Vivaldivöllurinn
sunnudagur 21. maí 2023  kl. 14:00
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skítaveður
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Mikkel Jakobsen
Grótta 2 - 2 Vestri
0-1 Mikkel Jakobsen ('26)
1-1 Ibrahima Balde ('35, sjálfsmark)
1-2 Vladimir Tufegdzic ('63)
2-2 Aron Bjarki Jósepsson ('83)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnar Þór Helgason (f)
5. Patrik Orri Pétursson ('91)
7. Pétur Theódór Árnason
8. Tómas Johannessen ('91)
10. Kristófer Orri Pétursson
22. Tareq Shihab ('75)
23. Sigurður Steinar Björnsson ('75)
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson
28. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson ('75)

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
3. Arnar Númi Gíslason ('75)
6. Ólafur Karel Eiríksson ('91)
11. Ívan Óli Santos ('91)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('75)
21. Hilmar Andrew McShane ('75)
25. Valtýr Már Michaelsson

Liðstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti
Hildur Guðný Káradóttir

Gul spjöld:
Grímur Ingi Jakobsson ('20)
Sigurður Steinar Björnsson ('53)
Tómas Johannessen ('66)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
94. mín Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!
Þar með lýkur þessum æsispennandi leik á Nesinu! Skýrsla og viðtöl á leiðini! Takk fyrir mig
Eyða Breyta
94. mín
Núna fær Vestri horn!
Eyða Breyta
93. mín
Nálægt því!!!
Vestramenn hreinsa aftur en Kristófer nær að komast í boltann. Hann kemur með hann fyrir sem endar í fyrirgjöf á Arnar Daníel sem tekur skotið rétt yfir. Er þett þá komið??
Eyða Breyta
93. mín
Vestramenn hreinsa í annað horn!
Eyða Breyta
93. mín
Grótta fær hornspyrnu hérna alveg í lokin!!
Eyða Breyta
91. mín
3 mínútur í uppbótartíma skilst mér
Eyða Breyta
91. mín Ívan Óli Santos (Grótta) Tómas Johannessen (Grótta)

Eyða Breyta
91. mín Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Patrik Orri Pétursson (Grótta)

Eyða Breyta
91. mín
Jakobsen á skotið sem fer yfir!
Eyða Breyta
90. mín
Benedikt Warén fiskar aukaspurnu rétt fyrir utan vítateig Gróttu úti vinstra megin!!
Eyða Breyta
89. mín
Jakobsen tekur aftur en Aron Bjarki hreinsar
Eyða Breyta
88. mín
Vestramenn fá hér annað horn!
Eyða Breyta
88. mín
Jakobsen tekur hornið sem endar með ágætis skoti hjá Vladimir sem Rafal ver.
Eyða Breyta
88. mín
Benedikt Warén allt í öllu!! Hann fer illa með Patrik og sendir hann yfir í gegn á Jakobsen sem nær ekki til boltans en Vestramenn fá hér hornspyrnu!
Eyða Breyta
86. mín
Vestramenn vilja víti og Grótta brunar í sókn og eiga langt innkast!!
Eyða Breyta
86. mín
FÆRI!!
Benedikt Warén gerir frábærlega og sendir Nacho Gil einan í gegn. Rafal ver samt frábærlega og staðan ennþá 2-2!!!1
Eyða Breyta
83. mín MARK! Aron Bjarki Jósepsson (Grótta), Stoðsending: Arnar Daníel Aðalsteinsson
ÞEIR JAFNA!!!!!
Patrik tekur langt innkast sem er skallað í burtu. Hann fær boltann síðan aftur og á góðafyrirgjöf sem Vestramenn ná ekki að hreinsa í burtu. Aron Bjarki nær einhvernveginn að pota boltanum í átt að markinu og þeir bjarga á línu en boltinn var kominn inn samkvæmt línuverðinum.

Allt jafnt og þetta er galopið!
Eyða Breyta
83. mín
Gróttumenn liggja á Vestramönnum þessa stundina og fá innkast sem þeir ætla að taka langt!
Eyða Breyta
82. mín
Kristófer tekur hornið en það drífur ekki yfir fyrsta mann. Lélegt.
Eyða Breyta
81. mín
Grótta fær hornspyrnu úti vinstra megin
Eyða Breyta
80. mín
Benedikt Warén á góðan bolta yfir á Deniz sem er í mjög góðu færi en Rafal ver og hann er fyrir innan.
Eyða Breyta
76. mín Benedikt V. Warén (Vestri) Ibrahima Balde (Vestri)

Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)

Eyða Breyta
75. mín Hilmar Andrew McShane (Grótta) Tareq Shihab (Grótta)

Eyða Breyta
75. mín Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)

Eyða Breyta
75. mín Arnar Númi Gíslason (Grótta) Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)

Eyða Breyta
72. mín
MAAAAAAA......
Balde er kominn einn í gegn og setur hann út á Vladimir sem skorar í miðjum vítateig Gróttu. Balde var hinsvegar fyrir innan.
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Tómas Johannessen (Grótta)
50/50 bolti sem hann og Rafael markmaður Vestra fara í. Rafael nær boltanum fyrst og Tómas fer með takkana í kviðin á Rafael.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Vladimir Tufegdzic (Vestri), Stoðsending: Nacho Gil
Dómarafíaskó!!
Bíddu hvað var þetta hjá línuverðinum????

Nacho Gil á boltann í gegn á Vladimir sem er skyndilega kominn einn í gegn á móti Rafal. Línuvörðurinn flaggar þegar Vladimir er kominn einn í gegn og alli varnarmenn Gróttu slaka bara einhvernveginn á og hætta að eltast við Vladimir. Dómarinn flautar samt ekkert og þá líða 3 sekúndur og flaggið fer þá allt í einu niður. Mér heyrist að boltinn hafi farið af varnarmanni og þess vegna hafi Dómarinn leyft leikmnum að halda áfram en hann var samt alltaf fyrir innan.

Þetta er eitthvað sem ég hef sjaldan séð og Gróttumenn eru mjööööggg pirraðir og eðlilega!
Eyða Breyta
61. mín
Löng Vestra sókn að baki. Endar með tveim skotum frá Jakobsen. Það fyrra fer í varnarmann en það seinna er síðan tekið í fyrsta og fer hátt yfir.
Eyða Breyta
56. mín
Fall er kominn í ágætis stöðu úti hægra megin og rúllar boltanum út í D-bogann þar sem Vladimir er og tekur skotið rétt yfir. Þarna átti hann einfaldlega að gera betur kappinn.
Eyða Breyta
55. mín
Sigurður sleppur einn í gegn og fer framhjá Fall og tekur síðan skotið. Skotið er tekið af stuttu færi og Rafael ver mjög vel. Pétur er ekki sáttur að Sigurður hafi ekki sent út í teiginn á hann. Þessi leikur er mjög opinn þessa stundina.
Eyða Breyta
54. mín
Jakobsen á fyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem er tekin á miðjum velli en Arnar Daníel skallar boltanum frá í innkast.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
Vestramenn að fá aukaspyrnu á góðum stað
Eyða Breyta
50. mín
Boltinn kemur fyrir á nærstöngina. Mjög góður bolti sem enginn Gróttumaður nýtur sér. Fatai hinsvegar var nálægt því að skora annað sjálfsmark en Rafael í markinu nær að blaka þetta í burtu. Þetta hefði verið magnað.
Eyða Breyta
49. mín
Grótta fær hornspyrnu úti hægra megin
Eyða Breyta
48. mín
Innkastið fer á engan nem Nacho Gil sem dúndrar boltanum í burtu
Eyða Breyta
47. mín
Gróttumenn byrja betur og fá innkast sem Patrik ætlar að kasta inn í.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín
Fjölnismenn leiða 2-1 í hálfleik á Selfossi
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur og Guðgeir bætir engu við. Hörkuhálfleikur að baki þar sem bæði lið hafa átt sín augnablik. Hálfleikstölur 1-1 og það er bara sanngjarnt komandi inn í hálfleikinn finnst mér. Sjáumst aftur eftir korter.
Eyða Breyta
44. mín
Guðgeir búinn að dæma mörg brot á báða boga sem bæði lið eru ósátt við. Persónulega finnst mér hann hafa dæmt þennan leik mjög vel.
Eyða Breyta
41. mín
Gróttumenn hafa tekið við sér eftir markið og eru bara líklegir í að skora annað!
Eyða Breyta
38. mín
MAAAAA....
Tómas skorar en flaggið fór á loft. Gróttumenn vildu meina að boltinn hafi farið af varnarmanni heyrðist mér. Gróttumenn eru allaveganna ekki sáttir.
Eyða Breyta
35. mín SJÁLFSMARK! Ibrahima Balde (Vestri)
ÞEIR JAFNA BARA!
Óheppinn Balde...

Kristófer Orri fær boltann stutt og kemur með hann fyrir. Þetta var mjög góður bolti og Arnar Þór var hársbreidd frá því að ná í boltann. Boltinn fer síðan á fjærstöngina þar sem Balde var óheppinn. Hann ætlar að hreinsa í burtu en hittir hann ekki og boltinn fer inn.
Eyða Breyta
35. mín
Grótta fær hér hornspyrnu úti vinstra megin
Eyða Breyta
32. mín
Vestramenn hafa verið miklu betri eftir markið. Gróttumenn pakka bara í vörn um þessar mundir
Eyða Breyta
31. mín
Nacho Gil á aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem fer rétt yfir. Það tók svona 2 mínútur að taka hana þar sem boltinn vildi ekki vera kyrr.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Mikkel Jakobsen (Vestri)
DANINN BRÝTUR ÍSINN!!
Loksins loksins gerist eitthvað í þessum leik...

Hann og Balde sleppa einir í gegn. Balde gefur hann fyrir á Jakobsen sem á skotið sem Rafal ver en hann nær að taka frákastið sem endar í skoti sem fer sláin inn!
Eyða Breyta
26. mín
Kristófer fær boltann í gegn frá Tómasi og ætlar að koma með fyrirgjöf á Pétur en vindurinn tekur boltann með sér aftur fyrir og í markspyrnu
Eyða Breyta
24. mín
Vladimir byrjar að reima skóna sína í miðju uppspili hjá Gróttu og þegar Vestramenn ákveða að pressa. Davíð Smári eðilega ekki sáttur.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
Bara ágætis brot. Stoppar skyndisókn Vestra við fæðingu. Kannski full groddaraleg tækling og Vestramenn vilja rautt en fá bara gult.
Eyða Breyta
16. mín
Jakobsen og Deniz með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Gróttu sem endar með fyrirgjöf frá Jakobsen sem Fatai er hársbreidd frá að skalla í netið.
Eyða Breyta
13. mín
Fyrirliðarnir rekast saman inni á vítateig Vestra og Gróttumenn vilja víti en fá lítið fyrir sinn snúð
Eyða Breyta
12. mín
Grótta fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Vestramenn allt annað en sáttir.
Eyða Breyta
12. mín
Arnar Daníel kmeur með ágætis bolta á Pétur á hægri kanti, Elmar sér ekki Pétur og lætur hann fara en Pétur nær ekki stjórn á boltanum og missir hann í innkast
Eyða Breyta
10. mín
Vestramenn reyna marga langa bolta upp sem Gróttumenn raða mjög vel við. Annars mjög ómerkilegur leikur hingað til.
Eyða Breyta
5. mín
Tíðindalitlar þessar fyrstu mínútur. Grótta er búið að vera meira með boltann en það er erfitt að skapa færi í svona aðstæðum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Youtube

Eyða Breyta
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Ég skil fólk mjög vel sem ákvað að vera heima í dag. Ætla samt að hrósa þeim sem mættu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á!
Þá ganga liðin til vallar, styttist í þetta!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hlaupa inn til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn. Eins og þið sjáið hér að ofan að þá er alvöru skítaveður hér á Nesinu!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Liðin hafa mæst 11 sinnum á vegum KSÍ en Gróttumenn hafa oftar haft betur. Í fyrra fór þessi leikur eftirminnilega 5-0 fyrir Gróttu en í þessum 11 viðureignum milli þessara liða hefur Grótta unnið 7 leiki. Vestra menn hafa einungis unnið þrjá leiki en leikirnir hafa einu sinni endað í jafntefli. Markatalan er 28-17 Gróttu í vil.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómaratríóið
Guðgeir Einarsson fær það verkefni að dæma þennan leik en hans aðstoðarmenn verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór Orrason.

Guðgeir hefur dæmt einn leik í Lengjudeildinni á þessu tímabili. Það var leikur Leiknis R. og Selfossar sem fór 3-2 fyrir Selfoss. Guðgeir á 26 leiki sem dómari í Lengjudeildinni frá árinu 2018. Í þeim leikjum hefur hann gefið 131 gul spjöld, 5 rauð spjöld og 5 vítaspyrnur.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Gróttumenn sigur- og taplausir
Gróttumenn hafa hvorki unnið né tapað leik í fyrstu tveim umferðunum en báðir leikir þeirra hafa endað í jafntefli. Eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Njarðvík í fyrstu umferð fóru Gróttumenn til Grindavík og gerðu 0-0 jafntefli sem verður að teljast ansi sterkt. Gróttumenn áttu góðan leik í vikunni gegn bikarmeisturunm Víkingi R. þrátt fyrir að hafa tapað. Þeir gerðu leikinn oft á tíðum bara mjög erfiðan fyrir Víking og margir telja að Gróttumenn munu eiga gott sumar ef spilamennskan verður líkt og hún var í Víkinni í vikunni.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Vestramenn í brekku
Tímabilið hefur kannski ekki farið af stað eins og Vestramenn óskuðu sér. Þeir töpuðu í fyrstu umferð fyrir norðan í Boganum gegn Þór 2-1 en þeir sóttu sitt fyrsta stig í seinustu umferð eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn ÍA. Vestramenn eru þá í leit af sínum fyrsta sigri hér í dag. Þjálfarar og fyrirliðar spá Vestramönnum að enda í 7. sæti en það er eitthvað sem segir mér að markmið þeirra sé sett á að enda í topp 5.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Hörkuleikur á Nesinu!
Heil og sæl ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Vivaldivellinum á Nesinu þar sem Grótta og Vestri mætast.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
14. Deniz Yaldir
18. Ibrahima Balde ('76)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
11. Benedikt V. Warén ('76)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson
19. Grímur Andri Magnússon
23. Silas Songani

Liðstjórn:
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
Gunnlaugur Jónasson
Davíð Smári Lamude (Þ)

Gul spjöld:
Ibrahima Balde ('75)

Rauð spjöld: