Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍA
1
1
Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson '29
Sævar Atli Hugason '71
Hlynur Sævar Jónsson '94 1-1
22.05.2023  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 5-10 gráður og kaldur vindur. Völlurinn er fjarska fallegur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Yevgen Galchuk (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('87)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson
18. Haukur Andri Haraldsson ('59)
20. Indriði Áki Þorláksson
28. Pontus Lindgren
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('70)
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Hákon Ingi Einarsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('87)
10. Steinar Þorsteinsson ('59)
13. Daniel Ingi Jóhannesson ('70)
14. Breki Þór Hermannsson
22. Árni Salvar Heimisson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mario Majic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka. Skagamenn bjarga stigi hér í lokin og lokatölur 1-1.
94. mín MARK!
Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!! Hornspyrna frá hægri sem er sett inn á teiginn og boltinn er skallaður út og Arnleifur fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða og botlinn af Hlyni Sævari og í netið.

Þvílík dramatík!!!!
90. mín
Arnleifur Hjörleifsson Fær boltann fyrir utan og lætur vaða en boltinn rétt framhjá.

Skagamenn að setjas alvöru pressu á Aftureldingu hérna þessar síðustu mínútur.
87. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
86. mín
Steinar Þorsteinsson!!! Arnór Smára með geggjaðan bolta inn á Steinar Þorsteinsson sem sleppur í gegn og nær skoti en Yevgen ver frábærlega!

Dauðafæriii fyrir Skagan til að jafna leikinn hér!
84. mín
Pontus Lidgren tapar boltanum og Oliver Bjerrum kemst í boltann og keyrir inn á teiginn og á skot en boltinn lekur framhjá.

Dauðafærii!
82. mín
Arnór Smárason fær boltann við hliðarlínuna og á góðan bolta fyrir en Yevgen kemur út á móti og grípur boltann áður en Steinar Þorsteinsson kemst í hann.
81. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
79. mín
Ásgeir Frank að bjargar á línu! Boltinn kemur fyrir á Viktor Jónsson sem nær góðum skalla og boltinn á leiðinni í netið en Frankarinn er réttur maður á réttum stað og bjargar marki.
76. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
76. mín
Inn:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
75. mín
Arnór Smárason fær boltann inn á teignum en hittir ekki boltann og Afturelding kemur boltanum í burtu.

Eru Skagamenn að fara sækja í sig veðrið síðasta korterið og nýta sér það að vera einum fleiri inn á vellinum?
71. mín Rautt spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
BEINT RAUTT Á SÆVAR! Arnór Smárason vinnur boltann og keyrir í átt að marki Aftureldingar og Sævar neglir hann niður og leikmenn bruna beint að Sigurði Hirti.

Sigurður Hjörtur og aðstoðarmenn sýnir tóku sér smá tíma í þessa ákvörðun og ég held að þetta sé bara hárrétt en Sævar Atli fer harkalega í Arnór.
70. mín
Inn:Daniel Ingi Jóhannesson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
68. mín
Georg Bjarna með frábæran bolta inn á Arnór Gauta sem nær ekki skoti og reynir að finna Elmar Kára en boltinn í gegnum allt og í innkast.
67. mín
Afturelding skorar en flaggið á loft Ásgeir Marteinsson með hornspyrnu inn á teiginn og Elmar Kári nær skallanum inn á Arnór Gauta sem nær að setja boltann í netið en er flaggaður rangstæður.
66. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu.
64. mín
Ég er að reyna finna eitthvað til að skrifa en það er ekkert að gerast inn á vellinum þessa stundina.
59. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
57. mín
Gísli Laxdal fær boltann á miðjum vallarhelming Aftureldingar og lætur vaða á markið og Galchuk kýlir boltann afturfyrir.
56. mín
Jón Þór er alveg brjálaður niður á hliðarlínu og fær tiltal frá Sigurði.
52. mín
Viktor Jónsson fær boltann við vítateig Aftureldingar og vinnur hornspyrnu.

Lítið gerst hérna fyrstu sjö í seinni hálfleiknum.
46. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
BBB er hér spjaldaður eftir þrjátíu sekúndur af síðari hálfleik. Brýtur á Indriða Áka á miðjum velli.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Afturelding fer með 0-1 forskot inn í hálfleikinn!
45. mín
ÍA jafnaði leikinn en markið tekið af! Arnór Smárason fær boltann og keyrir inn á teiginn og rennir boltanum fyrir á Viktor Jónson sem setti boltann í netið en Viktor virðist hafa verið brotlegur inn á teignum í aðdragandanum.

Allir á vellinum fögnuðu þessu marki en Sigurður Hjörtur og hans menn voru svolítinn tíma að taka þetta mark af!
39. mín
YEVGEN GALCHUK!!! Jón Gísli Eyland fær boltann hægra megin og tekur boltann í fyrsta inn á teiginn þar sem Gísli Laxdal er en tekst ekki að setja boltann framhjá Yevgen sem ver frábærlega í tvígang.

Dauðafæriiii!
37. mín
Hlynur Sævar fær boltann upp hægri vænginn og tekur vel við boltanum og lyftir boltanum með vinstri fæti inn á teiginn beint á hausinn á Viktori sem á slakan skalla og boltinn beint á Yevgen.
34. mín
Ásgeir Marteins tekur aukaspyrnu við miðjuna inn á teiginn og Árni Marínó kemur út úr marki sínu og lendir á Arnóri Gauta og þeir liggja báðir eftir.
30. mín
ÁRNI MARÍNÓ Arnór Gauti sleppur skyndilega aleinn í gegn á móti Árna Marínó sem gerir frábærlega og lokar á Arnór Gauta.

Þarna áttu gestirnir að vera komnir í 2-0 en Árni kemur í veg fyrir það.
29. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!! Ásgeir Marteinsson tekur hornspyrnu frá hægri sem endar á fjærstönginni þar sem Arnór Gauti er og hælar hann í netið!

0-1 !
28. mín
Haukur Andri brýtur á Ásgeiri Marteins og Afturelding fær aukaspyrnu á góðum stað.

Ásgeir Marteinsson tekur spyrnuna sem Hlynur skallar í horn.
24. mín
Afturelding að fá sína fjórðu hornspyrnu hérna á stuttum tíma.

Ásgeir Marteinsson tekur hana fasta á markmanninn og Árni gerir vel og kýlir boltann aftur fyrir og Afturelding að fá enn einu hornspyrnuna.
21. mín
Ekkert að gerast! Það er ekki mikið um fótbolta hérna en bæði lið eru að gefa boltann frá sér trekk í trekk.

Mögulega eru vallaraðstæður eitthvað að spila inn í.
15. mín
Skagamenn halda meira í boltann hér síðustu mínútur án þess þó að ná að skapa sér færi.
9. mín
Gísli Laxdal fær boltann frá Hlyni Sævari og tekur hann með sér og á fyrirgjöf inn á teiginn en boltinn af Georg og í hendur Galchuk.
6. mín
FÆRI!! Bjartur Bjarmi fær boltann við miðjuna og setur hann upp í gott hlaup á Aron Elí sem setur hann inn í boxið þar sem Bjartur er mættur og á skot sem Árni Marinó ver.
1. mín
Jón Gísli fær boltann og á hættulega fyrirgjöf inn á teiginn sem Afturelding hreinsar í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Afturelding byrjar með boltann!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Ef þú vilt vera upp í sófa í kósy þá er leikurinn í beinni útsendingu
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Sigurður Hjörtur leiðir liðin til vallar og það styttist í upphafsflautið hér á Skaganum.

Það er kallt svo ef þú ert að hugsa um að skella þér á völlinn þá mæli ég með að þú klæðir þig vel.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarlið sín og má sjá þau hér til hliðanna.
Fyrir leik
Dómaratríóið Norðanmaðurinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Óli Njáll Ingólfsson og Magnús Garðarsson.


Fyrir leik
Afturelding Afturelding hefur byrjað þetta Íslandsmót af krafti og er liðið með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Liðið fór til Selfossar í fyrstu umferðinni og sigruðu 1-3. Í annari umferðinni fékk liðið Þór frá Akureyri í heimsókn og vann liðið dramatískan 1-0 sigur.


Fyrir leik
ÍA Heimamenn í Skaganum hafa kannski ekki byrjað mótið eins og þeir ætluðu sér en liðið situr á botni deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Liðið fékk Grindavík í heimsókn í fyrstu umferð í leik milli þeirra liða sem spáð voru efstu tveimur sætunum af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni og endaði sá leikur með 0-2 sigri Grindavíkur. Í annari umferðinni fór liðið vestur og heimsóttu Vestramenn í leik sem endaði 2-2.


Fyrir leik
Verið velkomin! Góðan og gleðilegan daginn og verið hjartanlega velkomin með okkur á Norðurálsvöllinn þar sem Skagamenn fá Aftureldingu í heimsókn í þriðju umferð Lengjudeildar karla.


Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('81)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('76)
13. Rasmus Christiansen
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('76)
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('81)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('76)
26. Hrafn Guðmundsson
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('76)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('46)

Rauð spjöld:
Sævar Atli Hugason ('71)