Víkingsvöllur
laugardagur 29. apríl 2023  kl. 17:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar miðað við síðustu daga.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnar Vatnhamar
Víkingur R. 1 - 0 KA
1-0 Gunnar Vatnhamar ('87)
Sævar Pétursson, KA ('93)
Myndir: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('62)
18. Birnir Snær Ingason ('91)
19. Danijel Dejan Djuric ('62)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason ('62)
27. Matthías Vilhjálmsson ('76)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('91)
8. Viktor Örlygur Andrason ('76)
9. Helgi Guðjónsson ('62)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('62)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('62)

Liðstjórn:
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('75)
Viktor Örlygur Andrason ('96)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
97. mín Leik lokið!
Þessu er lokið!!

Víkingur áfram með fullt hús stiga!
Eyða Breyta
96. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Aukaspyrna á miðjum velli.

Stubbur fer inn í!
Eyða Breyta
94. mín
Þetta var ekki neitt. Vilhjálmur er búinn að vera afleitur síðustu mínútur. Verð að vera sammála Hallgrími Jónassyni þjálfara.

Gilli hendir sér niður og fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
93. mín Rautt spjald: Sævar Pétursson (KA)
Framkvæmdastjórinn í liðsstjórn í dag. Fær rautt fyrir hegðun sína á hliðarlínunni.
Eyða Breyta
92. mín
Pablo með smá leikþátt, Elfar Árni fer í hann en Pablo gerir mjög mikið úr þessu.

KA menn ósáttir.
Eyða Breyta
91. mín
Pætur dæmdur brotlegur við vítateig Víking. Návígi við Pablo. Áhugavert að Pætur hafi verið sá brotlegi...
Eyða Breyta
91. mín Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Fimm mínútum bætt við! Arnar bætir við varnarmanni.
Eyða Breyta
90. mín
Viktor Örlygur með skot fyrir utan teig sem fer yfir mark KA.
Eyða Breyta
90. mín Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Sóknarskipting!
Eyða Breyta
89. mín
KA með hornspyrnu, tekin stutt, Hallgrímur með haán bolta sem Ingvar handsamar.
Eyða Breyta
87. mín MARK! Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.), Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
MAAAARK!!!!
Frábær fyrirgjöf inn á teiginn, Gunnar tekur hlaup úr djúpinu og er aleinn inn á teignum. Skallinn glæsilegur í hornið!

Víkingur leiðir! Færeyskir dagar í Víkinni!

Verð að gefa Vilhjálmi dómara credit fyrir að beita hagnaði í aðdragandanum.
Eyða Breyta
86. mín
Karl Friðleifur krækir í aukaspyrnu. Fínasta fyrirgjafarstaða, jafnvel langskotstilraun.

Pablo lyftir boltanum inn á teig og Dusan skallar aftur fyrir.
Eyða Breyta
83. mín Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Daníel Hafsteinsson (KA)

Eyða Breyta
83. mín
Viktor tekur Pætur niður og er nokkuð heppinn að fá ekki spjald.
Eyða Breyta
81. mín
Frekar léleg aukaspyrna frá Pablo sem Steinþór handsamar.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Renndi sér og tók Nikolaj niður. Þetta er utan skotfæris.
Eyða Breyta
77. mín
Þorri steinsofandi og mætir ekki boltanum frá Ívari. Logi kemst á milli og er kominn í góða stöðu þegar hann rennur og missir boltann af velli.

Fær krampa í kjölfarið og Þorri aðstoðar hann.
Eyða Breyta
76. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Braut á Hallgrími.
Eyða Breyta
74. mín
Víkingur hefur stýrt leiknum eftir skiptingarnar áðan.
Eyða Breyta
73. mín
KA verst seinna horninu vel og nær skyndisókn. Gestirnir ná ekki að nýta fyrstu bylgjuna og þetta áhlaup rennur einhvern veginn út í sandinn.

Sölvi Geir kallar á Viktor Örlyg, hann á að koma inn á.
Eyða Breyta
72. mín
Pablo með hornið og Nikolaj á skallann. Aftur á Víkingur samt horn.
Eyða Breyta
71. mín
Ívar og Dusan verjast vel.

Víkingur nær svo öðru áhlaupi og þá Birnir skot sem fer yfir. Boltinn virðist fara af varnarmanni því hornspyrna er dæmd.
Eyða Breyta
70. mín
Birnir með tilraun en hún fer víðsfjarri marki KA.
Eyða Breyta
69. mín
Oliver aleinn
Víkingur á hornspyrnu.

Pablo með spyrnuna, finnur Oliver sem aleinn á fjær en KA menn fljótir að droppa niður og bjarga með því marki! Skallinn fór í Rodri.
Eyða Breyta
66. mín
Matthías með fyrirgjöf en Dusan nær að skalla í burtu. Svo á Logi fasta fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann.
Eyða Breyta
66. mín
Greinilegt að Gunnar á að bíða til baka ef Logi fer upp vinstra megin.
Eyða Breyta
63. mín Sveinn Margeir Hauksson (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Ívar tekur við fyrirliðabandinu.
Eyða Breyta
62. mín Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Logi kemur niður í hafsent við hlið Olivers, allavega þegar Víkingur er með boltann.
Eyða Breyta
62. mín Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)

Eyða Breyta
62. mín Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Biðu aðeins með þessa til að sjá hvort Birnir gæti haldið áfram.
Eyða Breyta
61. mín
Birnir með skot framhjá marki KA. Rétt fyrir utan teig, talsvert framhjá.

Hann sest svo niður og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
60. mín
Ingvar bjargar
Þorri með flotta sendingu inn á teig Víkings. Ingvar kemur ekki út á móti í lausa boltann og þarf að verja frá Bjarna. Ásgeir kemst svo í frákastið en Ingvar lokar vel. Verð að setja spurningarmerki við Ingvar að koma ekki út í sendinguna.

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni í kjölfarið.
Eyða Breyta
58. mín
Aftur nær Dusan að komast í boltann en Víkingar eiga svo næsta skalla.

Ívar Örn á svo skalla eftir fyrirgjöf frá Daníel. Beint á Ingvar og laust.
Eyða Breyta
57. mín
Fín hornspyrna
KA á hornspyrnu. Pablo svekktur með þá niðurstöðu.

Hallgrímur með fínan bolta fyrir, Dusan nær til hans og á skalla að marki. Ingvar gerir vel og slær í burtu.

KA á annað horn.
Eyða Breyta
57. mín
Davíð Örn með eina rennitæklingu, virðist vinna boltann en fer líka eitthvað í Hallgrím og aukaspyrna dæmd. Víkingar í stúkunni ekki sáttir.
Eyða Breyta
54. mín
Rodri dæmdur brotlegur. Vilhjálmur lengi að dæma, Arnar fékk tækifæri að kalla á fjórða dómara og segja: ,,Hvað ertu að gera maður?" Svo kom flautið.
Eyða Breyta
53. mín
Leikurinn heldur áfram.

Við mættum alveg fara sjá eins og eitt mark!
Eyða Breyta
50. mín
Davíð Örn með flottan sprett upp hægri vænginn. Pablo fær svo boltann og finnur Danijel í hlaupinu inn á teignum. Danijel reynir að finna samherja en KA verst vel og boltanum hreinsað í burtu.

Danijel reynir fyrirgjöf skömmu síðar og Víkingur fær hornspyrnu.

Hún er tekin stutt, svo kemur fyrirgjöf og aukaspyrna dæmd á Víking inn á vítateig KA. Ívar Örn liggur eftir.
Eyða Breyta
48. mín
Bjarni eitthvað að laga kubbinn í hlaupavestinu sínu. Leikurinn stopp í nokkrar sekúndur út af því.
Eyða Breyta
46. mín
KA heldur ágætri pressu á Víkingi fyrstu mínútuna en engin hætta svo sem.
Eyða Breyta
46. mín
KA byrjar með boltann í seinni
Engar sjáanlegar breytingar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Í kjölfarið er svo flautað til hálfleiks. Markalaust og nokkurt jafnræði með liðunum.
Eyða Breyta
45. mín
Danijel reynir að læða boltanum á nær en Steinþór er vandanum vaxinn í markinu.

Held þetta sé fyrsta tilraunin sem fer á markið.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við.

Tvær nokkuð hættulegar fyrirgjafir hjá Víkingi en KA menn verjast vel.
Eyða Breyta
44. mín
Dusan er að verjast Nikolaj alveg frábærlega í þessum leik.
Eyða Breyta
43. mín
Oliver brýtur á Ásgeiri á hægri kantinum. Fín fyrirgjafarstaða.

Kom ekkert upp úr aukaspyrnunni, Víkingar gerðu sig líklegan í skyndisókn en Hallgrímur vann boltann til baka og hættan líður hjá.
Eyða Breyta
41. mín
Danijel minnir aðeins á sig. Reynir skot fyrir utan teig eftir fínasta spil hjá Víkingum. Skotið nokkuð hátt yfir mark KA, engin hætta.
Eyða Breyta
39. mín
Hrannar!
Oliver með sendingu inn fyrir á Birni sem er að sleppa í gegn, Birnir fer framhjá Steinþóri sem er í skógarhlaupi en Hrannar bjargar þessu með því að stíga Birni út. Virkilega vel gert hjá Hrannari!
Eyða Breyta
36. mín
Fín skyndisókn
Birnir vinnur návígi við Daníel sem liggur eftir. Birnir keyrir upp, er frekar lengi að þessu en finnur Davíð í framhjáhlaupinu. Davíð með fyrirgjöf sem Logi kemst í en skallinn er frekar laus og Steinþór í markinu er á undan Matthíasi í boltann.
Eyða Breyta
35. mín
KA fær hornspyrnu
Daníel með fyrirgjöf sem Gunnar skallar aftur fyrir. Hallgrímur tekur.

Darraðadans inn á teignum, Pætur gerir sig líklegan en nær ekki að koma skoti á markið. KA fær annað horn. Það voru Logi og Gunnar sem björguðu í sameiningu þarna.
Eyða Breyta
34. mín
Aukaspyrnan tekin stutt og Pablo reynir svo að lyfta boltanum í gegn en sendingin er of löng.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Virðist renna og tæklar Matthías. Ósáttur við flautið og spjaldið svo í kjölfarið.
Eyða Breyta
32. mín
Hallgrímur tekur aukaspyrnu á hægri kantinum. Boltinn er of hár og Ingvar grípur boltann auðveldlega.
Eyða Breyta
29. mín
Oliver tæpur en sleppur með skrekkinn, í smá brasi með boltann en fann taktinn í svona fjórðu snertingu. Pætur gerði sig líklegan í að hirða boltann af Svíanum.
Eyða Breyta
27. mín
Davíð með frábæra fyrirgjöf en samherjar hans ná ekki til boltans og KA nær ekki að hreinsa.
Eyða Breyta
26. mín
Birnir með skot í slána
Birnir með tvær tilraunir í kjölfar hornspyrnunnar. Fyrsta skot í varnarmann en það seinna í slána og yfir!

Sölvi öskrar í kjölfarið á Loga Tómasson því það var enginn Víkingur í nánd við fremsta mann KA í kjölfar hornsins. Ásgeir keyrði upp að miðlínu eftir að hornið var tekið en Logi, sem átti greinilega að vera aftastur, áttaði sig ekki á því.
Eyða Breyta
25. mín
Víkingur fær horn
Þorri með skrítna hreinsun í horn. Haddi þjálfari ekki sáttur.
Eyða Breyta
24. mín
Arnar kallar á fjórða dómarann og spyr hvað menn séu að gera. Vildi fá rangstöðu á KA rétt á undan. Ég held þetta sé blanda af pirringi út í dómgæsluna og leik Víkings.
Eyða Breyta
22. mín
Aftur verst Dusan virkilega vel
Álitleg skyndisókn hjá Víkingum en Dusan verst frábærlega einn gegn Danijel.
Eyða Breyta
17. mín
Boltinn frá Hallgrími inn að marki og Ingvar slær í burtu.

Víkingur sækir hratt, Birnir fellur við á sprettinum en ekkert er dæmt. Vilhjálmur gefur merki um að þetta hafi bara verið boltinn.
Eyða Breyta
16. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins
Hallgrímur tekur hana.
Eyða Breyta
15. mín
KA verið líklegra liðið til þessa.

Þorri núna með fyrirgjöf sem Gunnar stýrir út í teig og Bjarni reynir skalla. Hann er mjög laus og Ingvar grípur.

Mikið opið vinstra megin hjá Víkingi og Arnar er allt annað en sáttur við Danijel heyrist mér.
Eyða Breyta
14. mín
Aukaspyrnan beint í vegginn og Víkingar hreinsa svo fyrirgjöf sem kom í kjölfarið í burtu.
Eyða Breyta
13. mín
Pablo brýtur á Hallgrími nokkrum metrum fyrir utan D-boga. Fínasta aukaspyrnu staða.
Eyða Breyta
12. mín
Þorri með tilraun en Danijel komst fyrir, aldrei hætta.
Eyða Breyta
10. mín
Smá bras varnarlega hjá Víkingi inn á teignum en Halldór Smári nær að hreinsa boltanum í Ásgeir og af honum fór boltinn aftur fyrir. Davíð Örn með tæklingu í aðdragandanum sem kom í veg fyrir að Daníel kæmist í gott færi.
Eyða Breyta
7. mín
Ingvar hugaður og kemur út úr teignum og er á undan Ásgeiri í boltann. Ásgeir ýtti í Halldór Smára sem var á milli hans og markvarðarins og Ingvar fékk smá högg.
Eyða Breyta
6. mín
Hætta!
Birnir með hættulegan bolta fyrir en Dusan verst vel gegn Nikolaj inn á markteig og kemur í veg fyrir mark.
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta færið!
Daníel Hafsteinsson gerir vel úti hægra megin, á sendingu út í teiginn þar sem Hallgrímur tekur við boltann. Grímsi þrumar en skotið er hátt yfir.
Eyða Breyta
4. mín
Pætur tekur Loga niður á sprettinum. Víkingar vilja spjald en Vilhjálmur lætur tiltalið duga.

Aukaspyrna svo inn á teiginn sem endar í höndum Steinþórs.
Eyða Breyta
2. mín
KA
Steinþór
Þorri - Dusan - Ívar - Hrannar
Rodri
Bjarni
Pætur - Daníel - Hallgrímur
Ásgeir
Eyða Breyta
1. mín
Víkingur
Ingvar
Davíð - Oliver - Halldór - Gunnar
Pablo - Logi
Birnir - Matti - Danijel
Nikolaj

Gunnar Vatnhamar verst sem bakvörður og kemur inn á miðjuna í sókn - Logi er miðsvæðis.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Heimamenn byrja
Þetta er farið af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Víkingar í rauðu og svörtu og KA í hefðbundnu; gulum treyjum og bláum stuttbuxum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Steini Eiðs að sjálfsðögðu í stuttum buxum
Það er ekkert svakalega hlýtt, flestallir í kringum liðin kappklæddir en Steingrímur Örn Eiðsson er í stuttum buxum að venju.



Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrir ekki með í dag
Andri Fannar Stefánsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jakob Snær Árnason eru ekki í hópnum hjá KA. Erlingur Agnarsson og Ari Sigurpálsson eru ekki á skýrslu hjá Víkingi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðstæður
Það er smá blástur í Víkinni, sex gráður og léttskýjað. Fínasta veður á pappír en smá gluggaveðursstemning samt sem áður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ein breyting hjá KA
Ein breyting er hins vegar á liði KA eftir 0-0 jafnteflið gegn Keflavík á sunnudag. Pætur Petersen kemur inn fyrir Svein Margeir Hauksson sem tekur sér sæti á bekknum. Kristijan Jajalo snýr aftur í leikmannahópinn eftir meiðsli og Ingimar Torbjörnsson Stöle kemur inn á bekkinn fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson.
Hallgrímur Mar lék með Víkingi tímabilið 2015
Eyða Breyta
Fyrir leik
Óbreytt hjá Víkingi
Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og er engin breyting á liði Víkings frá 3-0 sigrinum gegn KR á mánudag. Davíð Örn Atlason og Oliver Ekroth fóru af velli í þeim leik en eru áfram í byrjunarliðinu. Erlingur Agnarsson er áfram utan hóps vegna meiðsla.
Davíð lék með KA sumarið 2011
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mæst 16 sinnum frá því KA kom upp
KA vann sér sæti í Bestu deildinni tímabilið 2016 og síðan hafa liðin mæst 16 sinnum. Víkingur hefur unnið sex leikjanna, sjö sinnum hafa liðin gert jafntefli og KA unnið þrjá.

Lengjubikar (2):
Víkingur 2 sigrar

Bikar (1):
Jafntefli og Víkingur áfram eftir vító

Deild (13):
Víkingur 4 sigrar
Jafntefli 6
KA 3 sigrar

Síðasta tímabil:
1. leikur - Víkingur 2-1 KA (29. maí)
2. leikur - KA 2-3 Víkingur (28. ágúst)
3. leikur - Víkingur 2-2 KA (15. okt)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessir sjá um dómgæsluna


Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er með flautuna og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari og Gunnar Jarl Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnar Vatnhamar spilaði á miðjunni hjá Víkingi

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þurfum að taka til í hausnum á okkur í vikunni
,,Fyrstu tveir bara flottir, KR er hörkulið og kannski fannst okkur við hafa átt að vinna þann leik, en þróast þannig að við jöfnum í lokin. ÍBV leikurinn frábær og við erum búnir að spila vel marga leiki og það er spurning hvort að menni hafi kannski verið komnir í of mikið comfort zone. Við þurfum að taka til í hausnum á okkur í vikunni og mæta dýrvitlausir á móti Víkingi. Það verður hörkuleikur," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir markalausa jafnteflið gegn Keflavík í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Logi með öll mörkin
Leikarinn Starkaður Pétursson er spámaður umferðarinnar. Hann spáir því að Logi Tómasson skori öll mörkin í dag.

Víkingur 5 - 0 KA
Eyddi páskunum á Akureyri. Spilaði eins og herforingi á píanóið á Götubarnum í tvo tíma við mikinn fögnuð. A) Þau gátu ekki drullast til þess að gefa mér 1 drykk. B) Þegar ég pantaði mér drykk á annað borð þurfti ég að borga meira því ég var ekki með eitthvað fokking KEA kort. 5-0 sigur Víkings. Luigi með öll mörkin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Toppliðið mætir silfurliði síðasta árs
Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Víkings og KA í 4. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og fer fram á Víkingsvelli í Reykjavík.

Fyrir leikinn er Víkingur í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 7:0. KA er með fimm stig með markatöluna 4:1. KA hefur leikið alla leik sína til þessa á heimavelli.

Á síðasta tímabili endaði KA í 2. sæti deildarinnar og Víkingur í 3. sæti.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('83)
8. Pætur Petersen
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('63)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('90)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('90)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('83)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('63)
37. Harley Willard

Liðstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('33)
Daníel Hafsteinsson ('80)

Rauð spjöld:
Sævar Pétursson ('93)