Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Keflavík
2
0
Þór/KA
Sandra Voitane '58 1-0
Madison Elise Wolfbauer '77 2-0
27.05.2023  -  16:00
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Sólin skín, vindur hægur á mælikvarða suðurnesjamanna. Mætti vissulega vera hlýrra en þetta hlýtur að fara að koma.
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Sandra Voitane
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
0. Amelía Rún Fjeldsted ('68)
2. Madison Elise Wolfbauer
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir ('75)
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('84)
13. Sandra Voitane ('84)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('84)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('68)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('84)
17. Júlía Ruth Thasaphong ('75)
18. Kristrún Blöndal ('84)
19. Þórhildur Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.
Sigurinn sannarlega sanngjarn svona heilt á litið, þær sköpuðu sér meira og nýttu tvo sénsa í dag á meðan að gestirnir gerðu það ekki.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur.
88. mín
Hulda Ósk keyrir inn á teiginn frá vinstri en mætir þar Mikaelu sem stöðvar för hennar og hirðir af henni boltann.
87. mín
Ísfold með hættulegan bolta fyrir markið frá vinstri sem Vera slær frá. Gestirnir halda pressunni og uppskera horn sem ekkert kemur upp úr.
86. mín
Fátt sem bendir til annars en að Keflavík sé að bóka sér miða í átta liða úrslit Mjólkubikarsins þetta árið.
85. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
84. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
84. mín
Inn:Kristrún Blöndal (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
84. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
82. mín
Þór/KA sækir, boltinn fyrir frá hægri en eins og svo oft áður í dag hreinsar Aníta Lind frá marki.
80. mín
Róður gestaliðsins orðinn ansi þungur en langt í frá ómögulegur.
77. mín MARK!
Madison Elise Wolfbauer (Keflavík)
Stoðsending: Linli Tu
Sandra Voitane með boltann fyrir markið frá vinstri. Linli reynir skot sem breytist i þessa líka fínu stoðsendingu á Madison sem teygir fram fótinn og potar boltanum yfir línuna af stuttu færi.

Virkilega góð sókn Keflavíkur skilar þessu marki þar sem þær færðu boltann virkilega vel kanta á milli.
75. mín
Inn:Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Varnarsinnuð skipting hjá Glenn.
73. mín
Sandra María í dauðafæri í teignum!

Mikeala Nótt hendir sér fyrir boltann sem fer aftur fyrir í horn.

Heimakonur hreinsa frá eftir hornið.

Pressa gestaliðsins að þyngjast?
69. mín
Mikaela Nótt og Aníta Lind hafa verið ekkert minna en frábærar að mínu mati í miðri vörn Keflavíkur í dag. Samvinna þeirra og bakvarða og Madison á miðjunni hefur verið virkilega góð.
68. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
65. mín
Leikurinn í jafnvægi sem stendur. Gestirnir þurfa að sækja ætli þær sér meira í bikarnum þetta árið.

Ekkert annað tækifæri í boði svo einfalt er það.
58. mín MARK!
Sandra Voitane (Keflavík)
Stoðsending: Linli Tu
Heimakonur taka forystu!
Sofandaháttur í vörn Þór/KA Linli Tu með boltann úti til vinstri og sér hlaup frá Söndru inn á teiginn, varnarmaður situr eftir neðar og spilar hana réttstæða með línuna talsvert fyrir ofan sig. Sandra fær frítt skot og leggur boltann snyrtilega fram hjá Hörpu í markinu.

Þetta er kjaftshögg svona stuttu eftir að hafa brennt af dauðafæri!
57. mín
Dauðafæri eftir horn
Hulda Björg í dauðafæri á fjærstöng eftir hornspyrnu frá Ísfold en hittir ekki markið.

Vera hvergi nærri og virkaði auðveldara að setja boltann í netið en ekki.
54. mín
Dröfn að valda usla hægra megin, setur boltann fyrir markið en Sandra Voitane er hikandi við láta vaða á markið og færið rennur út í sandinn.

Vantar smá ákveðni í sóknarleik beggja liða.
53. mín
Fór boltinn í hendi í atvikinu áðan? Já nokkrar og hefði líklega verið rosalega hart að dæma nokkuð.

Salómónsdómur að dæma hendi á Keflavík og aukaspyrnu og ekkert réttara en hvað annað, en vissulega auðvelda leiðin út fyrir Soffíu.
52. mín
Hættulegur bolti fyrir markið frá Anítu Lind úr aukaspyrnu dettur niður í teignum. Einhver köll eftir hendi víti en Soffía sá ekkert athugavert.
51. mín
Tahnai Lauren með skalla að marki eftir upphlaup Þórs/KA, boltinn beint í fang Veru.
49. mín
Caroline með skot en talsvert framhjá markinu.

Heimakonur vinna boltann strax aftur. Dröfn með boltann fyrir markið frá hægri en Harpa grípur vel inn í.
48. mín
Caroline með tæpa sendingu til baka á Veru sem Sandra María eltir. Vera setur boltann í Söndru og aftur fyrir undir pressu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Engar breytingar að sjá í fljótu bragði. Gestirnir hefja þennan síðari hálfleik og leika nú gegn vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Hér er markalaust í hálfleik eftir svona heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Liðin skipst á að hafa yfirhöndina úti á velli en hvorugu liði tekist að skapa afgerandi færi.
44. mín
Caroline með hörkuskot að marki eftir laglega sókn Keflavíkur en boltinn rétt framhjá markinu.
43. mín
Keflavík vinnur boltann hátt á vellinum með góðri pressu. Linli finnur Dröfn í svæði úti til hægri en Dröfn bara of lengi að athafna sig. Varnarmaður kemst á milli og boltinn í horn. sem verður úr.
42. mín
Boltinn gengur teiga á milli þessa stundina en hvorugu liðinu að takast að skapa nokkuð sem færi mætti kalla.
36. mín
Karen María með skot, boltinn beint á Veru sem að grípur næsta auðveldlega.
35. mín
Sandra Voitane með bjartsýnistilraun utan af vinstri kanti, leikur örlítið inn á völlinn áður en hún smellir í skot. Harpa þurfti lítið í spá í því, vel framhjá.
32. mín
Hefur bætt talsvert í vind hér í Keflavík síðustu mínútur. Þór/KA með vindinn í bakið sem stendur.
31. mín
Boltinn skoppar í teig Keflavíkur fyrir fætur Karenar Mariu sem á skot af stuttu færi en boltinn í varnarmann og aftur fyrir, Hornspyrna sem ekkert kemur upp úr.
29. mín
Gestirnir vinna boltann hátt á vellinum. Sandra María með hann við vinstra vítateigshorn þar sem hún lætur vaða í átt að marki en boltinn yfir markið.
24. mín
Norðankonur að setja smá pressu á vörn Keflavíkur. Endar með því að Mikaela Nótt setur boltann út af vellinum í hornspyrnu.
21. mín
Keflavík sækir hratt, uppskera hornspyrnu.

Boltinn dettur niður í teignum, berst út fyrir hann á Ölmu sem á skot í varnarmann. Gestirnir hreinsa að lokum,
18. mín
Gestirnir verið að ná meiri tökum á leiknum smátt og smátt til þessa eftir mikið jafnræði í byrjun.
17. mín
Sandra María með sína þriðju tilraun á skömmum tíma. Skot talsvert utan teigs sem svífur vel yfir markið.
15. mín
Kristrún Ýr fyrirliði Keflavíkur er utan vallar sem stendur. Sýnist á öllu að hún sé með blóðnasir.
14. mín
Aftur Sandra María, kemst einn á einn gegn Caroline sem bakkar undan henni, Sandra nýtir sér það og lætur vaða en boltinn rétt framhjá markinu.
13. mín
Sandra María með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá hægri, fínasta tilraun sem dettur ofan á þaknetið. Þurfti að teygja sig ögn í boltann og niðurstaðan eftir því
11. mín
Gestirnir með hornspyrnu, Boltinn fyrir markið en Vera slær boltann frá.
7. mín
Sandra Voitane í góðri stöðu til fyrirgjafar eftir laglega sendingu frá Linli Tu, boltinn settur fyrir markið en þar skortir hreinlega bláar treyjur.
5. mín
Völlurinn sem ég sagði fjarskafallegan hér fyrir leik er það vissulega. En þegar maður kemur nær er hann nokkuð gisinn og í þokkabót nokkuð harður þegar maður gengur yfir hann. Boltinn því talsvert að skoppa og fer ansi hratt yfir svo sendingar þurfa að vera vandaðar.
3. mín
Gestirnir geysast upp í sókn, Hulda Ósk í prýðisgóðri stöðu til að setja boltann fyrir frá hægri en Aníta Lind kemst á milli og skallar í horn.
3. mín
Madison Elise Wolfbauer með fyrsta skot leiksins. Af um 30 metra færi. Um að gera að reyna en boltinn yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Liðin mætt til vallar Liðin ganga hér til vallar og styttist í leik.

Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og spennandi leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt í hús Búið er að skila leikskýrslu fyrir liðin og má sjá byrjunarliðin hér til hliðar.

Ég get sagt með fullri vissu í dag að Alma Rós Magnúsdóttir byrji sinn fyrsta leik í Mjólkurbikarnum fyrir Keflavík í dag. Ég var gripinn duglega fyrir slæleg vinnubrögð á dögunum þegar ég hélt því fram að hún væri að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði Keflavíkur. Það er að sjálfsögðu helber vitleysa því hún hefur byrjað þrjá af fimm leikjum liðsins í deildinni og aðeins einu sinni ekki verið í leikmannahóp liðsins. En það var einmitt gegn Þór/KA í annari umferð þegar Alma var í verkefni með U-15 ára landsliði Íslands.


Fyrir leik
Veðrið
Það er bara í alvöru sól. Og tiltölulega hægur vindur í þokkabót. Bjartsýnustu menn gætu jafnvel tekið upp á að kalla þetta einhverskonar vísi að sumri. Tek ekki svo djúpt í árinni því það er frekar svalt en þetta er klárlega skref í rétta átt.
Fyrir leik
HS Orkuvöllurinn klár í slaginn
Sævar vallarstjóri Keflvíkinga hefur gætt vallarins afar vel í vor og hefur hann fengið lengri tíma til að jafna sig en margir aðrir vellir á landinu þetta vorið. Ég gekk framhjá vellinum í morgun og get vottað um að hann sé fjarskafagur í það minnsta en líklegast ekki orðinn hundrað prósent klár. Hann er þó vel leikhæfur og í sólinni sem leikur við íbúa Reykjanesbæjar í dag ætti hann alls ekki að verða til vandræða.


Eins og sjá má leit völlurinn alls ekki vel út fyrir rétt um mánuði síðan
Fyrir leik
Keflavík Heimakonur í Keflavík hafa sömuleiðis farið ágætlega af stað í Bestu deildinni þetta sumarið og sitja í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig. Sigrar gegn Þór/KA og Selfossi ráða þar mestu um.

Á mánudaginn var mættu þær liði Selfoss og höfðu 1-0 sigur þar í miklum baráttuleik. Önnur keppni í dag og allt það en liðið mætir til leiks með eflt sjálfstraust eftir sigur í síðasta leik.


Fyrir leik
Þór/KA
Bæði þessi lið koma inn í keppnina í þessum 16 liða úrslitum eins og önnur lið Bestu deildarinanr. Í deildinni hefur Þór/KA farið ágætlega af stað það og situr um þessar mundir í fjórða sæti Bestu deildarinnar með níu stig, einu stigi á eftir toppliði Vals.

Sterkir sigrar á Stjörnunni, ÍBV og Breiðablik hafa sett stigin á töfluna fyrir norðankonur en tveir tapleikir sett strik í reikininginn. Gegn Þrótti síðastliðin mánudag og það sem meira skiptir fyrir leik dagsins gegn Keflavík á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar.

Gestirnir eflaust staðráðnar í að hefna fyrir það tap með því að slá Keflavík út úr bikarnum hér í dag.


Fyrir leik
Mjólkurbikarslagur
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá slag Keflavíkur og Þór/KA í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
0. Tahnai Lauren Annis
3. Dominique Jaylin Randle
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('85)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Varamenn:
12. Melissa Anne Lowder (m)
2. Kolfinna Eik Elínardóttir
7. Amalía Árnadóttir
11. Una Móeiður Hlynsdóttir
14. Karlotta Björk Andradóttir
21. Krista Dís Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Emelía Ósk Kruger

Gul spjöld:

Rauð spjöld: