Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Vestri
2
1
Selfoss
Nacho Gil '11 1-0
Vladimir Tufegdzic '14 2-0
2-1 Gary Martin '26
08.08.2023  -  18:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Allt upp á 10. Sól og blíða og völlurinn flottur.
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 214
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde ('74)
7. Vladimir Tufegdzic ('81)
10. Nacho Gil
11. Benedikt V. Warén ('90)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani ('81)
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
9. Iker Hernandez Ezquerro ('81)
10. Tarik Ibrahimagic ('74)
14. Deniz Yaldir ('90)
16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson
77. Sergine Fall
80. Mikkel Jakobsen ('81)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
Atli Þór Jakobsson
Þorsteinn Goði Einarsson
Ásgeir Hólm Agnarsson

Gul spjöld:
Elvar Baldvinsson ('59)
Ibrahima Balde ('67)
Iker Hernandez Ezquerro ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BÚIÐ Vestri nær að hanga á þessu og taka stigin þrjú!
93. mín
Valdimar tekur sem fyrr. Hengir boltann á fjær, darraðadans í teignum og Selfyssingar við það að skora þegar Þórður blæs í flautuna. Markspyrna segir hann.
92. mín
Aukaspyrna Selfoss Þórður dæmir ódýra aukaspyrnu sem Guðmundur sækir. 20 metrum frá hægra megin á vellinum
90. mín
Inn:Deniz Yaldir (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
88. mín Gult spjald: Iker Hernandez Ezquerro (Vestri)
Hindrar Selfyssinga í að taka aukaspyrnu hratt.
87. mín
Annað færi! Hornið er á Jón Vigni á miðjum teignum, einn og óvaldaður en nær ekki góðri snertingu, sneiðir boltann langt framhjá
87. mín
Dauðafæri! Gary einn á einn, rennir boltanum á Aron Fannar sem er ferskur en Morten nær að komast fyrir á síðustu stundu
86. mín
Hornið rennur út í sandinn. Gary brýtur af sér og sendir Þórði pillu.
85. mín
Boltinn er hátt uppí loft og Rafa er í brasi en hann nær að slæma boltanum aftur fyrir. Annað horn.
84. mín
Horn Selfoss Klaufagangur hjá Elvari og Morten
82. mín
Þreyta komin í menn, leikurinn hefur dottið niður núna
81. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
Silas var pakkað saman. Aldrei séð þetta áður í sumar
81. mín
Inn:Iker Hernandez Ezquerro (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Fyrsti leikur Iker fyrir Vestra. Baskverji sem aldist upp hjá Real Sociedad
80. mín
Valdimar með frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem Guðmundur Tyrfingsson rétt missir af
78. mín
Silas reynir að keyra á Hrannar en hann hefur ekki komist lönd né strönd í leiknum. Bakvörðurinn ungi búinn að vera með hann í vasanum
75. mín
Inn:Aron Fannar Birgisson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Ingvi átti geðveika stoðsendingu en þess fyrir utan ekki náð að skapa mikið
75. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
Baxterinn lét lítið fyrir sér fara
74. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
Þetta varð að gerast. Dagur til að gleyma fyrir Ibrahima og nafni hans að hluta reynir að gera betur
72. mín
Dauðafæri Selfoss! Hreinsun fram endar hjá Gary í teignum, hann skýtur í fyrsta en mokar boltanum yfir!
70. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Rífur Nacho niður á miðjunni.
70. mín
Klafs á miðjunni, boltinn endar hjá Fatai sem brýtur miðjulínu Selfyssinga og lætur vaða á markið. Hittir boltann illa og framhjá fer hann
69. mín
Betra Silas kominn í hættulega stöðu upp við endamörk en fyrirgjöfin finnur ekki samherja.
68. mín
Aukaspyrnan frá Valda skoppar rétt fyrir framan Rafa í markinu og hann heldur boltanum. Fín tilraun
67. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
Er of seinn og fer í Valdimar eftir að boltinn er farinn. Er búinn að vera hrikalega slakur í dag verður að segjast.
65. mín
Davíð Smári þarf að gera breytingar. Morten gjörsamlega urðar yfir liðsfélaga sína og skiljanlega. Ekkert að frétta.
62. mín
Ákefðin í gestunum er að ná til Vestra. Þeir eru hættir að ná að tengja saman sendingar og eru á hælunum þessa stundina. Selfoss eru að ná að ýta þeim niður og leika sín á milli og eiga hættulegri sóknir.
59. mín Gult spjald: Elvar Baldvinsson (Vestri)
Örlítið of seinn í tæklingu á miðjunni en ekkert til að tala um. Gult spjald rétt
56. mín
Rétt framhjá Gary Martin! Ibrahima Balde stígur á boltann og tapar honum á miðjunni. Bolti í fyrsta innfyrir á Gary sem á skot með vinstri sem rennur hárfínt framhjá stönginni á fjær.
54. mín
Vestri er meira með boltann en það er meiri leikur og ákefð í gestunum. Hárfínt jafnvægi
53. mín
Næstum því Selfoss Gary Martin leikur á mann á miðjunni, þræðir bolta innfyrir en örlítið fyrir framan Ingva sem missir af honum. Hættulegt.
49. mín
Aukaspyrna Selfoss 25 metrum frá. Morten á hælunum, missir boltann framhjá sér og tekur því það næstbesta, manninn. Valdimar lætur vaða en laust yfir.
47. mín
Ekkert kemur úr horninu til að skrifa um. Markspyrna
47. mín
Dauðafæri! Fatai þræðir nálina í gegnum vörn Selfyssinga, Benó kominn í gott færi en flækir boltann milli fóta sér! Horn
46. mín
Leikur hafinn
Let's GO! Vestramenn með kvöldsólina í bakið hér í seinni hálfleik
45. mín
Þetta er að detta í gang. Liðin komin út á völl
45. mín
Hálfleikur
Frábærum fyrri hálfleik lokið. Selfyssingar létu plata sig í göngubolta í 25 mínútur en fá svo mark sem var ekkert annað en gæði frá Ingva og Gary og við það gjörbreytist leikur liðið. Byrja að öskra og hlaupa og veita heimamönnum leik. Stigin þrjú geta farið hvert sem er eða hvergi hér í seinni hálfleik.
42. mín
Aukaspyrna Vestri ca 35 metrum frá hægra megin við miðju. Silas kemur boltanum inn í teig. Tufa rís hátt upp og skallar upp í loft en þá er Ibrahima Balde dæmdur brotlegur.
40. mín
Horn Selfoss Valdimar með bolta á nær sem Gustav skallar frá í annað horn. Aftur á nær og aftur frá í horn. Boltin skoppar í teignum og Gary nær skoti sem Silas kemst fyrir. Þaðan fjarar sóknin út.
39. mín
Þórður dómari grjótharður Kallar Jón Vigni til sín og segir honum eiginlega bara að grjóthalda kjafti svo öll stúkan heyrir, notar betri orð þó. Hrikalega nett.
38. mín
Mikill hraði og tempó í þessu núna. Gestirnir sterkari ef eitthvað er. Frábær leikur!
35. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Gustav Kjeldsen fer klaufalega í bakið á Ingva á hægri kantinum. Boltinn frá Valdimar er góður, vesen að hreinsa. Berst á Ingva sem á hörkuskot rétt framhjá markinu vinstra megin.
32. mín
Það er hiti í þessu núna, meira að gera hjá Þórði á flautunni og Sammi geltir hátt í stúkunni.
30. mín
Allt að gerast núna Lyklaborðið ofhitnar! Orrahríð að marki gestanna, þrjár fyrirgjafir og hörkuskot frá Nacho sem varnarmaður kemst fyrir. Benó reynir að leika á Ívan sem stelur boltanum af honum. Selfoss komnir 4 á 3 en Gary Martin missir boltann upp í hendina á sér.
29. mín
Þetta stefndi í þægilegan dag á skrifstofunni fyrir heimamenn en eitt mark getur breytt svo miklu í fótbolta. Allt annar leikur núna.
28. mín
Færi Selfoss! Aukaspyrna á miðjunni inn á teiginn, finnur Hrannar einn og óvaldaðann en skalli hans er rétt framhjá markinu. Skjótt skipast veður í lofti!
26. mín MARK!
Gary Martin (Selfoss)
Stoðsending: Ingvi Rafn Óskarsson
MARK! Þetta er orðið leikur. Langur bolti á Ingva upp hægri vænginn sem kemur með gjörsamlega geðveikann boltan beint á pönnuna á strákinn frá Darlo sem stangar boltann niður í vinstra hornið. Þetta blæs byr í seglinn hjá gestunum sem öskra á hvorn annan og hvetja.
24. mín
Valdimar kemur með djúpann bolta á fjær sem Rafael kýlir í burtu og ekkert kemur í framhaldinu. Jæja þetta er allavega eitthvað.
23. mín
Aukaspyrna Gestirnir fá aukaspyrnu á vinstri vængnum í ágætri stöðu.
21. mín
Vestri með völdin Selfyssingar komast ekki á boltann, eru hreinlega fjarverandi hérna. Vestramenn spila sín á milli og leita að glufum og gestirnir komast ekki nálægt þeim.
14. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Stoðsending: Morten Ohlsen Hansen
Það var ekki lengi gert! Morten Hansen vippar boltanum innfyrir, Adrian Sanchez annaðhvort misreiknar boltann eða ætlar Stefáni boltann, en hann skoppar allavega yfir hann. Tufa kemst inn á milli, pikkar boltanum framhjá Stefáni og tæklar boltann í markið! Gestirnir eru steinsofandi hér í byrjun leiks.
11. mín MARK!
Nacho Gil (Vestri)
Stoðsending: Gustav Kjeldsen
Maaaaaaaark! Fyrsta horn leiksins. Silas spyrnir frá vinstri inn á teiginn en fyrsti varnarmaður hreinsar en ekki vel þó. Boltinn berst aftur inn í teiginn á fjær þar sem Morten nær að halda boltanum í leik upp í loft. Gustav Kjeldsen skallar svo boltann á Nacho sem skallaði boltann í markið af stuttu færi!
7. mín
Selfyssingar svara Fatai tapar boltanum undir engri pressu á miðjunni, fyrirgjöf frá hægri sem Valdimar rétt missir af á fjærstönginni.
5. mín
Fyrsta sóknin Vestramenn með ágætis spil, boltinn ratar til Elmars í fyrirgjafarstöðu en auðvelt fyrir Stefán í markinu
3. mín
Þetta fer rólega af stað, menn eru að fóta sig en völlurinn er mjög hraður, búið að bleyta vel í honum og slá niður.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!
Fyrir leik
Styttist í leik Vestfjarðaóður með kónginum sjálfum Herberti Guðmundssyni ómar í græjunum hér á vellinum og liðin eru að gera sig klár að rölta út á völlinn. Kallinn gerði allt vitlaust á Vagninum á Flateyri á helginni.

Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson

Fyrir leik
Láki Baxter! Það gleður okkur ísfirðinga að sjá Þorlák Breka Baxter í byrjunarliði Selfyssinga, en hann er barnabarn nafna síns, sem er goðsögn í skíðaíþróttinni hér í bæ.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarinn Gef alltaf dómaranum shout hérna og engin undantekning í dag. Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er á flautunni í dag. Ungur og efnilegur dómari sem lagði leikmannaskónum snemma til þess að taka dómgæsluna alvarlega. Þurfum fleiri svona gæja í íslenskan fótbolta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Nýju mennirnir hjá Vestra eru á bekknum, þeir Tarik Ibrahimagic og Iker Hernandez Ezquerro. Ibrahimagic byrjaði á móti Grindavík í síðustu umferð en Ibrahima Balde leysir hann af í byrjunarliðinu í dag. Oskar Wasilevski er fjarverandi í dag en Þorsteinn Aron Antonsson tekur sæti hans í byrjunarliðinu hjá Selfyssingum. Að öðru leyti óbreytt lið úr 3-1 sigrinum á Ægi í síðustu umferð.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Mikilvægur leikur Eins og sést á stöðunni í deildinni er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur í þessum leik festir liðið í sessi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem svo mörg lið í deildinni berjast um. Deildin er gríðarlega jöfn, aðeins 6 stig skilja að Njarðvík í fallsætinu og Gróttu sem er í augnablikinu í síðasta sætinu sem tryggir þáttökurétt í umspili um sæti í Bestu deildinni.
Fyrir leik
Staðan í deildinni
Afturelding 36 stig
-
Fjölnir 29 stig
ÍA 27 stig
Leiknir R 23 stig
Grótta 20 stig
-
Vestri 20 stig
Selfoss 19 stig
Þór Ak 17 stig
Grindavík 16 stig
Þróttur R 15 stig
-
Njarðvík 14 stig
Ægir 8 stig
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Velkomin! Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Selfoss í lengjudeild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f) ('75)
10. Gary Martin
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('75)
17. Valdimar Jóhannsson
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Þorsteinn Aron Antonsson
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
9. Aron Fannar Birgisson ('75)
15. Alexander Clive Vokes
21. Aron Einarsson ('75)
25. Sesar Örn Harðarson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Högni Friðriksson

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('70)

Rauð spjöld: