Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Víkingur R.
2
2
KR
Aron Elís Þrándarson '9 1-0
Danijel Dejan Djuric '31 2-0
2-1 Benoný Breki Andrésson '53
2-2 Kristinn Jónsson '73
20.09.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Elís Þrándarson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('59)
17. Ari Sigurpálsson ('36)
19. Danijel Dejan Djuric ('69)
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
18. Birnir Snær Ingason ('36)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('59)
23. Nikolaj Hansen ('69)
26. Þorri Heiðar Bergmann
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar ná að koma bolta á markið en laust og Víkingar vilja fá víti en Erlendur flautar bara af.

Víkingar eru ekki tölfræðilega Íslandsmeistarar ennþá en Valur getur bara jafnað þá af stigum en markatalan er mun hagstæðari hjá Víkingum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
98. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (KR)
98. mín
Víkingar fá aukaspyrnu við hornfánann - Er þetta síðasta tækifærið?
97. mín
KR fær hornpyrnu frá þessu og spurning hvort það sé síðasti sénsin?
96. mín
KR reynir að læða Kennie Chopart innfyrir og Ingvar Jóns kemur út á móti og nær boltanum á undan en Kennie fellur niður og KR vill fá eitthvað.
92. mín
Kennie Chopart reynir að finna Theodór Elmar í gegn en sendinginn of föst.
90. mín
Fjórði dómari sýnir +6!
90. mín
Theodor Elmar fer illa með Karl Friðleif sem brýtur á honum.
88. mín
BIRNIR SNÆR!!! Frábær sókn hjá Víkingum og Birnir Snær fær færið en Simen Kjellevold ver stórkostlega frá honum á nærstöng!

Víkingar fá horn og Nikolaj Hansen á tilraun yfir markið!
87. mín
Erlingur Agnarsson að keyra á vörn KR og boltinn tekinn af honum og svo Víkingar dæmdir brotlegir þegar Stefán Árni fær boltann úti vistri.
86. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
85. mín
Það er að færast hiti í þetta.
83. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Jakob Franz Pálsson (KR)
82. mín
Jakob Franz að fara meiddur af velli hjá KR. Nárameiðsli og sjúkraþjálfari gefur merki um skiptingu.
81. mín
Helgi Guðjóns með skot hinumeginn yfir markið.
80. mín
Ægir Jarl fær skotfæri en á skot yfir markið!

Myndi alls ekki veðja gegn því að við fáum sigurmark í þessum leik á öðrum hvorum endanum.
77. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Ekki sáttur með að fá ekki aukaspyrnu stuttu fyrir og er færður tilbókar.
77. mín Gult spjald: Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Brýtur á Davíð Erni í skyndisókn.
73. mín MARK!
Kristinn Jónsson (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
AFTUR REFSA KR MEÐ SKYNDISKÓKN! KR keyra með allt í botni eftir hornspyrnu Víkinga og Stefán Árni Geirsson á skot sem Ingvar ver upp í loft en Kiddi Jóns er mættur og setur boltann í netið!

FRÁBÆR SKYNDISÓKN HJÁ KR OG ÞEIR JAFNA ÞETTA!!!
72. mín
Víkingar fá hornspyrnu hinumeginn. Birnir Snær með skot sem fer af Kennie Chopart og afturfyrir.
70. mín
Aron Elís Þrándarson liggur eftir eftir þetta skot. Spurning hvað hefur gerst í teignum í aukaspyrnunni.

Olnbogaskot segja þeir.
69. mín
Theodor Elmar með frábært skot eftir að boltinn dettur til hans fyrir utan teig eftir aukaspyrnuna en Ingvar Jóns með frábæra vörslu!
69. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Arnar að setja hæð inn í liðið.
68. mín
KR fær aukaspyrnu á flottum stað fyrir fyrirgjöf.
65. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
Aron Þórður ekki sáttur með að vera kippt af velli.
65. mín
Mikil barátta þessa stundina milli liðana.
62. mín
DANIJEL DJURIC!!! Birnir Snær Ingason með frábæran bolta fyrir markið eftir vandræðagang í öftustu línu KR og hvernig skorar Danijel Djuric ekki!!??!?!?
59. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Arnar Gunnlaugs að bregðast við.
57. mín
Momentum er klárlega með KR þessa stundina. Spurning hvort KR nái að nýta sér það.
56. mín
Kennie Chopart fær flugbraut og kemur með boltann fyrir en það vantaði KR-ing í hættusvæðið!

Oft talað um mikilvægi þriðja marksins.
53. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
KR AÐ KOMAST INN Í ÞETTA!! KR keyra upp í skyndisókn þar sem Benoný Breki gerir vel að finna Kidda Jóns sem setti í fluggírinn og nær að skýla boltanum á meðan Benony Breki heldur hlaupinu áfram og læðir boltanum inn á Benoný Breka sem sem setur hann undir Ingvar!
51. mín
Pablo vinnur boltann hátt á vellinum og kemur honum á Birni Snæ sem er of lengi að þessu og KR nær að verjast.
47. mín
Mistök í öftustu línu KR! Slæm mistök hjá KR og Víkingar keyra á þá í yfirtölu og Helgi Guðjóns finnur Danijel Djuric sem þarf að teygja sig í boltann og kemur honum á Birni Snæ sem á laust skot beint á Simen Kjellevold.
46. mín
Olav Öby sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það eru heimamenn sem leiða með tveimur mörkum.

Eru 45+uppbót frá því að tryggja sér tvennuna.

Tökum okkur smá pásu og snúum svo aftur í síðari.
45. mín
+1
Víkingar að læða Helga Guðjóns í gegn en Simen Kjellevold rétt á undan.
45. mín
Fáum +1 á skiltið frá fjórða dómara.
45. mín
KR að reyna hnoðast í gegn en þéttur varnarmúr Víkinga stendur þetta af sér.
43. mín
KR í flottri sókn og Aron Þórður nær að komast upp að endamörkum inni í teig og setur boltan fyrir markið þar sem Benoný Breki var hársbreydd frá því að koma fæti í boltann og minnka muninn fyrir KR.
39. mín
Birnir Snær með frábæra sendingu á fjærstöng sem Erlingur nær að koma aftur fyrir markið en metið sem svo að boltinn hafi farið útaf.
36. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ari Sigurpáls virkaði haltur og er kippt af velli.

11 marka maðurinn Birnir Snær leysir hann af hólmi. Skal alveg viðurkenna að ég hef alveg séð veikari skiptingu en þetta.
34. mín
KR fær aukaspyrnu á flottum stað.

Olav Öby tekur spyrnuna sem er góð en Ingvar Jóns gerir enn betur!
31. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
VÍKINGAR TVÖFALDA! HRÆÐILEG MISTÖK HJÁ KR!!

Kristinn Jóns með þversendingu í öftustu línu KR og Danijel Djuric gerir frábærlega að komast inn í sendinguna og setur boltann auðvelt í netið hjá KR!
Simen Kjellevold var ekkert tilbúin í þessa þvælu og Djuric þakkar bara fyrir með marki!
30. mín
Það eru KR-ingar sem eru að ógna þessa stundina.
27. mín
KR með flott spil og að komast í flotta stöðu en Helgi Guðjóns brýtur á Aroni Þórð.

Sleppur þó við spjaldið.
26. mín
Erlingur Agnarsson spilar sig skemmtilega inn á teig og reynir sendingu fyrir markið en KR nær að bjarga.
25. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Full einn og stígur á Pablo Punyed og er færður til bókar
23. mín
Danijel Djuric reynir bakfallsspyrnu en yfir markið. Virkilega skemmtileg tilraun.
21. mín
Ari Sigurpáls í góðri stöðu til að skjóta en reynir að læða boltanum inn á Helga Guðjóns og flaggið á loft.
19. mín
KR í vænlegri sókn en Jóhannes Kristinn misreiknar aðeins sendinguna innfyrir og hún fer aftur fyrir.
17. mín
KR í flottu færi en Davíð Örn með frábæra tæklingu og bjargar.
17. mín
Gísli Gottskálk með hörku fyrirgjöf fyrir markið en Danijel Djuric nær ekki að koma stjórn á boltann.
16. mín
Danijel Djuric tekur spyrnuna sjálfur og skýtur beint í vegginn.
15. mín
Danijel Djuric tekinn niður rétt fyrir utan teig og Víkingar fá aukaspyrnu á flottum stað.
13. mín
KR með upphlaup og fyrirgjöf fyrir markið en Aron Elís gerir frábærlega og kemur boltanum í horn.

KR fá ekkert út úr horninu.
10. mín
KR virðast eitthvað vankaðir því Danijel Djuric er strax mættur í frábært færi en frábær tækling frá Lúkasi Magna bjargar!

Munaði engu að Víkingar myndu tvöldalda strax í næstu sókn!
9. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Frábært mark!!

Boltanum kýlt upp í áttina að Danijel Djuric sem gerir frábærlega í að halda pressu með Lúkasi Magna í bakinu og Simen Kjellevold kemur út á móti og einhverjir samskiptaörðuleikar og KR bjargar í horn og úr horninu er Aron Elís einn og óvaldaður og skorar!
5. mín
Áhugavert að sjá þegar KR sækir virðist Aron Elís detta niður í hafsent en í uppspilinu fer hann inn á miðju. Gott ef hann er ekki bara í Vatnhamars hlutverkinu.
4. mín
KR með kröftugt upphlaup en Víkingar eru þéttir fyrir.
3. mín
Sjaldséð mistök í öftustu línu Víkinga og Benoný Breki sækir boltann og kemur honum á Ægi Jarl sem á skot sem Ingvar Jóns ver.

Hörku byrjun á þessu.
2. mín
Ari Sigurpálsson með skot í hliðarnetið.
1. mín
Þetta er farið af stað! Það eru Víkingar sem byrja með boltann, Pablo Punyed sparkar þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Víkingar gera 5 breytingar á sínu liði frá bikarúrslitum gegn KA um liðna helgi en inn í liðið koma Ingvar Jónsson, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Ari Sigurpálsson í stað Þórðar Ingasonar, Gunnars Vatnhamar, Birni Snæ Ingason, Nikolaj Hansen og Matthíasar Vilhjálmssonar.

KR gera þá einnig þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn ÍBV en inn koma Lúkas Magni Magnason, Theodór Elmar Bjarnason og Aron Þórður Albertsson en úr liði KR fara Finnur Tómas Pálmarson, Aron Kristófer Lárusson og Atli Sigurjónsson.
Dagskráin
Fyrir leik
Spámaður Umferðarinnar Benedikt Warén, leikmaður Vestra, var spámaðurinn þessa umferð.

Víkingur 3 - 1 KR
Víkingur-KR, alltaf veisla að horfa á þessa leiki. Danjiel Djuric verður með sýningu og skorar þrennu eftir 3 frábærar stoðsendingar hjá Kalla Fridd. En það verður hann Nikola Djuric, helsti stuðningsmaður Víkinga, sem stelur forsíðunum af bróður sínum eftir frábært tweet.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri leikirnir í sumar

Fyrir leik
Möguleg bikar þynnka? Það voru Víkingar sem tryggðu sér sinn 4. bikarmeistaratitil í röð um liðna helgi með 3-1 sigri á KA á Laugardalsvelli.

Arnar Gunnlaugsson og hans teymi hafa verið að smíða vél þarna í Fossvoginum en fá núna krefjandi verkefni að ná mönnum aftur í "lazer fókus" og klára þetta verkefni í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar hafa verið langbesta lið Íslandsmótsins í sumar og leitt mótið frá byrjun. Þeir hafa verið stórkostlegir í allt sumar og mótið nánast aldrei verið í hættu þó svo Valur héldi á þeim pressu lengi vel fram að ágúst mánuði en þá stungu Víkingar hreinlega bara af.

Víkingar geta með sigri í kvöld klárað dæmið sín meginn og tryggt tvennuna því þeir tryggðu sér Mjólkurbikarinn um helgina og eiga séns á því í kvöld að tryggja Íslandsmeistaratitilinn eða endanlega tryggja sér Bestu deildar skjöldin.

Víkingar leiða mótið með 14 stigum og geta með sigri farið í 17 stiga forystu með 15 stig eftir í pottinum góða.

Víkingar hafa skorað langflest mörk allra liða í sumar eða 65 talsins. Næsta lið á eftir eru Valur með 53 mörk skoruð.

Mörk Víkinga í sumar hafa raðast niður á:

Nikolaj Hansen - 11 Mörk
Birnir Snær Ingason - 11 Mörk
Danijel Dejan Djuric - 10 Mörk
Matthías Vilhjálmsson - 5 Mörk
Helgi Guðjónsson - 4 Mörk
Pablo Punyed - 3 Mörk
Gunnar Vatnhamar - 3 Mörk
Erlingur Agnarsson - 3 Mörk
Aron Elís Þrándarsson - 3 Mörk
Viktor Örlygur Andrason - 2 Mörk
Oliver Ekroth - 2 Mörk
Logi Tómasson - 2 Mörk
Ari Sigurpálsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
KR KR tryggðu sig í efri hlutann í síðustu umferð fyrir skiptingu er þeir sóttu stig gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
Fyrir umferðina voru þeir þó í kjörstöðu gegn KA í baráttunni og til að falla niður í neðri hlutan þurftu KA að sigra Fylki á útvivelli og KR tapa í Vestmannaeyjum en bæði lið gerðu jafntefli í sínum leikjum og KR tók sæti í efri hlutanum.

KR endaði eins og fyrr segir í 6.sæti deildarinnar. Það sem vekur kannski athygli er að KR hafa átt í smá brasi með að skora mörk í leikjum sínum í sumar en aðeins Keflavík (20) og ÍBV (24) hafa skorað minna en KR (29) og Fylkir (29).

Mörk KR á þessu tímabila hafa skorað:

Ægir Jarl Jónasson - 4 Mörk
Sigurður Bjartur Hallsson - 4 Mörk
Kristján Flóki Finnbogason - 4 Mörk
Benoný Breki Andrésson - 4 Mörk
Theodór Elmar Bjarnason - 3 Mörk
Atli Sigurjónsson - 3 Mörk
Luke Rae - 2 Mörk
Kristinn Jónsson - 2 Mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skiptingin - Efri hluti Þessi leikur er sá síðasti í 1.umferð efri hluta skiptingunnar.

Svona fór 1.umferðin:

Breiðablik 0-2 FH
Valur 2-0 Stjarnan

1.Víkingur R. - 59 stig
2.Valur - 48 stig
3.Breiðablik - 38 stig
4.FH - 37 stig
5.Stjarnan - 34 stig
6.KR - 32 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið! Það mun falla í hlut Erlendar Eiríkssonar að dæma þennan leik og honum til aðstoðar verða Andri Vigfússon og Eðvarð Eðvarðsson.
Guðgeir Einarsson er þá umferðarstjóri á hliðarlínunni og klár ef eitthvað bjátar á inni á velli meðal dómara.
Þórarinn Dúi Gunnarsson hefur svo eftirlit með gangi mála.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar í Víkinni þar sem nýkringdir Mjólkurbikarmeistarar Víkinga taka á móti KR í 1.umferð skiptingu efri hluta í Bestu deild karla!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson ('83)
8. Olav Öby
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('65)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Stefán Árni Geirsson ('65)
15. Lúkas Magni Magnason ('83)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
20. Viktor Orri Guðmundsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('25)
Rúnar Kristinsson ('77)
Jóhannes Kristinn Bjarnason ('77)
Stefán Árni Geirsson ('98)

Rauð spjöld: