Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Fram
3
2
FHL
Ólína Sif Hilmarsdóttir '23 1-0
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir '32 , sjálfsmark 1-1
1-2 Rósey Björgvinsdóttir '37
Þórey Björk Eyþórsdóttir '51 2-2
Fanney Birna Bergsveinsdóttir '90 3-2
10.06.2023  -  14:00
Framvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Tómas Meyer
Áhorfendur: 49
Maður leiksins: Ólína Sif Hilmarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Elaina Carmen La Macchia (m)
2. Erika Rún Heiðarsdóttir (f)
8. Karítas María Arnardóttir
9. Alexa Kirton
15. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
18. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
19. Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('77)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir ('69)
26. Sylvía Birgisdóttir
29. Írena Björk Gestsdóttir

Varamenn:
33. Þóra Rún Óladóttir (m)
3. Emilía Ingvadóttir
6. Kristín Gyða Davíðsdóttir
11. Fanney Birna Bergsveinsdóttir ('69)
23. Katrín Ásta Eyþórsdóttir
25. Thelma Lind Steinarsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Aníta Lísa Svansdóttir (Þ)
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gunnlaugur Fannar Jónsson
Guðmundur Magnússon
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir ('73)

Rauð spjöld:
95. mín
Svipmyndir úr seinni hálfleik.
Leik lokið!
Þá er þessum frábæra fótboltaleik lokið. Fram með fyrsta sigur sinn á leiktíðinni og áttu þær hann skilið. Markaveisla og dramatík í lokin, hvílíkur fótboltaleikur.

Skýrsla kemur von bráðar.
94. mín
Þvílík varsla! Vá! FHL komið í gegn á loka sekúndum leiksins en Elaina bjargar stigunum þremur! Frábær varsla
90. mín MARK!
Fanney Birna Bergsveinsdóttir (Fram)
Þetta áttu þær skilið! Sigurmark í uppbótartíma! Fram búið að liggja á vörn FHL allan seinni hálfleikinn og loksins skora þær. Góð fyrirgjöf og Fanney Birna gerir allt rétt!
90. mín
FHL búnar að vera slakar í sóknarleiknum í seinni hálfleik, ekki náð að skapa sér nein almennileg færi.
88. mín
Inn:Ársól Eva Birgisdóttir (FHL) Út:Björg Gunnlaugsdóttir (FHL)
87. mín
Bæði lið að leita af sigurmarkinu. Fram líklegri.
84. mín
Laust skot fyrir utan teiginn frá Fram. Ashley aldrei í neinum vandræðum með þetta.
80. mín
Fram heldur áfram að dæla boltanum inn í teig FHL. Vantar bara einnhverja til þess að koma honum í netið.
77. mín
Inn:Thelma Lind Steinarsdóttir (Fram) Út:Ylfa Margrét Ólafsdóttir (Fram)
75. mín
Sláin! Írena tekur aukaspyrnu fyrir Fram, rétt fyrir framan miðju og gjörsamlega þrykkir boltanum í átt að marki. Boltinn drífur alla leið og endar í slánni. Þetta hefði verið rosalegt mark.
74. mín Gult spjald: Halldóra Birta Sigfúsdóttir (FHL)
Gult fyrir peysutog
73. mín Gult spjald: Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir (Fram)
Fyrsta spjald leiksins.
73. mín
Aukaspyrna fyrir Fram. Fínasti staður til að koma boltanum inn í teiginn.
69. mín
Inn:Alba Prunera Vergé (FHL) Út:Katrín Edda Jónsdóttir (FHL)
69. mín
Inn:Fanney Birna Bergsveinsdóttir (Fram) Út:Ólína Sif Hilmarsdóttir (Fram)
Fyrsta skipting Fram
66. mín
Frábær sprettur hjá Sofiu Gisellu inn í teig Fram, en Elaina með gott úthlaup og hirðir boltann af henni.
62. mín
Fram líklegri aðilinn þessar mínúturnar. FHL ekkki gert mikið sóknarlega í seinni hálfleiknum.
61. mín
Inn:Bjarndís Diljá Birgisdóttir (FHL) Út:Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir (FHL)
Fyrsta skipting leiksins
59. mín
Gott spil niður hægri kantinn hjá Fram. Fyrirgjöfnn hins vegar ekki nógu góð
58. mín
Fram komið í góða stöðu inn í teig FHL en Alexa Kirton er rangstæð.
55. mín
49 áhorfendur hér í dag.
51. mín MARK!
Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fram)
Frábærlega klárað Þórey Björk fær boltann inn í teig FHL. Þórey er yfirveguð og fer framhjá Ashley í markinu, og neglir svo boltanum upp í þaknetið. Vel gert!
49. mín
Gott skot Fram byrjar seinni hálfleikinn vel. flott spil sem endar í góðu skoti frá Alexu Kirton. Skotið er rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn! FHL rúllar þessu í gang.
45. mín
Svipmyndir úr fyrri hálfleik! Tryggvi Már, ljósmyndari, er á leiknum
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í þessum bráðskemmtilega leik! Fram byrjaði leikinn betur og skoraði Ólína Sif frábært mark á 23. mínútu. FHL unnu sig inn í leikinn eftir að hafa lent undir, og uppskáru tvö mörk. 2-1 í hálfleik og má búast við hörku seinni hálfleik.

44. mín
Fram sækir hart að marki FHL þessa stundina. Það vantar bara gæði í úrslitasendinguna.
39. mín
Skot frá Þórey björgu að marki FHL en er rétt framhjá.
37. mín MARK!
Rósey Björgvinsdóttir (FHL)
FHL tekur forystuna! Markið kemur eftir horn hjá FHL. Rósey Björg nær skotinu eftir mikin darraðardans í teignum og ekkert sem að Elaina getur gert.
32. mín SJÁLFSMARK!
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir (Fram)
Hvílík óheppni Vel spilað hjá FHL sem að koma sér í gott skotfæri inn í teig Fram. Skotið er gott en varslan hjá Elainu en betri. Boltinn fer hins vegar í Jóhönnu og hrekkur þaðan inn í mark Fram. Algjör óheppni.
29. mín
Gott spil frá Fram Frábært uppspil frá Fram sem endar í skoti frá Ólínu. Auðveld varsla fyrir Ashley.
27. mín
Fram fær horn en FHL hreinsar.
27. mín
Dauðafæri! FHL var ekki lengi að koma sér í gott færi og fékk Natalie boltann inn í teig Fram. Skotið er hins vegar rétt framhjá.
23. mín MARK!
Ólína Sif Hilmarsdóttir (Fram)
Vá Vá Vá Ólína fær boltann fyrir utan D-bogann og smellir honum í samskeytinn! Frábært mark.
23. mín
Ekkert verður úr horninu.
22. mín
FHL fær horn
20. mín
Fínasta aukaspyrna inn í teig Fram en engin náði til hanns. Markspyrna fyrir Fram
20. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir FHL.
15. mín
Fín hornspyrna, en vel gert hjá Ashley Brown sem að grípur boltann í marki FHL
15. mín
Horn fyrir Fram
12. mín
Fram er að færast nær marki FHL. Búið að koma nokkrar góðar fyrirgjafir inn í teiginn
10. mín
Lítið búið að geast hér fyrstu tíu. Bæði lið eru í erfiðleikum með að skapa sér færi.
6. mín
Hættulegur bolti inn í teig FHL frá Alexu Kirton en enginn sem nær til hanns.
4. mín
Elaina slær boltann í burtu og Fram sækir hratt.
4. mín
Horn fyrir FHL.
2. mín
Mikið miðjumoð fyrstu tvær mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang Fram byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallars Þetta er allt að fara af stað!
Fyrir leik
Upphitun í gangi, dynjandi tónlist og góð stemming!
Fyrir leik
Fínustu aðstæður hér í dag, 9 gráður og sólskin og smá vindur.
Fyrir leik
Dómarateymið Tómas Wolfgang Meyer mun dæma leikinn í dag á meðan Krzysztof Marcin Niedowóz og Baldur Björn Arnarsson verða með flöggin.
Fyrir leik
FHL
FHL situr í 7. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag en þeim er spáð því 5. í sumar. FHL sótti fimm erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum fyrir leiktíðina og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar. FHL sigraði Augnablik 4-1 í síðustu umferð og var annar sigur þeirra á tímabilinu


Fyrir leik
Fram
Botnlið deildarinnar, Fram, hefur verið í erfiðleikum að koma sér í gang í sumar og eru þær enn án sigurs í deildinni. Fram eru nýliðar í deildinni, en þær unnu 1. deildina í fyrra. Fram tapaði 6-1 á móti Gróttu í síðustu umferð og munu þær pottþétt vilja bæta upp fyrir það hér í dag á heimavelli.


Fyrir leik
Komið þið sæl! Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Fram og FHL. Leikurinn fer fram á Framvellinum og hefst hann kl 14:00. Fram mun leita að sínum fyrsta sigri í deildinni hér í dag á meðan FHL reynir að klifra upp í fimmta sætið.
Byrjunarlið:
24. Ashley Brown Orkus (m)
0. Ólöf Rún Rúnarsdóttir
4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
6. Barbara Perez Iglesias
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir ('61)
11. Sofia Gisella Lewis
14. Katrín Edda Jónsdóttir ('69)
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('88)
17. Viktoría Einarsdóttir
19. Natalie Colleen Cooke
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Varamenn:
12. Embla Fönn Jónsdóttir (m)
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('61)
18. Alba Prunera Vergé ('69)
21. Ársól Eva Birgisdóttir ('88)
30. Sóldís Tinna Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Pálmi Þór Jónasson (Þ)
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('74)

Rauð spjöld: