Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Keflavík
0
0
Breiðablik
29.05.2023  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skelfilegar satt að segja, Rok og rigning og völlur sem er ekki klár.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 370
Maður leiksins: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon
11. Stefan Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('80)
89. Jordan Smylie ('80)

Varamenn:
24. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson
9. Daníel Gylfason
14. Guðjón Pétur Stefánsson
19. Edon Osmani ('80)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('80)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('71)
Ernir Bjarnason ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Blikar við það að sleppa í gegn en Gunnar Oddur flautar af, Blikar hópast að dómaranum og eru vægast sagt ósáttir.

Gunnar er að spjalda hér menn eftir leik.

Niðurstaðan hér jafntefli. En hvernig Klæmint Olsen fór að því að skora ekki er mér hulin ráðgáta.
94. mín
Allra síðasti séns fyrir Blika Aukaspyrna frá miðju.
93. mín
Höskuldur með skot, var hetjan hér í fyrra en boltinn framhjá í þetta sinn.
93. mín
Mínúta eftir af uppgefnum uppbótartíma.
92. mín
Höskuldur með skotið sem er á leið framhjá. Mathias ákveður samt að slá hann og aftur fær Breiðablik horn. En sem fyrr kemur ekkert upp úr því.
91. mín
Gestirnir með hornspyrnu.

Skallað frá.
90. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
90. mín
Uppbótartimi Þrjár mínútur að lágmarki.
Atvik leiksins hingað til
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Keflvíkingar í DAUÐAFÆRI!
Sækja hratt, boltinn frá hægri inn á teiginn á Jóhann Þór sem er í stórkostlegu færi en setur boltann yfir markið.

Virtist hreinlega stressast upp í færinu.
Það var auðveldara að skora en að klúðra þessu!
Elvar Geir Magnússon
83. mín
Blikar fá hornspyrnu. Klæmint að komast í færi en Keflvíkingar verjast fimlega og koma boltanum í annað horn.

Það ná heimamenn að hreinsa frá en Blikar vinna boltann og byrja nýja sókn.
82. mín
370 manns gerðu sér ferð á þennan leik í þessu veðri.

Ber mikla virðingu fyrir því ágæta fólki.
80. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
80. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Jordan Smylie (Keflavík)
79. mín
Hvernig var þetta ekki mark? Keflvíkingar lifa af á lyginni einni saman!

Skot úr teignum fer af varnarmanni og breytir um stefnu en Mathias nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja, boltinn aftur fyrir markið þar sem að Klæmint Olsen setur boltann yfir markið af án alls gríns svona fimm sentimetra færi!


76. mín
Höskuldur keyrir inn á teiginn frá hægri og fer framhjá tveimur varnarmönnum. Nær skotinu með vinstri en það er kraftlaust og Mathias með allt á hreinu í markinu.
73. mín
Blikar sækja hornspyrnu.

Og annað, og annað.
71. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Fyrir brot við teig Blika.
70. mín
Eftir þunga pressu Blika bruna Keflvíkingar í skyndisókn, Marley Blair finnur Stefán í teignum sem á hörkuskot í Höskuld og svífur í háum boga yfir markið.

Upp úr horninu verður ekkert.
67. mín
Keflavík sækir hratt, Smylie ber boltann upp en virðist vera að missa hann. Fær hann þó aftur í teignum og á skotið en beint á Anton í markinu.
66. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
63. mín
Hættulegur bolti fyrir mark Keflavíkur frá vinstri, Klæmint að mæta í boltann en Gunnlaugur skallar út fyrir.

Alls ekki langt frá því að setja boltann í eigið net en réttu megin við stöngina fór hann.
61. mín
Gef Blikum það er að þeir eru sannarlega að reyna. Aðstæður bara ekki að bjóða upp á að mikið af því heppnist.
59. mín
Keflavík fær skyndisókn, Stefán með boltann en nær ekki að koma honum fyrir sig einn gegn einum.

Blikar hreinsa í innkast.
57. mín
Fyrsta alvöru færið!
Gísli með frábæra sendingu í hlaupaleið Viktors Karls sem kemst fram hjá Mathias í markinu en missir boltann aðeins of langt frá sér og Kovtun að mér sýnist kemur boltanum í horn.

Damir með skallann eftir hornið en boltinn framhjá.
54. mín
Ágúst Eðvald með boltann fyrir markið frá hægri, boltinn of innarlega og Mathias leggst á boltann.
50. mín
Same old same old hér í upphafi síðari hálfleiks. Ömurlegt veður, völlurinn eins og hann er og bæði lið bara í basli með þetta allt saman.

Blikar þó sterkari heilt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Gestirnir rúlla þessu af stað.

Engar breytingar sjáanlegar.

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík.

Hundblautir leikmenn ganga til búningsherbergja til að hlýja sér í korter og skipuleggja síðari hálfleikinn.

Við komum aftur að vörmu spori.
42. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Þeirra fjórða í leiknum.

Ótrúlega döpur spyrna upp i vindinn sem feykir honum beint út af aftur.
39. mín
Blikar að ná að þrýsta heimamönnum niður að vítateig. Fyrirgjafir fyrir markið en Frans og Gunnlaugur skalla allt frá.

Blikar fá á endanum hornspyrnu.
38. mín
Myndatökumaður Stöðvar 2 sport í yfirvinnu. Sennilega verið langbesti maður fyrri hálfleiks heilt yfir.
Sannkallaður tuskuleikur í gangi!
Elvar Geir Magnússon
35. mín
Keflvíkingar sækja hratt, Sindri Snær reynir að finna Smylie í teignum en Damir kemst fyrir og setur boltann út af.
33. mín
Ágúst Eðvald með skot að marki eftir snarpa sókn Blika, auðvelt viðfangs fyrir Mathias í marki Keflavíkur.
27. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Vindurinn er að snúast og er nú Keflavík með hann í bakið meira.

Ekkert kom upp úr spyrnunni.
26. mín
Sókn Blika, Davíð Ingvars með boltann inn á teiginn. Viktor Karl fyrstur á hann og fellur í baráttu við varnarmann. Lykt af þessu en breytir litlu því Davíð var rangstæður og flaggið á lofti.
22. mín
Jæja
Gott spil Blika, Gísli þræðir boltann í hlaupaleið Davíðs sem á fyrirgjöf inn á markteig en þar vantar bara hvítar treyjur.

Allt í áttina þó
20. mín
Rólegt Það er ekki mikið að gerast í þessu, aðstæður vissulega að hafa áhrif á það en þetta er nú kannski með rólegasta móti.

Var aldrei að fara að vera nein sambaveisla en færi hér og þar væri vel þegið.
14. mín
Marley Blair með spyrnuna, nær boltanum yfir vegginn en boltinn framhjá markinu.
12. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á álitlegum stað.

Brotið á Sindra Þór við vítateig úti til vinstri.
9. mín
Smylie dettur i övænt færi einn gegn Anton. Anton á undan í boltann og í þokkabót fer flaggið á loft.
4. mín
Eins og gefur að skilja eru liðin að fóta sig hér á vellinum.

Blikar haldið vel í boltann í byrjun og náð upp ágætis pressu en ekkert færi litið dagsins ljós.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hefja hér leik. Vindurinn því sem næst þvert á völlinn svo ekki hægt að tala um með eða á móti vindi.
Fyrir leik
Krefjandi Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks spurður að því á Stöð 2 Sport hvernig honum líst á aðstæður. 'Krefjandi' er svarið.

Arnór Sveinn, Andri Yeoman og Jason Daði eru á bekknum, allir eru þeir tæpir að sögn Óskars. Stefán Ingi Sigurðarson er meiddur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús. Heimamenn gera eina breytingu frá liði sínu sem gerði jafntefli við Val á dögunum. Edon Osmani fær sér sæti á bekknum í stað Jordan Smylie sem byrjar.

Blikar gera fjórar breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Val. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Andri Rafn Yeoman detta út. Inn í þeirra stað koma þeir Kristinn Steindórsson, Klæmint Olsen, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson
Fyrir leik
Spáum í spilin
Máni Austmann Hilmarsson er næstur til þess að reyna fyrir sér sem spámaður hjá okkur á Fótbolti.net. Máni er leikmaður Fjölnis sem situr á toppi Lengjudeildarinnar. Máni samdi við Fjölni í lok félagaskiptagluggans eftir að hafa leikið með FH árið á undan. Hann er jafnmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með fjögur mörk skoruð í fjórum leikjum.

Um leik Keflavíkur og Breiðabliks sagði Máni.

Keflavík 0 - 3 Breiðablik

Keflavík eru ekki uppá sitt besta í ár þannig ég held að Breiðablik eigi eftir að ógna sífellt með hraða sínum og kraft þar sem Gísli Eyjólfs skorar 2, Viktor 1 og Davíð Ingvars leggur öll upp. 0-3 Blix.


Fyrir leik
Dómarinn
Gunnar Oddur Hafliðason sér um dómgæslu í leik kvöldsins. Hann er ungur dómari sem hefur verið að klífa stigann hjá KSÍ á undanförnum árum og dæmdi sinn fyrsta heila leik í efstu deild í lokaumferð mótsins í fyrra.

Gunnari til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender. Twana Khalid Ahmed heldur mönnum rólegum á hliðarlínunni sem fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson.


Fyrir leik
Völlurinn Líkt og aðrir grasvellir á suðvesturhorni landsins kom HS Orkuvöllurinn illa undan vetri. Hann hefur þó óðum verið að taka við sér síðustu vikur og býr að því að fyrsti leikur á honum fór fram ekki fram fyrr en síðastliðinn laugardag þegar kvennalið Keflavíkur tryggði sig í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Völlurinn er þó nokkuð gisinn og í vætunni sem hefur verið undanfarin sólarhring og spáð er í kvöld má alveg búast við að hann verði nokkuð skrautlegur á köflum. Það er bara vonandi að það bjóði upp á áhorfendavænan leik með tæklingum og mistökum á báða bóga.


Fyrir leik
Keflavík
Eftir fjögur töp í röð börðu Keflvíkingar í brestina í síðasta leik þegar liðið mætti Val og sótti sterkt stig á Origovöllinn. Stigið bara hlýtur að færa liðinu aukna trú og sjálfstraust á verkefni kvöldsins þótt verkefnið sé vissulega verðugt í meira lagi.

Talsvert hefur verið um meiðsli í herbúðum Keflavíkur á þessum fyrsta þriðjungi mótsins en vonir standa til að einhverjir af þeim leikmönnum sem fjarverandi hafa verið líkt og Sami Kamel séu klárir og verði með í kvöld.


Fyrir leik
Breiðablik
Það má alveg segja að Blikar séu hættir að haltra á eftir toppliði Víkinga heldur fylgja þeir í humátt á eftir þó forysta Víkinga sé vissulega sex stig. Sex sigurleikir í röð segja manni að eftir brokkgenga byrjun á mótinu eru Blikar svo sannarlega búnir að finna taktinn og eru til alls líklegir.

Leikurinn í kvöld kann þó að reynast ögn flóknari en margur annar, enda leikinn á grasi sem líkt og á flestum öðrum völlum á landinu hefur séð betri daga. Ofan á það bætist að rignt hefur síðasta sólarhring og gisinn HS Orkuvöllurinn kann að vera nokkuð þungur yfirferðar eftir vætuna. Blikar eru þó öllu vanir eftir heimsóknir á Hásteinsvöll og Meistaravelli fyrr í mótinu og ætti þetta ekki að hafa of mikil áhrif á leik þeirra.


Fyrir leik
Verið velkomin til leiks. Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin líkt og ávallt í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í níundu umferð Bestu deildar karla.


Það eru litlar líkur á því að Guðjón Árni og Nenad mætist á vellinum í kvöld en myndin er góð fyrir því.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('66)
11. Gísli Eyjólfsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
25. Davíð Ingvarsson ('66)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
14. Jason Daði Svanþórsson ('66)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman ('66)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: