Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
0
3
Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir '15
0-2 Birta Georgsdóttir '40
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir '90
12.06.2023  -  18:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Holly Taylor Oneill
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir ('60)
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('45)
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova ('80)
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('45)
11. Íva Brá Guðmundsdóttir
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('60)
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir
29. Marinella Panayiotou ('80)

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Inga Dan Ingadóttir
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Camila Lucia Pescatore
Elías Árni Jónsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Júlíana Sveinsdóttir ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Blika!
90. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
Innsiglar sigurinn!

Clara þræðir Katrínu inn í gegn og hún klárar auðveldlega í hornið.
85. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
84. mín
Guðný ætlar ekki að leyfa Birtu að skora þrennu.

Birta gerir svo vel að koma sér í skot en Guðný ver virkilega vel frá henni. Góð skyndisókn Blika.
80. mín
Inn:Marinella Panayiotou (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
74. mín
ÍBV fær horn.
ÍBV fær annað horn.

Caeley skorar en dæmd rangstæð. Þetta held ég að hafi verið vitlaust en við erum að skoða þetta. Þetta er bara kolvitlaust hjá dómurum leiksins Caeley var ekki nálægt því að vera rangstæð.
73. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
72. mín
Þóra á enn eitt skotið sem hittir ekki markið.
68. mín Gult spjald: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Þetta fannst mér ansi hart. Sparkar í boltann og Haley meiðir sig eitthvað við það. Heyrðist vel í stúkunni en mér fannst þetta ekki vera spjald.
63. mín
Þvílík varsla!

Agla María snýr af sér Rögnu Söru og neglir boltanum á markið. Guðný blakar boltanum í horn sem hún blakar síðan í annað horn.
Ekkert kemur upp úr því.
60. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
53. mín
Þóra Björg með gott skot en Telma notar alla sína cm til að blaka boltanum í burtu.

ÍBV halda áfram að koma sér í fín færi en eru ekki að ná að nýta þau.
49. mín Gult spjald: Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
47. mín
Blikar fá horn.

Smá darraðardans en Guðný handsamar boltann að lokum.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
45. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
45. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Sanngjarnt 0-2 í hálfleik.

ÍBV samt sem áður búnar að eiga góð færi.
40. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Dansar framhjá varnarmönnum ÍBV. Lánar Andreu boltann í smá en fær hann svo bara aftur og leggur hann milli fóta Haley og framhjá Guðný.

Glæsilegt mark!
38. mín Gult spjald: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Segir eitthvað sem Twana vildi ekki heyra.
33. mín
Holly O'neill á eitthverja lélegustu tilraun til skots sem sést hefur eftir gott spil Eyjakvenna.
28. mín
Þóra með sitt 3. skot fyrir utan en öll eru yfir.

''Halla sér yfir boltann'' heyrist úr stúkunni.
26. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Brýtur á Olgu. Stúkan lætur auðvitað heyra í sér!
24. mín
Leikurinn aftur að róast eftir mark Blika. ÍBV reyna að pressa Blikana sem eru að spila sig vel út.
15. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Beint eftir skot Olgu fer boltinn upp á Birtu sem stingur vörn ÍBV af og klárar skemmtilega.
14. mín
Þvílíkt skot hjá Olgu en Telma stendur í horninu og grípur boltann.
11. mín
Leikurinn byrjar rólega eins og flest allir leikir hér á Hásteinsvelli. ÍBV er með smá vindinn í bakið.
6. mín
ÍBV fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.

Olga tekur hana beint í fangið á Telmu.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja þetta
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna Breiðablik gerir 2 breytingar á liði sínu frá síðustu umferð, þar sem þlr gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Þær Hildur Þóra og Birta Georgsdóttir koma inn fyrir Katrín Ásbjörnsdóttir og Áslaugu Mundu.

ÍBV stillir upp sama liði og gerði 0-0 jafntefli gegn Keflavík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed dæmir leikinn í dag og er með þá Daníel Inga Þórisson og Jovan Subic sér til aðstoðar á línunum.

Óli Njáll Ingólfsson er skiltadómari í dag en enginn eftirlitsmaður kemur frá KSÍ í þetta sinn.
Twana dæmir í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar eftir fyrstu 7 umferðirnar með 13 stig, 3 stigum frá toppliði Vals.

ÍBV er í 9. og næstneðsta sætinu með aðeins sjö stig það sem af er í sumar.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu-deild kvenna.

Leikurin hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('73)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('85)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('45)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('45)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('45)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('85)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('73)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('45)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('26)
Birta Georgsdóttir ('38)
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('68)

Rauð spjöld: