Leik lokið!
KA áfram í bikarnum!
96. mín
VÁ!
Grindvíkingar ná skalla að marki boltinn beint á Jajalo en voru nálægt því að stýra boltanum frá honum.
96. mín
Tvær mínútur framyfir uppgefinn uppbótartíma og Grindavík fær horn!
93. mín
Ein mínúta eftir af uppgefnum uppbótartíma.
92. mín
Gult spjald: Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
Ýtir Ívari á Jajalo sem lá eftir en hann er staðinn á fætur.
90. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA)
Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
89. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Út:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
87. mín
MARK!Jakob Snær Árnason (KA)
MAAARK!
Frábært spil hjá KA mönnum! Endar með sendingu frá Elfari á Jakob sem klárar. Spurning hvort Aron Dagur hefði átt að gera betur.
85. mín
Daníel með skotið en boltinn beint á Aron Dag
84. mín
Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
81. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
Út:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík)
81. mín
Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Grindavík)
80. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Út:Harley Willard (KA)
80. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA)
Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
80. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA)
Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
80. mín
Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
78. mín
KA fær horn
Bjarni Aðalsteins með skotið í varnarmann og í horn. Ekkert kom út úr því.
74. mín
Grindvíkingar fengið kraft eftir markið og verið sterkir.
69. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA)
Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
68. mín
MARK!Marko Vardic (Grindavík)
VÁÁÁ!
Tekur skotið nánast úr kyrrstöðu fyrir utan teiginn og neglir boltanum í netið.
67. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík)
Út:Edi Horvat (Grindavík)
Dagur og Dagur komnir inn hjá Grindavík.
67. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
63. mín
Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stöðvar skyndisókn
61. mín
Gult spjald: Dusan Brkovic (KA)
Rodri og Dusan fá gult fyrir kjaft. Rodri braut á Marko Vardic við litla hrifningu KA manna.
61. mín
Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
59. mín
Sigurður Hjörtur dæmdi vítaspyrnu eftir að Rodri féll í teignum en breytir svo dómnum í hendi á Rodri. Hann virtist taka á móti boltanum með höndinni.
56. mín
Grindavík fær aukaspyrnu
Kristófer fær boltann rétt fyrir utan vítateiginn og á skot sem Jajalo á ekki í neinum vandræðum með.
53. mín
Um leið og ýti á enter á Óskar Örn hörku tilraun en boltinn fer yfir markið.
52. mín
Rólegar upphafsmínútur hér í seinni hálfleik.
47. mín
KA fær aukaspyrnu
Skotið í varnarvegginn og Grindvíkingar koma boltanum frá
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
MARK!Birgir Baldvinsson (KA)
MAAAARK!
Birgir kemur KA yfir. Bjarki Aðalsteinsson skallar boltann út í teiginn, beint fyrir fætur Birgis sem setur boltann í bláhornið. Flautað til hálfleiks um leið og miðjan er tekin.
40. mín
Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
Gult fyrir dýfu. Þetta var alls ekki dýfa að mínu mati. Mun nær því að vera aukaspyrna á KA.
38. mín
Grindvíkingar í álitlegri sókn en skotið frá Edi Horvat rétt framhjá.
35. mín
ARON DAGUR!
Tvær magnaðar vörslur hjá Aroni hér í fyrri hálfleik. Daníel nánast ofan í honum með skallann en Aron blakar höndnum og slær boltann út.
35. mín
KA fær aukaspyrnu
Á vítateigshorninu
32. mín
KA fær hornspyrnu
Grindavík í smá nauðvörn þarna. Koma boltanum aftur í horn að lokum.
31. mín
Kristófer Konráðsson með skotið beint úr aukaspyrnunni en boltinn fer framhjá markinu.
29. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu
26. mín
Dagur Örn Fjelsted nær skoti að marki í annarri tilraun. Skotið er hins vegar slakt og vel framhjá.
25. mín
ARON DAGUR!
Dusan með skallann á markið en Aron Dagur ver glæsilega í horn. Ekkert varð úr því.
24. mín
KA fær hornspyrnu
20. mín
KA náð fínum spilköflum hér undanfarnar mínútur en það vantar upp á síðustu sendinguna!
15. mín
Hrannar Björn með fyrirgjöfina en Ásgeir er hársbreidd frá því að ná skallanum.
13. mín
Willard með skotið sem Aron Dagur ver, missir boltann aðeins frá sér en nær völdum á honum í annarri tilraun.
12. mín
Marko Vardic fær hér tiltal. Stoppar Ásgeir á leið í skyndisókn.
10. mín
KA fær hornspyrnu
Engin hætta
7. mín
KA menn með Grindvíkinga algjörlega í köðlunum hér í upphafi. Verða að nýta sér þetta betur.
4. mín
KA menn nælt í þrjú horn hér í upphafi leiks. Ekkert komið út úr því.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik. Óskar Örn kemur þessu af stað.
Fyrir leik
Grindvíkingar ferskir
Stuðningsmenn Grindavíkur fjölmenna hér og láta vel í sér heyra. Gjallarhornið góða mætt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Það eru fjórar breytingar á liði KA í dag. Birgir Baldvinsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Sveinn Margeir Hauksson og Harley Willard koma inn í liðið. Daníel Hafsteinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Þorri Mar Þórisson og Jakob Snær Árnason setjast á bekkinn.
Aron Dagur Birnuson fyrrum markvörður KA er að venju í marki Grindavíkur. Tómas Orri Róbertsson, Viktor Guðberg Hauksson og Dagur Örn Fjelsted koma inn í liðið. Guðjón Pétur Lýðsson og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson setjast á bekkinn en Marinó Axel Helgason er ekki í hóp.
Fyrir leik
Dómararnir
Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna hér í kvöld. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eðvarð Eðvarðsson verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er fjórði dómari. Vilhelm Adolfsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Sigurður Hjörtur
Fyrir leik
Grindvíkingar fullir sjálfstrausts í bikarnum
Grindavík hefur farið í gegnum þrjá andstæðinga á leið sinni í þennan leik. Liðið kom gríðarlega á óvart og lagði Val í síðustu umferð. Liðið vann einnig Dalvík/Reyni og Aftureldingu. Óskar Örn Hauksson skoraði stórglæsilegt mark frá miðju gegn Val en hann skoraði einnig eina markið gegn Aftureldingu og er markahæstur Grindvíkinga í keppninni með tvö mörk.
Liðið hafði verið taplaust á tímabilinu þar til í síðustu viku þegar liðið fékk skell gegn Aftureldingu í deildinni.
Óskar Örn Hauksson
Fyrir leik
Markmiðin skýr!
KA hefur unnið 5. deildarlið Uppsveita og HK á leið sinni í átta liða úrslitin. Uppsveitir voru lítil fyrirstaða og KA gerði góða ferð í Kórinn og lagði HK 3-1. Dusan Brkovic og Pætur Petersen eru markahæstu menn liðsins í keppninni en þeir gerðu tvö mörk hvor í 5-0 sigri á Uppsveitum.
KA hefur ekki verið að gera eins vel og þeir vonuðust eftir í deildinni en það er ljóst að liðið ætlar alla leið í bikarnum.
Pætur kominn með tvö mörk í bikarnum
Fyrir leik
Góðan daginn
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Grindavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri.