Sauðárkróksvöllur
sunnudagur 07. maí 2023  kl. 16:00
Besta-deild kvenna
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Gwendolyn Mummert
Tindastóll 1 - 1 FH
1-0 Aldís María Jóhannsdóttir ('29)
1-1 Shaina Faiena Ashouri ('45, víti)
Myndir: Sigurður Ingi Pálsson
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir ('86)
9. María Dögg Jóhannesdóttir ('78)
10. Hannah Jane Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('64)
25. Murielle Tiernan
27. Gwendolyn Mummert

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('86)
13. Melissa Alison Garcia ('64)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('78)
16. Eyvör Pálsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir

Liðstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Róbert Ragnar Guðmundsson
Dominic Louis Furness
Linda Björk Valbjörnsdóttir
Anna Margrét Hörpudóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
95. mín Leik lokið!
Reynir flautar til leiksloka. Eitt stig á hvort lið, fyrsta stig FH á tímabilinu og liðið komið upp fyrir Selfoss.


Gwendolyn best í leiknum.
Eyða Breyta
92. mín
Monica
Monica fljót út úr markinu og nær að taka boltann af Mackenzie án þess að brjóta á henni. Virkilega vel gert.
Eyða Breyta
92. mín
Aldis ver
Aldís María með skot úr teignum sem nafna hennar í marki FH ver.
Eyða Breyta
91. mín
Valgerður Ósk reynir langskot en það fer hátt yfir.

Ég veit ekki hversu miklu var bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
Esther með skot sem Monica handsamar í annarri tilraun.

Bæði lið að banka!
Eyða Breyta
88. mín
Sunneva bjargar
Melissa fær sendingu frá Murielle, reynir skot en Sunneva hendir sér fyrir og boltinn aftur fyrir.

Murielle nær skallanum eftir hornið en hann fer framhjá.

Í sókninni á undan áttu gestirnir laust skot sem Monica varði.
Eyða Breyta
86. mín Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll ) Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
86. mín
Shaina með skot úr teig Tindastóls en er undir pressu og boltinn hátt yfir.

Fáum við sigurmark??
Eyða Breyta
85. mín
Aldís
Murielle með hættulega fyrirgjöf en Aldís rís eins og haförn í teignum og handsamar boltann sem stefndi á Melissu í opnu færi.
Eyða Breyta
84. mín
Hornspyrnan tekin stutt, Laufey galopin við vítateiginn, hún reynir skot en það er mislukkað og fer framhjá.
Eyða Breyta
84. mín
Aldís María fær boltann úti vinstra megin, reynir að finna Melissu en Arna verst vel og Tindastóll á horn.
Eyða Breyta
83. mín
Elín Björg í fínasta færi en á skot sem fer í Gwenodlyn sýnist mér og Monica þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu.
Eyða Breyta
82. mín
Hörkuséns hjá Tindastóli!
Melissa kemur boltanum á Murielle sem gerir mjög vel inn á teignum, á sendingu í gegnum markteiginn, Aldís María kemst ekki í boltann. Hugrún kemst í boltann á fjær, reynir skot en Sunneva verst vel.
Eyða Breyta
81. mín
Mackenzie reynir skot fyrir utan teig en það fer framhjá marki Tindastóls.

FH liðið klárlega það lið sem hefur spilað betur, haldið betur í boltann, átt fleiri sóknir og mun fleiri tilraunir. Það eru hins vegar mörkin sem telja og þar er jafnt.
Eyða Breyta
78. mín Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )

Lara Margrét kemur inn
Eyða Breyta
77. mín Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
FH núna búið með sínar skiptingar.
Eyða Breyta
77. mín Esther Rós Arnarsdóttir (FH) Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)

Eyða Breyta
76. mín
Bras
Shaina gerir vel en Gwendolyn í vörninni lokar á hana. Shaina fær horn samt.

Monica í vandræðum eftir hornið, Vigdís Edda kemur boltanum á Örnu sem reynir skot en skotið framhjá!
Eyða Breyta
74. mín
Bryndís reynir skot af löööööngu færi en það fer langt framhjá.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
Sunneva brýtur á Aldísi Maríu sem gerði vel í baráttunni þeirra á milli. Verðskuldað spjald.
Eyða Breyta
73. mín
Murielle gerir ágætlega en hún er einmana frammi og nær ekki að búa neitt til úr ágætri stöðu.
Eyða Breyta
72. mín
Hildigunnur með fyrirgjöf, beint í Gwendolyn sem hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
71. mín
Sara Montoro komið mjög vel inn í leikinn og verið hættuleg. Mackenzie hefur fært sig meira út til vinstri eftir skiptingarnar.
Eyða Breyta
69. mín
Shaina reynir að finna Söru inn á teignum, Sara kemst í boltann en nær ekki að taka við honum og Monica handsamar boltann.
Eyða Breyta
68. mín
Hætta!
Melissa með flotta stungusendingu, Aldís kemur út úr markinu, hreinsar boltanum í Murielle sem var að reyna komast í boltann. Boltinn rúllar framhjá marki FH.
Eyða Breyta
68. mín
Valgerður með skot fyrir utan teig eftir hornspyrnuna. Auðvelt fyrir Monicu í markinu.
Eyða Breyta
67. mín
Sara í færi en vel varið
Valgerður með geggjaða sendingu upp völlinn, Sara í góðu hlaupi, gerir vel gegn Bryndísi og á skot sem Monica ver í horn. Virkilega vel gert, varði með fætinum!
Eyða Breyta
66. mín
Shaina sendi inn á Mackenzie sem var í hlaupinu inn á teignum en flaggið á loft og skotið framhjá.
Eyða Breyta
65. mín
Mackenzie gerir sig líklega, prjónar sig með fram endalínunni en Reynir segir að boltinn sé farinn aftur fyrir og Tindastóll á markspyrnu.
Eyða Breyta
64. mín Melissa Alison Garcia (Tindastóll ) Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
64. mín
Mackenzie með skot úr teignum, en það fer vel framhjá.
Eyða Breyta
63. mín
Fyrsta fyrirgjöf skölluð í burtu, Hannah reynir aftur og finur Gwendolyn á fjær en skallinn frá henni framhjá.
Eyða Breyta
63. mín
Hannah með aukaspyrnu inn á teiginn, Arna skallar í burtu.
Eyða Breyta
62. mín Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH) Berglind Þrastardóttir (FH)
Þreföld!
Eyða Breyta
62. mín Sara Montoro (FH) Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)

Eyða Breyta
62. mín Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Colleen Kennedy (FH)

Eyða Breyta
61. mín
Elísa Lana rífur í gikkinn fyrir utan teig en skotið er þægilegt fyrir Monicu í markinu. Elísa ekki hikað að láta vaða í þessum leik.
Eyða Breyta
60. mín
Arna með fyrirgjöf, finnur Elísu Lönu en heimakonur ná að hreinsa.
Eyða Breyta
58. mín
Mackenzie gerir vel úti hægra megin, finnur Hildigunni inn á teignum. Þröngt færi og laust skot frá Hildigunni, Monica ekki í neinum vandræðum.

Mackenzie búin að láta finna vel fyrir sér í þessum leik, alltaf að.
Eyða Breyta
56. mín
Tindastóll fær hornspyrnu.

Boltinn berst á Rakel Sjöfn en skot hennar er mislukkað og sókn Tindastóls rennur út í sandinn eftir lélega fyrirgjöf frá Hönnuh.
Eyða Breyta
55. mín
Vitlaust innkast dæmt á Örnu, lyfti upp fætinum.
Eyða Breyta
53. mín
Murielle gerir vel að vinna hornspyrnu fyrir heimakonur.

Brot dæmt inn á vítateig FH eftir að Laufey tók spyrnuna.
Eyða Breyta
50. mín
Murielle skallar boltann frá eftir hornspyrnu Shainu.

Tindatóll fer í skyndisókn en Murielle er vel fyrir innan þegar langi boltinn kemur á hana og rangstaða dæmd.
Eyða Breyta
49. mín
Shaina reynir að flikka boltanum inn á teiginn en þar er engin frá FH og Monica handsamar boltann.

Skömmu síðar fær FH fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
47. mín
Rakel Sjöfn komist lítið í boltann hjá Tindastóli, boltinn fer oftast yfir hana eða framhjá henni upp á topp á Murielle.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
45+1

FH fékk síðustu sókn hálfleiksins. Gestirnir líklegir en Hannah fékk nóg og hirti boltann og kom honum í burtu úr vítateig Tindastóls.

FH átt fleiri sóknir í hálfleiknum og staðan kannski verðskuldað 1-1. FH hafði samt ekki skapað neitt dauðafæri fyrr en vítið kom.
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Shaina Faiena Ashouri (FH), Stoðsending: Mackenzie Marie George
Monica fer til hægri frá Shainu séð og Shaina skýtur í hitt hornið.

Annað mark Shainu í sumar, skorað bæði mörk FH á tímabilinu.
Eyða Breyta
44. mín
Víti fyrir FH!
María Dögg brýtur á Mackenzie sem er komin inn á teiginn. Voru í kapphlaupi og María fer í Mackenzie sem var komin í góða stöðu. Ég held þetta sé hárrétt.
Eyða Breyta
43. mín
Hugrún í álitlegri stöðu, boltinn berst til Murielle sem á fyrirgjöf, Aldís María með lausa tilraun sem Aldís er í brasi með en tekst að handsama boltann í annarri tilraun.
Eyða Breyta
42. mín
Elísa Lana gerir mjög vel í návígi við Maríu Dögg, stígur hana út og kemst á sprettinn. Hún hins vegar nær ekki að losa boltann í hlaupið á Mackenzie sem var í mjög álitlegri stöðu og Bryndís Rut hirðir af henni boltann.
Eyða Breyta
41. mín
Shaina með skot fyrir utan teig sem fer framhjá marki Tindastóls, lítil hætta.
Eyða Breyta
40. mín
Laufey verið í smá brasi með Margréti og Hildigunni í leiknum en gerir núna virkilega vel og hirðir boltann af Hildigunni.
Eyða Breyta
39. mín
Skalli á mark
Mackenzie með fyrirgjöf frá vinstri, finnur Shainu sem kemst í boltann í baráttunni við Gwendolyn en Monica ver vel í markinu og heldur boltanum.
Eyða Breyta
38. mín
Margrét gerir vel, á fyrirgjöf en Bryndís er vel staðsett og kemur boltanum í burtu.
Eyða Breyta
37. mín
Hildigunnur með álitlegan sprett en Hannah stöðvar hana við vítateig Tindastóls.
Eyða Breyta
35. mín

Aldís María skoraði markið
Eyða Breyta
34. mín
Hildigunnur með flottan sprett, fer framhjá Laufeyju og á fyrirgjöf en María Dögg nær að hreinsa.
Eyða Breyta
33. mín
Hannah með spyrnuna inn á teiginn en FH gerir vel og gestirnir ná að hreinsa.

Fín skyndisókn og Elísa Lana reynir stungusendingu en hún er aðeins of löng fyrir Mackenzie og Monica handsamar boltann í annarri tilraun.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Arna Eiríksdóttir (FH)
Murielle snýr Örnu af sér, Arna rífur í Murielle og fær verðskuldað gult spjald.
Eyða Breyta
32. mín
FH í álitlegri stöðu en Tindastólskonur fjölmenna í kringum Shainu á boltanum og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
31. mín
Mackenzie með skot hægra megin úr teignum með vinstri fæti. Það fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
29. mín MARK! Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll ), Stoðsending: Murielle Tiernan
Fyrsta markið!!!
Murielle með geggjaða stungusendingu, Heidi spilaði Aldísi Maríu réttstæða, Aldís kemst í boltann á undan nöfnu sinni í marki FH, fer framhjá henni og nær skoti sem fer í stöngina og inn. Vel klárað, færið nokkuð þröngt!

Fyrsta mark Tindastóls í sumar!
Eyða Breyta
28. mín
Vigdís braut á Murielle úti hægra megin.

Hannah tók aukaspyrnuna en Vigdís skallaði boltann í burtu þegar hann kom inn á vítateiginn.
Eyða Breyta
26. mín
Shaina reynir fyrirgjöf en María Dögg lokar á hana. Ég hélt þetta hefði átt að vera horn en hefur sennilega farið aftur í Shainu og svo aftur fyrir.
Eyða Breyta
25. mín
Hendi?
Elísa Lana með skot sem fer í höndina á Maríu Dögg. Höndin eiginlega alveg upp við líkamann og auk þess var María fyrir utan teig sýndist mér.

Shaina reyndi svo skot fyrir utan teig en það fór yfir mark Tindastóls.
Eyða Breyta
24. mín
Aftur er Gwendolyn vel staðsett, Mackenzie reynir skot en Gwendolyn fær boltann í sig.
Eyða Breyta
23. mín
Hildigunnur fer hálfa leið framhjá Laufeyju, lætur vaða en Gwendolyn skallar skotið frá.
Eyða Breyta
21. mín
Murielle stígur Vigdísi Eddu út og reynir að finna Hugrúnu í hlaupinu inn á teignum. Boltinn of innarlega og Aldís handsamar boltann. Vigdís lá aðeins eftir en er staðin upp og heldur áfram.


Murielle
Eyða Breyta
20. mín
Murielle gerir frábærlega en Aldís lokar!
Murielle leikur sér að Heidi, fer framhjá henni og á snertingu inn á teiginn, sú snerting kannski aðeins of þung, Aldís nær að koma vel á móti og nær að loka vel á skotið sem Murielle reyndi.


Eyða Breyta
19. mín
Elísa Lana reynir aftur skot fyrir utan teig en nú er það framhjá. Þjálfarar FH ánægðir með áræðnina.
Eyða Breyta
18. mín
Elísa Lana með skot en beint á Monicu
Skot fyrir utan teig.


Eyða Breyta
16. mín
Aldís María með tilraun en Berglind er alveg ofan í henni og lokar á skotið. Álitlegt upphlaup hjá Tindastóli en vantaði herslumuninn í að verða að dauðafæri.
Eyða Breyta
14. mín
Margrét Brynja að byrja leikinn vel, hún og Hildigunnur duglegar að skipta á stöðum úti hægra megin. Kom boltanum fyrir en enginn FHingur klár í lausa boltann.

Heyrðist frá FH bekknum að menn þar vildu sjá sína leikmenn ákveðnari í að komast í boltann.
Eyða Breyta
13. mín
Berglind brýtur á Aldísi Maríu við miðlínu, brot sem hefði mögulega verið gult í seinni hálfleik. Stoppaði Aldísi á sprettinum.
Eyða Breyta
12. mín
Hildigunnur með áhugaverða tilraun til að gefa boltann fyrir, þrumaði í boltann og boltinn aldrei líklegur til að finna samherja.
Eyða Breyta
10. mín
Margrét Brynja finnur Hildigunni hægra megin í teignum en Laufey verst vel og stöðvar fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
8. mín
Frábær sprettur
Margrét Brynja með frábæran sprett úti hægra megin, kemst inn á teiginn, finnur Shainu en skotið hennar er frekar lélegt og fer framhjá.
Eyða Breyta
3. mín
FH
Aldís
Colleen - Arna - Heidi - Berglind
Vigdís
Hildigunnur - Margrét - Shaina - Elísa
Mackenzie
Eyða Breyta
2. mín
Tindastóll
Monica
María - Bryndís - Gwendolyn - Laufey
Hrafnhildur - Hannah
Aldís - Rakel - Hugrún
Murielle
Eyða Breyta
1. mín
Elísa Lana með fyrstu tilraun leiksins, skot fyrir utan teig eftir sprett frá Hildigunni. Skotið yfir mark Tindastóls.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH byrjaði með boltann

Eyða Breyta
Fyrir leik
Donni sagði í viðtali fyrir leik að Tindastóll ætlaði að loka á uppspil frá vinstri hafsent FH liðsins.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Helena Ólafsdóttir lýsir leiknum sem sýndur er á rás Besta deildin 2 í áskriftarpakka Stöðvar 2 Sports.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómararnir
Reynir Ingi Finnsson er með flautuna. Hann er fyrrum leikmaður KB í Breiðholti.
Sigurður Schram er AD1 í leiknum.
Og Þórarinn Einar Engilbertsson er AD2.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin opinberuð
Hjá Tindastóli er ein breyting á byrjunarliðinu frá 0-3 tapinu gegn Breiðabliki. Laufey Harpa Halldórsdóttir, sem er á láni frá Breiðabliki, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Melissu Garcia sem tekur sér sæti á bekknum. Sara Líf Elvarsdóttir (2005) dettur úr hópnum fyrir Laufeyju.

Hjá FH er einnig ein breyting frá síðasta leik, sem tapaðist 2-0 gegn Val. Valgerður Ósk Valsdóttir tekur sér sæti á bekknum og inn kemur Arna Eiríksdóttir. Vigdís Edda Friðriksdóttir, sem uppalin er á Króknum, er í byrjunarliði FH. Birna Kristín Björnsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Harpa Helgadóttir voru á bekknum í síðasta leik en eru ekki með í dag. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Esther Rós Arnarsdóttir koma inn í hópinn ásamt Örnu.


Laufey Harpa
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi leikur færður út af úrslitaeinvíginu í körfunni
Þegar Besta deildin er skoðuð sést að leikurinn var færður fram um tvo dag, átti upprunalega að fara fram á þriðjudag. Ástæða breytingarinnar er sú að Tindastóll er að mæta Val í öðrum leik liðanna í úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Sá leikur fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á þriðjudagskvöld.

Svo það sé tekið fram er Tindastóll þar yfir, 1-0, eftir sigur á heimavelli Vals í gær. Textalýsari sá að Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta, var á meðal áhorfanda.

Króksarar fjölmenntu á leikinn í gær, vonandi verður vel mætt á þennan leik í dag. Þrjú dýrmæt stig í boði!

Af Tindastóll.is:
Upphaflegur leikdagur var þriðjudagurinn 9. maí kl. 19:15 en breyta þurfti leiktímanum vegna áreksturs við annan leik Tindastóls og Vals í körfunni. Nýjung er þetta árið að Stöð2 Sport sýnir beint frá öllum leikjum í Bestu deild kvenna og ekki var til búnaður né lausar stöðvar til að sýna frá leiknum á þriðjudaginn.

Knattspyrnudeildin hvetur alla til að fjölmenna á völlinn á sunnudaginn og styðja við stelpurnar. Heitt verður á könnunni og mun þriðji flokkur kvenna standa vaktina í sumar í sjoppunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Króksarinn spáir heimasigri
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram sem spilar í Lengjudeildinni, er spámaður umferðarinnar í Bestu kvenna. Hann spáir Tindastóli sigri í markaleik. Óskar er frá Sauðárkróki og var annar af þjálfurum liðsins sumarið 2021.

Tindastóll 3 - 2 FH
Markaleikur á Sauðárkróki. FH mun komast 2-0 yfir með mörkum frá Mackenzie og Elísu Lönu. Fyrirliði heimastúlkna mun skora sitt fyrsta mark í efstu deild eftir hornspyrnu og kemur Tindastóli aftur í leikinn. Murielle Tiernan mun síðan taka yfir og klára leikinn fyrir Stólana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Arna Eiríksdóttir snýr líklega aftur í hóp FH
Arna Eiríksdóttir, lánskona frá Val hjá FH, var ekki í hópnum þegar FH heimsótti Val í 2. umferðinni. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði að FH hefði ekki spurt sig hvort Arna mætti spila leikinn - og gaf ekki uppi hvert hans svar hefði orðið ef spurningin hefði komið. Venjan er að lánsleikmenn spili ekki gegn liðinu sem þeir eru samningsbundnir, en hægt er að semja um annað.

Arna er tvítugur hafsent sem lék með Þór/KA á láni í fyrra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nýliðaslagur
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í textalýsingu frá leik Tindastóls og FH í 3. umferð Bestu deildar kvenna. Lýsingin verður byggð á útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum.

Um er að ræða þriðja heimaleik Tindastóls í röð, liðið skipti á heimaleikjum við Breiðablik í 2. umferðinni. Á sama tíma er þetta þriðji útileikur FH. Tindastóll og FH eru nýliðar í Bestu, komu upp úr Lengjudeildinni síðasta haust; FH vann deildina og Tindastóll endaði stigi á eftir. Tindastóll tók einungis eitt tímabil í næst efstu deild en FH féll úr efstu deild haustið 2020.

Tindastóll er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en FH er án stiga. Tindastóll á eftir að skora mark í sumar en FH hefur gert eitt mark, en hins vegar fengið á sig sex.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir
7. Berglind Þrastardóttir ('62)
10. Shaina Faiena Ashouri
14. Mackenzie Marie George
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('77)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('62)
20. Heidi Samaja Giles
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('77)
33. Colleen Kennedy ('62)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('62)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('62)
18. Sara Montoro ('62)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('77)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('77)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Liðstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson

Gul spjöld:
Arna Eiríksdóttir ('32)
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('74)

Rauð spjöld: