Þá er slúðurpakkinn kominn úr prentun þennan föstudaginn. Manchester United ætlar ekki að fá Ramos, Tottenham reynir að selja Bissouma og Guehi má ræða við erlend félög í janúar.
Manchester United hefur engan áhuga á að fá spænska varnarmanninn Sergio Ramos (39) en þessi fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins er án félags eftir að hann yfirgaf mexíkóska félagið Monterrey nýlega. (ESPN)
Tottenham mun reyna að selja miðjumanninn Yves Bissouma (29) í janúar en samningur hans rennur út í sumar. Ef kaupandi finnst ekki gæti Tottenham nýtt ákvæði um árs framlengingu á samningnum. (Times)
Max Eberl, íþróttastjóri Bayern München, hyggst ræða við enska miðvörðinn Marc Guehi (25) í byrjun janúar. Þá mega erlend félög fara í viðræður við Guehi en samningur hans rennur út í sumar. (Sky Sports Þýskalandi)
Arsenal hefur áhuga á brasilíska vængmanninum Rodrygo (24) hjá Real Madrid og portúgalska vængmanninum Rafael Leao (26) hjá AC Milan. (Caughtoffside)
Don Garbe hjá bandarísku MLS-deildinni segir að Mohamed Salah (33) yrði tekið með opnum örmum ef hann vill yfirgefa Liverpool. (Fox Sports)
Þýska félagið Stuttgart vill fá Gonzalo Garcia (21) sóknarmann Real Madrid en veit að það yrði flókið að ná samkomulagi. (Sky Sports Þýskalandi)
Aston Villa hefur tilkynnt Liverpool að félagið ætli sér að rifta lánssamningi enska U21 landsliðsmiðjumannsins Harvey Elliot (22) í janúar. Elliot hefur verið utan hóps síðan í október og hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum. (TeamTalk)
Bournemouth horfir til Philip Otele (26), vængmanns Basel,
sem leikmanns sem gæti fyllt skarð Antoine Semenyo. (Teamtalk)
Athugasemdir




