Parken
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: Um 18 stiga hiti og skúrir
Dómari: Fabio Maresca (Ítalía)
Maður leiksins í kvöld? Það var Orri Steinn Óskarsson, þvílík frammistaða hjá þessum 18 ára Íslendingi.
Það er núna ljóst að Klaksvík er að fara í riðlakeppni, hvort sem það er í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni eða í Sambandsdeildinni. Risastórt fyrir færeyskan fótbolta!
Vááááááá. Til hamingju Færeyjar! Það er vonandi að við Íslendingar verðum líka með lið í riðlakeppni í ár, Breiðablik á góðan möguleika þrátt fyrir þetta tap í kvöld.
JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
— KÍ (@KI_Klaksvik) August 2, 2023
Jújú Gróttu Legend með þrennu í meistaradeildinni. 18 ára. Gegn pabba sínum. Ekki margir sem höfðu getað skrifað þetta handrit pic.twitter.com/ORWnAavbW4
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) August 2, 2023
Vilken rysare! Klaksvik kvitterar till 3–3 i förlängningen
— Sportbladet (@sportbladet) August 2, 2023
Se matchen exklusivt på https://t.co/1SsSmTpcDT pic.twitter.com/5AVojnRzn0
The part time baker, baking at Parken?? #fotboltinet pic.twitter.com/9QD2SCKurQ
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 2, 2023
Staðan er jöfn í seinni hálfleiknum, FCK (Orri Steinn) 2 - 2 Breiðablik.
Setur boltann í markmannshornið en Grabara nær ekki að verja. Flott mark.
Orri Steinn Óskarsson! ???? pic.twitter.com/JRJuil4zz1
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) August 2, 2023
Djöfull er þetta nett þrenna sjit þvilikur töffari
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) August 2, 2023
Langur bolti upp og Orri er einn í baráttu við miðverði Breiðabliks. Er sterkari en Viktor og fer utan á Damir áður en hann leggur boltann þægilega í netið.
ÞVÍLÍK FRAMMISTAÐA hjá þessum 18 ára gamla sóknarmanni.
The 18-year-old Orri Oskarsson gets his hattrick!
— Danish Scout (@DanishScout_) August 2, 2023
What a night for the young man whose dad actually manages FC København’s opponent.#UCL #fcklive pic.twitter.com/mLMclotpBT
Orri Oskarsson spiller godt nok med overskud! Virkelig elegante afslutninger. Imponerende af en 18-årig knægt i en kvalkamp til Champions League! #cldk #fcklive
— Niels Nedergaard (@niels1526) August 2, 2023
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Með skot sem fer af varnarmanni og yfir Grabara í markinu. Vel gert hjá Kristni.
Stoðsending: Diogo Gonçalves
Enn og aftur er Goncalves að koma að marki. Hann keyrir inn á völlinn og þræðir Orra í gegn sem skorar fimmta mark Kaupmannahafnarfélagsins. Afskaplega einfalt mark, gerist ekki einfaldara.
Orri er í miklum ham!
Orri Steinn Óskarsson with a cool finish against the club from his home country.
— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) August 2, 2023
I'm hoping for a big season for the 18-year-old Icelandic fox in the box! ???????????? https://t.co/0XjMEc84zq
Íslensk mörk gegn íslenskum liðum í Evrópukeppnum
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) August 2, 2023
????? 2023
???? Orri Steinn
???????? FCK
???? Breiðablik
????? 2017
???? Viðar Örn
???????? Tel Aviv
???? KR
????? 2016
???? Rúnar Már
???????? Grasshopper
???? KR
????? 1996
???? Arnór Guðjohnsen
???????? Örebro
???? Keflavík
????? 1975
???? Jóhannes Eðvalds
???????????????????????????? Celtic
???? Valur pic.twitter.com/SFkM8rKgXl
Það eina jákvæða úr þessum fyrri hálfleik er hvað Orri Steinn er að spila vel.
Stoðsending: Diogo Gonçalves
Goncalves finnur Orra í svæði og hann klárar frábærlega.
Myndavélin beinist strax að föður hans á hliðarlínunni.
Jeg vil Clem ind på banen igen ASAP! #fcklive pic.twitter.com/pWl3bsuEyJ
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 2, 2023
Hvorfor var Willy Clem ikke ind på banen i langere time? #fcklive
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 2, 2023
FOKK
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 2, 2023
Stoðsending: Orri Steinn Óskarsson
Rasmus Falk með sendingu á Orra sem kemur honum á Larsson. Hann lyftir boltanum svo bara yfir Anton í markinu. Ansi vel gert.
Stoðsending: Diogo Gonçalves
Goncalves leggur boltann til hliðar á Achouri sem skorar annað mark FCK.
Setur boltann yfir vegginn og hann endar í markinu. Ég set spurningamerki við Anton Ara þarna. Maður á að gera kröfu á að hann verji þetta, ekki það góð aukaspyrna.
Hold kæft hvor er det uacceptabelt ringe over hele linjen. Simpelthen en uholdbar løsning med den her lorte bane også. Der skal der tales med store bogstaver i pausen. #fcklive
— Jonas RS (@Jonas_Sindberg) August 2, 2023
Er HK-ingur alla leið en ef þið haldið að eg se ekki full on KOP þa gtfo pic.twitter.com/pZWNlT1hXr
— Daníel Már Pálsson (@danielmarpoker) August 2, 2023
Hello there @BreidablikFC ????
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) August 2, 2023
Jassi King
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) August 2, 2023
JASOOOOOON
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 2, 2023
JAAAAASON!! Vá þetta slútt! #fotboltinet
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 2, 2023
Vel gert Blikar!
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
Oliver lyftir boltanum inn fyrir vörnina og Jason skorar með því að taka boltann á lofti og lyfta honum yfir Grabara í markinu.
GEGGJAÐ MARK og þetta einvígi er galopið.
GOAL! Copenhagen 0-1 Breidablik (9 Jason Dadi Svanthorsson)#UCL @FootballReprt pic.twitter.com/0hygTmlyAC
— Qureshi Just That (@Qureshi_That) August 2, 2023
Leikur hafinn á Parken pic.twitter.com/ZPVOX27lwz
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) August 2, 2023
Íslendingar mæta alltaf á réttum tíma eða á slaginu. Hlakka til að sjá kópacabana gefa sektion 12 alvöru samkeppni. #fotboltinet pic.twitter.com/sflwMwl5ip
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 2, 2023
Orri byrjaði fyrri leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þetta er sérstakt einvígi fyrir þennan efnilega sóknarmann þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari Breiðabliks.
Eina breytingin hjá FCK fyrir leikinn í kvöld er sú að Orri kemur inn fyrir hinn 17 ára gamla Roony Bardghji sem fékk ekki góða dóma fyrir frammistöðu sína í Kópavoginum.
Ísak Bergmann Jóhannesson þarf áfram að sætta sig við það að vera á bekknum hjá FCK.
Breytingin er sú að Anton Logi Lúðvíksson kemur inn á miðsvæðið fyrir Alexander Helga Sigurðarson.
GAMEDAY
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 2, 2023
???? @FCKobenhavn - Breiðablik
???? @ChampionsLeague
???? Parken
???? 2. ágúst
?18:00 (GMT) 20:00 (CET)
Blikar úti kaupa miða hér: https://t.co/oZQh39VSn0
Blikar í Kópavoginum hittast í Grænu stofunni sem opnar kl 17:00????
???? @hhalldors #eittfyrirklúbbinn pic.twitter.com/9FjD6JerkF
FC Kaupmannahöfn 2 - 1 Breiðablik (18:00 á miðvikudaginn)
Orri Steinn skorar gegn pabba sínum og Breiðablik fellur úr leik.
"Ég hef áður spilað á Parken. Með landsliðinu gegn Danmörku árið 2021, við töpuðum 3-1 en ég skoraði svo það er í lagi," sagði Klæmint.
"Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum, ég held að við getum gert góða hluti og við trúum því enn að við komumst áfram," sagði Færeyingurinn geðþekki jafnframt.
"Þetta er rosalegt mannvirki. Vonandi verða margir áhorfendur og vonandi verður þetta skemmtileg upplifun fyrir alla Blika, fyrir þá sem eru inn á vellinum og upp í stúku," sagði Oliver.
"Þeir segja að það séu 20-30 þúsund manns í heildina og ég veit ekki betur en að þetta sé einn fjölmennasti leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á. Ég vona að við getum öll upplifað þessi gífurlegu læti sem eru búist við."
Oliver vonast til að þagga niður í stuðningsmönnum FCK. Það er verk að vinna fyrir Blika.
"Vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið. Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn alveg þagna," sagði Oliver.
"Mér finnst við nálgast þennan leik mjög svipað og aðra leiki. Við gerum okkur grein fyrir styrkleikanum hvernig vð stillum upp taktískt. Nálgunin er að halda í okkar grunngildi, spila okkar leik. Það snýr að hugrekki, þetta er leikur sem er partur í að taka einhver skref, taka út þroska," sagði Arnór Sveinn á Facebook síðu Breiðabliks í gær.
"Ef maður einblínir alltaf á úrslit nær maður ekki þessum þroska út. Við keyrum á þetta á okkar grunngildum og svo sjáum við hvað kemur upp úr hattinum. Við sáum það heima að við 'mötchum' alveg við þetta lið."
Arnór Sveinn er 37 ára en hann er uppalinn hjá Breiðablik. Hann sneri aftur til félagsins fyrir tímabilið eftir sex ára dvöl hjá KR.
"Þetta er hrikalega gaman. Þegar það er klúbbur sem maður elst upp í og ekki bara það, þegar amma og afi eru gullBlikar, mamma og pabbi eru þarna, konan og tengdafjölskyldan er öll Blikar og börnin eru að æfa þarna. Það eru tilfinningaleg tengsl sem erfitt er að útskýra og þá hefur allt meira vægi," sagði Arnór Sveinn.
Það hefur verið talað um að einvígið hafi klárast á fyrstu mínútu í Kópavoginum þar sem FCK náði forystunni þá en það mark var vægast sagt klaufalegt.