Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Þór
3
1
Ægir
Fannar Daði Malmquist Gíslason '42 1-0
Alexander Már Þorláksson '46 2-0
2-1 Ivo Braz '86
Kristófer Kristjánsson '89 3-1
02.06.2023  -  18:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Fannar Daði Malmquist Gíslason
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson ('67)
5. Akseli Matias Kalermo
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Alexander Már Þorláksson ('79)
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló ('67)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('61)
19. Ragnar Óli Ragnarsson ('79)
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson ('79)
15. Kristófer Kristjánsson ('61)
18. Rafnar Máni Gunnarsson ('79)
22. Nökkvi Hjörvarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('67)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('67)

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Páll Hólm Sigurðarson
Jónas Leifur Sigursteinsson
Sævar Eðvarðsson
Helga Eir Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Bjarki Þór Viðarsson ('90)
Aron Ingi Magnússon ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórsarar taka stigin þrjú.
94. mín Gult spjald: Aron Ingi Magnússon (Þór )
Rangstaða dæmd á Þórsara og Aron Ingi fær gult fyrir að dúndra boltanum í burtu
93. mín
Aron Birkir ver. Grípur boltann í annarri tilraun.
90. mín Gult spjald: Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
Aukaspyrna á hættulegum stað
90. mín
Þrjár min í uppbótartíma
89. mín MARK!
Kristófer Kristjánsson (Þór )
Stoðsending: Ingimar Arnar Kristjánsson
MAAARK! Vel gert hjá Aroni Inga sem brunar upp miðjan völlinn, setur boltann til hægri á Ingimar sem færir hann yfir til vinstri á Kristófer sem skorar.
86. mín MARK!
Ivo Braz (Ægir)
Stoðsending: Cristofer Rolin
MAAAAARK Ægismenn minnka hér muninn. Ivo rennir boltanum í gegnum klofið á Aroni. Frábær samvinna milli Ivo og Cristofer
84. mín
Þórsarar kalla eftir vítaspyrnu, fyrirgjöf sem Atli Rafn rennir sér í og Þórsarar vlja meina að hann hafi farið í höndina. Sá það ekki alveg.
79. mín
Inn:Rafnar Máni Gunnarsson (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
79. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Ragnar Óli Ragnarsson (Þór )
79. mín
Inn:Ragnar Páll Sigurðsson (Ægir) Út:Renato Punyed Dubon (Ægir)
74. mín
Bjarni Guðjón með fast skot fyrir utan vítateiginn en nokkuð beint á Ivaylo sem ver.
71. mín
Þór fær horn
70. mín
Ivo Alexandre Peireira Braz í hörku færi en slæsar boltann framhjá markinu.
67. mín
Inn:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Út:Ion Perelló (Þór )
67. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (Þór ) Út:Birgir Ómar Hlynsson (Þór )
66. mín Gult spjald: Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir)
61. mín
Inn:Kristófer Kristjánsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Frábært dagsverk hjá Fannari!
61. mín
Inn:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir) Út:Bjarki Rúnar Jónínuson (Ægir)
61. mín
Inn:Bele Alomerovic (Ægir) Út:Hrvoje Tokic (Ægir)
58. mín
,,KA er að falla" Lífið leikur við Mjölnismenn, stuðningssveit Þórs þessa stundina. 2-0 hér og 2-0 í Garðabæ fyrir Stjörnuna gegn KA. Þeir sygnja: KA er að falla.
54. mín
Ægismenn komust í hörku færi hér rétt fyrir skiptinguna. Fyrirgjöf úr aukaspyrnu en tilraunin fer í hliðarnetið.
53. mín
Inn:Benedikt Darri Gunnarsson (Ægir) Út:Anton Fannar Kjartansson (Ægir)
46. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Þór )
Stoðsending: Vilhelm Ottó Biering Ottósson
MAAARK! Þórsarar tvöfalda forystuna hér strax í upphafi síðari hálfleiks. Vilhelm með fyrirgjöfina beint á pönnuna á Alexander.
46. mín
Inn:Cristofer Rolin (Ægir) Út:Kristófer Jacobson Reyes (Ægir)
Breyting hjá gestunum í hléinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn með verðskuldaða forystu
45. mín
TOKIC! Hrovje Tokic átti að skora þarna! Aukaspyrna sem Ægir fær. Sendingin fyrir og Tokic í dauðafæri en setur boltann framhjá.
42. mín MARK!
Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Stoðsending: Aron Ingi Magnússon
MAAAARK! Flott sókn hjá Þór sem endar með þvi að Aron sendir fyrir á Fannar sem setur boltann í netið!
41. mín
Ægir fyrri til að koma boltanum í netiðþ Það var þó búið að flagga rangstöðu.
38. mín
Þórsarar fá að leika lausum hala út um allan völl en ná ekki að nýta það.
33. mín
Þórsarar hentu hér í athyglisverða hornspyrnutaktík. Einn leikmaður á markteig og rest fyrir utan vítateiginn. Ekkert kom út úr því.
32. mín
Fannar fer illa með vörn Ægis en ákveður að taka skotið úr ansi þröngu færi. Ivaylo ver í horn.
25. mín
Fannar Daði í hörku færi en þægilegt skot fyrir Ivaylo.
23. mín
Vilhelm með fyrirgjöf sem er aðeins fyrir aftan Aron Inga sem þarf að teygja sig og nær skoti en boltinn framhjá markinu.
18. mín
Ægir fær horn Þórsarar koma boltanum frá og eru nálægt því að komast í skyndisókn en Ivo Alexandre Pereira Braz er fyrstur í boltann.
16. mín
Fannar Daði með skot í varnarmann og aftur fyrir. Horn.
10. mín
Alexander Már Þorláksson kemst einn í gegn, Ivaylo Yanachkov kemur á móti honum en hættir við. Skotið hjá Alexander hins vegar framhjá markinu.
5. mín
Fer ansi rólega af stað hér. Þórsarar verið meira með boltann en gengur illa að brjóta sér leið að marki þrátt fyrir að sækja á mörgum mönnum.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Klappað hér sérstaklega fyrir Nenad Zivanovic þjálfara Ægis og fyrrum leikmanni Þórs. Hann er þakklátur og veifar upp í stúku.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völl
Fyrir leik
Byrjunarliðin Liðin eru mætt. Hægt að sjá þau hér sitthvoru megin við lýsinguna
Fyrir leik
Fyrir leik
Dómararnir Sveinn Arnarsson verður með flautuna í kvöld.
Þórður Arnar Árnason og Agnar Ingi Bjarkason verða honum til aðstoðar. Vilhelm Adolfsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Gunni Birgis spáir í 5. umferðina. Hann spáir því að Baldvin Bogarsson komi inn á.


Þetta verður áhugaverður leikur fyrir margar sakir. Spilandi þjálfari Ægis, Baldvin Borgarsson, kemur inn á síðustu 15.min up top og Ægismenn fara að hengja hann duglega fram á við. Það heppnast ekki betur en svo að Bjarni litli G skorar eitt af miðlínunni yfir Ivaylo í marki Ægis. Svekkjandi niðurstaða fyrir Ægi en Þór sækir mikilvæg þrjú stig.

Gunnar Birgisson er spámaður umferðarinnar
Fyrir leik
Nýliðarnir á botninum Ægir er nýliði í Lengjudeildinni og hefur aðeins nælt í eitt stig í fyrstu fjórum umferðunum. Liðið gerði 2-2 jafntefli í nýliðaslagnum í Njarðvík í 2. umferð.

Fyrir leik
Þórs jójóið Þór er í 5. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur unnið og tapað til skiptis. Liðið fékk skell í síðustu umferð þegar liðið tapaði 6-0 gegn Fjölni.
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Ægis í 5. umferð Lengjudeildarinnar á Þórsvelli.

Byrjunarlið:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
2. Baldvin Þór Berndsen
5. Anton Breki Viktorsson
7. Ivo Braz
8. Renato Punyed Dubon ('79)
9. Hrvoje Tokic ('61)
11. Stefan Dabetic
14. Atli Rafn Guðbjartsson
19. Anton Fannar Kjartansson ('53)
28. Bjarki Rúnar Jónínuson ('61)
80. Kristófer Jacobson Reyes ('46)

Varamenn:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
3. Ragnar Páll Sigurðsson ('79)
10. Pálmi Þór Ásbergsson
13. Dimitrije Cokic
15. Jóhannes Karl Bárðarson
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sladjan Mijatovic
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('61)
30. Benedikt Darri Gunnarsson ('53)
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson
Bele Alomerovic
Cristofer Rolin

Gul spjöld:
Atli Rafn Guðbjartsson ('66)

Rauð spjöld: