Hawkinson ('67)
14. Sara Kristine Eggesvik
16. Sofia Nicole Harrison ('56)
17. Alicia Balicoco Barker
18. Jessika Rebecca Cowart ('56)
19. Eva Silva Madarang ('56)

Liðstjórn:
Alen Stajcic (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín Leik lokið!
Leik lýkur með fimm marka sigri Íslands. Ísland vinnur mótið, endar með sjö stig úr leikjunum þremur.
Eyða Breyta
93. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland), Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Kremið á kökuna!
Flott spil úti hægra megin, Gunnhildur kemur með fyrirgjöfina og Alexandra skallar af stuttu færi í gegnum klofið á Oliviu.

Fjórða landsliðsmark Alexöndru.
Eyða Breyta
92. mín
Þá að sjálfsögðu ver Olivia eitt stykki skot. Diljá í fínu færi, kemur sér í það af harðfylgi, en skotið beint á Oliviu.
Eyða Breyta
91. mín
Frammistaðan heilt yfir verið góð, nóg af sköpuðum færum en á köflum full klaufalega farið með þau. Olivia hefur ekki varið mikið og klikkin úr upplögðu færunum eru yfir eða framhjá. Vörnin hefur haldið vel og bakverðirnir tekið virkan þátt í sóknarleiknum. Fínasta jafnvægi á miðjunni og vonandi vísir að því sem koma skal. Andstæðingurinn þó eins og áður segir talsvert slakari en íslenska liðið.
Eyða Breyta
90. mín
Hörkuséns núna inná vítateig Filippseyja en Sveindís nær aftur ekki að senda boltann til hliðar á samherja, núna fyrir aftan Diljá.
Eyða Breyta
85. mín
Sveindís í góðri stöðu inná teignum en nær ekki að finna samherja. Ísland á hornspyrnu.

Selma með boltann fyrir en Filippseyingar ná að hreinsa.
Eyða Breyta
84. mín
Aukaspyrna við vítateig Íslands, fast skot framhjá veggnum en Telma er vel staðsett og heldur þessum bolta.
Eyða Breyta
81. mín
Alveg mjög mikill gæðamunur á þessum liðum í dag.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Ísland), Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Fjórða markið!
Mjög slæmur varnarleikur hjá Filippseyingum, Karólína er vel á verði og sleppur í gegn, rennir boltanum til hliðar og finnur Hlín sem getur ekkert annað en skorað.

Fjórða landsliðsmark hennar.
Eyða Breyta
79. mín
Sveindís með tilraun en þessi fer framhjá marki Filippseyinga.
Eyða Breyta
77. mín Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland)

Eyða Breyta
77. mín Anicka Chabeli Castaneda (Filippseyjar) Quezada Quinley Mirielle (Filippseyjar)

Eyða Breyta
77. mín
Skot tilraun inná íslenska teignum en þær Ingibjörg og Selma verjast vel og koma í veg fyrir skot á mark.
Eyða Breyta
75. mín
Aukaspyrna inná teig Filippseyinga en boltinn rétt yfir kollinn á íslenskum leikmönnum.
Eyða Breyta
74. mín
Er ekki alveg viss, en held að Dagný hafi verið sú sem átti skot sem fyrir utan teig sem fór framhjá. Um að gera að láta vaða samt.
Eyða Breyta
71. mín MARK! Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland), Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Þriðja markið!
Selma Sól skorar sitt fjórða landsliðsmark!

Þríhyrningsspil við Karólínu fyrir utan teig og svo þéttingsfast skot niður í vinstra markhornið, skotið rétt við D-bogann. Snyrtilegt! Hún var greinilega að stilla miðið áðan.
Eyða Breyta
70. mín
Amanda nálægt því að gera eitthvað úr þessari fyrirgjöf en eftir að hafa gert vel þá missti hún boltann aftur fyrir.
Eyða Breyta
67. mín Kaya Tanada Hawkinson (Filippseyjar) Jaclyn Katrina Sawicki (Filippseyjar)

Eyða Breyta
67. mín
Fyrsta hornspyrna Filippseyinga í leiknum. Telma handsamar lausan bolta og í kjölfarið er dæmd rangstaða.
Eyða Breyta
65. mín
Selma reynir skot fyrir utan teig en það fer langt framhjá, hittir boltann ekki almennilega.
Eyða Breyta
62. mín Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Hlín á hægri kantinn og Selma á miðjuna.
Eyða Breyta
62. mín Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Agla María Albertsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
57. mín
Skot af löngu færi sem Telma ver og heldur auðveldlega.
Eyða Breyta
56. mín Eva Silva Madarang (Filippseyjar) Ma. Meryll Krysteen Serrano (Filippseyjar)
Eitt stykki fjórföld breyting.
Eyða Breyta
56. mín Jessika Rebecca Cowart (Filippseyjar) Tahnai Lauren Annis (f) (Filippseyjar)

Eyða Breyta
56. mín Sofia Nicole Harrison (Filippseyjar) Dominique Jaylin Randle (Filippseyjar)

Eyða Breyta
56. mín Isabella Victoria Flanigan (Filippseyjar) Carleigh Bennett Frilles (Filippseyjar)

Eyða Breyta
55. mín
Annað hörkufæri!
Amanda með flotta fyrirgjöf en aftur gerir Agla María ekki nægilega vel í færinu!
Eyða Breyta
54. mín
Diljá með laust skot framhjá eftir sendingu frá Dagnýju, fínasta sókn.

Í kjölfarið var hálf færi hinu megin, tilraun fyrir utan teig en skotið vel framhjá.
Eyða Breyta
53. mín
Dauðafæri!
Agla María í frábæru færi, góð sending frá Elísu en skotið frá Öglu Maríu er bara alls ekki nógu gott!
Eyða Breyta
53. mín
Sarina, sýndist mér, sér að Telma er framarlega í markinu og reynir skot yfir hana. Skotið fer framhjá.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Aftur skorar Amanda!
Það var laglegt! Við skorum bara tvennur á þessu móti, fyrst Ólöf Sigríður í fyrsta leik og svo núna Amanda.

Brotið á Öglu Maríu sem er fljót að koma auga á Amöndu í hlaupinu, tekur aukaspyrnuna hratt og finnur Amöndu. Amanda tekur einn varnarmann á og á svo skot sem Olivia í markinu ræður ekki við.


Vel gert hjá Öglu Maríu í aðdragandanum
Eyða Breyta
49. mín
Stórhætta
Dagný var fyrst nálægt því að koma sér í skotstöðu við teiginn. Svo byggði Ísland upp aðra sókn og Diljá nær að komast í boltann á undan markverði Filippseyja. Diljá á fyrirgjöf en ég sá ekki hvort að Agla María komst í boltann - hann var allavega skallaður til hliðar en ekki í opið markið.

Í kjölfarið var dæmt brot.
Eyða Breyta
48. mín
Agla María reynir að finna Dagnýju í hlaupinu inn á teignum en fyrirgjöfin er of innarlega.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Elísa fer aftur í vinstri bakvörðinn og Gunnhildur í þann hægri, veit ekki hvort að Áslaug Munda hafi meiðst.

Diljá er komin upp á topp, Amanda á vinstri vænginn og Karólína í holuna.
Eyða Breyta
46. mín Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
46. mín Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
45+2

Hálfleikur á Pinatar Arena.

Íslenska liðið verið talsvert öflugra aðilinn og hefði getað verið búið að skora fleiri mörk.
Eyða Breyta
45. mín
Skógarhlaup!
45+1

Olivia í marki Filippseyinga í allskonar brasi, kemur út fyrir teiginn, fær pressu frá Öglu Maríu og á sendingu í samherja. Boltinn hrekkur fyrir Amöndu sem reynir skot en boltinn fer framhjá markinu! Olivia var ekki komin til baka í markið og eðlilegt að reyna skot.
Eyða Breyta
45. mín
45+1

Í kjölfarið eiga Filippseingar svo tilraun úr teignum en skotið fer framhjá.
Eyða Breyta
45. mín
Mér sýndist þetta vera Mirielle sem átti skot fyrir utan teig en Arna Sif komst fyrir þetta skot, ekki fyrsta skotið sem hún stoppar á ferlinum.
Eyða Breyta
42. mín
Elísa með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Þessi bolti var fastur og þarf leikmaður Filippseyinga smá tíma til að jafna sig.

Áslaug Munda reyndi svo skot eftir stutta hornspyrnu en varnarmaður komst fyrir.
Eyða Breyta
41. mín
Fyrsta skotið sem Telma þarf að verja og það gerir hún. Frekar laust skot fyrir utan teig en Telma handsamar boltann og er 100% örugg með þetta allt saman.
Eyða Breyta
39. mín
Mér líður eins og ég sé bara að skrifa Amanda...

Núna á hún skot framhjá hægra megin úr teignum eftir að hafa unnið boltann í pressu. Boltinn fór alls ekki langt frá fjærstönginni.
Eyða Breyta
37. mín
Fyrsta mark Amöndu
Markið hjá Amöndu var hennar fyrsta fyrir A-landsliðið. Hún er að spila sinn tólfta landsleik.
Eyða Breyta
35. mín
Amanda heldur áfram að gera vel. Á núna fyrirgjöf se hreinsuð er aftur fyrir og í horn. Hornið tekið stutt en föst fyrirgjöf frá Amöndu er svo hreinsuð í burtu.
Eyða Breyta
34. mín
Hörkufæri!
Vel spilað upp hægri vænginn hjá íslenska liðinu. Amanda gerir vel að halda boltanum inná og rennir honum svo út í teiginn. Þar var Diljá en hún rennur í skotinu og boltinn fer talsvert langt framhjá.
Eyða Breyta
29. mín
Agla María með fyrirgjöf sem skölluð er aftur fyrir. Hún tekur svo sjálf hornspyrnuna en Filippseyingar hreinsa. Íslenska sóknin heldur áfram en endar á misheppnaðri fyrirgjöf frá Áslaugu Mundu.

Hún svo verst vel hinu megin á vellinum strax í kjölfarið og stoppar sókn Filippseyinga.
Eyða Breyta
25. mín
Berglind í baráttunni inn á teignum en miðvörður Filippseyinga gerir vel og nær að skalla boltann til baka á Oliviu í markinu.
Eyða Breyta
22. mín Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland)
Hafrún Rakel hefur meitt sig og þarf að fara af velli vegna meiðslanna. Áslaug Munda kemur inn, Elísa færir sig þá yfir í hægri bakvörðinn. Vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá Hafrúnu.

Eyða Breyta
20. mín MARK! Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland), Stoðsending: Diljá Ýr Zomers
Fyrsta mark leiksins!
Glæsilegt skot frá Amöndu fyrir utan teig sem endar í vinstra markhorninu. Lét vaða og Olivia í markinu hreyfði hvorki legg né lið!

Eyða Breyta
16. mín
Berglind reynir skot inn á teignum en virðist renna og nær því ekki að setja boltann á mark Filippseyinga. Gerði ágætlega að komast í þetta hálf færi en heppnin ekki með henni.
Eyða Breyta
15. mín
Aukaspyrna inn á íslenska teiginn sem Filippseyingar komast í en skallinn fer framhjá. Lítil hætta.
Eyða Breyta
10. mín
Þrumuskot í slána
Vel spilað hjá íslenska liðinu og endar sóknin með skoti frá Dagnýju fyrir utan teig. Boltinn í þverslána og yfir! Dagný vildi fá horn en fær ekki.
Eyða Breyta
9. mín
Berglind ekki langt frá því að ná til boltans inn á teig Filippseyja en Olivia í markinu var á undan í boltann.

Telma gerir svo vel hinu megin, er fljót út í teiginn þegar stungusending kom í gegn og kom í veg fyrir hættu.
Eyða Breyta
6. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins
Vel unnið hjá íslenska liðinu.

Agla María og Amanda spila saman en fyrirgjöfin frá Amöndu mislukkast aðeins en íslenska liðið kemur í veg fyrir hraða skyndisókn í bakið.
Eyða Breyta
4. mín
Berglind Björg kom inn í byrjunarliðið
Berglind Björg kom inn í byrjunarliðið fyrir Ólöfu Sigríði sem meiddist í upphitun!

Eyða Breyta
3. mín
Liðsuppstilling Íslands
Telma
Hafrún - Arna - Ingibjörg - Elísa
Alexandra
Dagný
Agla María - Amanda - Diljá
Berglind Björg
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Farið af stað á Pinatar!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísland byrjar með boltann
Þetta er allt að fara byrja, þjóðsöngvarnir búnir og íslenska liðið klárt í hvítu búningunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dagný fyrirliði
Dagný Brynjarsdóttir, sem er að spila sinn 111. landsleik, er með fyrirliðabandið í kvöld.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Tíu breytingar á byrjunarliðinu!
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, er búinn að velja byrjunarliðið og hefur það verið opinberað. Hann gerir tíu breytingar á því frá leiknum gegn Wales á laugardag.

Sú eina sem heldur sæti sínu í liðinu er Elísa Viðarsdóttir.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirliðinn samdi við Þór/KA
Tahnai Annis er fyrirliði Filippseyja og skrifaði hún í vetur undir samning við Þór/KA og mun leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Hún lék einnig með liðinu á árunum 2012-2014.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðið á leið á HM í fyrsta sinn
Filippseyjar eru með ástralskan þjálfar, Alen Stajcic heitir hann og er 49 ára gamall. Hann lék sem miðjumaður á sínum ferli og spilaði í áströlsku deildinni.

Filippseyjar komust í undanúrslit Asíukeppninnar í fyrra og eru á leið á HM í fyrsta sinn núna í sumar. Stajcic tók við liðinu 2021.


Eyða Breyta
Fyrir leik
37 sæti á milli liðanna á heimslistanum
Íslenska liðið er í 16. sæti á heimslistanum en Filippseyjar eru í 53. sæti.

Fyrri leikir Filippseyja enduðu með 1-0 tapi gegn Wales og 2-1 tapi gegn Skotlandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stóru spurningunni svarað

Eyða Breyta
Fyrir leik
Lokaleikur mótsins


Kvennlandsliðið leikur lokaleikinn á Pinatar æfingamótinu á Spáni í kvöld. Andstæðingurinn er Filippseyjar og dugir Íslandi jafntefli til að standa uppi sem sigurvegari í mótinu.

Í fyrsta leik Íslands í mótinu vannst sigur gegn Skotlandi og í öðrum leiknum gerði liðið markalaust jafntefli gegn Wales.

Leiknum í kvöld er streymt beint á KSÍ TV.

Leikir Íslands:
15. febrúar kl. 14:00 Ísland 2 - 0 Skotland
18. febrúar kl. 19:30 Ísland 0 - 0 Wales
21. febrúar kl. 19:30 Ísland - Filippseyjar
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Diljá Ýr Zomers
3. Elísa Viðarsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('46)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('62)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('62)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('22)
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('77)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('46)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('62)
8. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('46)
14. Hlín Eiríksdóttir ('62)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('22) ('46)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('77)

Liðstjórn:
Ásmundur Guðni Haraldsson
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Dúna

Gul spjöld:

Rauð spjöld: