
laugardagur 13. maí 2023 kl. 16:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Hellirigning og völlurinn lítur ekki vel út.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Oliver Sigurjónsson








Varamenn:

Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Breiðablik vinnur sinn fjórða leik í röð! KR lét Íslandsmeistarana svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í dag, en það hafðist hjá gestunum úr Kópavogi!
Eyða Breyta
Jason Daði vinnur aukaspyrnu.
Stefnir í fimmta tap KR í röð og fimmta leikinn án marks!
Eyða Breyta
Blikar kalla eftir spjaldi á Finn Tómas fyrir að rífa Klæmint niður. Lykt allavega af spjaldi.
Eyða Breyta


Síðasta skipting Blika.
Eyða Breyta
Breiðablik á aukaspyrnu úti á hægri vængnum. Simen liggur eitthvað eftir og KRingar nýta tækifærið til að funda úti við hliðarlínu með þjálfurunum.
Eyða Breyta
MAAARK!
Algjörlega geeeegggggjaaaað mark!!!!
Frábær sprettur úti hægra megin og inn á miðjuna hjá Jasoni Daða. Hann svo finnur Höskuld sem á sendingu inn á Klæmint sem finnur Gísla sem sendir á Höskuld sem færir boltann aftur á Gísla í hlaupinu, Gísli á svo frábært skot í fjærhornið með vinstri. Geðveikt skot og geggjuð sókn.
Smá spurningarmerki á varnarleik KR í þessu marki, kannski aðallega á Jóhannes Kristinn sem fer ekki alla leið í návígið við Gísla þegar hann lét vaða.
Eyða Breyta


Fyrsta skipting KR.
,,Hann kom frá Bologna, og hann hatar Val" syngja KRingar.
Eyða Breyta
Olav Öby reynir skot en það fer yfir mark Breiðabliks. Anton Ari lítið stressaður yfir þessu.
Eyða Breyta
Kristinn Jónsson tæklar í boltann en vill meina að boltinn hafi farið af Jasoni og aftur fyrir. Hornspyrna samt dæmd.
10-2 í hornspyrnum talið.
Eyða Breyta


Kópavogur gerir breytingu segir vallarþulurinn.
Eyða Breyta
Höskuldur vinnur hornspyrnu fyrir Blika.
Spyrnan tekin stutt, Höskuldur á Jason sem gefur á Oliver sem lætur vaða. Skotið hátt yfir.
Eyða Breyta
Mikið rétt. Menn verða að taka þetta á kassann. Það dugar ekki að væla endalaust. Það bara skemmir. Að öðru leyti bara sáttur.
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 13, 2023
Eyða Breyta
Braut á Ágústi Hlynssyni á sprettinum.
Finnst Erlendur hafa dæmt þetta vel til þessa!
Eyða Breyta
Núna flautar Erlendur brot á KRinga og þeir eru ekki sáttir. Sigurður Bjartur fór aðeins í Arnór Svein.
Eyða Breyta
Kiddi leikur á Jason Daða en kemst ekki framhjá Arnóri sem ýtir aðeins í sinn fyrrum liðsfélaga. Ekkert dæmt, smá lykt en þurfti ekkert endilega að vera flaut.
Eyða Breyta
Blikar fá aukaspyrnu úti hægra megin.
Oliver tekur spyrnuna en boltinn fer beint í hendurnar á Simen. Ekki góð spyrna.
Eyða Breyta
Jason með skemmtilegan sprett en missir boltann að lokum of langt frá sér og Finnur kemst í boltann.
Eyða Breyta
Kristinn Jónsson stígur inn í Arnór Svein sem fellur niður og Erlendur dæmir aukaspyrnu. Blikar vildu fá hagnað þar sem þeir héldu boltanum.
Eyða Breyta


Höskuldur joggar út í vinstri bakvörðinn. Alexander kemur inn á miðsvæðið.
Eyða Breyta
Kennie missir fótana á vellinum og Blikar í álitlegri stöðu í skyndisókn, Andri Rafn rennur svo líka aðeins þannig KRingar fá ekki árás á sig.
Eyða Breyta
Andri Rafn reynir skot en það fer vel framhjá. Atli fer í hann í skotinu og Andri liggur aðeins eftir. Atli þarf að passa sig en það var svo sem ekki mikið í þessu staka atviki fannst mér.
Eyða Breyta
Er það minn eða þinn sjóhattur? Vatnsveður í Vesturbænum. pic.twitter.com/G5q1wReASs
— Henry Birgir (@henrybirgir) May 13, 2023
Eyða Breyta
Færi!
Vel spilað hjá KR, komast einhvern veginn upp að endalínu vinstra megin, Kristinn reynir að finna nafna sinn Jóhannes á fjærstönginni og tekst það. Jóhannes kemst í boltann en boltinn fer af honum og fór framhjá marki Blika.
Eyða Breyta
Höskuldur gerir vel úti hægra megin, kemur boltanum áfram á Gísla sem lætur vaða en skotið fer talsvert framhjá marki KR.
Eyða Breyta
Jason Daði vinnur aukaspyrnu við vítateig KR. Sigurður Bjartur ekki sáttur við að brotið var dæmt.
Finnur Tómas skallar fyrirgjöfina frá Oliver í burtu.
Eyða Breyta
Mesta umræðan er um völlinn enda ekkert að gerast í leiknum
Bö eflaust að gera sitt besta, en hvað er að sjá völlinn ?!
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 13, 2023
Væri móðgun við kartöflugarða að kalla þetta kartöflugarð#bestadeildin#fotboltinet
Eyða Breyta
Breyta þessu nafni í Drulluvellir!#fotboltinet
— asgeirhg (@asgeirhg) May 13, 2023
Eyða Breyta
Mýrarboltinn í Vesturbænum leikur KR og Breiðablik í fullum gangi. @BreidablikFC @KRreykjavik @bestadeildin @bestaeng #fotboltinet pic.twitter.com/JDXvs9Cw48
— Kristinn Steinn Traustason (@Kidditr) May 13, 2023
Eyða Breyta
Maggi Bö right now pic.twitter.com/JLpRa8LWx1
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 13, 2023
Eyða Breyta
Nokkuð leiðinlegum hálfleik lokið
Gæti eflaust notað sterkara orð, bókstaflega ekkert að frétta.
Eyða Breyta
Brýtur á Stefáni Inga sem hélt boltanum vel og skýldi honum. Stefán þarf smá tíma til að jafna sig en er kominn á lappir.
Eyða Breyta
KRingar vilja fá hendi á Arnór Svein sem fékk boltann í sig. Ekkert inn í teig eða neitt, erfitt að meta hvort þetta var hendi héðan. Um að gera samt að biðja um hendi.
Eyða Breyta
Gísli keyrir í bakið á Kennie út við endalínu og er dæmdur brotlegur. Hann fær orð í eyra frá Erlendi en ekkert spjald á loft.
Eyða Breyta
Algjörlega misheppnuð spyrna frá Höskuldi sem fer beint aftur fyrir. Stuðningsmenn KR syngja að þeir vilja meira af þessu frá Blikum.
Eyða Breyta
Ágúst með fyrirgjöf sem Kennie skallar aftur fyrir.
Áttunda hornspyrna Breiðabliks staðreynd.
Eyða Breyta
Stefán Ingi með skottilraun með vinstri úr teignum. Fínasta skot en það fer yfir mark hjá KR.
Eyða Breyta
Hætta í kjölfar hornsins, Damir reynir bakfallsspyrnu og atgangur inn á teignum.
Blikar fá aðra hornspyrnu.

Eyða Breyta
Braut af sér, sýndist það vera Gísli sem fékk spark frá Kennie þegar hann gaf boltann út á kantinn, hagnaður veittur og svo fór spjaldið á loft áður en Blikar tóku hornið.


Eyða Breyta
Hætta
Stefán Ingi reynir að finna samherja inn á teignum, boltinn fer í Jóhannes Kristinn sem átti ekki von á því, boltinn fer rétt framhjá og Breiðablik á horn.
Eyða Breyta
Eins og kannski sést á þessari lýsingu hefur leikurinn ekki verið mjög tilþrifamikill.
Eyða Breyta
Öby með spyrnuna, Finnur Tómas flikkar með fætinum, Ægir nær ekki skalla á markið og Jóhannes Kristinn hittir boltann svo illa og skotið langt framhjá.
Eyða Breyta
Arnór Sveinn eitthvað að gaufa, Sigurður Bjartur hirðir boltann af honum og Arnór þarf að gefa horn.
Eyða Breyta
KR fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
Öby með spyrnuna, fínt bolti og sýndist það vera Ægir sem átti skallann.
Boltinn framhjá, KR-ingar vildu fá annað horn en fengu ekki.
Eyða Breyta
Andri Rafn reynir langskot í kjölfar hornspyrnunnar, aldrei líklegt en tilraunin skemmtileg.
Föstu leikatriðin ekki verið að gefa í byrjun.
Eyða Breyta
Oliver gerir vel, vinnur boltann á miðsvæðinu og á svo fyrirgjöf úti hægra megin. Boltinn í varnarmann KR og Breiðablik á hornspyrnu.
Eyða Breyta
Arnór reynir að finna Jason í gegn en Finnur er vel á verði og hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
Atli með aukaspyrnu, hár bolti inn á teig sem Anton Ari grípur. Þægilegt að verjast þessu.
Eyða Breyta
Margir sem það hafa það verra en ég , verður bara nóg að gera í vinnunni í næstu viku
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) May 13, 2023
Eyða Breyta
Erlendur dæmir ekkert þegar Ágúst Hlynsson fer niður úti við hliðarlínu. Allt í lagi að láta svona atvik í friði. Ágúst að leitast eftir snertingunni frá Jóhannesi.
Alvöru sprettur hjá Ágústi samt.
Eyða Breyta
Andri Rafn rennir sér í boltann og Kennie lendir í því að hans hlaup klárast á tæklingu Andra. Ekki brot eða neitt en sennilega ekki þægilegt.
Eyða Breyta
Vorkenni engum manni meira í dag en Magga Bö vallarstjóra á Meistaravöllum. #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) May 13, 2023
Eyða Breyta
KR verst hornspyrnunni vel, eins og áðan, Simen grípur svo næstu fyrirgjöf frá Höskuldi.
Eyða Breyta
Andri Rafn reynir skot en Jakob Franz skallar í burtu, held allavega að þessi hefði farið ansi nálægt markhorninu ef Jakob hefði hleypt boltanum áfram.
Breiðablik hélt sókninni áfram og fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
KR fékk aukaspyrnu einhverjum tíu metrum fyrir utan vítateig Breiðabliks. Olav Öby reynir skot en það fer beint á Anton sem heldur boltanum.
Eyða Breyta
Breiðablik
Anton
Arnór - Damir - Viktor
Höskuldur - Oliver - Andri
Gísli
Jason - Stefán - Ágúst
Eyða Breyta
Flóki skallar hornspyrnu Höskulds í burtu. Sókn Blika heldur áfram, Höskuldur finnur Arnór inn á teignum en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
Eyða Breyta
Jóhannes Kristinn stígur Ágúst Hlynsson út en er dæmdur brotlegur. Breiðablik fær aukaspyrnu út við endalínu við vítateig KR.
Eyða Breyta
KR
Simen
Kennie - Jakob - Finnur
Jóhannes - Olav - Kristinn
Ægir
Atli - Flóki - Sigurður
Eyða Breyta
Heimamenn í svart hvítu byrja með boltann. Olav með upphafssparkið.
Eyða Breyta
Liðin ganga út á völlinn. Vallarþulurinn talar um gestina úr Digranesi, áhugavert.
Eyða Breyta
KR einungis unnið 3 af síðustu 12 deildarleikjum
Sturluð staðreynd, einn af fyrstu sex á þessu tímabili og tvo af síðustu sex á síðasta tímabili.
Eyða Breyta
Völlurinn sýnilega verri
Ég kom í vesturbæinn áður en leikmenn fóru að hita upp á vellinum. Hann er sýnilega verri eftir að menn fóru að hita upp.
Eyða Breyta
Varð Íslandsmeistari með KR

Arnór Sveinn er uppalinn Bliki en var leikmaður KR síðustu tímabil. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019 og bar einnig fyrirliðabandið á tímabili. Hann söðlaði um í vetur og gekk í raðir Breiðabliks.
Eyða Breyta
Sá markahæsti byrjar
Stefán Ingi Sigurðarson er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með sex mörk, tvöfalt meira en KR hefur skorað í sumar. Stefán er í byrjunarliðinu hjá Blikum.

Eyða Breyta
Hellirigning
Það er hellirigning í vesturbænum, dökkt yfir og sjö gráðu hiti.
Eyða Breyta
Byrjunarliðin opinberuð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði. Jakob Franz og Jóhannes Kristinn koma inn í liðið. Jakob er að snúa til baka eftir leikbann.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu byrjunarliði. Davíð Ingvarsson og Klæmint Olsen taka sér sæti á bekknum. Inn koma Andri Rafn, Ágúst Eðvald, Arnór Sveinn og Oliver Sigurjónsson.
Eyða Breyta
Dómarateymið

Erlendur Eiríksson er með flautuna í leiknum, Kristján Már Ólafs og Eðvarð Eðvarsson eru aðstoðardómarar, Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ og Einar Ingi Jóhannsson er fjórði dómari.
Eyða Breyta
Valdimar spáir
Stórsöngvarinn, leikarinn og Keflvíkingurinn Valdimar Guðmundsson spáir í leiki umferðarinnar. Valdimar er í sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnd er í Tjarnarbíói.
KR 0 - 3 Breiðablik (í dag 16:00)
Við í Keflavík höfum aldrei verið neitt voðalega hrifnir af KR-ingum og því get ég ekki annað en spáð því að Breiðablik taki þá í kennslustund í þessum leik. Sorrí Starki, lovjú samt.

Sorrí Starki
Eyða Breyta
Fjórir í banni
Fjórir leikmenn taka út leikbann í leiknum vegna fjögurra gulra spjalda í sumar. Það eru tveir úr hvoru liði: Anton Logi Lúðvíksson og Viktor Karl Einarsson hjá Blikum og Aron Þórður Albertsson og Theodór Elmar Bjarnason hjá KR.

Eyða Breyta
Fleiri fréttir af Breiðabliki - Hrikaleg tíðindi af Patrik
„Þurfum að spila miklu, miklu, miklu, miklu betur"
Patrik Johannesen með slitið krossband
Patrik um meiðslin alvarlegu: Auðvitað eru þetta hræðilegar fréttir
Dagsetning komin á aðgerð Patriks

Eyða Breyta
Breiðablik harkaði út sigur gegn Fylki
Breiðablik vann 1-2 útisigur gegn Fylki á Würth vellinum í síðustu viku. Frammistaða Íslandsmeistaranna var ekki sannfærandi en sigur vannst og fengu Blikar stigin þrjú. Sjálfmark undir lok leiks reyndist sigurmark Breiðabliks.
Breiðablik er í 3. sæti deildarinnar eftir sex umferðir með fjóra sigra og tveir leikir hafa tapast.
Óskar Hrafn ósáttur: Veldu einn þátt leiksins og við vorum ekki góðir í honum https://t.co/8oJl8QTG3i
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 8, 2023
Eyða Breyta
Óskar Hrafn ræddi um völlinn
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tjáði sig um völlinn í viðtali á Bylgjunni í dag.
Af Vísi:
Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út.
„Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“
Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið.
„Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við.

Eyða Breyta
Völlurinn
Leikurinn er fyrsti leikur karlaliðs KR á Meistaravöllum. Kvennalið félagsins lék á vellinum í gær þegar Fylkir kom í heimsókn í Lengjudeildinni.
Ég ræddi við Magnús Val Böðvarsson, vallarstjóra KR, í vikunni. Athyglisvert viðtal sem nálgast má hér að neðan.
Meistaravellir frumsýndir á laugardag - „Gjörsamlega hörmulegur vetur" https://t.co/jGeK1BhJmP
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 10, 2023
Eyða Breyta
Fleira tengt síðasta leik hjá KR og stöðu liðsins
Stefán Árni Hefur ekki æft með okkur að neinu ráði frá því í febrúar
Formaðurinn vill ekki tjá sig um stöðu Rúnars
Mikael Nikulásson: Væri búið að reka alla aðra þjálfara
KR-ingar segjast hafa „setið algjörlega eftir" hjá Reykjavíkurborg
Kjartan feginn að vera ekki í veseninu hjá KR

Eyða Breyta
KR tapaði 5-0
Í síðustu umferð tapaði KR 5-0 gegn Val í nágrannaslag, yfirvöltun hjá Valsmönnum. KR er einungis með fjögur stig eftir sex leiki og situr í tíunda sæti deildarinnar.
Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, var spurður út í sína stöðu eftir leikinn.
Rúnar Kristinsson var spurður út í stöðu sína í viðtali við #Fotboltinet eftir leik í gær https://t.co/3EymjsJnfM
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 8, 2023
Eyða Breyta



Varamenn:



Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: