Vonandi er allt að verða klárt fyrir jólin. Það styttist í nýtt ár og þá opnar janúarglugginn svo ekki vantar hræringarnar hjá fótboltafélögum heimsins.
Ef meiðsli Alexander Isak (26), sóknarmanns Liverpool, eru eins alvarleg og óttast er þá gæti Liverpool virkjað riftunarákvæðið í samningi Antoine Semenyo (25) við Bournemouth. (Telegraph)
Liverpool og Manchester United eru meðal félaga sem hafa áhuga á franska miðjumanninum Ayyoub Bouaddi (18) hjá Lille. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal. (CaughtOffside)
West Ham hefur áhuga á norska sóknarmanninum Jörgen Strand Larsen (25) hjá Wolves fyrir janúargluggann. (Athletic)
Aston Villa hefur blandað sér í baráttuna um norska varnarmanninn David Möller Wolfe (23) hjá Wolves og spennandi að sjá hvað gerist í janúar. (Football Insider)
Chelsea ætlar að vinna samkeppni um gríska miðjumanninn Konstantinos Karetsas (18) hjá Genk. (Teamtalk)
Liverpool og Manchester United eru meðal félaga sem hafa áhuga á franska miðjumanninum Ayyoub Bouaddi (18) hjá Lille. (CaughtOffside)
Franski miðvörðurinn Axel Disasi (27) mun yfirgefa Chelsea í janúar en mörg félög hafa sýnt honum áhuga. (Fabrizio Romano)
Fiorentina hefur ekki haft samband við Tottenham þrátt fyrir sögur um að Fabio Paratici sé að samþykkja fimm ára samning við ítalska félagið sem yfirmaður fótboltamála. (Mail)
Viðræður AC Milan við West Ham um þýska framherjann Niclas Fullkrug (32) eru komnar á gott skrið. (Sky Sports)
Athugasemdir




