Valur
0
0
Keflavík
21.05.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allskonar veðrátta en heilt yfir viðrar ágætleag til fótbolta
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 433
Maður leiksins: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Lúkas Logi Heimisson
19. Orri Hrafn Kjartansson
24. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
18. Þorsteinn Emil Jónsson
26. Eyþór Örn Eyþórsson
27. Dagur Óli Grétarsson
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn! Búið!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Keflavík lúðrar boltanum fram og Stefan Ljubicic gerir vel í að skýla boltanum og halda.
95. mín
Tryggvi Hrafn með fyrirgjöf beint í hendurnar á Rosenörn.
94. mín
Ætlar Keflavík að halda þetta út?
91. mín
Stefan Ljubicic með tilraun framhjá markinu.
90. mín
Fáum +6
90. mín
Keflavík sækir hratt en Jóhann Þór nær ekki að fara framhjá Hlyni Freyr.
89. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
88. mín
Sigurður Egill með frábæra fyrirgjöf fyrir markið en Gunnlaugur Fannar kemst fyrir og í horn!
86. mín
Inn:Jordan Smylie (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
85. mín
DAUÐAFÆRI!! Tryggvi Hrafn hittir ekki á markið! Sýndist það vera Andri Rúnar sem átti sendinguna á Tryggva Hrafn sem var nánast með opið mark fyrir framan sig.
82. mín
Valsmenn vilja víti! Virtist togað í Andra Rúnar þegar hann snéri af sér varnarmenn Keflavíkur eftir fyrirgjöf en Erlendur gefur ekkert.
80. mín
Hreint ótrúlegt að Valur séu ekki búnir að skora.
77. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
76. mín
Mathias Rosenörn!! Frábærlega spilað hjá Val þar sem þeir koma boltanum á bakvið vörn Keflavíkur og fyrir markið þar sem Andri Rúnar er í frábæru færi en stórkostleg markvarsla frá Mathias Rosenörn! Valsmenn skalla svo yfir markið frákastinu!
74. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
73. mín
Fín sóknarlota hjá Val þar sem þeir tía upp Andra Rúnar í skotfæri en skotið framhjá.
71. mín
Adam Ægir er kominn með höfuðvafning og við erum farin af stað aftur.
69. mín
Leikurinn er stopp. Adam Ægir og Ernir Bjarna skullu saman og liggja eftir.
68. mín
Marley Blair vinnur horn fyrir Keflavík.
67. mín
Tryggvi Hrafn tekur spyrnuna og setur í vegginn og yfir.
66. mín
Valur fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt utan vítateigsbogann. Sindri Snær dæmdur brotlegur.
65. mín
Sindri Snær með frábæran snúning og snýr af sér alla Valsarana sem koma að honum en finnur ekki mann til að senda á svo hann sendir tilbaka á Rosenörn.
62. mín Gult spjald: Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
62. mín
Valsmenn eru að ógna en Keflvíkingar eru virkilega þéttir fyrir og gef fá færi á sér.
61. mín
Marley Blair reynir skot en yfir mark Vals.
57. mín
Marley Blair kraftmikill í sóknarleik Keflavíkur og keyrir inn á teig og reynir að senda á Sindra Þór sem kom á ferðinni inn í teig en Valsmenn bjarga í horn.

Hornspyrnan er arfaslök og svífur yfir markið.
55. mín
Orri Hrafn með skemmilega takta og skot sem fer af varnarmanni og Rosenörn nær að halda frá því að fara í horn.
53. mín
Keflvíkignar keyra þrír á þrjá þar sem Sindri Snær sendir hann á Marley Blair sem setur í fluggír og reynir svo skot að marki en Hlynur Freyr hendir sér fyrir.
52. mín
Keflvíkingar að sækja hratt og Ernir Bjarnason ætlar að reyna stungu á Edon Osmani en Elli dómari er fyrir. Erni er ekki skemmt.
49. mín
Adam Ægir reynir að læða Tryggva Hrafn í gegn en Rosenörn vel vakandi og kemur út og handsamar boltann.
48. mín
Frans Elvars er kominn niður í hjartað í hafsent og Keflvíkingar virðast vera í 5 manna línu.
46. mín
Tryggvi Hrafn sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Guðjón Pétur Stefánsson (Keflavík) Út:Oleksii Kovtun (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara markalaus í hálfleikinn.

Valur verið sterkari aðilinn og stýrt leiknum en Keflvíkingar verið mjög þéttir og reynt að sækja hratt þegar færi gefst.

Tökum okkur stutta pásu.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
45. mín
Tryggvi Hrafn með reynir sendingu fyrir markið sem verður að skoti beint á Rosenörn.
43. mín
Edon Osmani að komast í gott skotfæri en ákveður að reyna sendingu á Marley Blair til vinsti en sendinginn örlítið of föst og Marley missir boltann svo útaf.
Dýrt fyrir Keflvíkinga að fara svona illa með góða stöðu.
40. mín
Rosenörn með misheppnaða aukaspyrnu frá hægri en blessunarlega fyrir Keflvíkinga er enginn Óskar Örn í liði Vals til að lúðra að marki frá miðju.
36. mín
Valur stýrt leiknum en Keflvíkingar hafa verið þéttir tilbaka.
29. mín
Hornspyrnuæði í gangi. Valur fær hverja hornspyrnuna á fætur annari.

Lúkas Logi búin að reyna klippuna og hvað eina en loksins nær Keflavík að koma boltanm frá eftir 3 spyrnur.
28. mín
Adam Ægir með frábæra sendingu á Lúkas Loga sem á skot sem Rosenörn ver í horn.
25. mín
Andri Rúnar Bjarnason skorar en flaggið fór á loft!

Sá ekki hvort það hafi verið rétt endilega en Andri Rúnar var ekki sammála þessu allavega.
22. mín
Adam Ægir reynir skot en beint á Rosenörn.
18. mín
Valur sækja hratt - Andri Rúnar með sendingu fram á Tryggva Hrafn sem bíður eftir hlaupinu frá Sigurði Agli og rennir á hann en Sigurður Egill á skot í hliðarnetið.
15. mín
Andri Rúnar finnur Tryggva Hrafn sem á flott skot sem Mathias Rosenörn ver vel en flaggið fór svo á loft.
13. mín
Keflavík fékk annað horn og voru ógnandi en Frederik Schram sér við þeim.
12. mín
Keflvíkingar fá horn.
11. mín
Lúkas Logi reynir skot en hátt yfir.
10. mín
Leikurinn meira og minna farið fram á vallarhelmingi Keflavíkur til þessa.
5. mín
DAUÐAFÆRI! Frábær sending inn á Andra Rúnar Bjarnason sem gerir frábærlega og tíar upp Tryggva Hrafn í frábært færi en Tryggvi Hrafn hittir boltann hrikalega!

Þarna hefði átt að vera 1-0 Valur.
1. mín
Leikur hafinn
Stefan Ljubicic sparkar okkur af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Valsmenn gera fimm breytingar á liði sínu frá því í bikarleiknum gegn Grindavík en inn í liðið koma Hlynur Freyr Karlsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Freyr Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Andri Rúnar Bjarnason fyrir þá Birki Heimisson, Hauk Pál Sigurðsson, Guðmund Andra Tryggvason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson.

Gestirnir í Keflavík gera sömuleiðis tvær breytingar á sínu liði frá bikarleiknum gegn Stjörnunni en inn koma Ernir Bjarnason og Ásgeir Páll Magnússon fyrir Daníel Gylfason og Jordan Smylie.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Nú er röðin komin að Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Grindavíkur. Hann á 226 leiki og 47 mörk í efstu deild með Breiðabliki, Stjörnunni, Val, ÍBV og Haukum.

Valur 5 - 1 Keflavík
Valur vinnur Keflavík 5-1 eftir að hafa fengið skell í vikunni þeir mæta særðir og Andri Rúnar setur í gírinn og skorar þrennu , Kiddi Freyr eitt og Haukur Páll neglir einu skallamarki eftir horn , Adam leggur upp 3 og Aron Jó 2.
Minn maður Ernir Bjarnason skorar svo eitt sárabótarmark í lokin.



Fyrir leik
Dómarateymið! Erlendur Eiríksson fær þarð verkefni að halda utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þau Eysteinn Hrafnkelsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari og Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa mæst 126 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ til þessa.
Valsmenn hafa sigrað 52(41%) viðreignir.
Keflavík hafa sigrað 43(34%) viðreignir.
Liðin hafa skilið jöfn í 31(25%) viðreign.


Fyrir leik
Valur Valsmenn hafa farið virkilega vel af stað og eru meðal skemmtilegri liða í þessari deild. Eftir tap í annari umferð hafa Valsmenn ekki litið um öxl og hafa unnið alla sína leiki til þessa í deildinni fyrir utan þennan eina leik í 2.umferð.
Valsmenn hafa skorað flest mörk allra liða fyrir 8.umferð og aðeins Víkingar fengið á sig færri mörk heldur en þeir.

Valsvélin hökktaði þó örlítið í vikunni þegar Grindvíkingar lúðruðu þeim út úr bikarnum með sannfærandi sigri sem verður að teljast vonbrigði á Hlíðarenda en þeir ætla væntanlega að svara fyrir þessar ófarir gegn grönnum Grindvíkinga hér.

Valsmenn hafa skorað 23 mörk í deildinni til þessa og þeir sem hafa séð um markaskorun liðsins eru:

Adam Ægir Pálsson - 5 Mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 4 Mörk
Andri Rúnar Bjarnason - 4 Mörk
Aron Jóhannsson - 3 Mörk
Guðmundur Andri Tryggvason - 2 Mörk
Sigurður Egill Lárusson - 1 Mark
Kristinn Freyr Sigurðsson - 1 Mark
Hlynur Freyr Karlsson - 1 Mark
Birkir Heimisson - 1 Mark


Fyrir leik
Keflavík Það hefur verið ákveðið svartnætti yfir Suðurnesjamönnum. Eftir flotta byrjun þar sem Keflvíkingar sóttu sigur í fyrstu umferð gegn Fylki og stig gegn KA í 3.umferð hafa þeir tapað síðustu 4 leikjum sínum og sogast neðar og neðar í töfluna.

Keflvíkingar heimsóttu þá Stjörnumenn í bikarnum í vikunni en var hent öfugum út þaðan svo það er hægt að segja að útlitið hafi oft verið bjartara suður með sjó.
Það má vissulega fylgja sögunni að Keflvíkingar hafa verið að glíma við mikil meiðsli og hópurinn þeirra ekki álitinn með þeim breiðari.

Keflvíkingar hafa skorað 5 mörk í deildinni til þessa og þeir sem hafa séð um markaskorun liðsins eru:

Sami Kamel - 2 Mörk
Viktor Andri Hafþórsson - 1 Mark
Marley Blair - 1 Mark
Dagur Ingi Valsson - 1 Mark


Fyrir leik
Staðan í deildinni fyrir 8.Umferð! Deildin hefur farið vel af stað og fyrir 8.umferð deildarinnar lítur staðan svona út

1.Víkingur R - 21 stig
2.Valur - 18 stig
3.Breiðablik - 15 stig
4.HK - 13 stig
5.KA - 11 stig
6.FH - 10 stig
---------------------
7.Fram - 8 stig
8.Stjarnan - 6 stig
9.Fylkir - 6 stig
10.ÍBV - 6 stig
11.Keflavík - 4 stig
12.KR - 4 stig

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Origo Vellinum þar sem Valsmenn taka á móti Keflavík í 8.umferð Bestu deildar karla.


Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon
11. Stefan Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('77)
19. Edon Osmani ('86)
22. Ásgeir Páll Magnússon
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun ('46)
86. Marley Blair ('89)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson
9. Daníel Gylfason ('77)
14. Guðjón Pétur Stefánsson ('46)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('89)
89. Jordan Smylie ('86)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Ásgeir Páll Magnússon ('62)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('74)

Rauð spjöld: