Wales
1
0
Ísland U21
Joseph Low
'28
1-0
Joshua Thomas
'63
16.11.2023 - 18:00
Rodney Parade
Undankeppni EM U21
Dómari: Antoni Bandic (Bosnía)
Rodney Parade
Undankeppni EM U21
Dómari: Antoni Bandic (Bosnía)
Byrjunarlið:
1. Edward Beach (m)
2. Finley Stevens
5. Matthew Baker
6. Joseph Low
8. Oliver Hammond
('76)
9. Joshua Thomas
10. Rubin Colwill
('84)
13. Luke Harris
15. Owen Bevan
16. Charlie Savage
19. Thomas Davies
Varamenn:
12. Evan Watts (m)
21. Ronnie Hollingshead (m)
4. Jay Williams
7. Eli King
('76)
11. Joe Taylor
14. Joel Cotterill
17. Cameron Congreve
18. Cian Ashford
20. Charlie Crew
22. Christopher Popov
('84)
23. Harry Leeson
Liðsstjórn:
Matthew Jones (Þ)
Gul spjöld:
Joseph Low ('40)
Rauð spjöld:
Joshua Thomas ('63)
Leik lokið!
Gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir íslenska liðið, og sérstaklega í ljósi þess þar sem við skoruðum löglegt mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af. Ísland var ekki verri aðilinn í þessum leik en tapar samt. Mjög svekkjandi niðurstaða.
96. mín
Danijel lyftir boltanum á fjærstöngina en þar er enginn. Markspyrna sem Wales fær þegar ein mínúta er eftir.
92. mín
Kristall!
Frábær sókn hjá Íslandi! Boltinn berst til hægri á Ara sem á stórkostlega fyrirgjöf á Kristal sem er aleinn í teignum. Hann á skrítið skot sem fer beint á Beach. Þarna hefði Kristall átt að gera betur!
91. mín
Djuric!
Góður bolti frá Eggerti inn á teiginn, beint á Danijel Dejan Djuric sem nær flottum skalla en Beach ver í markinu.
87. mín
Ari Sigurpáls í dauðafæri inn á teignum, en missir boltann frá sér. Hann er í kjölfarið dæmdur rangstæður.
86. mín
Það hefur vantað áræðni inn í teignum, meiri grimmd á að ná boltanum á hættulegum stöðum.
83. mín
Kristall með góðan bolta fyrir markið en það er enginn mættur til að setja boltann yfir línuna.
82. mín
Þarna kom færið!
Andri Fannar í frábæru færi eftir mjög gott spil en setur boltann rétt fram hjá markinu. Maður sá þennan bolta liggja í netinu!
81. mín
Við höfum því miður ekki náð að skapa okkur almennilegt færi ellefu á móti tíu. Að fá stig út úr þessum leik væri frábært.
68. mín
Núna fáum við hálftíma manni fleiri. Við verðum að nýta okkur þetta. Koma svo strákar!
67. mín
Inn:Ólafur Kristófer Helgason (Ísland U21)
Út:Adam Ingi Benediktsson (Ísland U21)
Sendum batakveðjur á Adam. Vona að þetta sé ekki alvarlegt.
64. mín
Ég held alveg klárlega að Adam sé búinn að ljúka leik. Þetta var ótrúlega þungt högg.
63. mín
Rautt spjald: Joshua Thomas (Wales)
Wales missir mann af velli!
Alltof seinn og fer illa í Adam Inga. Þetta var ljótt! Markvörðurinn okkar fær slæmt höfuðhögg. Við spilum í rúman hálftíma einum fleiri.
62. mín
Það væri örugglega sniðugt að skipta og hrista aðeins upp í þessu. Aðeins dottið niður hjá íslenska liðinu síðustu mínútur.
60. mín
Logi tvisvar núna búinn að fá höfuðhögg á skömmum tíma en hann heldur leik áfram.
58. mín
DAUÐAFÆRI!
Frábær sókn hjá Íslandi. Eggert Aron með góðan sprett þar sem hann finnur Kristal. Hann setur Hilmir í gegn, en skot hans fer í varnarmann. Frábært færi sem fer forgörðum þarna.
56. mín
Menn að gæða sér á kjötbökum og fleira góðgæti í stúkunni. Alvöru bresk stemning.
55. mín
Davíð Snær skallar boltann næstum því í eigið net, en hann fer sem betur fer í hliðarnetið. Svo kemur önnur hornspyrna en Adam handsamar boltann þá.
54. mín
Heimamenn í mjög fínu færi en Andri Fannar gerir vel í því að koma boltanum aftur fyrir í hornspyrnu.
49. mín
Frábær bolti!
Davíð Snær, sem er búinn að vera öflugur í leiknum, á hér mjög flotta fyrirgjöf frá hægri en Hilmir nær ekki almennilegum skalla. Okkar strákar að byrja seinni hálfleikinn af krafti.
45. mín
Hálfleikur
Pirrandi að staðan sé svona. Wales átti sína kafla í leiknum en íslenska liðið heilt yfir verið hættulegra. Staðan á að vera jöfn þar sem Íslendingar voru rændir marki af dómaranum áðan. Kristall Máni skoraði þá löglegt mark sem var dæmt af.
45. mín
+2
Wales að sleppa í gegn en Hlynur Freyr á stórkostlega tæklingu! Bjargaði mögulega marki þarna.
41. mín
Íslendingarnir eru hættulegir núna. Fáum hornspyrnu sem Andri Fannar tekur að venju. Góð spyrna en við náum ekki að gera mikið við hana, því miður.
36. mín
Gult spjald: Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Kristall fékk gult spjald fyrir að skora þetta mark. Hann var mjög hissa og mótmælti mikið. Ég skil það bara afskaplega vel.
35. mín
HA????????
Kristall Máni jafnar metin en markið er dæmt af vegna hendi.
Þetta er algjört kjaftæði. Hann tekur hann með öxlinni. Dómarinn að ræna okkur jöfnunarmarkinu. Því miður er ekkert VAR í þessum leik.
Frábær sókn hjá íslenska liðinu en dómarinn stelur senunni.
Þetta er algjört kjaftæði. Hann tekur hann með öxlinni. Dómarinn að ræna okkur jöfnunarmarkinu. Því miður er ekkert VAR í þessum leik.
Frábær sókn hjá íslenska liðinu en dómarinn stelur senunni.
33. mín
Verður að vera mættur!
Davíð með stórhættulega fyrirgjöf en Hilmir er ekki mættur. Hann verður að vera mættur þarna til að pota þessu yfir línuna.
32. mín
Wales í stórhættulegri skyndisókn en sem betur fer á Luke Harris ömurlega móttöku þegar hann er að komast einn gegn markverði.
28. mín
MARK!
Joseph Low (Wales)
Andskotans...
Wales búið að vinna sig betur inn í leikinn síðustu mínútur og taka hér forystuna.
Ísland kemur boltanum frá eftir hornspyrnu, en heimamenn koma boltanum aftur fyrir markið og þar mætir Joseph Low og skorar með skalla. Logi Hrafn átti ekki möguleika þarna.
Ísland kemur boltanum frá eftir hornspyrnu, en heimamenn koma boltanum aftur fyrir markið og þar mætir Joseph Low og skorar með skalla. Logi Hrafn átti ekki möguleika þarna.
21. mín
Íslenska liðið skapað öll færin í þessum leik til þessa. Walesverjar hafa ekkert gert fram á við.
20. mín
Kristall í dauðafæri!
Boltinn dettur fyrir Kristal í teignum og hann tekur vel á móti honum. Hann reynir svo skot úr mjög fínu færi en hittir ekki á markið!
15. mín
Stórhætta!
Andri Fannar með frábæra hornspyrnu á nærstöngina þar sem Óli Guðmunds nær skallanum yfir á fjærstöngina. Logi Hrafn var aleinn á fjær en boltinn aðeins fyrir aftan hann.
14. mín
Eggert Aron með boltann rétt fyrir utan teig og reynir skot, en það fer í varnarmann. Ísland fær svo hornspyrnu.
13. mín
Rólegt yfir þessu, íslenska liðið verið hættulegra en lítið um færi þessar fyrstu 13 mínútur leiksins.
8. mín
Frábær staða!
Kristall í frábærri stöðu en nær ekki að gera nægilega vel í þessu. Ætlaði að reyna að þræða Hilmi í gegn, en sendingin er alltof föst.
7. mín
Andri Fannar finnur Óla Guðmunds á nærstönginni, en hann nær ekki að stýra skallanum á markið.
7. mín
Eggert Aron gerir afskaplega vel og kemur boltanum á Ísak úti vinstra megin. Hann á stórhættulega fyrirgjöf sem heimamenn skalla aftur fyrir. Hornspyrna sem Ísland á.
4. mín
Hættulegt!
Davíð Snær með fínan bolta fyrir markið og Hilmir Rafn er nálægt, en Edward Beach grípur inn í.
2. mín
Davíð Snær er að spila út á hægri kanti. Erum í 4-2-3-1 þar sem Kristall er fyrir aftan Hilmir Rafn, sóknarmanninn. Ísak Andri er úti vinstra megin og svo eru Andri Fannar og Eggert Aron saman á miðsvæðinu. Vörnin er eins og búist var við.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir að baki og allt klárt. Við rúllum af stað.
Áfram ÍSLAND!
Áfram ÍSLAND!
Fyrir leik
Upphitun fyrir leikinn
???? #fyririsland pic.twitter.com/0wdqKDS0GL
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2023
Fyrir leik
Þrjár breytingar
Frá síðasta leik, sem var sigurleikur gegn Litháen, þá gerir Davíð Snorri Jónasson, þrjár breytingar.
Lúkas Petersson er í banni og kemur Adam Ingi Benediktsson inn í markið í staðinn fyrir hann. Danijel Dejan Djuric fer á bekkinn en í hans stað kemur Davíð Snær Jóhannsson, og þá kemur Ísak Andri Sigurgeirsson inn fyrir Mikael Egil Ellertsson.
Adam og Davíð komu frábærir inn í leikinn gegn Litháen og voru hetjurnar í þeim leik.
Lúkas Petersson er í banni og kemur Adam Ingi Benediktsson inn í markið í staðinn fyrir hann. Danijel Dejan Djuric fer á bekkinn en í hans stað kemur Davíð Snær Jóhannsson, og þá kemur Ísak Andri Sigurgeirsson inn fyrir Mikael Egil Ellertsson.
Adam og Davíð komu frábærir inn í leikinn gegn Litháen og voru hetjurnar í þeim leik.
„Ég tel að það stafi mikil ógn af Íslandi" https://t.co/eRYE3l1mAK
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 16, 2023
Fyrir leik
Leikur sem verður gaman að fylgjast með
„Þetta verkefni leggst mjög vel í mig, þetta verður hörkuleikur, tvö góð lið að mætast sem eru búin að standa sig vel í byrjun móts. Þessi leikur verður 'one to watch'," sagði Davíð Snorri Jónasson við Fótbolta.net í gær.
„Það er fegurðin við þennan riðil, hvað hann er jafn. Mér finnst frábært að vera í riðli þar sem hver leikur er að fara gefa okkur helling. Riðillinn verður jafn. Það mun hjálpa okkur svakalega mikið lið að vera að spila leiki sem eru allir miklar áskoranir og að sama skapi mun það hjálpa leikmönnunum persónulega. Við fögnum því að vera á þessum stað og þetta verður svakalegt."
„Það er fegurðin við þennan riðil, hvað hann er jafn. Mér finnst frábært að vera í riðli þar sem hver leikur er að fara gefa okkur helling. Riðillinn verður jafn. Það mun hjálpa okkur svakalega mikið lið að vera að spila leiki sem eru allir miklar áskoranir og að sama skapi mun það hjálpa leikmönnunum persónulega. Við fögnum því að vera á þessum stað og þetta verður svakalegt."
Davíð Snorri: Ef þú hugsar ekki þannig þá ertu bara barnalegur https://t.co/lsw6iglobt
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 15, 2023
Fyrir leik
Þekktasta nafnið í liði Wales er...
Charlie Savage. Hann er sonur Robbie Savage og var um tíma á mála hjá Manchester United. Þessi tvítugi miðjumaður spilaði einn aðalliðsleik fyrir United áður en hann gekk í raðir Reading í sumar.
Fyrir leik
Leikmannahópur Íslands
Lúkas Petersson, markvörður Hoffenheim, er ekki með að þessu sinni þar sem hann er í leikbanni en Ólafur Kristófer Helgason úr Fylki kemur inn í hans stað.
Eftir að upprunalegi hópurinn var tilkynntur, þá voru gerðar tvær breytingar. Eyþór Aron Wöhler og Bjarna Guðjón Brynjólfsson voru kallaðir inn í hópinn fyrir Andra Lucas Guðjohnsen og Mikael Egil Ellertsson sem fóru upp í A-landsliðið.
Hópurinn okkar er svona:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
13. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
6. Anton Logi Lúðvíksson
7. Óli Valur Ómarsson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Eyþór Aron Wöhler
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson
17. Óskar Borgþórsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Jakob Franz Pálsson
21. Eggert Aron Guðmundsson
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
23. Davíð Snær Jóhannsson
Eftir að upprunalegi hópurinn var tilkynntur, þá voru gerðar tvær breytingar. Eyþór Aron Wöhler og Bjarna Guðjón Brynjólfsson voru kallaðir inn í hópinn fyrir Andra Lucas Guðjohnsen og Mikael Egil Ellertsson sem fóru upp í A-landsliðið.
Hópurinn okkar er svona:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
13. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
6. Anton Logi Lúðvíksson
7. Óli Valur Ómarsson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Eyþór Aron Wöhler
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson
17. Óskar Borgþórsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Jakob Franz Pálsson
21. Eggert Aron Guðmundsson
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
23. Davíð Snær Jóhannsson
Fyrir leik
Annar leikur þjóðanna
Leikurinn á fimmtudag er annar leikur þjóðanna í þessum aldursflokki, en liðin mættust fyrst árið 2013 í vináttuleik. Sá leikur endaði með 3-0 sigri Wales.
Fyrir leik
Strákarnir með fullt hús
Þetta er þriðji leikur Íslands í riðlinum, en áður hefur liðið unnið 2-1 sigur gegn Tékklandi og 1-0 sigur gegn Litháen. Wales hefur leikið þrjá leiki, unnið Litháen en gert jafntefli við Danmörku og Tékkland.
???????? Leikdagur hjá U21 karla!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2023
? Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 kl. 18:00.
???? Bein útsending á Stöð 2 Sport 5.
Our U21 men's side plays Wales today in the EURO 2025 qualifying.#fyririsland pic.twitter.com/KWSL58tFSG
Byrjunarlið:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
('67)
2. Valgeir Valgeirsson
('94)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
('77)
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
('65)
14. Hlynur Freyr Karlsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
21. Eggert Aron Guðmundsson
23. Davíð Snær Jóhannsson
('77)
Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
('67)
13. Halldór Snær Georgsson (m)
6. Anton Logi Lúðvíksson
('77)
7. Óli Valur Ómarsson
9. Eyþór Aron Wöhler
15. Ari Sigurpálsson
('77)
17. Óskar Borgþórsson
('94)
19. Danijel Dejan Djuric
('65)
20. Jakob Franz Pálsson
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)
Gul spjöld:
Kristall Máni Ingason ('36)
Rauð spjöld: