Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Fylkir
2
1
ÍBV
0-1 Alex Freyr Hilmarsson '10
Orri Sveinn Stefánsson '31 1-1
Óskar Borgþórsson '54 2-1
28.05.2023  -  17:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Grenjandi rigning og 7 m/s
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 443
Maður leiksins: Orri Sveinn Stefánsson - Fylkir
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('57)
16. Emil Ásmundsson ('81)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
77. Óskar Borgþórsson

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('57)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('81)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Nikulás Val Gunnarsson ('59)
Orri Sveinn Stefánsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FYLKIR MEÐ SIGUR!

Takk fyrir að fylgjast með. Viðtöl og skýrsla koma von bráðar.
92. mín
Orri Sveinn skallaði frá.
92. mín
ÍBV fær aukaspyrnu hægra megin. Nú er bara að koma boltanum í boxið.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur
90. mín
Fylkir fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Sigurður Arnar braut á Pétri.
87. mín
Oliver með marktilraun. Yfir.
87. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Hárrétt gult, mjög groddarleg tækling.
84. mín
Stefnir í fimmta tap ÍBV í röð
83. mín
Inn:Dwayne Atkinson (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
83. mín
Inn:Filip Valencic (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
81. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
80. mín
Eyjamenn að komast lítt áleiðis í að skapa sér færi.
78. mín
Óskar Borgþórs með skot/fyrirgjöf sem flýgur afturfyrir.


72. mín
Eyþór Daði með hættulega hornspyrnu, Fylkir kemur boltanum afturfyrir. Annað horn.
70. mín
20 mínútur eftir, nær Fylkir að landa mikilvægum sigri?
68. mín
Elvis með fyrirgjöf en Sverrir nær ekki stjórn á boltanum.
67. mín
Áhorfendur: 443 Skítaveður og stuðningsmenn ÍBV má telja á fingrum annarrar handar.
61. mín
Vá nálægt! Sverrir Páll Hjaltested skallar naumlega framhjá. ÍBV nálægt því að jafna leikinn.
59. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stöðvaði skyndisókn.
59. mín
Mini myndaveisla frá Hafliða Breiðfjörð




57. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Bílabúð Benna!
54. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
UPPÁHALD STUÐNINGSMANNA FYLKIS! Tók skot við D-bogann, boltinn breytti um stefnu af Sigurði Arnari og endaði í markinu. Guy var kominn í hina áttina.

"Prinsinn í Árbænum!" kallar vallarþulurinn og grillsérfræðingurinn Viktor Lekve.
54. mín
Sigurður Arnar með sendingu á Oliver en rangstaða flögguð.
53. mín
Guy Smit handsamar hornspyrnu Arnórs Breka.
52. mín
Birkir Eyþórsson, sem er í hægri bakverði hjá Fylki í dag, vinnur hornspyrnu.
49. mín
Alex Freyr með skot sem fer rétt framhjá, eftir undirbúning Sverris Páls.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Hnífjafnt Spennandi leikur í gangi, verið kaflaskiptur fyrri hálfleikur og held að jafntefli sé nokkuð sanngjörn staða þegar leikmenn ganga til búningsherbergja.
45. mín
3 mínútur í uppbótartíma Að minnsta kosti.
44. mín
Fylkismenn stálheppnir! Pressa frá ÍBV sem nær að hirða boltann af Arnóri Gauta og úr því verður fimbulfamb í teignum en ÍBV nær ekki að refsa. Heimamenn að bjóða hættunni heim.
41. mín
Nokkuð rólegt yfir leiknum og þá minnum við á gildi Fylkis; Gleði, virðing og metnaður.
39. mín
Emil Ásmunds með aðra tilraun, hitti boltann illa og Guy Smit ver.
37. mín
Emil Ásmunds með skot af löngu færi, vel framhjá.
36. mín Gult spjald: Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Ein hressileg tækling Straujaði Þórð Gunnar.
34. mín
Oliver í dauðafæri! ÍBV nálægt því að taka forystuna aftur. Oliver í dauðafæri en skýtur beint á Ólaf Kristófer markvörð!
31. mín MARK!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Stýrir boltanum í markið eftir horn! Var við fjærstöngina! Alex Freyr gleymdi sér í varnarleiknum og Orri jafnar.

Fylkismenn fagna með því að hlaupa upp að stúkunni og ná í treyju sem á stendur "Egill Hrafn". Ungur leikmaður Fylkis sem féll frá á dögunum og minning hans heiðruð.
30. mín
Þórður Gunnar nálægt því að komast í gott færi en missti boltann of langt frá sér. Pétur Bjarnason svo með skalla sem fer af bakinu á Eyjamanni og í horn.

Fylkismenn að ná mun betri takti eftir afleita byrjun.
26. mín
Óskar Borgþórsson með fyrirgjöf frá vinstri, Pétur Bjarnason í færi en skallar yfir. Þurfti aðeins að teygja sig.
Endilega merkið færslur tengdar leiknum með #Fotboltinet kassamerkinu
25. mín
Meiðslalisti ÍBV lengist Eiður Aron meiddist í upphitun og svo meiðist Halldór Jón ofan á það. Högg fyrir Eyjamenn.
24. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór af velli á börum Lítur út fyrir að vera alvarlegt. Sendum honum skjótar batakveðjur.
24. mín
Fylkismenn að ógna! Nikulás Val í hörkufæri! Skaut í Guy Smit, boltinn aftur í Nikulás og útaf. Rétt á undan átti Arnór Gauti tilraun eftir horn en framhjá.
21. mín
Uppáhald stuðningsmanna Fylkis, Óskar Borgþórsson, með skot sem Halldór Jón Sigurður Þórðarson nær að kasta sér fyrir. Halldór Jón meiðist við þessa varnartilburði og virðist kvalinn.
19. mín
"Strákar!!!!!" Heyrist öskrað úr stúkunni þegar Ragnar Bragi á misheppnaða sendingu sem endar í innkasti. Fylkismenn á engan hátt sannfærandi hér í byrjun.
16. mín
Felix Örn með skot framhjá fjærstönginni. Fór af varnarmanni. ÍBV átt ansi margar hornspyrnur hér á upphafskafla leiksins. Fylkismenn eru í miklu brasi.
14. mín
Sigurður Arnar skallar að marki eftir horn en Ólafur Kristófer ver af öryggi. Laus skalli.
13. mín
Sverrir Páll með skot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá stönginni. Eyjamenn í gírnum.
10. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
FRÁBÆRLEGA GERT HJÁ ÍBV!!! Eyþór með gjörsamlega geggjaða langa sendingu upp til vinstri á Arnar Breka sem gaf fyrir. Þar kom Alex Freyr á siglingunni frá D-boganum og stýrði boltanum örugglega í netið!

Fallegt mark og Eyjamenn taka forystuna!
9. mín
Vestfirska samvinnan Pétur Bjarnason með stórhættulega fyrirgjöf, Þórður Gunnar svo nálægt því að komast í boltann. Vestfirska samvinnan!
7. mín
ÍBV fær tvær hornspyrnur í röð Notfæra sér vindinn sem gerir markverðinum erfitt fyrir.
5. mín
Pétur með fyrstu marktilraunina Fylkir fékk aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri. Arnór Breki Ásþórsson tók spyrnuna. Góður bolti inn í teiginn á Pétur Bjarnason sem náði að teygja sig í knöttinn en stýrði honum framhjá.
3. mín
Barningur í byrjun. Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vellinum.
1. mín
Emil Ásmunds með upphafsspyrnu leiksins! Fylkismenn sækja í átt að Árbæjarlaug í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Eyþór Daði kemur inn í byrjunarlið ÍBV þar sem Eiður meiddist í upphitun Alex Freyr með fyrirliðabandið.
Fyrir leik
Eiður Aron meiddist í upphitun Verulega slæmar fréttir fyrir ÍBV. Sást haltra til búningsklefa áðan.
Fyrir leik
Eigandi ÍBV fær kveðju Daníel Geir Moritz, eigandi ÍBV, er ekki staddur í Árbænum í dag. Hann er í VIPpinu á Emirates leikvangnum þar sem Arsenal er að rúlla yfir Wolves. Ætlaði að sjá bikar fara á loft en ekkert varð af því. Geri ráð fyrir því að hann fylgist grannt með í gegnum þessa textalýsingu.
Fyrir leik
Þórður Gunnar leikfær Það kemur einhverjum á óvart að sjá Þórð Gunnar Hafþórsson í byrjunarliði Fylkis. Hann virtist hafa tognað þegar hann tók sprettinn og lagði upp mark Péturs Bjarnasonar gegn Stjörnunni. En hann slapp við tognun, fékk krampa.
Fyrir leik
Spáð tæklingum Það má búast við baráttuleik í votveðrinu. Við fáum væntanlega einhverjar hressandi tæklingar. Pétur dómari vanur að leyfa mikið svo ég geri ráð fyrir stuði.
Lekve hleypur í öll verkefni
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá Fylki Birkir Eyþórsson og Pétur Bjarnason koma inn í byrjunarlið Fylkis frá jafnteflinu gegn Stjörnunni. Elís Rafn Björnsson og Ólafur Karl Finsen eru meiddir og ekki í leikmannahópnum.
Fyrir leik
Þrjár breytingar á liði ÍBV Eiður Aron Sigurbjörnsson kemur inn eftir leikbann og Arnar Breki Gunnarsson og Sverrir Páll Hjaltason koma einnig inn. Oliver Heiðarsson og Guðjón Ernir Hrafnkelsson fara á bekkinn og Hermann Þór Ragnarsson er í banni eins og fram hefur komið.
Fyrir leik
Veðurguðirnar sjá um að vökva Sumarið heldur áfram að gefa. Sannkallað haustveður rétt áður en við skellum okkur í júnímánuð. Óþarfi að vökva völlinn því það hefur hellirignt í allan dag.
Fyrir leik
Fylkismenn ósigraðir í síðustu tveimur

Fylkir er með sjö stig, stigi meira en ÍBV. Liðið hefur safnað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum.

„Það var margt jákvætt í kvöld. Þetta er gaman og það er góður andi í liðinu. Það er erfitt að fara í gegnum okkur. Ef við erum þolinmóðir fara stigin að hrannast inn," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta leik.
Fyrir leik
Fylkir 53% - ÍBV 38% Frá aldamótum hafa þessi lið mæst 34 sinnum í efstu deild. Árbæjarliðið hefur 18 sinnum unnið og ÍBV 13 sinnum. Þrívegis hafa liðin gert jafntefli.


Úr leik Fylkis og ÍBV 2014.
Fyrir leik
Eyjamenn hafa tapað fjórum leikjum í röð
Hermann þjálfaði Fylki 2015-2016.

ÍBV er í fallsæti en liðið hefur tapað fjórum síðustu leikjum. Í síðustu umferð tapaði liðið 2-3 fyrir FH en Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV lét dómarann heyra það eftir leik. Hermann hefur vægast sagt verið ósáttur við dómgæsluna á þessu tímabili.

Hermann Þór Ragnarsson tekur út leikbann í dag eftir að hafa fengið rautt gegn FH. Eyjamenn endurheimta hinsvegar fyrirliða sinn, Eið Aron Sigurbjörnsson, en hann snýr aftur eftir leikbann.

Fyrir leik
Máni Austmann spáir i leikinn Fylkir 2 - 2 ÍBV
Þetta verður virkilega skemmtilegur leikur fyrir varnarmenn þar sem að Rúnar stillir í 4-4-2 með Óla Kalla og Pétur Bjarna fremsta. Hermann Hreiðars ákveður að spegla þegar hann fær skýrsluna í hendurnar og hendir Oliver uppá topp með Halldóri. Mér þykir líklegt að það verði smá hasar á bekknum. Báðir þjálfarar hreyta smá í dómarann að leik loknum. Leikurinn endar 2-2.


Máni í leik með FH í fyrra. Hann leikur nú fyrir Fjölni í Grafarvogi.
Fyrir leik
Til hamingju Fylkir!

Í dag er afmælisdagur Fylkis. Afmælisdagskrá er fyrir leikinn þar sem eitthvað er í boði fyrir alla aldurshópa.
Fyrir leik
Lögregluvarðstjórinn er í Árbænum

Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Eysteinn Hrafnkelsson
Fjórði dómari: Helgi Mikael Jónasson
Fyrir leik
Hvítasunnudagur Hvítasunnudagur er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.

Í dag klukkan 17 hefst afar mikilvægur leikur Fylkis og ÍBV í 9. umferð Bestu deildarinnar.

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Arnar Breki Gunnarsson ('83)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('24)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
10. Sverrir Páll Hjaltested ('83)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('0)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Richard King
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
10. Filip Valencic ('83)
13. Dwayne Atkinson ('83)
18. Eyþór Daði Kjartansson ('0)
19. Breki Ómarsson
22. Oliver Heiðarsson ('24)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Arnar Breki Gunnarsson ('36)

Rauð spjöld: