Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Valur
2
0
Stjarnan
Birkir Heimisson '43 1-0
Hlynur Freyr Karlsson '97 2-0
17.09.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 867
Maður leiksins: Birkir Heimisson (Valur)
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson ('88)
9. Patrick Pedersen ('88)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('80)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Adam Ægir Pálsson ('74)

Varamenn:
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('74)
17. Lúkas Logi Heimisson ('88)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('80)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('88)
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('50)
Einar Óli Þorvarðarson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Ívar Orri flautar til leiksloka. Sterkur 2-0 heimasigur hjá Valsmönnum.

Þakka fyrir í kvöld.
97. mín MARK!
Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
FLAUTUMARK!! Stjörnumenn tapa boltanum og Tryggvi Hrafn fær boltann og rennir honum inn á Hlyn Frey sem kláraði vel framhjá Árna.
97. mín
Sveinn Sigurður Stjörnumenn ná skoti á markið sem Sveinn Sigurður grípur.
96. mín
Lúkas Logi vinnur dýrmætar sekúndur fyrir Valsmenn sem fá hornspyrnu.

Ég held að Valsmenn séu að landa þessu!
96. mín
EMIL ATLASON!! Vá. Stjörnumenn lyfta boltanum inn á teiginn á Emil Atlason sem nær fínum skalla en ekki á markið.
95. mín
Inn:Joey Gibbs (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
94. mín
Stjörnumenn eru að sækja og vinna hornspyrnu sem er tekinn inn á teiginn og Stjörnumenn vinna aðra hornspyrnu í framhaldi.
92. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Tekur Lúkas Loga niður á miðjum vallarhelming Stjörnunnar.
90. mín
Klukkan slær 90 og það eru sjö mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
88. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
85. mín Gult spjald: Einar Óli Þorvarðarson (Valur)
Klaufalegt spjaldaður fyrir að vera of lengi að koma Guðmundi Andra útaf og fær guilt spjald.
84. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
80. mín
Emil Atlason kemur boltanum inn á teiginn en Hólmar Örn kemur boltanum í burtu.
80. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
78. mín
Róbert Frosti með fyirgjöf inn á teiginn en Sveinn Sigurður kemur úr markinu og grípur boltann og er fljótur að koma boltanum í leik á Guðmund Andra og Valsmenn komast í flotta stöðu en Stjörnumenn gera vel.
74. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
73. mín
Stjörnumenn eru að leita og leita Vantar erkki tækifærin hjá Stjörnunni þessar síðustu mínútur en liðið hefur fengið nokkra góða sénsa við teig Vals.

Sveinn Sigurður að gera vel í marki Vals.
66. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
65. mín
Leikurinn er búin að vera stopp í góðart þrjár mínútur.

Daníel Laxdal virðist hafa fengið eitthvað höguð högg en mér sýnist hann vera fara af velli.
61. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
58. mín
Sigurður Egill Aron með hornspyrnu frá hægri sem Stjörnumenn skalla frá en beint á Sigurð Egil sem kemur á ferðinni og lætur vaða og boltinn ekki svo langt framhjá.
54. mín
Valsmenn vilja víti Boltinn virðist fara í höndina á Örvari og Ívar Orri fer og ræðir við aðstoðarmann sinn og engin hendi dæmd og hornspyrna er það.

Á endursýningu í sjónvarpinu fannst mér þetta vera pjúra víti.
50. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Emil Atlason fær boltann og fer á ferðina og Aron Jó tekur hann niður og stoppar álitlega sókn Stjörnunnar.
46. mín
Sveinn Sigurður heldur áfram að þurfa að taka á stóra sínum Emil Atlason kemur boltanum út á Hilmar Árna sem tekur boltann með sér áður en hann nær skoti sem Sveinn Sigurður ver beint á Eggert Aron sem nær ekki að klára færið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað Liðin óbreytt og Kristinn Freyr sparkar síðari hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur Ívar Orri flautar til hálfleiks. Valsmenn leiða inn í hlé 1-0.

Síðari hálfleikurinn eftir korter.
45. mín
Stjörnumenn vilja víti!! Emil Atlason fellur inn á teignum og Stjörnumenn ösrka úr stúkunni en ekkert dæmt. Jökull Elísabetarson er ekki sáttur niður við hliðarlínu.

Ein mínúta í uppbótartíma.
43. mín MARK!
Birkir Heimisson (Valur)
Fyrsta markið er komin Patrick Pedersen fær boltann inn á teiginn og reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni Stjörnunnar og dettur fyrir fætur á Birki sem smyr hann í fjær hornið.

Alvöru afgreiðsla!!
42. mín
Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri og Stjörnumenn setjas boltann í hornspryrnu.

Hornspyrnan hættuileg og boltinn á Pedersen sem nær ekki almennilegu skoti á markið.
35. mín
Flott spil hjá heimamönnum Fær boltann frá hægri til vinstri og Tryggvi fær boltann og kemur boltanujm fyrir en boltinn af Stjörnumanni og afturfyrir.

Ekkert kemur upp úr hornsprynunni.
33. mín
Aron Jóhannsson með skot langt fyrir utan Ekkert að þessari tilraun hjá Aroni. Boltinn rétt framhjá.
28. mín
Skyndisókn hjá Stjörnunni! Jóhann Árni kemur boltanum upp á Hilmar Árna sem keyrir áfram og reynir að finna Emil en boltinn aðeins of fastur og Sveinn Sigurður nær til boltans.
25. mín
Jóhann Árni með hornspyrnu frá hægri en ekkert verður úr hornsprynunni.
18. mín
Birkir Már með frábæran bolta fyrir á Tryggva sem var á fjærstönginni en Tryggvi setur boltann framhjá.
15. mín
Örvar Logi brýtur á Adami Ægi við hliðarlínuna. Aron Jó spyrnir boltanum fyrir og Hólmar Örn nær skalla en boltinn framhjá.
14. mín
Hilmar Árni fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer beint á Sveinn Sigurð.

Það liggur mark í loftinu hér á Origo.
12. mín
Valsmenn hinumegin. Aron Jó með skot fyrir utan teig sem fer framhjá markinu.
12. mín
Eggert Aron með gott skot en Sveinn Sigurður ver.
8. mín
Tryggvi Hrafn!! Birkir Heimisson kemur boltanum á Tryggva sem á gott skot sem Árni Snær ver út í teiginn og Pedersen nálægt því að fylgja eftir.

Þarna munaði litlu.
5. mín
Stjörnumenn líklegri í byrjun leiks Guðmundur Kristjánsson með gott skot sem Sveinn Sigurður ver í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
4. mín
Hilmar Árni fær boltann fyrir utan teig og nær skoti en boltinn ekki á markið og markspyrna frá marki Vals.
1. mín
Stjörnumenn koma sér strax í fína stöðu.

Eggert Aron fær boltann út til hægri við vítateig Vals og kemur með boltann inn á teiginn en Hólmar Örn kemur boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað Under the lights á Origo flautar Ívar Orri til leiks. Emil Atlason sparkar þessu af stað.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson leiðir liðin inn á völlinn. Búið er að kynna liðin sem leika hér í dag og allt að verða til reiðu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Adam Ægir Pálsson er í byrjunarliði Vals í dag og þá er Sveinn Sigurður Jóhannesson í markinu hjá Val.

Stjarnan stillir upp ansi sterku liði í dag en Emil Atlason, Eggert Aron Guðmundsson og Andri Adolphsson og þá er Örvar Logi Örvarsson í byrjunarliðiu Stjörnunnar í kvöld

Fyrir leik
Benedikt Wáren spáir! Valur 2 - 1 Stjarnan (sunnudag 19:15)
Þetta verður skemmtilegur leikur, bæði lið skora. Árni Snær verður með flottar vörslur í markinu en Elli Helga skorar sigurmarkið í uppbótartíma og mun rífa sig úr treyjunni.


Fyrir leik
Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson flautar leikinn í kvöld. Aðstoðar dómarar eru Birkir Sigurðarson og Hreinn Magnússon.
Fyrir leik
Fyrsti leikur í úrslitakeppni Úrslitakeppnin er farinn af stað og eru þetta fyrsti leikir liðanna í tvískiptri deild. Valur situr fyrir leik kvöldsins í öðru sæti deildarinnar á meðan Stjörnumenn eru í því fjórða.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét



Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Leikdagur á Origovellinum Gott og gleðilegt kvöldið og verið hjartanlega velkomin með okkur á Origovöllin að Hlíðarenda þar sem Valur og Stjarnan mætast í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('95)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal ('66)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('61)
17. Andri Adolphsson ('61)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Adolf Daði Birgisson ('61)
23. Joey Gibbs ('95)
35. Helgi Fróði Ingason ('66)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('61)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('92)

Rauð spjöld: