Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
FC Struga
0
1
Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson '35
Vangjel Zguro '91
24.08.2023  -  15:00
Stadion Biljanini Izvori
Umspil Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Völlurinn þungur en það er BONGÓ
Dómari: Damian Sylwestrzak (Pólland)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
95. Vedran Kjosevski (m)
5. Mentor Mazrekaj
6. Medzit Neziri ('85)
9. Besart Ibraimi
10. Besmir Bojku
11. Bunjamin Shabani
16. Besart Krivanjeva
24. Edis Malikji ('46)
28. Hogan Ukpa
33. Vangjel Zguro
55. Sava Radic

Varamenn:
1. Kristijan Kitanovski (m)
12. Raif Mirseloski (m)
3. Hadis Tairi
7. Abdulhadi Yahya ('46)
8. Flamur Tairi
19. Ard Kasami
22. Ardi Idrizi
26. Hristijan Georgievski
27. Senad Jarovic ('85)
31. Jusuf Kaba
35. Anes Istrefi

Liðsstjórn:
Shpëtim Duro (Þ)

Gul spjöld:
Vangjel Zguro ('58)
Mentor Mazrekaj ('60)
Sava Radic ('81)

Rauð spjöld:
Vangjel Zguro ('91)
Leik lokið!
BÆNG!!

Blikar með alvöru sigur í mjöööög erfiðum leik gegn FK Struga.

50/50 leikur þar sem bæði lið fengu sína sénsa en Blikar fara með gott veganesti inn í seinni leikinn

Þakka kærlega fyrir samfylgdina, áfram íslenskur fótbolti.
100. mín
FLAUTAÐU LEIKINN AF
99. mín
Vááá... stórhættuleg aukaspyrna inn á teig Blika sem fer í gegnum allann pakkann og skoppar réééétt framhjá markinu...
97. mín
Ein mínúta eftir
96. mín
Hættuleg sending inn á teig Blika sem er skölluð út í teig og Ibramimi reynir skot í fyrsta en hátt yfir
95. mín
"FOKKING BEHAVE" heyrist í Óskari Hrafni við hliðarlínuna

Greinilega ekki sáttur við hegðun starfsmanna Struga
93. mín
Leikurinn stöðvaður við litla hrifningu Struga manna því Davíð Ingvars liggur meiddur á vellinum og fær hann aðstoð frá Særúnu sjúkraþjálfara

Ég þekki nú Davíð ágætlega og ef hann liggur niðri meiddur þá er hann mest líklegast meiddur, hann kann ekki að þykjast vera meiddur
91. mín Rautt spjald: Vangjel Zguro (FC Struga)
Er að rekja boltann framhjá Jasoni Daða og setur olnbogann í andlitið á Jasoni

Seinna gula og rautt
90. mín
Jesús kristur ÁTTA mínútur í uppbót
89. mín
Ibraimi fer niður í teignum en Damir bara miklu sterkari og pólski dómarinn fellur ekki í þessa gildru
88. mín
Anton Ari þarf að fá aðstoð frá Særúnu sjúkraþjálfara, virðist vera eitthvað meiddur í handabakinu á hægri hendi
87. mín
Ef Struga skora,EF.

Þá verður það 110% eitthvað aulalegt mark þar sem vindurinn verður í aðalhlutverki

Vonum að það gerist ekki, 3 mínútur eftir + uppbót
86. mín
Vá, thank you Anton Ari

Aukaspyrna lengst út á velli sem Anton Ari grípur ekkert eðlilega vel þar sem aukaspyrnan er mjög föst vegna vindsins
85. mín
Inn:Senad Jarovic (FC Struga) Út:Medzit Neziri (FC Struga)
83. mín
Davíð Ingvarsson sem er búinn að vera óvenju aftarlega í dag er kominn inn á teig og reynir skot en það er í varnarmann
81. mín Gult spjald: Sava Radic (FC Struga)
Hlaut að koma að þessu, svona 10unda brotið hans í leiknum
80. mín
Sending inn á teig sem Hogan Ukpa er nálægt að pota boltanum inn í markið en boltinn endar framhjá markinu og markspyrna niðurstaðan
78. mín
12 mínutur + uppbót eftir og ekkert það mikið að frétta í þessum leik, vindurinn hefur verið maður leiksins í þessum síðari hálfleik
74. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
73. mín
FÆRI!!

Jason Daði með mjög lúmska sendingu sem ratar inn fyrir vörn Struga og Ágúst kemst einn í gegn, virðist vera í smá erfiðleikum með grasið og er kominn smá frá markinu og á skot rétt framhjá markinu
72. mín
Vááá skot í slánna frá Hogan Ukpa en hann er svo flaggaður rangstæður
71. mín
Aukaspyrna inn á teig Blika sem Anton Ari handsamar

Blikar svona létt að suffer-a þessa stundina
69. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Einn harðasti Mykhailo Mudryk maður þjóðarinnar mættur inn á
68. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika
65. mín
Aukaspyrna langt utan af velli, Ibraimi reynir bara skotið en það er töluvert framhjá
64. mín
Leikamaður Struga reynir skot fyrir utan teig, skotið á svona 150km/h enda heimamenn með þennan bilaða vind í bakið
62. mín
Hættuleg sending inn á teig frá Jasoni Daða en Klæmint nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum og Struga menn hreinsa frá
60. mín Gult spjald: Mentor Mazrekaj (FC Struga)
Leiðbeinandinn kominn með yellow
58. mín Gult spjald: Vangjel Zguro (FC Struga)
57. mín
Heyrðu hvað er að eiga sér stað hérna í þessum vindi

Myndavélin send á varamannabekk Blika og þar liggur varamaður Blika sem lítur út fyrir að vera sárþjáður og liðsfélagar hans allir í kringum hann áhyggjufullir og Óskar að tala við fjórða dómara, eins og að vindurinn hafi ollið því að varamaður Blika slasaði sig

Mjög undarlegt
55. mín
Það er bara kominn alvöru Vestmanneyjavindur hérna í Ohrid, það mikill vindur að það er dottið út hljóðið í útsendinguni á S2S
53. mín
Jæja fyrsta skotið

Ibraimi með fast skot beint á Anton sem grípur þetta vel
53. mín
Seinni háfleikurinn fer ekki alveg jafn vel af stað og sá fyrri, ekkert að frétta þessa stundina
52. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
48. mín
Besart Ibraimi með skot framhjá og það er byrjað að blása vel á vellinum

Þessar aðstæður eru bara eins og að spila við Einherja, erfitt gras oft á tíðum og rok, en alltaf skemmtilegt samt
46. mín
Inn: Abdulhadi Yahya (FC Struga) Út: Edis Malikji (FC Struga)
46. mín
Game on Seinni hafinn

Blikar myndu svo sannarlega ekki kvarta yfir því að fara með 0-1 á Kópavogsvöll
45. mín
Hálfleikstölfræði: Marktilraunir: 4-5
Hornspyrnur: 4-1
Rangstöður: 1-0
Gul spjöld: 0-1
Með boltann: 56% - 44%
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Loksins 0-1 er staðan þegar að pólski dómarinn flautar til hálfleiks

Mjög jafn leikur en Blikar með forystuna

Koma svo!
45. mín
Anton Ari....

Ömurleg aukaspyrna inn á teig en Anton Ari missir boltann aftur fyrir og hornspyrna niðurstaðan

Ekkert varð úr þessari hornspyrnu
45. mín
Gott færi sem Klæmint fær inn á teig eftir langt innkast en hann karate sparkar boltanum hátt yfir markið

1:30 eftir af uppbótartímanum
45. mín
Aukaspyrna á geggjuðum fyrirgjafastað fyrir Blika
45. mín
+5 í uppbót frá þeim pólska Ja hérna hér það verður heldur betur bætt við
43. mín
Halda út takk Styttist í hálfleik og Blikar veeeerða að halda Núll-inu út hálfleikinn

Held það gæti verið alvöru högg á andlegu hlið Blika ef Struga menn jafna hér undir lok hálfleiks
41. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
39. mín
Gömul uppskrift!

Höskuldur hótar skotinu en boltanum er rúllað á Damir eins og í markinu hans gegn Shamrock Rovers, Kjosevski nær ekki að grípa boltann og boltinn dettur út í teig en Struga menn koma þessu frá
38. mín
Aukaspyrna sem Blikar eiga rétt fyrir utan teig, aðeins fyrir utan fræga D-bogann
38. mín
Sjáiði þetta mark!!
35. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
VÁÁÁÁÁÁ FYRIRLIÐINN!!!!!!

Höskuldur fær boltann úti á hægri kantinum, fer inn á völlinn framhjá einum varnarmanni, framhjá öðrum varnarmanni, keyrir inn á teig og á GEGGJAÐ skot uppi í fjærhornið!!!

Vá hvað Blikar þurftu á þessu að halda
31. mín
Heyrðu skal lýsa markinu

Fyrirgjöf sem af einhverri ástæðu fer Anton Ari ekki með hendurnar á hann heldur ætlar hann að tækla boltann frá, boltinn fer af Antoni þaðan í olnbogann á Shabani og þaðan í í hælinn á honum og inn

Hárrétt niðurstaða
31. mín
ÞAÐ ER ENNÞÁ 0-0
30. mín
Struga kemur boltanum í netið og fagnar.... Heyrðu...

MÉR SÝNIST HANN VERA AÐ DÆMA MARKIÐ AF
27. mín
Jason Daði á skot inn á teig en það er í varnarmann og endar hjá markmanninum
26. mín
Ibraimi enn og aftur í færi, þeirra lang besti maður en hann er flaggaður rangstæður
25. mín
Leikurinn farinn aftur af stað
23. mín
Vatnspása Jæja fyrri hálfleikurinn hálfnaður og það er vatnspása enda steikjandi hiti
Mynd: Getty Images

22. mín
Aukaspyrna frá Oliver inn á teig sem Höskuldur skallar bara beint í hendurnar á Vedran Kjosevski í markinu
21. mín
19. mín
Frábær sending yfir vörn Blika en leikmaður Struga á slæma snertingu sem ratar í hendurnar á Antoni
16. mín
STÖNGIN HJÁ IBRAIMI

Lang líflegasti leikmaður Struga, Besart Ibraimi fær boltann inn á teig og á skot í stöngina og Blikar hreinsa frá...

Bæði lið búin að fá góð færi
15. mín
Blikar ekki nægilega nálægt mönnum!!

Struga spila auðveldlega í kringum Blika og Ibraimi á skot sem fer af VÖM og í hornspyrnu
14. mín
Góð sending inn á teig Blika en engar rauðar treyjur þar og Anton handsamar þetta auðveldlega
11. mín
HVERNIG SKORA BLIKAR EKKI!!!

Aukaspyrna inn á teig sem endar hjá Jasoni sem á fyrirgjöf sem Klæmint skallar í stöngina og Gísli nær svo ekki til boltans er hann reyndi að moka boltanum yfir línuna..

Klæmint verður að skora þarna
5. mín
Ekki góð byrjun Leikurinn eiginlega bara búinn að fara fram á vallarhelmingi Blika

Struga byrjað töluvert betur
4. mín
Gaaaat nú verið, sýnt upp í stúku og að sjálfsögðu er Hanna Sím mætt á völlinn, hún mætir á ALLA leiki sama hvar þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

2. mín
Aukaspyrna langt utan af velli frá heimamönnum en boltinn skoppar bara beint í hendurnar á Antoni Ara
1. mín
1. mín
Leikur hafinn
KOMA SVOOO!!!!

Blikar byrja með boltann
Fyrir leik
Það styttist í leik og Guðmundur Benediktsson er að tilkynna í sinni lýsingu það er VAR í leiknum. Það gæti reynst ansi áhugavert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Klæmint Olsen og Davíð Ingvarsson báðir í byrjunarliðinu. Viktor Karl Einarsson meðal varamanna.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Óskar Hrafn: Algjörlega lygilegt að völlurinn sé leyfður
Mynd: Breiðablik

„Það er mjög heitt, um 30 stig og vel rakt. Við spilum klukkan 17:00 á morgun, það verður mjög heitt og sólin verður ekki farin niður; það eru engin flóðljós á vellinum. Þetta er alvöru sveitavöllur og í raun algjörlega lygilegt að hann sé leyfður; fjögurra laufa smárar á vellinum. Þetta liggur við að vera völlur eins og í Ásbyrgi eða eitthvað," sagði Óskar Hrafn í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Sæbjörn Steinke ræddi við Óskar í gær og má lesa viðtalið í heild sinni hérna. Þar fer hann yfir verkefnið, mótherjana og stöðuna á hópnum hjá Blikum.

„Það eru allir klárir nema Alexander Helgi Sigurðarson sem er meiddur heima og Ágúst Orri Þorsteinsson er heima veikur. Annars eru allir klárir. Arnór Sveinn Aðalsteinsson æfði í dag og er klár."

Mynd: Skjáskot/Breiðablik story
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þjálfari Struga í banni í dag Shpëtim Duro, þjálfari Struga, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að hann yrði í leikbanni í þessum fyrri leik. Hann má því ekki stýra sínu liði í leiknum og er bannað samkvæmt reglum UEFA að vera í sambandi við sitt teymi.

Mynd: Getty Images

„Það er magnað afrek fyrir Struga að vera komið í umspilið, eitthvað sem fólk bjóst ekki við. En þetta er fyllilega verðskuldað miðað við hvernig liðið hefur spilað," sagði Duro á fréttamannafundi í gær en hann viðurkenndi að lið sitt hefði komið sér á óvart.

„Liðið hefur komið mér á óvart. Við höfum spilað sex Evrópuleiki með nánast sama liðið í grunninn, með sama leikskipulagið. Liðið hefur leikið einstaklega vel og hefur komist í gegnum alla þessa ólíku leiki. Ég er bara ósáttur við hálftíma í leiknum í Lúxemborg en í svona spennandi leik er eðlilegt að það reyni á taugarnar."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lesendur nokkuð bjartsýnir fyrir hönd Blika
Elvar Geir Magnússon
Viðtal við Höskuld, fyrirliða Breiðabliks
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tveir skorað öll mörk Struga og annar þeirra tekur út bann gegn Blikum
Marjan Radeski | Mynd: Getty Images

Tveir leikmenn hafa skorað öll tíu mörk Struga í forkeppni Evrópu á þessu tímabili, hinn 36 ára gamli Besart Ibraimi er með sjö mörk og hinn 28 ára gamli Marjan Radeski er með þrjú.

Radeski verður í banni í fyrri leiknum gegn Breiðabliki eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Swift Hesperange frá Lúxemborg í síðasta leik. Öll þrjú mörkin hans komu gegn Buducnost.

Ljóst er að Breiðablik þarf að hafa góðar gætur á Ibraimi sem hefur skorað í öllum fjórum leikjum Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Hann gerði þrennu í fyrri leiknum gegn Hesperange en tvö af þeim mörkum komu af vítapunktinum.

Leið Struga í þetta einvígi við Breiðablik var þannig að liðið tapaði fyrir Zalgiris frá Litaén samtals 1-2 í forkeppni Meistaradeildarinnar, vann svo Buducnost samtals 5-3 og Hesperange samtals 4-3.

Fyrri leikur Struga og Breiðabliks verður klukkan 15 á fimmtudaginn og svo verður seinni leikurinn á Kópavogsvelli í næstu viku.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
„Lið sem við eigum að geta unnið“ Það er mikið afrek hjá Struga að vera komið þetta langt og vera aðeins einu einvígi frá riðlakeppni. Félagið var stofnað 2015 af stóru byggingar- og fasteignafyrirtæki í Norður-Makedóníu. 2019 spilaði liðið í efstu deild í fyrsta sinn og vann svo það afrek á síðasta tímabili að vinna meistaratitilinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var spurður út í komandi einvígi í viðtali í vikunni.

„Mér finnst stundum eins og það er sagt að þetta sé búið og að það er varla hægt að klúðra þessu. En auðvitað er það þannig að þegar maður er kominn á þennan stað væru það vonbrigði að komast ekki áfram. Ég held að það sé annarra að dæma það hvort tímabilið væri vonbrigði ef við myndum ekki fara í riðlakeppni. En það er mikilvægur leikur á fimmtudaginn þar sem við þurfum að ná í úrslit og koma okkur í forystu fyrir seinni leikinn," sagði Óskar sem fór í öðru viðtali yfir möguleika Blika.

„Ég held að það sé mikilvægast að við séum harðir, ég held að það verði lykilatriði þarna úti að við séum harðir, grimmir og 'lazer-fókurseraðir', reyna halda einbeitingunni eins og við getum og fækka mínútunum þar sem við erum ekki einbeittir. Ég hef séð einhverja tvo til þrjá leiki með þessu liði og þetta er ágætis lið en þetta er lið sem við eigum að geta unnið."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dauðafæri fyrir Blika að skrifa söguna Seinni leikurinn verður á Kópavogsvelli í næstu viku en íslenskt lið hefur aldrei verið í betra tækifæri á að komast í riðlakeppni Evrópu. Norður-makedónska deildin er lægra skrifuð en sú íslenska hjá UEFA.

Í síðustu umferði mætti Struga liði Swift Hesperange frá Lúxemborg og vann samtals 4-3. Þess má geta að í umferðinni á undan vann Struga einvígi gegn Buducnost frá Svartfjallalandi samtals 5-3 (1-0 heima og 4-3 úti). Breiðablik vann Buducnost 5-0 á Kópavogsvelli í lok júní svo möguleiki Blika verður að teljast ansi góður.

Á þessu stigi keppninnar er varla hægt að mæta vænlegri andstæðingum, Blikar eru í dauðafæri að komast í riðlakeppni og verða þar með fyrsta íslenska félagið sem nær þeim áfanga í karlaflokki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dómarar leiksins koma frá Póllandi. Damian Sylwestrzak er aðaldómari en hann hefur komið til Íslands, dæmdi U21 landsleik gegn Kýpur á síðasta ári.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrri leikurinn Í dag leikur Breiðablik fyrri leik sinn gegn FC Struga frá Norður-Makedóníu í umspilinu fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Íslandsmeistararnir byrja á útivelli en Struga fær þó ekki að spila á heimavelli sínum þar sem hann stenst engan veginn kröfur UEFA.

Framkvæmdir eru á þjóðarleikvangi Norður-Makedóníu og um tíma var útlit fyrir að það þyrfti að spila leikinn utan landsins. Armando Duka, forseti fótboltasambands Albaníu, var búinn að bjóðast til að halda leikinn í Elbasan í Albaníu.

En á endanum gaf UEFA undanþágu og grænt ljós á að spilað verði á SRC Biljanini Izvori leikvangnum í borginni Ohrid í Norður-Makedónu.

Völlurinn tekur tæplega 4 þúsund áhorfendur en býr ekki yfir flóðljósum og því þarf leikurinn að vera spilaður snemma og hefst hann klukkan 15 að íslenskum tíma.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og er stuðst við þá útsendingu í þessari textalýsingu.

Mynd: SRC Biljanini Izvori
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('69)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('66)
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('69)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('41)
Gísli Eyjólfsson ('52)
Höskuldur Gunnlaugsson ('68)
Damir Muminovic ('74)

Rauð spjöld: