Leik lokið!
Vááááááá
Þá er þessum magnaða leik lokið. Ég á ekki til orð.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni til þín.
93. mín
Simen gefur Fylkismönnum horn!!!!!1
93. mín
Sóknin endar á skoti eða fyrirgjöf frá Óskari úti vinstra megin sem fer rétt framhjá!
92. mín
Fylkismenn eru í stanslausri sókn!
91. mín
4 mínútur sem Fylkir fá til þess að redda sér framlengingu!
91. mín
Olav tekur horn stutt á Theodór sem tekur skotið rétt framhjá
90. mín
Theodór fer út í horn að tefja og nær í hornspyrnu.
89. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir)
Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Allir fram!
89. mín
Luke með fyrirgjöf sem Sigurður skallar yfir
88. mín
Þeir bjarga á línu!
Orri bjargar á línu eftir skalla frá Sigurði! Boltinn fer síðan út á Luke sem á skot sem Ólafur ver í horn sem KR fær!
87. mín
Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Pirringsbrot
82. mín
SJÁLFSMARK!Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Ég veit ekkert hver skoraði en KR eru komnir yfir! KR-ingar voru að dæla boltum inn í teig Fylkismanna hægri vinstri. Fylkismenn ná ekki að hreinsa og á endanum fer boltinn á Jóhannes úti vinstra megin sem keyrir inn á teiginn og neglir honum fyrir. Þá myndast einhver algjör darráðardans og boltinn fór inn. Ég sá ekkir hver skoraði en mér sýndist það vera Orri sem fékk hann í sig og inn.
Í aðdraganda marksins ýtir Jóhannes í bakið á Arnóri Gauta sem liggur eftir niðri útaf vellinum og Fylkismenn vilja fá aukaspyrnu.
81. mín
Horn!
Luke Rae nælir sér í hornspyrnu!
79. mín
Jóhannes tekur skotið sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Annað horn sem KR á!
78. mín
KR fær hér horn þegar það er minna en korter eftir!
75. mín
MARK!Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Orri Sveinn Stefánsson
ÞEEEIIIRRRR JAAAFFNAAAA!!!!!
Oooogggg stúkan springur úr fögnuði hér í Árbænum! Orri kemur með sendingu frá miðjum velli fram á Pétur sem á samt eiginlega skilið að fá skráða á sig stoðsendinguna hér. Sendingin er ætluð Pétri sem lætur hann fara í gegnum klofið á sér og þá er Benedikt kominn einn í gegn. Benedikt klárar færið meistaralega og Simen alveg sigraður í markinu. Það er allt jafnt hér í Árbænum!
73. mín
Fylkir fær horn eftir að skot Óskars fer af varnarmanni og aftur fyrir
73. mín
Emil Ásmunds fær hann úti hægra megin og kemur með einhverskonar fyrirgjöf sem endar í skoti. Simen var dál.ítið framarlega í markinu og spurning hvort hann hafi séð markið hans Óskars á Hlíðarenda og ætlað að gera það sama
70. mín
Rangur!
Mikið klafs inn á vítateig KR-inga sem endar með dauðafæri sem Benedikt fær og klúðrar. Benedikt var hinsvegar fyrir innan.
69. mín
Benedikt Daríus finnur Emil rétt fyrir utan vítateig sem er aleinn. Emil tekur geggjað skot sem Simen ver í horn!
67. mín
Óskar fer yfir á hægri löppina rétt fyrir utan vítategi KR og tekur skotið sem fer yfir. Mjög ágæt tilraun
66. mín
Luke Rae var skyndilega einn inni í vítateig KR-inga og kemur með bolta fyrir markið og út í teig á Ægi Jarl sem á skotið hátt yfir.
65. mín
487 manns á leiknum í kvöld!
65. mín
KR-ingar hafa verið að stjórna leiknum eftir annað mark Fylkismanna. Miklir yfirburðir um þessar mundir
64. mín
Fylkismenn kærulausir á boltanum á sínum eigin vallarhelming. Benedikt með slaka sendingu niður til baka á Ólaf sem Sigurður er nálægt því að komast fyrir.
62. mín
Inn: Luke Rae (KR)
Út:Atli Sigurjónsson (KR)
61. mín
Geggjuð varsla!
Fylkismenn tapa boltanum inn í sínum eigin vítatei! Theodór Elmar fær hann úti vinstra megin og kemur með geggjaða fyrirgjöf á Atli sem skallar á markið en Ólafur ver frábærlega. Gerir upp fyrir mistökin sín í uppspili Fylkis
59. mín
Óskar er búinn að vera hreint út sagt magnaður í síðari hálfeik. Búinn að skapa helling af færum og meðal annars markið sem Pétur skoraði kom upp úr hans töktum.
55. mín
MARK!Pétur Bjarnason (Fylkir)
ÞEIR MINNKA MUNINN AFTUR!
Þeir hafa veirð að hóta þessu!
Þeir taka hornið stutt og það verður til mikið klafs inn á teig KR. Stuðningsmenn kalla eftir víti en fá ekkert. Síðan fer boltinn út á Óskar sem á geggjaðan sprett inn á teigin og kemur með skot með fram jörðinni sem Simen ver út í teig þar sem Pétur var. Pétur skorar síðan auðveldasta markið á ferlinum sínum, það get ég fullyrt.
55. mín
Óskar nær í aðra hornspyrnu fyrir Fylki
54. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
52. mín
Arnór Breki með ágætan bolta en finnur engan og KR skalla boltanum í burtu
51. mín
Óskar tekur skæri úti hægra megin og kemur með fyrirgjöf sem endar í skoti. Simen blakar þetta aftur fyrir og Fylkir fær horn
50. mín
Lítið um færi þessar fyrstu 5 mínútur síðari hálfleiks. Mikið um innköst og brot
48. mín
Þegar KR skoruðu fyrsta markið sitt í 479 mínútur...
46. mín
Jóhannes var geggjaður í fyrri hálfleik og skoraði mark.
46. mín
Leikur hafinn
KR-ingar koma okkur aftur í gang!
479 markalausar mínútur að baki!
45. mín
Hálfleikur
Og þá er kominn hálfleikur
Geggjaður fyrr hálfleikur að baki. Mörg færi og fjögur mörk. Það verður eflaust mikið rætt og ritað um þriðja mark KR sem var ansi áhugavert.
Sjáumst aftur eftir korter!
45. mín
Tæpur!
Arnór Breki með geggjaðan bolta inn á teiginn. Það verður til mikið klafs og boltinn fer á Benedikt sem nær ekki í boltann. Þarna munaði litlu að Fylkismenn minnkuðu muninn
45. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á ágætum stað
44. mín
MARK!Aron Þórður Albertsson (KR)
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
AFHVERJU FÉKK HANN EKKI AÐ KOMA INN Á?!
Fylkismenn eru brjálaðir og skiljanlega!
Orri og Jakob fara báðir útaf áðan vegna meiðsla og Jakob fær að koma inn á en ekki Orri. KR-ingar ná að spila sig upp völlinn einum manni fleiri og skora. Sýndist það vera Jóhannes Kristinn sem á fyrirgjöf með fram jörðinni á Aron sem skorar mjög auðvelt mark.
Allir leikmenn, áhorfendur og varamannabekkur Fylkis mótmæla harkalega í dómarann. Þetta var mjög skrítið atvik.
42. mín
Arnór Breki með frábæra fyrirgjöf úr aukaspyrnu á miðjum vellinum sem fer á Orra. Orri á ágætan skalla sem fer beint á Simen. Orri liggur hinsvegar eftir niðri og þarf aðstoð, það sama á við Jakob Franz
41. mín
Óskar Borgþórsson með tilraun utan að teig sem fer mjög hátt yfir.
40. mín
Boltinn fer út á Emil sem kemur með ágætis tilraun. Boltinn fer í varnarmann og KR ná að hreinsa.
37. mín
MARK!Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
ÞEIR MINNKA MUNINN!
Þessu átti ég ekki von á..
Sýndist þetta vera Finnur Tómas sem á mjög slæma sendingu á Jóhannes sem Benedikt kemst fyrir. Benedikt tekur síðan sturlað hlaup frá miðjum velli og í vítateig KR og leggur hann niður í fjær. Það virtist engin ætla að stoppa hann en engu að síður var þetta frábært hlaup og geggjuð afgreiðsla hjá Benedikt.
35. mín
Eiginlega copy/paste af öðru marki KR, nema núna henda Fylkismenn sér fyrir skotið sem Jóhannes tekur
34. mín
Jóhannes mjög líflegur. Hann fiskar horn fyrir KR!
33. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Kristján virðist hafa fengið eitthvað högg í aðdraganda marksins. Þarf að víkja.
30. mín
MARK!Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
ÞEIR SKORA AFTUR!
Jahérna hér...
Atli kemur með boltann fyrir og til verður mikið klafs inn á vítateig Fylkismanna. Boltinn er síðan hreinsaður í burtu en Jóhannes nær boltanum og tekur færið sitt með glæsibrag. Leggur hann niður í fjær, eittvað sem klikkar aldrei. Þetta mark er mjög verðskuldað.
30. mín
Litla björgunin!
Atli er skyndilega kominn einn í gegn á móti Ólafi og ætlar að hjóla í skotið þegar Axel kemur með geggjaða tæklingu og bjargar Fylki. KR fær horn!
29. mín
Tíðindalitlar mínútur
Ekki mikið um færi um þessar mundir. Bæði lið halda eitthvað í boltann og leita af opnunum en eins og ég segi, lítið um færi
23. mín
Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Fer í smá groddaralega tæklingu á Arnóri Gauta og fær verðskuldað gult spjald. Margir Fylkismenn kalla eftir öðrum lit
22. mín
Léleg fyrirgjöf hjá Arnóri sem fer beint í hliðarnetið.
21. mín
Annað sláarskot!
Emil með geggjað skot yfir Simen í marki KR en boltinn fer í slána og Jakob sparkar í sinn eigin leikmann og í horn sem Fylkir fær.
19. mín
MARK!Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
KR HEFUR SKORAÐ MARK!
Ægir Jarl fær allan tímann í heiminum og tekur hlaupið inn á vítateig Fylkis. Þer kemur hann með fyrirgjöf með fram jörðinni á Kristján sem skorar líklega auðveldasta markið sitt á ferlinum.
Fyrsta mark KR í 5 leiki!
17. mín
Benedikt Daríus með fínan sprett upp vinstri kantinn. Hann kemur með boltann fyrir sem Jakob nær að hreinsa í innkast.
16. mín
Olav Öby tekur hornið sem fer yfir allan pakkann og í markspyrnu
15. mín
Fylkismenn leita mikið yfir á hægri kantinn á Óskar sem hefur átt í erfiðleikum með að ná stjórn á boltanum þessar upphafsmínútur.
14. mín
Mikið klafs inni á vítateig KR sem endar með broti sem er dæmt á Fylki. Brotið á Simen í markinu
13. mín
Emil með ágætis tilraun sem fer af varnarmanni og í horn sem Fylkir á
12. mín
Theodór kemur með fyrirgjöf með fram jörðinni sem ratar á Kristján Flóka. Hann nær að teygja tánni í boltann og hann fer rétt framhjá. Hann var reyndar fyrir innan en KR-ingar eru allt í öllu núna
9. mín
Aftur í slána!
Núna kemur Theodór Elmar með geggjaða fyrirgjöf sem Kristján Flóki skallar yfir Ólaf og í slána. Ólafur í smá skógarhlaupi þarna! KR-ingar líklegri um þessar mundir.
7. mín
Olav Öby sendir á Kristján Flóka sem er kominn einn í gegn en AD1 flaggar
6. mín
Byrjunarliðin
Fylkir
Ólafur Kristófer
Arnór Gauti - Axel - Orri - Arnór Breki
Ragnar Bragi - Emil
Nikulás
Óskar - Pétur - Benedikt
KR
Simen
Kennie Chopart - Jakob - Finnur
Jóhannes - Aron - Olav - Ægir Jarl
Atli - Kristján - Theodór
3. mín
Sláarskot!
Atli kemur með geggjaða fyrirgjöf fyrir markið sem engin ætlar að hreinsa. Boltinn fer út á Theodór ELmar sem fer í skotið nema boltinn fer í slána og yfir. KR byrja með látum!
1. mín
Þetta er komið í gang!
Fylkismenn koma okkur í gang!
Fyrir leik
Óli Kalli og Birkir eru víst meiddir en Kristinn Jónsson er veikur heima. Rúnar Kristinsson sagði í viðtali við RÚV fyrir leik að KR myndu stilla upp í 3-4-3 leikkerfinu. Verður áhugavert að sjá.
Fyrir leik
Kristinn Jónsson veikur
Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á KR liðinu frá því í tapinu gegn Breiðabliki. Theodór Elmar, sem var í banni í gegn Blikum, og Aron Þórður Albertsson koma inn í lið KR en Kristinn Jónsson og Sigurður Bjartur þurfa að víkja. Sigurður Bjartur fer á bekkinn en Kristinn Jónsson er ekki í hóp.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í viðtali við RÚV fyrir leik að Kristinn er veikur.
Rúnar Páll, þjálfari Fylkismanna, gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Fram seinustu helgi. Pétur Bjarnason og Benedikt Daríus koma inn í Fylkisliðið fyrir Ólaf Karl Finsen og Birki Eyþórsson. Hvorki Ólafur né Birkir eru í hóp en þeir eru hvíldir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á!
Liðin ganga til búningsherbergja og gera sig klár fyrir slaginn!
Fyrir leik
Dómaratríóið!
Jóhann Ingi Jónsson stýrir flaututónleikunum í kvöld í Árbænum. Aðstoðarmenn hans í kvöld verða Bryngeir Valdimarsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Jóhann Ingi hefur dæmt allt að 16 Mjólkubikarsleiki og gefið samtals fjörtíu og þrjú gul spjöld í þeim leikjum. Hann hefur einu sinni þurft að reka mann af velli í bikarnum en einnig hefur hann dæmt tvær vítaspyrnur í þessum 16 leikjum.
Fyrir leik
Vesturbæingar sjálfum sér verstir
Það er óhætt að segja það að KR-ingar eru ekki sáttir með þessa byrjun á Bestu deildinni. Þeir eru á botni deildarinnar eftir 7 umferðir með fjögur stig og markatöluna 3-14. Það hefur ekkert lið skorað færri mörk eftir 7 umferðir og einnig hafa þeir ekki skorað fótboltamark í 450 mínútur. Einnig er þetta versta byrjun KR í efstu deild eftir 7 umferðir síðan 2007 þar sem þeir fengu eitt stig eftir 7 umferðir. Markatala KR í seinustu 5 leikjum er 0-13.
KR mætti Þrótti Vogum í 32-liða úrslitum Mjólkubikarsins og unnu þar 3-0 eftir að markalausan fyrri hálfleik. Olav Öby og Kennie Chopart skoruðu mörk KR í þeim leik en síðan varð Hreinn Ingi fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Fyrir leik
Fylkismenn að taka við sér
Fylkismenn unnu Fram í seinasta leik sínum í Bestu deildinni en þar á undan töpuðu þeir naumt gegn Braiðablik. Eftir sigur Fylkis á Fram fara þeir upp í níunda sætið en fyrir þann leik sátu þeir á botninum. 6 stig í 7 leikjum og með markatöluna 10-16 sem gerir Fylki að versta varnarliði deildarinnar ásamt Fram. Markahæstu leikmenn Fylkis í deildinni eru Benedikt Daríus og Ólafur Karl Finsen en þeir eru báðir búnir að skora þrjú mörk.
Fylkismenn unnu Sindra á Hornafirði í 32-liða úrslitum 4-2 en Sindramenn gáfu Árbæingunum mjög góðan leik. Markaskorarar Fylkis í þeim leik voru Óskar Borgþórsson, Ásgeir Eyþórsson og Frosti Brynjólfsson sem skoraði tvö. Óskar Borgþórsson er maður fólksins í Árbænum um þessar mundir.
Fyrir leik
Reykjavíkurslagur!
Heil og sæl ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin á Wurth völlinn í Árbænum þar sem Fylkir og KR mætast í lokaleik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.