Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Fram
2
1
KA
Fred Saraiva '23 1-0
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '64 , víti
Aron Jóhannsson '90 2-1
Daníel Hafsteinsson '90
20.08.2023  -  17:00
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Geggjað veður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
7. Aron Jóhannsson
10. Fred Saraiva ('70)
15. Breki Baldursson ('46)
17. Adam Örn Arnarson
22. Óskar Jónsson
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('46)
28. Tiago Fernandes
32. Aron Snær Ingason ('80)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('46)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('80)
8. Ion Perelló ('46)
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson ('70)
79. Jannik Pohl ('80)

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('45)
Aðalsteinn Aðalsteinsson ('90)
Adam Örn Arnarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
langþráður sigur Fram sem fer upp úr fallsæti
90. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
90+6
90. mín Gult spjald: Aðalsteinn Aðalsteinsson (Fram)
90+5 Mikill hiti núna
90. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
90+1
90. mín Rautt spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Eitthvað hefur hann sagt Fær rautt eftir mark Fram
90. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Fram)
Stoðsending: Tryggvi Snær Geirsson
Er Fram að stela þessu? Tryggvi potar boltanum innfyrir á Aron sem skorar. Geggjuð skyndisókn
88. mín
Sveinn Margeir með gott skot en Ólafur gerir vel að verja í horn
86. mín
Nú fer hver að verða síðastur að skora sigurmark. Ekki mikið að gerast
82. mín
Hallgrímur Mar með skot framhjá
80. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
Jannik að koma inn á Í fyrsta sinn síðan gegn FH í apríl.
80. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
79. mín
Ívar Örn fær högg á öxlina Búinn að vera að kljást við axlarmeiðsli seinustu vikur. Þetta lítur ekki vel út
73. mín
Harley Willard reynir skot úr ákjósanlegri stöðu en það fer vel framhjá
70. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
67. mín
KA vill annað víti Pétur dæmir ekki. Elfar fór niður. Sýnist þetta hafa átt að vera víti. Jafnast allt út á endanum
64. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur Skorar. Ólafur fór í rétt horn en þetta var of fast
64. mín
KA FÆR V ÍTI Hallgrímur fer niður í teignum. Fannst þetta ódýrt svona við fyrstu sín
63. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
63. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
60. mín
Lítið að gerast þessa stundina
52. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
51. mín
Gummi Magg svo nálægt því að skora. Er á undan Jajalo í boltann eftir fyrirgjöf en boltinn í stöngina
48. mín
Heimamenn með fyrsta færi seinni hálfleiks. Fred með skot sem Jajalo ver
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Ion Perelló (Fram) Út:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram)
tvöföld breyting hjá Fram
46. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram) Út:Breki Baldursson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
45. mín
45+3

Hallgrímur nálægt því að jafna eftir fína sókn en Ólafur Íshólm bjargar með geggjaðri markvörslu
45. mín
Jóan með fín tilþrif og gefur boltann fyrir á Hallgrím sem skýtur himinhátt yfir
45. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
44. mín
Tiago svo nálægt því að skora Gummi magg vinnur boltann inni á teig eftir fyrirgjöf og hann rennir boltanum út á Tiago sem skýtur á markið en boltinn rétt framhjá
40. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
38. mín
Það er 20 gráðu hiti úti og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvers vegna Hallgrímur er að spila í hönskum
32. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Eins gult og það gerist. Reif Aron Snæ niður
27. mín
Nú ætlaði Tiago sér fullmikið.. Tekur skot langt utan af velli sem var aldrei nálægt því að ógna
23. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
Geggjað mark Tiago með langan bolta frá hægri yfir á Fred. hann leggur hann fyrir sig og hamrar honum svo bara í hornið með hægri.

Óverjandi út við stöng
18. mín
Gummi MAgg brotlegur í baráttunni við Jajalo svo ekkert kemur úr horninu
17. mín
Heimamenn fá horn
13. mín
Þeir eru báðir staðnir upp og virðast vera í lagi. Þetta leit alls ekki vel út
12. mín
Þetta er ljótt Jajalo og Gummi Magg rekast saman eftir aukaspyrnu og þeir steinliggja báðir
10. mín
Núna voru KA menn komnir í ágætis stöðu. Hrannar með fasta fyrirgjöf en enginn KA maður nær ti knattarins
9. mín
Aftur eru heimamenn í ágætis. Keyra upp í hraða sókn og boltinn berst á Fred úti vinstra megin sem tekur skot en boltinn fer hátt yfir
4. mín
Framarar eiga fyrsta færi leiksins. Eftir fína sókn berst bolinn á Aron Jóhannsson við enda vítateigsins. Skot hans fer naumlega framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Framarar sparka þessu af stað
Fyrir leik
Það er ennþá treyjuvesen hjá Ívari Erni. Hann er nr 2 þó svo að hann sé skráður númer 5 á skýrslu. Treyjan hans var týnd í seinasta leik og er greinilega ekki fundin enn
Fyrir leik
KA menn gera tvær breytingar Jóan Símun og Hallgrímur Mar koma inn í byrjunarliðið fyrir Elfar Árna og Harley Willard
Fyrir leik
Ein breyting hjá Fram milli leikja Aron Kári Aðalsteinsson kemur inn fyrir Orra Sigurjóns sem er í banni
Fyrir leik
Geggjað veður Mæliborðið á bílnum sagði 22 gráður þegar ég var að leggja í stæði við völlinn.
Fyrir leik
Jannik í hóp Byrjunarliðin eru komin og það vekur athygli mína að Jannik Pohl er í hóp hjá Fram. Hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í apríl
Fyrir leik
Raggi stýrir skútunni Eins og flestir vita hætti Jón Sveinsson sem þjálfari Fram nýverið eftir dapurt gengi. Ragnar Sigurðsson, aðstoðarmaður Jóns, hefur stýrt liðinu í seinustu leikjum og í vikunni var tilkynnt að Ragnar myndi klára tímabilið sem þjálfari liðsins
Fyrir leik
KA gerði jafntefi gegn Blikum í seinustu umferð en Fram tapaði fyrir KR
Fyrir leik
Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag. Fram þarf að vinna til að reyna að koma sér úr fallsæti og KA þarf þrjú stig til að koma sér í baráttuna um að enda í efri helming deildarinnar.

Fram er með 15 stig í 11. sæti en liðið hefur einungis fengið eitt stig í seinustu fimm leikjum.

KA er með 22 stig í 8. sætinu. Núna er liðið 5 stigum frá sjötta sætinu.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KA
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson ('63)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('52)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('90)
29. Jakob Snær Árnason ('63)
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Pætur Petersen ('63)
8. Harley Willard ('63)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('52)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('90)
14. Andri Fannar Stefánsson
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('32)
Jakob Snær Árnason ('40)

Rauð spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('90)