Kaplakrikavöllur
miðvikudagur 17. maí 2023  kl. 19:15
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 307
Maður leiksins: Jóhann Ægir Arnarsson
FH 2 - 1 Njarðvík
1-0 Jóhann Ægir Arnarsson ('30)
2-0 Steven Lennon ('49)
2-1 Marc Mcausland ('58)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon
8. Finnur Orri Margeirsson ('71)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('71)
26. Dani Hatakka
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('31)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('71)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('71)
9. Kjartan Henry Finnbogason
16. Hörður Ingi Gunnarsson
18. Kjartan Kári Halldórsson ('31)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson

Liðstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Sigurvin Ólafsson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
90. mín Leik lokið!
FH verður í pottinum í 8 liða!
FH fer með sigur af hólmi og verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit!


Eyða Breyta
90. mín
Frábær fyrirgöf fyrir mark FH sem Oliver Kelaart tekur niður en Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér!
Eyða Breyta
90. mín
Njarðvíkingar eru að henda öllu fram. Spurning hvort það muni skila sér eða mögulega koma í bakið á þeim.
Eyða Breyta
90. mín
Flott sending inn á teig FH þar sem Arnar Helgi á skalla að marki en Sindri Kristinn grípur.
Eyða Breyta
90. mín
Nú fer hiver að verða síðastur fyrir Njarðvíkinga að koma þessu í framlengingu.
Eyða Breyta
90. mín
Við fáum +5 í uppbót!
Eyða Breyta
88. mín
Vel spilað hjá FH! Gyrðir er þræddur upp hægri vænginn og kemur með boltann fyrir á Kjartan Kára sem tekur hann í fyrsta en skotið framhjá.
Eyða Breyta
87. mín
Það er smá hiti að færast í þetta. Smá æsingur og kærlausar tæklingar.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Joao Ananias Jordao Junior (Njarðvík)

Eyða Breyta
84. mín
Njarðvíkingar ískaldir að spila sig úr pressu. Robert Blakala tekur létta gabbhreyfingu.
Eyða Breyta
80. mín
Rafael Victor hefur oft átt betri leiki en hann er að sýna í dag.
Eyða Breyta
79. mín Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík) Hreggviður Hermannsson (Njarðvík)

Eyða Breyta
77. mín
FH að ógna, Ástbjörn finnur Steven Lennon í teignum en ná ekki að koma skoti á markið.
Eyða Breyta
75. mín
Gott skot frá FH en Robert Blakala ver vel!
Eyða Breyta
71. mín Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Finnur Orri Margeirsson (FH)

Eyða Breyta
71. mín Ólafur Guðmundsson (FH) Davíð Snær Jóhannsson (FH)

Eyða Breyta
70. mín Oliver Kelaart (Njarðvík) Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)

Eyða Breyta
66. mín
Þetta mark er klárlega kraftur í segl Njarðvíkinga en FH eru virkilega þéttir fyrir. Sindri Kristinn búin að þurfa vera sweeper núna í tvígang þegar Njarðvíkingar hafa reynt að lauma boltanum á bakvið vörnina.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)
Brýtur á Loga Hrafn.
Eyða Breyta
60. mín
FH vill vítaspyrnu en Ívar Orri lætur ekki blekkjast.
Eyða Breyta
58. mín MARK! Marc Mcausland (Njarðvík), Stoðsending: Oumar Diouck
NJARÐVÍK MINNKAR MUNINN!
Oumar Diouck á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Tekur sjálfur hornspyrnuna og finnur Marc McAusland í teignum sem skorar sitt fjórða mark í bikarnum þetta árið!


Eyða Breyta
54. mín
Það eru FH sem eru að hóta þriðja markinu! Finnur Orri með skot rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
49. mín MARK! Steven Lennon (FH)
FH TVÖFALDAR!
Kjartan Kári með frábæra fyrirgjöf á kollinn Davíð Snæ sýndist mér það vera sem á frábæran skalla að marki sem Robert Blakala ver stórkostlega en því miður fyrir hann og Njarðvík var það Steven Lennon sem var fyrstur að átta sig og potar boltanum yfir línuna!


Eyða Breyta
48. mín
FH með flott spil og Ástbjörn gerir virkilega vel og nær sendingu fyrir markið á Kjartan Kára en Alex Bergmann stöðvar hann.
Eyða Breyta
47. mín
Oumar Diouck með tilraun en laust og beint í fangið á Sindra Kristinn.
Eyða Breyta
46. mín
Njarðvík sparkar okkur af stað aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FH leiða í hálfleik!

Njarðvíkingar staðið vel í FH-ingum en gleymdu sér svolítið í hornspyrnunni sem FH kemst yfir. FH verið þéttir aftast.

Tökum okkur stutta pásu.
Eyða Breyta
43. mín
Njarðvíkingar eru að halda vel í boltann en eru ekki að ná að komast í gegnum þéttan varnarmúr FH.
Eyða Breyta
36. mín
Úlfur Ágúst nálægt því að bæta við fyrir FH!
Eyða Breyta
34. mín
Oumar Diouck ekki langt frá því að jafna! Kemst í frábært skotfæri en Sindri Kristinn gerir frábærlega!


Eyða Breyta
31. mín Kjartan Kári Halldórsson (FH) Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)

Eyða Breyta
30. mín MARK! Jóhann Ægir Arnarsson (FH), Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
FH KOMAST YFIR!!
Loksins góð spyrna frá FH sem er teiknuð á kollinn á Jóhanni Ægi sem var grunsamlega frír!

Eyða Breyta
29. mín
Vuk með skot sem sem Njarðvíkingar bjarga í horn, virðist brotið á honum í leiðinni,
Eyða Breyta
27. mín
Kenneth Hogg næstum búin að senda Oumar Diouck í gegn en Ástbjörn sér við því.
Eyða Breyta
25. mín
Hefur aðeins róast hérna síðustu mínútur.
Eyða Breyta
16. mín
Steven Lennon að komast í gott færi en Njarðvíkingar ná að koma tánni í boltann.
Eyða Breyta
15. mín
FH með hættulegan leik aftast en sleppa með það.
Eyða Breyta
14. mín
Finnur Orri fer illa með Joao Ananias en kemur boltanum ekki á samherja.
Eyða Breyta
13. mín
Arnar Helgi með lúmska tilraun eftir flotta pressu Njarðvíkur en yfir markið.
Eyða Breyta
11. mín
Það eru Njarðvíkingar sem eru að ógna þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
9. mín
Oumar Diouck reynir skot sem SIndri Kristinn grípur.
Eyða Breyta
8. mín
Luqman finnur Oumar Diouck sem keyrir á vörn FH og fær horn.

Hornspyrnan slök og FH verjast vel.
Eyða Breyta
7. mín
Njarðvíkingar að ógna á mörgum mönnum en FH eru að veiða þá í rangstöður.
Eyða Breyta
4. mín
Hornspyrnan slök Rafael Victor skallar frá á nærstöng.
Eyða Breyta
4. mín
FH fær fyrsta horn leiksins.
Eyða Breyta
2. mín
Oumar Diouck með flotta pressu og vinnur boltann af Jóhann Ægi en dæmdur brotlegur.
Eyða Breyta
1. mín
FH byrjar með boltann
Steven Lennon á upphafssparkið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið!
Ívar Orri Kristjánsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Eðvarð Eðvarðsson.
Arnar Þór Stefánsson verður á hliðarlínunni með skiltið góða og til taks ef eitthvað útaf bregður.
Gylfi Þór Orrason fær það verkefni að hafa eftirlit með störfum dómara hér í kvöld.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Samkvæmt gögnum af vef KSÍ hafa þessi lið einungis þrívegis mæst í sögu félagana í keppnisleik þar sem FH hefur tvívegis haft betur og einusinni hafa liðin skilið jöfn.

Þessi lið mættust í Mjólkurbikarnum 2021 í 32-liða úrslitum einmitt á Kaplakrikavelli þar sem heimamenn í FH höfðu betur með fjórum mörkum gegn einu.
Njarðvíkingar komust yfir með marki frá Bergþóri Inga Smárasyni áður en Milos Ivankovic varð fyrir því óláni að jafna leikinn fyrir FH með sjálfsmarki. Steven Lennon, Matti Villa og Guðmundur Kristjáns bættu svo við mörkum og þar við sat.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH var lánsmaður Njarðvíkur fyrri hluta síðasta tímabils í 2.deild þar sem hann sprakk út og átti stórkostlegt tímabil í grænu treyjunni.
Úlfur Ágúst spilaði 12 leiki í 2.deildinni fyrir Njarðvíkinga og skoraði í þeim 10 mörk og var burðarrás Njarðvíkinga fremst á vellinum ásamt Oumar Diouck þar sem þeir voru illviðráðanlegir saman og lögðu grunnin af frábæru tímabili Njarðvíkur síðasta sumars.



Úlfur Ágúst Björnsson hefur verið kraftmikill og flottur í treyju FH síðan hann snéri aftur úr láni og FH binda miklar vonir við hann.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið FH að 16-liða úrslitum
FH komu inn í keppnina í 32-liða úrslitum og drógust þar gegn Ægi frá Þorlákshöfn.
FH gerðu þar góða ferð til Þorlákshafnar og sóttu miðann í 16-liða úrslitin með flottum 1-3 sigri.

Mörk FH í Mjólkurbikarnum:

Kjartan Kári Halldórsson - 2 Mörk
Úlfur Ágúst Björnsson - 1 Mark


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið Njarðvíkur að 16-liða úrslitum
Njarðvíkingar byrjuðu í 1.umferð þar sem þeir fengu Hörð frá Ísafirði í heimsókn til Njarðvíkur.
Njarðvíkingar fóru með öruggann 4-0 sigur af hólmi og voru því í pottinum í 2.umferð þar sem þeir mættu Augnabliki í Kópavogi. Njarðvíkingar fóru í gegnum þá hindrun með 2-3 sigri og tryggðu sér um leið sæti í 32-liða úrslitum þar sem þeir fengu KFA, lið Mikaels Nikulássonar í heimsókn. Njarðvíkingar sýndu góða frammistöðu í þeim leik þar sem þeir fóru með 4-1 sigur af hólmi og tryggðu sig áfram í þennan leik gegn FH.

Mörk Njarðvíkur í Mjólkurbikarnum:

Rafael Victor - 3 Mörk
Marc McAusland - 3 Mörk
Kenneth Hogg - 2 Mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 1 Mark
Oumar Diouck - 1 Mark
Luqman Hakim Shamsudin - 1 Mark


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!
Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Njarðvíkur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla sem fram fer á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.



Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Hreggviður Hermannsson ('79)
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias Jordao Junior
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Rafael Victor
13. Marc Mcausland (f)
18. Luqman Hakim Shamsudin ('70)

Varamenn:
12. Walid Birrou Essafi (m)
6. Gísli Martin Sigurðsson ('79)
14. Oliver Kelaart ('70)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
20. Viðar Már Ragnarsson
22. Magnús Magnússon
25. Kristófer Snær Jóhannsson

Liðstjórn:
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Samúel Skjöldur Ingibjargarson
Arnar Hallsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Luqman Hakim Shamsudin ('61)
Joao Ananias Jordao Junior ('86)

Rauð spjöld: