Rínarvöllurinn í Vaduz
sunnudagur 26. mars 2023  kl. 16:00
Undankeppni EM
Aðstæður: 12 gráðu hiti, skýjað, völlurinn fínn
Dómari: Jakob Kehlet (Danmörk)
Áhorfendur: 1.692
Liechtenstein 0 - 7 Ísland
0-1 Davíð Kristján Ólafsson ('3)
0-2 Hákon Arnar Haraldsson ('38)
0-3 Aron Einar Gunnarsson (f) ('48)
0-4 Aron Einar Gunnarsson (f) ('67)
0-5 Aron Einar Gunnarsson (f) ('73, víti)
0-6 Andri Lucas Guðjohnsen ('85)
0-7 Mikael Egill Ellertsson ('87)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Benjamin Buchel (m)
4. Lars Traber ('46)
5. Simon Lüchinger ('46)
8. Aron Sele
10. Sandro Wieser
14. Livio Meier
17. Noah Frommelt
18. Nicolas Hasler (f)
19. Philipp Gasner ('68)
20. Sandro Wolfinger ('72)
23. Jens Hofer

Varamenn:
12. Justin Ospelt (m)
21. Lorenzo Lo Russo (m)
2. Niklas Beck
3. Marco Wolfinger
6. Andreas Malin
7. Andrin Netzer ('46)
9. Noah Frick ('68)
11. Ridvan Kardesoglu
13. Jakob Lorenz
15. Seyhan Yildiz ('72)
16. Fabio Wolfinger ('46)
21. Martin Marxer

Liðstjórn:
Rene Pauritsch (Þ)

Gul spjöld:
Sandro Wieser ('64)
Aron Sele ('90)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
93. mín Leik lokið!
Mjög flottur sigur í Liechtenstein, sögulegur sigur. Við erum komnir á blað í undankeppni EM 2023. En núna verðum við að fylgja því eftir í sumar.

Viðtöl koma inn á síðuna í kvöld.


Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Mikael Neville með aukaspyrnu af 30 metrunum sem fer beint í vegginn.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín Gult spjald: Aron Sele (Liechtenstein)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Leikmenn Liechtenstein geta væntanlega ekki beðið eftir því að flautað verði af. Þeir hafa verið hörmulegir í dag, varla náð að tengja sendingu saman.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
89. mín

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
88. mín
Þetta er stærsti sigur karlalandsliðsins í mótsleik frá upphafi. Gott svar eftir hörmungarnar í Bosníu þó þessi leikur í dag hafi verið algjör skyldusigur.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
87. mín MARK! Mikael Egill Ellertsson (Ísland), Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Algjört rúst!
Jón Dagur, sem er búinn að vera frábær í þessum leik, á fyrirgjöf sem Mikael Egill skallar í markið. Hans fyrsta landsliðsmark.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
85. mín MARK! Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland), Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
Sjötta markið komið!
Jón Dagur með boltann fyrir og Davíð Kristján stýrir honum áfram á Andra Lucas sem potar boltanum yfir línuna.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín
Þetta er afskaplega sannfærandi hjá íslenska liðinu og það er vel gert, en við skulum muna að þetta er Liechtenstein sem er afskaplega slakt lið. Það munu öll liðin í þessum riðli vinna Liechtenstein.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
78. mín
Myndasyrpa: Aron fagnar þrennunni
Hafliði Breiðfjörð er á vellinum og tók þessar myndir:








Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Aron fær heiðursskiptingu eftir að hafa skorað þrennu.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín
Óvænt þrenna!

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín Mark - víti Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Ótrúlegt!
Aron Einar með þrennu í þessum leik. Afar öruggur á vítapunktinum. Hann var búinn að skora tvö landsliðsmörk í 100 landsleikjum fyrir þennan leik.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
72. mín Seyhan Yildiz (Liechtenstein) Sandro Wolfinger (Liechtenstein)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
72. mín
Víti sem Ísland fær!
Aron Einar hlýtur að fara á punktinn.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Aron Einar að hóta þrennunni! Með skot að löngu færi sem Buchel nær að verja.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín Noah Frick (Liechtenstein) Philipp Gasner (Liechtenstein)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín
Aron Einar skoraði og Jón Dagur lagði upp.

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
67. mín MARK! Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland), Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Fyrirliðinn skorar aftur!
Jón Dagur með hornspyrnu og Aron Einar mætir á nærstöngina og skorar. Ansi einfalt mark. Mjög svipað og markið áðan.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
66. mín
Jón Dagur með aukaspyrnuna sem fer af veggnum og yfir markið. Darraðadans í hornspyrnunni í kjölfarið og Ísland fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Alfreð Finnbogason (Ísland)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Arnór Sigurðsson (Ísland)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín Alfons Sampsted (Ísland) Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
64. mín Gult spjald: Sandro Wieser (Liechtenstein)
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Liechtenstein gerði tvöfalda breytingu í hálfleik. Annar þeirra sem kom inn á spilar í varaliði Vaduz, en aðallið félagsins er í B-deildinni í Sviss. Hinn leikmaðurinn sem kom inn á spilar í fimmtu deild í Sviss.

Segir mikið til um það hversu slakt þetta lið sem við erum að spila á móti er.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
61. mín
Liechtenstein tekur aukaspyrnu inn á teiginn og þeir ná skalla að marki. Algjör æfingabolti fyrir Rúnar Alex. Stuðningsmenn Liechtenstein ánægðir með þetta.
Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Marki Arons fagnað

Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
57. mín
Jón Dagur með skot yfir eftir geggjaðan undirbúning Hákons.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Furðulegt spjald, það var sparkað í Alfreð sem lét andstæðinginn heyra það og fær gult spjald.
Eyða Breyta
54. mín
Guðlaugur Victor sækir að marki Liechtenstein og ákveður að skjóta sjálfur, nær ekki nægilega góðu skoti og Buchel ver örugglega.
Eyða Breyta
52. mín
1.692 áhorfendur

Eyða Breyta
51. mín
Ísland strax farið að hóta fjórða markinu.
Eyða Breyta
50. mín


Eyða Breyta
48. mín MARK! Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland), Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Miðvörðurinn kominn með mark og stoðsendingu!
Skallaði boltann inn eftir hornspyrnu Jóns Dags.
Eyða Breyta
47. mín
Hér má sjá Hákon fagna sínu fyrsta landsliðsmarki


Eyða Breyta
46. mín Fabio Wolfinger (Liechtenstein) Lars Traber (Liechtenstein)

Eyða Breyta
46. mín Andrin Netzer (Liechtenstein) Simon Lüchinger (Liechtenstein)

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Ein íslensk skipting í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Mikael Anderson (Ísland) Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)

Eyða Breyta
45. mín
Sjáðu mörkin tvö úr fyrri hálfleik




Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Liechtenstein 0-2 Ísland
Ísland með algjöra yfirburði úti á vellinum, tvö mörk skoruð en tvö mörk dæmd af. Liechtenstein hefur ekkert náð að láta reyna á Rúnar Alex í marki Íslands.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín
Jón Dagur með fín tilþrif og skot en vel varið hjá Buchel

Eyða Breyta
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks

Eyða Breyta
45. mín



Eyða Breyta
44. mín
HÁKON Í DAUÐAFÆRI!!!
Einn gegn markverði Liechtenstein sem nær að verja frá honum.
Eyða Breyta
40. mín
Hákon skoraði aftur en markið var dæmt ógilt eftir VAR skoðun
Danski dómarinn fór í skjáinn og dæmdi markið af, aukaspyrna dæmd. Hákon steig á varnarmann þegar hann hljóp inn í teiginn.

Markið var flott, kom eftir gott samspil milli Hákons og Arnórs.


Eyða Breyta
38. mín MARK! Hákon Arnar Haraldsson (Ísland), Stoðsending: Aron Einar Gunnarsson (f)
Virkilega vel klárað hjá Hákoni! Setti boltann faglega í bláhornið meðfram grasinu
Aron Einar með frábæra sendingu inn í teiginn, Hákon tók vel á móti boltanum og sýndi gæði sín.
Eyða Breyta
37. mín
Áðan var klappað þegar Liechtenstein náði einhverjum þremur sendingum milli manna. Þetta lið er ekki burðugt.
Eyða Breyta
35. mín
Þurfum að fara að fá upp meira tempó í spilið, hefur hægst á þessu hjá okkur.
Eyða Breyta
34. mín
Simon Lüchinger þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
32. mín
Orðið nokkuð síðan við fengum almennilegt færi.
Eyða Breyta
27. mín


Eyða Breyta
25. mín
Jói Berg með aukaspyrnuna
En náði ekki miklum krafti. Buchel í marki Liechtenstein varði.
Eyða Breyta
23. mín
Brotið á Jón Degi rétt fyrir utan D-bogann. Aukaspyrna á frábærum stað.
Eyða Breyta
23. mín
Staðan er enn 1-0, Íslandi í vil. Fyrri hálfleikur hálfnaður.
Eyða Breyta
22. mín
Myndasyrpa: Davíð Kristján skoraði fyrsta mark leiksins





Eyða Breyta
21. mín
Hörður Björgvin skallar yfir, þurfti að teygja sig í þennan.
Eyða Breyta
20. mín
Lars Traber stálheppinn að skora ekki sjálfsmark, setti boltann rétt framhjá eigin marki.
Eyða Breyta
18. mín
Jón Dagur með fyrirgjöf en varnarmaður Liechtenstein hreinsar frá.
Eyða Breyta
15. mín
Alfreð skorar en markið dæmt af!
Danski dómarinn dæmir brot og Alfreð virkar steinhissa. Stjakaði þarna við varnarmanni Liechtenstein, strangur dómur.
Eyða Breyta
13. mín
Jón Dagur með skot framhjá eftir flotta sókn, Alfreð Finnboga gerði vel og átti sendingu á Arnór sem kom Liechtenstein í opna skjöldu. Arnór með fyrirgjöfina á Jón Dag sem setti boltann framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
Jói Berg með skot framhjá
Íslenska liðið einokar boltann án þess að fá nokkra pressu frá heimamönnum. Jóhann Berg með ágætis skottilraun fyrir utan teiginn en framhjá.
Eyða Breyta
7. mín
Ísland fær aukaspyrnu. Jóhann Berg með fyrirgjöf í teiginn sem markvörður heimamanna grípur.
Eyða Breyta
3. mín MARK! Davíð Kristján Ólafsson (Ísland), Stoðsending: Alfreð Finnbogason
ÍSLAND KEMST YFIR!!!
Davíð Kristján með skot sem breytir um stefnu af varnarmanni og endar í markinu. Mögulega verður þetta skráð sem sjálfsmark. Óskabyrjun.



Eyða Breyta
3. mín
Jón Dagur skallaði hornspyrnuna frá og Ísland fór í skyndisókn sem endaði með því að Hákon Arnar átti sendingu á Alfreð í teignum en erfiður bolti sem Alfreð náði ekki að gera neitt við.
Eyða Breyta
2. mín
Liechtenstein fær horn strax í byrjun

Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Daninn hefur flautað til leiks
Væntanlega pirraður yfir úrslitum danska liðsins fyrr í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt eins og gegn Bosníu erum við alhvítir í þessum leik. Liechtenstein í bláum treyjum, rauðum stuttbuxum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ekki bara byrjað að rigna heldur mætti rok skyndilega líka. Fyrir hálftíma var prýðisveður. Jæja þjóðsöngvarnir.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt í göngin og það er byrjað að rigna.
Eyða Breyta
Fyrir leik



Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að bresta á


Eyða Breyta
Fyrir leik
Tólfan kemur!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Miðasala gengið herfilega
Á leikvangnum eru fjórar stúkunni en það verður aðeins setið í einni af þeim og hún verður langt frá því að vera full. Sagt er að um 20 Íslendingar verði viðstaddir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þá eru það spámenn fréttamannastúkunnar
Sjálfur spái ég 3-0 sigri. Alfreð, Hákon og Sævar Atli með mörkin.

Valur Páll Eiríksson á Sýn spáir 4-0 sigri Íslands.

Afmælisbarnið Helgi Sigurðsson á Torgi spáir 3-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pakkað í vörn - Liechtenstein í fimm manna vörn


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru búnir að taka hinn hefðbundna göngutúr um völlinn




Eyða Breyta
Fyrir leik
Helgi Kolviðs mættur, glæsilegur að vanda


Eyða Breyta
Fyrir leik
Tvær breytingar
Stefán Teitur Þórðarson kemur inn á miðsvæðið í stað Arnórs Ingva Traustasonar. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er kominn úr leikbanni og byrjar í hjarta varnarinnar. Daníel Leó Grétarsson fær sér sæti á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þórir Jóhann Helgason er veikur og er ekki í hóp.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðið hefur verið staðfest


Eyða Breyta
Fyrir leik
Íslandsvinur á svæðinu
Leikvangurinn tekur 6.127 í sæti en samkvæmt því sem við höfum heyrt verður afskaplega fámennt á vellinum og mörg tóm sæti.

Styrktarþjálfari Liechtenstein er Sebastian Boxleitner.

Hinn þýski Boxleitner tók við sem styrktarþjálfari íslenska landsliðsins 2016 og var í því starfi til 2019. Hann var þá rekinn frá KSÍ eftir að Erik Hamren gerðist þjálfari liðsins.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Rínarvöllurinn í Vaduz

Eyða Breyta
Fyrir leik
Stefnan er enn sett á EM þrátt fyrir tapið slæma í Bosníu


Eins og lesendur vita þá tapaði Ísland 3-0 fyrir Bosníu í liðinni viku. Á sama tíma fór fram leikur Slóvakíu og Lúxemborg í sama riðli en hann endaði með markalausu jafntefli. Mikil reiði er vegna þessara úrslita í Slóvakíu.

„Þetta er rosalega opinn riðill," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í gær þegar hann var beðinn um að segja hvað úrslitin í Slóvakíu segja honum.

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað landslið, fyrst U21 landsliðið og svo í undankeppninni fyrir HM, að riðlarnir hafa verið opnir og mörg lið svipuð að styrkleika."

„Það hefur enginn verið að tala um Lúxemborg hingað til en þessi úrslit sýna að þeir eru vel skipulagðir og gott lið. Þeir eru komnir með leikmenn á fínum stöðum í Evrópu. Strax þarna missir Slóvakía af stigum heima."

„Ég hef sagt það að í þessum riðli þurfum við að vinna fjóra heimaleiki og tvo til þrjá útileiki. Við fórum inn í þennan leik gegn Bosníu með það í huga að það væri frábært að ná sigri, það hefði verið mjög gott að ná jafntefli. Mótið er ekki búið þrátt fyrir tap og þessi úrslit, 0-0 hjá Slóvakíu og Lúxemborg sýna okkur að liðin eiga eftir að taka stig hvert af öðru,"
segir Arnar.

„Ef við náum í þessi stig verðum við mjög nálægt þessu en þá þurfum við að bæta leik okkar á ákveðnum sviðum. Ég les það úr þessum úrslitum, þetta verður rosalega opið og er langt maraþon."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liechtenstein með bráðabirgðastjóra
Liechtenstein er með bráðabirgðastjóra. Martin Stocklasa sem hafði verið landsliðsþjálfari Liechtenstein frá 2020 rifti samningi sínum í byrjun þessa mánaðar.

Hann sagði upp til að taka við félagsliðinu Vaduz í Liechtenstein en það tekur þátt í svissnesku deildakeppninni og er í níunda sæti B-deildarinnar. Það er ekki deild í Liechtenstein en sjö lið frá landinu spila í svissnesku deildakeppninni.

Stocklasa var fyrsti þjálfarinn sem er frá Liechtenstein sem stýrði landsliði þjóðarinnar

Austurríkismaðurinn Rene Pauritsch, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Liechtenstein, tók við landsliðinu til bráðabirgða og stýrði því gegn Portúgal og svo gegn Íslandi í dag.

Þrettán leikmenn í landsliðshópi Liechtenstein spila með félagsliðum frá Liechtenstein en níu með liðum í Austurríki og Sviss. Sá sem sker sig úr er Dennis Salanovic, vængmaður CF Talavera í spænsku C-deildinni. Landsleikjahæstur í hópnum er bakvörðurinn Seyhan Yildiz sem hefur leikið 60 landsleiki en hann spilar fyrir Eschen/Mauren.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrar myndir frá æfingu í gær





Eyða Breyta
Fyrir leik
Liechtenstein vann síðast leik 2020
Ef allt er eðlilegt vinnur Ísland sannfærandi sigur í dag gegn einu lélegasta landsliði heims. Liechtenstein hefur ekki skorað í sex síðustu landsleikjum. Liðið er án sigurs í síðustu 26 leikjum sem er næstversta skrið landsliðs í Evrópu, á eftir San Marínó.

Meðal tapleikja eru ósigrar gegn Andorra, Gíbraltar, Færeyjum og 6-0 tap gegn Grænhöfðaeyjum. Þjálfarar eru ekki hrifnir af orðinu skyldusigur en það orð á afskaplega vel við varðandi leikinn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aftur fjögur íslensk mörk í dag?
Þessi lið mættust 2021 í undankeppni HM. Ísland vann heimaleikinn 4-0 á Laugardalsvelli og útileikinn 4-1.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Danskir og pólskir dómarar
Danski dómarinn Jakob Kehlet er með flautuna í þessum leik. Dómaratríóið í dag og fjórði dómarinn eru allir frá Danmörku en Pólverjar sjá hinsvegar um VAR myndbandsdómgæsluna. Pawel Pskit er VAR dómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin á Rínarvöllinn


Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í Liechtenstein.

Leikurinn fer fram á Rínarvellinum í Vaduz, þjóðarleikvangi gestgjafanna í Liechtenstein.

Bæði Ísland og Liechtenstein töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppninni, Ísland gegn Bosníu-Hersegóvínu 3-0 og Liechtenstein tapaði 4-0 gegn Portúgal.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('46)
8. Hákon Arnar Haraldsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson
10. Arnór Sigurðsson ('65)
11. Alfreð Finnbogason ('65)
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Aron Einar Gunnarsson (f) ('75)
23. Hörður Björgvin Magnússon ('65)

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted ('65)
5. Guðmundur Þórarinsson
6. Ísak Bergmann Jóhannesson ('75)
14. Daníel Leó Grétarsson
15. Aron Elís Þrándarson
18. Mikael Anderson ('46)
19. Mikael Egill Ellertsson ('65)
20. Sævar Atli Magnússon
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('65)

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Alfreð Finnbogason ('56)

Rauð spjöld: