Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Valur
6
0
Þór/KA
Amanda Jacobsen Andradóttir '3 1-0
Berglind Rós Ágústsdóttir '31 2-0
Fanndís Friðriksdóttir '62 3-0
Berglind Rós Ágústsdóttir '66 4-0
Ísabella Sara Tryggvadóttir '77 5-0
Þórdís Elva Ágústsdóttir '82 6-0
31.08.2023  -  18:00
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Amanda Andradóttir, Valur
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank ('80)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('80)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
13. Lise Dissing ('58)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir ('80)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('58)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('72)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 6 - 0 sigri Vals.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við.
88. mín
Anna Björk skallar framhjá eftir hornspyrnu Amöndu.
82. mín MARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
6 - 0 Amanda með geggjaða sendingu innfyrir vörnina á Þórdísi Elvu sem skoraði sjötta markið. Fjórða stoðsendingin hjá Amöndu.
81. mín
Amanda með góða sendingu sem varnarmann hreinsa í horn. Á sama tíma fær Kimberley Dóra að koma aftur inná. Jafnt í liðum að nýju.
80. mín
Kimberly er enn utan vallar,meidd á fæti og skiptingarnar búnar.
80. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
80. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Laura Frank (Valur)
79. mín
Enn ein yfirvinnann hjá Ástu sjúkraþjálfara Vals fyrir Þór/KA. Nú er það Kimberley Dóra sem liggur meidd á vellinum. Ásta kemur til bjargar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

78. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
78. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
77. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Amanda með frábæra sendingu innfyrir vörn Þórs/KA á Ísabellu sem skoraði með góðu skoti á fjær. Þriðja stoðsening Amöndu í leiknum.
72. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
72. mín
Þórdís Elva með skot rétt framhjá.
68. mín
Hulda Ósk lék á varnarmann og þrumaði á markið úr þröngu færi á endalínunni sem Fanney átti ekki erfitt með að verja.
67. mín
Inn:Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Út:Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
67. mín
Inn:Una Móeiður Hlynsdóttir (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
66. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
4 - 0 Amanda tók aukaspyrnu setti hann á fjær þar sem Berglind kom á ferðinni og skoraði með innnanfótarskoti á lofti. Laglega gert!
64. mín
Fanndís með góða sendingu innfyrir á Amöndu sem tók sér of mikinn tímann með boltann og Agnes Birta hirti af henni boltann með góðri tæklingu.
62. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Málfríður Anna Eiríksdóttir
3 - 0 Málfríður sendi inn í teiginn frá hægri á Fanndísi sem þrumaði á nær og skoraði gott mark. Staðan orðin 3 - 0 fyrir toppliðið.
60. mín
Fanndís með skot framhjá í kjölfar á hornspyrnu Ásdísar Karenar.
58. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
54. mín
Hulda Ósk með fast skot að marki sem Fanney varði.
47. mín
Lise Dissing með sendingu inn í teiginn á Amöndu sem var komin í fínt færi en skaut beint á Melissu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engin breyting er gerð í hálfleik en Iðunn sem ég hélt að myndi koma inná tekur á móti þeim leikmönnum sem koma inná með box og gefur öllum úr því. Lítur út eins og boxið sem mamma notar undir smákökubaksturinn.
45. mín
Jóhann Gunnar þjálfari Þórs/KA ræddi við Ástu Árnadóttur sjúkraþjálfara Vals í hálfleik. Líklega um meiðslin hjá Dominique Jaylin Randle. Í kjölfarið ákvað hann að senda Iðunni Rán Gunnarsdóttur í upphitun. Hún kemur þá eflaust inn í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur, Valur leiðir með tveimur mörkum gegn engu.
45. mín
Lára Kristín með skot í teignum sem Melissa varði. Dominique kemur í kjölfarið aftur inná.
45. mín
Amanda með þrumusot að marki sem fór í höfuðið á Dominique Randle og þaðan í horn. Hún virðist hafa vankast við þetta og Ásta, sjúkraþjálfari Vals, stekkur inná til að gera að meiðslum gestarins.
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma segir Bríet Bragadóttir skiltadómari.
39. mín
Amanda tók geggjaðan snúning fyrir utan teig, skildi varnarmann eftir og þrumaði á markið en beint á Melissu markvörð sem greip.
36. mín
Amanda í fínu færi í teignum en setur boltann yfir markið.
31. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
2 - 0 Amanda sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn á Berglindi Rós sem skallaði boltann í netið. Mark og stoðsending frá Amöndu í dag.
30. mín
Sandra María fékk stungusendingu innfyrir vörn Vals og skaut að marki rétt fyrir utan vítateig en Fanney varði. Annað gott færi hjá Þór/KA.
28. mín
Færi! Hulda Ósk óð upp hægri kantinn og sendi út í teiginn þar sem Karen María var í góðu færi en skaut rétt framhjá.
20. mín
Þetta er voða dauft ennþá hérna á Origo-vellinum.
15. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Tahnai Lauren Annis (Þór/KA)
Annis þarf að stöðva leik vegna meiðsla.
14. mín
Þór/KA er ekki með sjúkraþjálfara svo Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari Vals þurfti að sinna Annis. Hún þarf að fara af velli vegna meiðsla. Ásta þekkir vel til fyrir norðan því hún hóf feril sinn með Þór/KA árið 1999 sem leikmaður.
12. mín
Tahnai Annis liggur meidd á vellinum, þarf aðhlynningu.
11. mín
Frekar rólegt yfir þessu síðustu mínútur.
6. mín
Sandra María með skot í varnarmann og hátt yfir mark Vals. Hornspyrna sem ekkert kom úr.
3. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Ásdís Karen stakk innfyrir á Amöndu sem var ein á móti Melissu í markinu og skoraði með góðu skoti.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Valur byrjar með boltann og leikur í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Sandra María vann dómarakastið og breytti um helming Fyrirliðarnir Sandra María Jessen og Málfríður Anna Eiríksdóttir fóru í dómarakast með Helga Mikael dómara. Sandra María vann kastið og valdi að spila í átt að Öskjuhlíðinni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og stutt í að leikur hefjist. Valur í rauðum treyjum og sokkum en hvitum buxum. Þór/KA er alsvartar eins og vanalega.
Fyrir leik
Spákona umferðarinnar Helena Ólafsdóttir þáttarstýra í Bestu mörkunum spáði í umferðina fyrir Fótbolta.net

Valur 2 - 0 Þór/KA
Norðankonur hafa komið allavega mér á óvart í sumar með mörgum góðum leikjum. Ég held þó að Valur vinni allan daginn þennan leik en þær hafa spilað vel undanfarið og stykingarnar sem komu inn í glugganum gera sterkt lið enn betra; 2-0 ætla ég að segja og ég held að Bryndís Arna setji allavega eitt mark ef ekki tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Búin að mætast tvisvar í sumar Liðin mættust á Origo-vellinum í 7. umferðinni 6. júní síðastliðinn. Valur vann þá 1 - 0 sigur með marki Þórdísar Elvu Ágústsdóttur.

Valur 1 - 0 Þór/KA
1-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('54)
LESTU UM LEIKINN

Úr fyrri leiknum. | Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Liðin mættust svo aftur í 16. umferðinni 15. ágúst síðastliðinn. Þá var öllu meira skorað en Valur vann 2 - 3 sigur.

Þór/KA 2 - 3 Valur
0-1 Lise Dissing ('10 )
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('16 )
1-2 Tahnai Lauren Annis ('37 , sjálfsmark)
1-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('73 )
2-3 Bríet Jóhannsdóttir ('94 )
LESTU UM LEIKINN

Úr leiknum á Akureyri. | Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn í dag og er með þær Rúnu Kristínu Stefánsdóttur og Magdalenu Önnu Reimus sér til aðstoðar á línunum.

Bríet Bragadóttir er skiltadómari og KSÍ sendir Þórð Inga Guðjónsson til að hafa eftirlit með störfum dóamara og umgjörð leiksins.
Helgi Mikael dæmir leikinn í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í deildinni eftir tvískiptingu en þarna mætast liðin sem enduðu 18 leikja deildarkeppnina í 1. og 6. sæti.

Valur er í toppsætinu með 42 stig en Þór/KA í því sjötta með 26 stig. Fyrir leikinn eru 15 stig í pottinum svo það er ljóst að Þór/KA næði aldrei Val að stigum.

Valur er með 8 stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu.
Fyrir leik
Leikdagur á Origo-vellinum Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Hér mætast Valur og Þór/KA í fyrsta leik í efri hluta Bestu-deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
0. Tahnai Lauren Annis ('15)
3. Dominique Jaylin Randle
7. Amalía Árnadóttir ('78)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir ('67)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('78)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('67)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('15)
11. Una Móeiður Hlynsdóttir ('67)
21. Krista Dís Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Emelía Ósk Kruger
Bríet Jóhannsdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: