Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Valur
3
1
FH
Amanda Jacobsen Andradóttir '30 1-0
1-1 Snædís María Jörundsdóttir '41
Arna Sif Ásgrímsdóttir '65 2-1
Laura Frank '93 3-1
17.09.2023  -  14:00
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Veðrið er ekki gott
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: Frítt inn á völlinn, ekki talið
Maður leiksins: Amanda Andradóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('63)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('75)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
13. Lise Dissing ('63)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('45)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir ('85)

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir ('63)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('85)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('75)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('63)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('45)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur sigur hjá Val. FH gaf þeim alvöru leik og þær voru líklegri í byrjun seinni hálfleiks, en Íslandsmeistararnir taka þessi þrjú stig með sér inn í landsleikjahléið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
93. mín MARK!
Laura Frank (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
MARK!!! Amanda með hornspyrnu sem Laura Frank skallar í markið. Hún gengur algjörlega frá leiknum.

Valur að sigla sigrinum heim.
92. mín
Hættulegt! Valur að ógna áfram! Amanda með stórhættulega hornspyrnu sem Berglind Rós nær að skalla á markið en Aldís ver.
90. mín
Dauðafæri! Valur í stórhættulegri skyndisókn og Fanndís gerir allt rétt. Hún kemur boltanum yfir á fjærstöngina þar sem Guðrún Elísabet er alein en Aldís sér við henni.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
87. mín
Ísabella skorar upp úr þurru en er dæmd rangstæð.
85. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Anna Björk Kristjánsdóttir (Valur)
84. mín
Það birtir aftur til á Hlíðarenda.
84. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (FH) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
83. mín
Alma fær boltann við teiginn og reynir skot en það fer yfir markið. Nær FH að skora jöfnunarmark?
83. mín
Erla með slæma sendingu sem Fanndís kemst inn í. Hún horfir strax á markið og reynir skot af einhverjum 40 metrum. Ekkert mál fyrir Aldísi að grípa boltann.
78. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
78. mín
Inn:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH) Út:Harpa Helgadóttir (FH)
78. mín
Þarna á Fanndís að skora! Í algjöru dauðafæri eftir að boltinn hrekkur til hennar, en hún setur hann framhjá markinu.
75. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
73. mín
Dauðafæri! Laura Frank í dauðafæri að gera þriðja mark Vals en Aldís gerir vel í því að verja frá henni. Hún heldur FH inni í leiknum.
70. mín
Alma reynir skot fyrir utan teig en Þórdís Elva gerir vel í því að koma sér fyrir boltann.
68. mín
Inn:Alma Mathiesen (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
68. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Út:Shaina Faiena Ashouri (FH)
66. mín
Arna Sif að koma Val yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
65. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MARK!!!!! Valur tekur forystuna í annað sinn í leiknum!

Amanda tekur aukaspyrnu stutt, leggur hann út á Ásdísi Karen sem á frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Örnu Sif sem skorar.

Þetta var afskaplega vel útfærð aukaspyrna hjá Íslandsmeisturunum.
63. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
63. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
63. mín
Lise Dissing í besta færi Vals í seinni hálfleik en setur boltann yfir markið!
62. mín
FH nær að koma boltanum frá en sókn Vals heldur áfram eftir hornspyrnuna. Lise Dissing fær boltann úti vinstra megin og reynir fyrirgjöf en hún endar hjá Aldísi.
61. mín
Valur að vinna hornspyrnu. Aðeins betra hjá heimakonum þessar síðustu mínútur.
60. mín
Berglind Rós og Fanndís eru að koma inn á af bekknum hjá Íslandsmeisturunum.
58. mín
Það liggur mark í loftinu hjá FH-ingum.
58. mín
Hildigunnur Ýr með skot rétt framhjá eftir flotta sókn! Þarna munaði litlu!
57. mín
Andrea Marý reynir skot af löngu færi en það er auðvelt viðureignar fyrir Fanneyju.
56. mín
Harpa með fínan bolta inn á teiginn en Arna Sif kemur honum frá. FH verið sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum.
55. mín
Arna Sif skallar boltann frá og Amanda kemur honum svo í innkast.
54. mín
Margrét Brynja vinnur hornspyrnu fyrir FH. Ég held að þetta hafi verið rangstaða í aðdragandanum en flaggið fór ekki á loft.
53. mín
Mackenzie með fínt skot sem fer rétt framhjá markinu.
50. mín
Shaina með flottan bolta inn á teiginn en Valskonur ná að koma boltanum í burtu.
50. mín
Fyrsta hornspyrnan í leiknum. FH á hana.
49. mín
Vel varið! Ásdís Karen þræðir Amöndu í gegn en Aldís sér við henni og á góða vörslu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn Það er ansi kuldalegt á Hlíðarenda. Það er byrja að hellirigna en voanndi fáum við góðan fótbolta hér í seinni hálfleiknum.
45. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við fyrri hálfleikinn. Staðan er jöfn og það er líklega bara sanngjarnt.
42. mín
Snædís skoraði fyrir FH!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
41. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Stoðsending: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
MARK!!!!! FH að jafna!

Smá darraðadans inn á teignum. Collenn með fyrirgjöf og boltinn dettur fyrir Hildigunni sem á skot í varnarmann. Boltinn dettur svo fyrir Snædísi sem skorar og jafnar metin fyrir FH.

Varnarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá Íslandsmeisturunum þarna.
39. mín
Lise Dissing með fínan sprett og reynir fyrirgjöf en hún fer af varnarmanni og í hendurnar á Aldísi.
38. mín
Mackenzie með fína tilraun sem svífur fram hjá markinu.
35. mín
Það er orðið mjög dimmt yfir á Hlíðarenda, mjög rigningarlegt.
31. mín
Amanda búin að skora fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
30. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Stoðsending: Málfríður Anna Eiríksdóttir
MARK!!!! Geggjuð afgreiðsla!

Málfríður Anna með sendingu á bak við vörn FH á Amöndu sem er í hlaupinu. Hún tekur vel á móti boltanum og klárar frábærlega yfir Aldísi í markinu.

Amanda hefur verið algjörlega frábær eftir að hún kom heim og hún heldur bara áfram að gera vel.
29. mín
Lise Dissing við það að sleppa í gegn en Colleen Kennedy gerir frábærlega varnarlega og vinnur markspyrnu fyrir FH.
29. mín
Amanda í fínu skotfæri á teignum og hún nær að láta vaða, en Rachel Avant kemur sér fyrir skotið.
27. mín
Ásdís Karen reynir að þræða Bryndísi í gegn en sendingin er ónákvæm og föst.
25. mín
Shaina með skot af löngu færi en það fer langt yfir markið. FH-ingar hafa verið líklegri aðilinn í þessum leik hingað til.
24. mín
Loksins merki um líf í þessum leik. Búið að vera vægast sagt ömurlegt áhorfs en Hildigunnur lífgaði aðeins upp á þetta þarna.
23. mín
Sláin!! Hildigunnur fær boltann við vítateigsbogann, með frábæra hreyfingu og leikur á varnarmenn Vals. Hún á svo skot sem fer yfir Fanneyju og í slánna. Þarna mátti minnstu muna að gestirnir myndu taka forystuna.
22. mín
Colleen Kennedy missir boltann þegar hún tekur innkast og ólöglegt innkast dæmt. Svolítið súmmerar þennan leik upp hingað til.
19. mín
Amanda með stórhættulega aukaspyrnu inn á teig FH-inga en gestirnir ná með herkjum að koma boltanum frá marki sínu.
17. mín
Margrét Brynja með ágætis skottilraun fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá markinu.
16. mín
Fanney með slakt útspark og úr því fær FH hættulega sókn, en Mackenzie er flögguð rangstæð.
15. mín
Þessar fyrstu 15 mínútur hafa verið afskaplega rólegar, lítið að frétta.
11. mín
Það er bara frekar vel mætt á völlinn hér í dag. Fólk komið að sjá Íslandsmeistarana gegn spútnikliðinu.
9. mín
FH án mikilvægra leikmanna FH getur ekki stillt upp varnarmönnunum Örnu Eiríksdóttur og Lillý Rut Hlynsdóttur í dag þar sem þær eru í láni frá Val. Arna var nýverið valin í A-landsliðið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
8. mín
Svona er FH að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
6. mín
Amanda komin í fínt skotfæri við vítateigslínuna en nær engum krafti í skotið sem fer fram hjá markinu.
4. mín
Snædís María í ágætis færi nálægt markinu en setur boltann í hliðarnetið.
3. mín
Svona er Valur að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
FH stendur heiðursvörð fyrir Íslandsmeistara Vals fyrir leikinn.
Fyrir leik
Sýna af hverju þær eru besta lið landsins Við fengum Elízu Gígju Ómarsdóttur, leikmann Víkings og fréttaritara Fótbolta.net, til að spá í leiki umferðarinnar. Hún spáir Val 3-1 sigri hér í dag.

Eftir nokkuð slaka frammistöðu Vals á móti Stjörnunni mæta þær aftur í gír og sýna af hverju þær eru besta lið landsins. Amanda leikur listir sínar eins og hún er búin að gera síðan hún kom, skorar eitt og leggur upp á Bryndísi, Þórdís setur svo eitt út langskoti. FH uppsker eitt mark úr hápressunni sem þær eru búnar að fullkomna en það dugir ekki til.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur unnið báða leiki liðanna Valskonur hafa unnið báða leiki þessara lið til þessa á tímabilinu, 2-0 hér á Hlíðarenda og 2-3 í Kaplakrika.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
FH í sjötta sæti Sama hvernig fer í þessum lokaleikjum, þá hefur FH átt mjög gott tímabil. Liðinu var fyrir tímabilið spáð neðsta sæti en náði að tryggja sig í efri hluta deildarinnar. Fyrir þennan leik er FH í sjötta sæti með 28 stig.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Valskonur orðnar Íslandsmeistarar Fyrir leikinn er það orðið ljóst að Valur er Íslandsmeistari en þær eru með tíu stiga forskot á Stjörnuna þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og FH í efri hluta Bestu deildar kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
Shaina Faiena Ashouri ('68)
Harpa Helgadóttir ('78)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
7. Rachel Avant
14. Mackenzie Marie George
14. Snædís María Jörundsdóttir ('78)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('68)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('84)
33. Colleen Kennedy

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('78)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('68)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('84)
24. Alma Mathiesen ('68)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('78)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian

Gul spjöld:

Rauð spjöld: